Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 10
10 fwmm Laugardagur 24. september 1994 Hagvrbingaþáttur Nýjar fréttir og nýlegar Knár og stœltur stundar djamm, styður grimman bœndaher, en neitar að koma nakinn fram Nonni kratamínister. ísland gerði engin mörk, ólán má það heita. Og útlands bjálfar Íslands-Björk engan heiður veita. (Til stóö að Björk fengi alls konar verðlaun). Það mun varla vera spaug; í Washington á froegan rann einhver vitlaus asni flaug og œtlaði að drepa forsetann! (Búi) í kirkjugarði Hverjum er holað hér niður? Það er ég. Ein — því miður, sagði Bergljót B. við Bjama G., en bráðum ligg ég — með yður. Frétt af mislukkuöum vegabótum Vond er þessi vœtutíð, vökna margan lœtur. Ekki klökknar œskan fríð, en „olíumölin grœtur". (Vale) Ort á síðsumardögum 1994: Hugsað upphátt Frjálshyggjan er falsið tómt, í felum liggurgœra, fósturland og fólkið frómt í fjötrana að fœra. Við því sporna viljum við og vemda landið kæra. Við heimaverkin hugsið þið heimilið að mæra. Ráðvilltir hugsa Gjöldin hækka, gengið lækkar, getum við nokkuð gert í því? Skuldin hækkar, kjötið lækkar, við emm eins og lömb í kví. (Stafkarl) Addi í Holti hefur áhyggjur af síglottandi stjórnmála- manni, sem hann sér oft myndir af og telur vafasamt að komist á þing í vor: Aldrei sá ég aulaglott einum fara betur. Hafir þú hvorki háð né spott, hjarir máski í vetur. Sami kveður um Gorbatsjov: Hjó hann Gordíonshnútinn á, er hnýtti Lenín forðum. Rauðar sveitir riðlast þá rtkið gekk úr skorðum. Fölnar roðinn austri í yfir svona snilli. Skipuleggja skal á ný, skælist öjfga á milli. Sjóbrýmun Oss gera nafnkunnir nóg blekkta; naumast má finna menn ósvekkta. Sagt hefur maður — og mun ekki þvaður — að Miðhúsasilfrið sé óekta. (Búandkarl) Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Heilsusamleg- ur kynþokki Ærverðug frú spyr hvað þaö sé eiginlega að stilla dónalegum undirfatnaði kvenna út í búðarglugga á al- mannafæri. Hún vill líka fá að vita hvaða konur það séu sem ætlað er að ganga í þessu og til hvers. Varla er það til að halda á sér hita, svo efnislitlar sem flík- urnar eru og ekki hylja þær nekt- ina. Svar: Undirfatatískan er hluti af fatatískunni og er svolítib breyti- leg og hver og ein verður að finna sér eitthvaö við hæfi til að ganga í næst sér. Það eru nokkrar búðir sem sér- hæfa sig í undirfatnabi af þeirri gerð sem sú æruverðuga kallar kannski dónalegan. Þessar versl- anir eru náttúrlega með sínar út- stillingar eins og aðrar verslanir og ef þær hneyksla einhvern er auðvelt ab líta undan þegar geng- ib er framhjá gluggunum. Ef svona útstillingar særa vel- sæmiskennd einhverra er hægt að fara að eins og með sjónvarpið. Ef mann langar ekki til að horfa á eitthvað sem þar er sýnt er aub- velt að slökkva eöa líta undan í abra átt. Margar þær flíkur sem hér um ræðir eru ekki eiginleg undirföt. Farið er í þetta og úr aftur án þess að klæðast öðrum flíkum utanyf- ir. Annars er undirfatnaður tísku- vara og á boðstólum er mikíð úr- val af alls kyns þokkafullum und- irfatnaði fyrir konur á öllum aldri. Þab eru margar fullorðnar og aldraðar konur sem hafa afskap- lega fínan skrokk og kynþokka- fullur undirfatnaður er aíveg jafnt fyrir þær eins og ungu konurnar. Karlarnir líka í dag er mikið talað um Wonder- bra, sem er brjóstahaldari með fyllingu sem gerir það ab verkum að brjóst konunnar stækka og lyftast vel þegar svona haldari en notaður. Ég hef alltaf viljað meina ab nær- buxur eigi að ná upp í mitti. En nú eru á markaöi líka nærbuxur sem eru ekki annað en þríhyrn- ingur meb böndum aftur fyrir og allt um kring. Þetta er viðurkenndur fatnaður og í þessu ganga margar konur í dag og þykir þægilegt. Ég sem karlmabur hef náttúrlega ekki prófað þetta en ég held að þaö hljóti að vera heppilegra að vera í sokkabuxum undir þessu, ab minnsta kosti úti fyrir. En karlmenn ganga í svipuðu. í sólarlandaferðum sér maður ab annar hver karl er í svona sund- flík á strönd. Það þykir ekkert ósiðlegt þar. Allir ánægbir Svo er það samfellan sem fram- leidd er afskaplega siðleg og svo líka heldur efnisminni. Mér finnst mjög tilhlýðilegt að þegar kona fer í sparifötin sé hún í eins efnislitlum flíkum innan undir og hún getur. Þaö er afskaplega gaman fyrir konur í dag, á tímum HIV veir- unnar, að hátta sig annab slagið úr sparifötum yfir í mjög glæsileg- an og kynþokkafullan undirfatn- ab fyrir manninn sinn. Hún held- ur honum þá betur heima og þau deyja síður úr eyöni en ef hann er ab dingla í lauslæti úti í bæ. í sambandi við þetta er svolítil ekki kann að tjá sig því þá missir þab stjórn á sér og leiðist út í alls kyns vitleysur sem betur væru ógerðar. Að halda körlunum heima Það getur aukib andlega vellíðan konu að finna sig vera kynþokka- fulla og það hefur líka góð áhrif á karlmenn sem em í návist hennar. Ég vil vinsamlegast benda fólki á ab líta ekki kynþokkafullan klæðnað hornauga. Það er samt enginn kominn til með að segja ab allar konur eigi ab klæðast svona. Finnist þeim þab ósiðlegt og ónotalegt eiga þær bara að láta þab vera. Kynþokkafull undirföt em aðeins fyrir þær sem vilja ganga í þeim. Það þarf ekki að vera neinn gleðikonubragur á því þótt kven- fólk klæbi sig á eggjandi hátt. Þab er sjálfsagt ab þær ge;i það fyrir eiginmenn sína. Þá leita þeir síður til gleðikvenna til að fá örvun og svo drepast heilu fjölskyldurnar úr eyðni. Kynþokkafull undirföt eru því heilsusamleg og fyrirbyggja upp- lausn fjölskyldu og sjúkdóma ef svo vill vera. Svo má benda á að íslendingar eru fáir og þab er meira en í lagi að þjóðinni fjölgi. Og rétt undirföt og meöferð þeirra geta haft gób áhrif á fólks- fjölgunina. ■ Hvernig áégað vera? HEIÐAR JÓNSSON SNYRTIR svarar spurningum lesenda tvöfeldni í siögæðinu. Ef við gagnrýnum kynþokkalegan fatn- ab og hann særir augun gæti þab bent til þess ab vib tjáum okkur ekki kynferöislega og hegöum okkur ekki eftir því sem hneigð- irnar beinast ab. íslendingum hættir til ab fá sér tvö glös og þrjú og enn fleiri. Það skapar hættu hjá því fólki sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.