Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. september 1994 7 Ymsar uppskriftir KORNMATUR í BLÓÐMÖR Venjulega er aðeins notað rúg- mjöl í blóðmör, en ljúffengara er að blanda það með dálitlu hafra- mjöli eða heilhveiti, enda súrnar það seinna. En til drýginda má nota fjallagrös. Eigi að nota 900 g af rúgmjöli, má hafa helmingi minna af því, og svo fjallagrös. Annars getur mabur drýgt mjölib eftir vild og ástæðum með grös- um. Blóðið virðist þá vera þunnt. Séu keppirnir ekki þétt saumaðir, vill renna úr þeim. Þess vegna þarf að láta einn og einn kepp of- an í sjóðandi vatn, svo ab blóðið hlaupi strax saman. Ekki má pikka keppi, ef fjallagrös eru í slátrinu. Fjallagrasaslátur súrnar seinna en annað slátur. Fjallagrös má hafa í lifrarpylsu. FjALLAGRASA- BLÓÐMÖR 7 dl blóð 3 dl vatn 1/4 kg rúgmjöl 100 g fjallagrös 100 g haframjöl 1 msk. salt 1-1 1/2 kg mör Fjallagrösin eru sett í kalt vatn, þvegin og tínd vel. Heitu vatni hellt á og grösin þerruð. Skorin eba söxub. Gott er að þau þorni svolítið aftur. Blóðið er sigtað og vatni og salti blandab í það. Rúg- mjöli og fjallagrösunum hrært saman við, og hinum brytjaða mör blandað í. Sett í þétt saum- aða keppi, sem látnir eru ofan í saltvatn, sem sýður. Það má ekki pikka þá alveg strax. Gætið þess ab láta ekki alla keppina ofan í í einu. Soðið eins og blóðmör, sjá að framan. SLÁTURSÚPA 2 1 slátursoð 2 blóðmörskeppir 2 lifrarpylsukeppir 1 msk. hafragrjón 1 msk. hrísgrjón 200 g hvítkál 50 g grænkál 100 g gulrætur 1/2 kg gulrófur Salt eftir smekk 1 kg kartöflur Sé slátursoð til, er það notað, annars vatn. Blóðmörs- og lifrar- pylsukeppir eru sobnir í tvær klukkustundir. Þá eru grjónin, rófur (og seljurót) látið út í og soöið í 10-15 mín. Allt grænmet- ib, sem skorið er smátt, látið út í og soðið í 10-15 mín. Söltuð eftir smekk. (Athugið, að slátursoðið sé ekki of salt). Sé steinselja not- uð, skal hún söxuð og látin í sein- ast. Gott er að hafa soðnar kart- öflur með blóðmörnum. Súpan skal borbuð með slátrinu. Ekki er nauðsynlegt aö hafa svona marg- ar tegundir af grænmeti í súpuna. BLÓÐMÖR, STEIKTUR 750 g blóðmör 100 g sláturflot eba tólg 2-3 msk. sykur Steikja má hvort sem er nýjan eða súran blóbmör, einnig má steikja lifrarpylsu. Sláturflotið er hitað á pönnu. Þegar byrjar að rjúka úr því, eru slátursneiðarnar, sem eru í meðallagi þykkar, settar á pönn- una og steiktar þangað til þær eru orðnar dökkar. Raðað á heitt fat og fitunni hellt yfir. Sykrinum stráð á slátrið. Hér með er borið grænmeti, rófur eba gulrætur í jafningi og soðnar kartöflur. Einnig má hita slátursneibar upp í örlitlu sykurvatni á pönnu og framreiða eins og steiktan blóð- mör. BLÓÐMÖR MEÐ RÓFUM OG SÓSU 1/2 kg blóðmör 4-6 dl mjólkurbland 25 g smjörlíki 30 g hveiti 1-2 tsk. sykur 1/2 kg kartöflur 1/2 kg rófur Grænmeti Rófurnar og kartöflurnar eru soðnar sitt í hvoru lagi. Blóðmör- inn skorinn í smábita. Mjólkin hituð, jöfnuð meb smjörbollu. Þá eru blóðmörsbitarnir og græn- metið, sem er smábrytjað, sett út í. Sykurinn látinn í og krydd, ef vill. Það er gott að hafa rófusoð til helminga með mjólkinni. Borið inn í eldföstu móti. Kartöflum og rófum rabað utan um. Nota má í þennan rétt hvort sem er nýtt eða súrt slátur. LUNDABAGGI 1 ristill 1 hjarta 2 tsk. salt 1 þind 100-200 g mör Ristillinn, sem legið hefur í salt- vatni um stund eða yfir nótt, er strokinn og kreistur. Lagbur þre- faldur í lófann og hjartað sundur- skorib lagt ofan á. Salta skal báð- um megin vib hjartað. Að end- ingu er ristlinum vafið þétt utan um og mörinn í millum. Þindin saumuð utan um sem þéttast og lundabagginn vafinn eins og rúllupylsa (slagvefja). Lundabagg- inn sobinn, þangað til hann er meyr (1 1/2 klst.). í staðinn fyrir hjörtu má nota hálsæðarnar, og í staðinn fyrir ristilinn má nota mör. SVIÐASULTA 6 lambshausar Vatn og salt Hausarnir eru sviðnir, sagaðir í sundur og heilinn tekinn úr. Heil- ann má sjóða og hafa í heila- stöppu. Best er að leggja sviða- hausana í kalt vatn yfir nótt. Hausarnir eru burstaðir með gróf- um bursta, settir í volgt vatn og skafnir vel hjá eyrum og augum og burstabir aftur að innan og ut- an. Hausunum er raðað í pott, eins þétt saman og hægt er, salti stráð yfir og vatni hellt á. Ekki þarf að fljóta yfir hausana. Þegar suðan kemur upp, er froðan veidd vel ofan af. Séu það lambs- hausar, eru þeir soðnir í 1-1 1/2 klst., eða þar til allt kjöt er laust frá beinunum, eigi að búa til sultu. Kjötið af hausunum er lagt í grisju eða skál eba í kökumót. Haft undir léttri pressu yfir nótt. Sultan geymd í grisjunni í súrn- um. Meira verður úr sultunni, sé sob sett á hana. Sobiö verbur lím- meira, ef sviðalappir eru soðnar meb sultunni. Hausar af gömlu eru oft súrsaðir með beinunum, kjammarnir heilir. Sviðasultu er best að súrsa í skyrmysu og hafa ofurlítinn blóðmör í sama ílátinu. HAMSATÓLG Nýr mör er hreinsaður og skorinn í jafna bita. Settur í járnpott eða pönnu. í 1 kg af mör er látinn 1/2-1 dl af vatni. Mörinn er bræddur, þar til bitarnir eru gul- brúnir og vatnið soðiö upp. Hellt í ílát. Hamsatólg er ljúffengt að borða með fiski, t.d. saltfiski og signum fiski. SOÐIN, NÝ SVIÐ Sviðin eru hreinsub eins og lýst er í kaflanum um sviðasultu og soð- in í saltvatni, þar til þau eru mjúk, en ekki laus frá beinunum. Borðuð með rófum, sem soðnar eru í sviðasoðinu, með kartöflum í jafningi eða hrærðum kartöfl- um. Sviðin má hvort heldur borða heit eða köld. BLÓÐPÖNNU- KÖKUR 70 g hveiti 200 g rúgmjöl 6 dl blóð 3 dl mjólk 100 g tólg eða flesk 45 g sykur 2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1/8 tsk. engifer 1/8 tsk. negull Fita til þess að steikja í Rúgmjöli, hveiti og kryddi er blandað saman, vætt í með mjólkinni og blóðinu. Best er að hræra þetta með þeytara, svo að soppan verði sem jöfnust. Bíði um stund. Tólgin er skafin, en sé notað flesk, er það skorið í örmjó- ar ræmur og saxað smátt. Bland- ab í soppuna. Steikt eins og venjulegar pönnukökur, en gæta verður þess, að kökurnar séu mjög þunnar og þurrar í gegn. Settar í bunka með sykri á milli, bestur er púðursykur. Skorið af öllum pönnukökubunkanum eins og tertu. Borðað meb aldin- mauki. Eplamauk er best með þeim. ■ BESTU MATARKAUPIN Allar haustvörurnar hjá okkur: Kjöt af nýslátruðu. Slátur og allur innmatur. Allt til sláturgerðar. • Komdu og gerðu góð kaup. Kjöt og fiskur Mjódd, sími 73900 • Seljabraut, sími 71780

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.