Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 24. september 1994 Magnea Gubrún Magnúsdóttir Fædd 21. nóvember 1900 Dáin 17. september 1994 Magnea G. Magnúsdóttir fædd- ist í Þykkvabæ í Landbroti, en fluttist ársgömul meö foreldr- um sínum aö Eintúnahálsi, en þar haföi veriö stofnaö nýbýli áriö 1828. Það er erfitt fyrir þá, sem nú fara framhjá rústum þessa heiðarbýlis, aö skilja hvernig tveir bændur, sem þar voru þegar Magnea ólst upp, gátu framfleytt sér og fjölskyld- um sínum, og annar þeirra var meira aö segja talinn með efn- aðri bændum sveitarinnar. Til þess að það mætti takast þurfti hyggindi, kappsemi og seiglu. Traðarveggirnir heim á bæjar- hlaöiö, sem enn sjást vel, bera þess líka vitni að kraftarnir hafa ekki veriö sparaöir. Við þessar aðstæður ólst Magn- ea upp fyrstu bernskuárin þang- aö til faðir hennar féll snögg- lega frá á besta aldri, eins og voru örlög svo margra fjöl- skyldna á þeim árum. En þetta veganesti einkenndi síöar öll hennar störf. Ung aö árum giftist Magnea frænda sínum, Páli Pálssyni í Þykkvabæ, og hófu þau þá bú- skap í Efri-Vík. Bærinn stendur á gróinni austurbrún Land- brotshólanna, þar sem fjallasýn er eins og fegurst getur verið. Og hjónin voru samhent um að hefjast handa viö aö rækta, byggja og bæta, svo aö snyrti- mennskan á býlinu var í sam- ræmi viö umhverfið. Með Möggu í Efri-Vík er horfin síð- asta húsmóðirin í Landbrotinu, þeirra sem þar stýröu heimili Þórðar Kárason fœddist að Borg- arlandi í Helgafellssveit 26. janú- ar 1917. Hann lést á heimili sínu 29. ágúst 1994. Hann var sonur hjónanna Kára Magnússonar og Þórdísar Gísladóttur. Eins árs gamall fluttist hann að Haga í Staðarsveit með foreldrum sínum og ólst þar upp. Systkini Þórðar voru níu, en sjö komust til full- orðinsára. Maki Þórðar var Elín Guðrím Gísladóttir, f. 22. ágúst 1917, frá Ölkeldu í Staðarsveit. Foreldrar Elínar voru Vilborg Kristjánsdóttir og Gísli Þórðar- son, bóndi á Ölkeldu. Elín og Þórður hófu búskap í Reykjavík, og Þórður vann sem lögreglu- þjónn frá 1941-1984. Frá 1975 var hann varðstjóri við fjar- skiptadeildina. Þórður vann að og gaf út tvœr œttfrœðibœkur, Hjarðarfellsœtt (1972) og Laxár- dalsœtt (1987). Þá tók hann þátt í útgáfu fleiri bóka. Böm Elínar og Þórðar eru: Vilborg, f. 17. janúar 1943, fulltrúi við toll- stjóraembaettið. Eiginmaður hennar er Sigurjón Torfason og þau eiga tvo syni. Kári, f. 1. febríiar 1945, prentsmiðjustjóri á Akureyri. Eiginkona hans er Rósa Guðmundsdóttir og eiga þau þrjá syni. Gísli Þ., f. 27. maí 1948, yfirkennari í Árósum í Dan- mörku. Kvœntur Ullu Juul Jörg- ensen og eiga þau tvö böm. El- mar, f. 16. júní 1951, talmeina- fraeðingur á Fraeðsluskrifstofu Vesturlands. Kvæntur Ólafíu Sig- urðardóttur og eiga þau þrjá syni. Þab er alltaf áfall aö frétta and- lát góðs manns og kunningja. Hygg ég aö mörgum hafi orðiö bilt viö, þegar þeim barst and- látsfrétt Þórðar Kárasonar, fyrr- t MINNING þegar ég man fyrst eftir fyrir nærri 60 árum. Og sökum frændsemi uröu samskiptin viö Efri-Víkurheim- ilið mikil. Heimsókn þeirra var fastur liður í jólahaldinu og á bernskuárum var þaö mikill viö- burður aö fá aö spila meö full- orðnu fólki fram undir morgun. Við fáa var líka skemmtilegra að spila en Möggu, svo brennandi var áhugi hennar og ánægja af spilamennskunni. Og þá dægra- styttingu iðkaði hún mikið, einnig öörum til ánægju, eftir aö hún kom á dvalarheimilið Heiðarbæ, þar sem hún dvaldi síðustu árin, og síðustu mánuð- ina á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum. Við spila- mennskuna komu líka fram góðar gáfur Magneu. Hún var ekki í neinum vafa um hvaða spilum hún og aörir væru búin að spila og ekki var heldur lengi verið að reikna út í huganum gróða og tap, þegar spilinu var lokið. Hún þurfti heldur ekki að fletta upp afmælisdögum og fæðingarárum ættingja og sveit- unga. Þar stóð allt eins og stafur á bók í minni hennar. En samskiptin við Efri- Víkur- hjónin voru ekki aðeins vegna fjölskyldutengsla, því að bæöi voru hjónin góðir stubnings- menn félags- og menningarlífs í sveitinni. Á unglingsárum Magneu var öflugt starf í Ung- mennafélaginu Ármanni, þar sem allir lögðu sitt af mörkum t MINNING verandi lögregluvarðstjóra, því þrátt fyrir nokkuð háan aldur áttum við ekki von á svo skyndilegu fráfalli hans, en þannig mun það oftast vera. Þórbur Kárason var fæddur á Borgarlandi í Helgafellssveit. Þar bjuggu foreldrar hans þá, en fluttu að Haga í Staðarsveit árið 1918 og bjuggu þar alla sína búskapartíð. Jörbin Hagi í Staðarsveit er góð jörð og falleg og búnaðist þessari fjölskyldu vel þar, enda dugnaðarfólk sem vann saman, notaði vel þá möguleika sem þar voru fyrir hendi og jók stórlega allar nytj- ar jarðarinnar. Vib Þórður vorum jafnaldrar, stunduðum saman nám í barnaskóla og vorum saman í ýmsum félagsskap á okkar ung- lingsárum, svo sem í ung- mennafélagi sveitarinnar. Þórður var fremstur í flokki ungs fólks hvar sem á reyndi. Hann tók þátt í íþróttum og var mjög góður sundmaður. Foreldrar Þórðar, hjónin í Haga, stuðluðu af alefli að menntun barna sinna og var Þórður ætíð í fremsta flokki þar sem hann stundaði nám. Mér er persónulega kunnugt um að þegar hann stundaði nám við Alþýðuskólann í Reykholti og Bændaskólann á Hvanneyri, var hann á báðum stöbum í fremsta flokki þeirra nemenda sem þar voru og í miklu áliti kennara sinna og skólastjóra. Vera má að á þessum tímum því til styrktar. Greip hún þá stundum til harmonikkunnar til að spila fyrir dansi félaganna. Síðar tók við starf í kvenfélagi og góðtemplarastúku. Árið 1949 var hún einn af stofnend- um kirkjukórs Prestsbakkakirkju og eftir það var alltaf mætt á söngæfingar og kirkjulegar at- hafnir meðan geta leyfði. Þab eru góbar minningar, sem fylgja hinni öldnu frænku minni aö leiðarlokum. Það var mikil ró yfir svip hennar, þar sem Magnús Bjarnfreðsson, fóstursonur hennar, sat við beð hennar á síðasta ævidegi, enda hvíldin kærkomin og endur- fundir við ástvini. Við fjölskyldan þökkum liðnar stundir og sendum Magnúsi og fjölskyldu hans samúðarkvebj- ur. Jón Helgason íslensks þjóðlífs hafi hinum framsýna og gáfaða unga manni þótt löng bibin „eftir vori í brekkunni sinni". Hann leitaöi möguleika og fann þá. Hann gerðist mikill athafna- maður í höfuðborg okkar, Reykjavík, jafnframt því sem hann stundaði þar lögreglu- störf. Hann var yfir 40 ár við löggæslu, þar af var hann lög- regluvarðstjóri síðustu 10 starfsárin. Margir starfsfélagar hans munu ab sjálfsögðu minnast starfa hans frá þeim tíma. Einnig vil ég geta þess að þáttur Þórðar í ættfræðistörf- um og sagnaritun var mikill, enda mikið áhugamál hans alla tíð. Árið 1943 giftist Þórður eftir- lifandi eiginkonu sinni, Elínu Gísladóttur frá Ölkeldu í Stað- arsveit. Eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru hið mann- vænlegasta fólk. Sem bróðir El- ínar veit ég að fráfall Þórðar er mikið áfall fyrir hana, því sam- búð þeirra hefur alla tíð, hvað ég best veit, verið með miklum ágætum og þau stutt hvort annað eftir megni. Fyrir allmörgum árum byggbu þau hjón sér sumarbústað í landi Ölkeldu og voru þau, ásamt börnum sínum, mörg- um stundum hér vestra til mik- illar gleði fyrir okkur hér heima. Nú er ljóst að Þórbur verður ekki sýnilega með í þeim feröum framar. Hitt er ég sannfærbur um að hann fylgist ætíð meb okkur öllum. Guð blessi minningu Þórðar Kárasonar. Þórður Gíslason, Ölkeldu, Staðarsveit Nú, þegar rétt þrjú ár eru liðin frá því við fylgdum afa okkar til grafar, göngum við sömu leið til ab fylgja ömmu til hennar hinstu hvílu á þessari jörð. Því langar okkur systkinin ab minn- ast þeirra nokkrum orbum, nú þegar þau hafa bæði kvatt. Þau Páll Pálsson og Magnea Guðrún Magnúsdóttir, sem tóku föbur okkar í fóstur aðeins sólar- hrings gamlan, voru ákaflega gott fólk. Það var alltaf eins og það væri svo bjart í kringum þau og ævinlega fylgdi þeim bros og hlýja. Þessi gömlu hjón háðu lífsbaráttuna saman frá því þau voru kornungt fólk, allt þar til dauðinn aðskildi þau við fráfall afa fyrir þremur árum síðan. Umgengni þeirra við hvort ann- að var á þann veg ab tæpast duldist nokkrum, sem þeim kynntist, að þar fóru ástfangnar manneskjur, sem fundið höfbu hinn hreina tón í faðmi hvors annars. Hlýtt viðmót, náunga- kærleikur og gubrækni voru þeim eins eðlilegir eiginleikar og sólarupprás og -setur eru náttúr- unni. Aldrei heyrðum við hnjóðsyröi af þeirra vörum og ævinlega kvöddum vib þau með söknuði, en um leið tilhlökkun, því heimsókn til afa og ömmu, fyrst austur að Efri-Vík en síðar að Klaustri, var okkur alltaf sönn skemmtun. „Hvað ungur nemur, gamall temur," segir máltækið og það má til sanns vegar færa varðandi samskipti okkar vib afa og ömmu. Allt frá því við vorum smáböm var tekið í spil með þeim í hvert sinn sem við hitt- Elsku afi. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan við sátum inni í bókaherbergi og töluðum um ljóöabókina sem þú varst að leggja síðustu hönd á. Það var augljóst að hún átti hug þinn allan og tilhlökkunin var mikil að geta sýnt vinum og sam- starfsmönnum fyrrverandi þau ljóð sem til þeirra voru ort. Það væri of langt mál að telja upp þær gleöistundir sem við áttum saman í lífinu, því þær voru óteljandi. Þú sýndir alltaf áhuga á því sem ég var að gera og vildir fylgjast með fram- vindu mála. Þab brást sjaldan, að hitti ég mann sem kominn var yfir miðjan aldur, að hann hefði ekki heyrt minnst á þig og þá alltaf að góðu. „Bið að heilsa honum afa þínum," var setning sem ég heyrði ósjald- an. Elsku afi, ég man þig með- an ég lifi, ég skal hugsa vel um ömmu. Þinn dóttursonur, Torfi Fallinn er frá okkar kæri afi. Hann var okkur barnabömum umst, og þau eru mörg yndisleg minningabrotin, sem rifjast upp þegar litið er til baka. Að hafa rétt við í spilum var grundvallar- regla, rétt eins og í lífinu sjálfu, og skemmtunin við gamla eld- húsborðið þeirra eða í rúminu þar sem amma hafði stokkinn í kjöltunni gleymist okkur aldrei. Ekki heldur stundirnar vib spjall og lestur, eða gönguferðir með afa í mýrinni niður við Flóð. En þab, sem situr þó fyrst og fremst eftir, er minningin um heiðar- legt, hreint og beint, hjartahlýtt og ástríkt fólk — afa okkar og ömmu. Elsku afi og amma. Öll orð verða svo fátækleg, þegar þib er- uð kvödd. Langri göngu lífsins er lokib hér á jörð. Við kveðjum ykkur með söknuði eins og fyrr, en um leið með gleði vegna þeirrar vissu að nú hafið þið hist á ný á öðrum stað, ástfangin og glöð í hjarta. Sólsetrib er á enda, sólarupprásin tekin við, í allri sinni fegurð. Vib kveðjum ykk- ur, þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim hreina tóni sem kærleikurinn er. Þið gáfuð okkur tóninn og vonandi lærist okkur einhvern tíma ab leika okkar lífsins lag, þó ekki væri nema eftir broti úr því nótna- kveri sem þib lékuð ykkar lag úr. Um leið og við kveðjum ykkur, langar okkur að þakka Herði og Sallý og dætrunum þremur, þeim Evu, Lilju og Heiðbrá — fyrir aö vera til. Við vitum að þib hafið ekki misst minna en við, og lífssýn ykkar og atferli er á þann veg að minningu þeirra afa og ömmu verður ekki meiri heiður sýndur. Takk fyrir allt. Ámi Magnússon, Páll Magnússon, Ingibjörg Magnúsdóttir og Guðjón Magnússon afskaplega kær. Safnari var hann mikill. Honum var ávallt ánægja að safna gömlum sem nýjum hlutum. Þá var ættfræð- in afskaplega kær í huga hans, svo mikil að hann gaf út tvær ættfræðibækur, ásamt fleiri rit- um. Það var mikil upplifun fyr- ir ókunnugan að líta inn í einkasafnið hans í gamla bú- stabnum vestur í landi. Þar mátti sjá ýmsa fallega hluti. Afi var dulur maður, erfitt var að lesa tilfinningar hans á yfir- borðinu. En þegar hann beitti sér í verki eða hugsun, sást að góðmennskan var þab sem ein- kenndi hann. Hann talaði ávallt vel um alla og vildi öll- um vel. En þá er eins og stóli sé skyndilega kippt undan, svo snöggt bar andlát hans að. Hvernig gat maður brugöist við, dauðinn virtist eitthvab svo fjarlægur. Þab verður margt tómlegt eftir þennan atburb, sérstaklega að elsku amma verði ein eftir. Ég hef ávallt séð þau fyrir mér tvö saman, en ekki sem einsjaklinga. Elsku arnma, innilegar samúð- arkveðjur. Megi Guð blessa þig og alla þá sem í kringum þig eru. Ég veit að þetta éru erfiðir tímar, en Gub stendur bæði við hlið þína og afa. Þótt líkaminn sé látinn, lifir sálin að eilífu. Gubs hönd Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá bestu: blessað hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Vertu, Guð faðir, faðir tninn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þórður Sigurjónsson Þórður Kárason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.