Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.09.1994, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 24. september 1994 JONA RUNA á mannlegum nótum Vonir Viö eigum okkur flest einhverja drauma og þrár, sem vib vildum gjarnan að rættust fyrr eða síð- ar. Ef við viljum raunverulega sjá þab, sem við óskum, verða að veruleika, þá er mjög mikil- vægt að við trúum á tilgang þess sem við vonumst eftir. Við verðum í raun ab vinna mark- visst og skipulega aö því að auka líkur á að þaö, sem kveikir eftirvæntingar okkar og vonir, fái að ná ab vaxa og dafna. Helst án þess að við veröum sjálf til þess að gera möguleika slíks árangurs að engu, með t.d. neikvæðum viðhorfum og svartsýni. Vib veröum líka að vera viss um að það, sem við kjósum og viljum sjá gerast, sé í raun þess virði að það heppnist. Af þessum sökum er mikilvægt að við vöndum allar óskir okkar og ígrundum vel fyrirfram hvort það, sem við stefnum að og vonumst eftir, sé eins áríð- andi og spennandi og okkur þykir vib fyrstu skoðun. Við vitum það flest að ekkert fær líf án fyrirhafnar. Það er því eðlilegt að við, sem nennum að fylgja hlutunum eftir, sjáum ár- angur erfiðis okkar, en ekki þau okkar sem eru sérhlífin og draumlynd. Þaö er nefnilega til lítils að láta sig dreyma um stóra hluti sjálfum okkur til handa, ef framkvæmdir okkar og nenna er ekki til staðar til að gera það, sem við viljum, að veruleika. Ef vonir okkar eru framkvæmdalitlar og einungis til staðar í hugum okkar en ekki verkum, eru ákaflega litlar líkur á að þær öðlist líf. Þegar aftur á móti er unnið jákvætt að fyrir- fram ákvebnum keppikeflum, er nokkuö víst að við náum góðum árangri fyrr eba síðar. Við væntum margs í lífinu flest og þá jafnt í leik sem starfi. Vissulega verður okkur að von- um okkar oftar en ekki. Hitt er svo annað mál, að þó ab allt, sem við þráum, nái ekki fram aö ganga öllum stundum, þá er ekkert athugavert við þab í sjálfu sér og engin ástæða til að láta deigan síga, sár og svekkt, þrátt fyrir það. Við eigum ekki ab missa trú okkar á markmið okkar og væntingar, þó ein- hverjar hindranir séu til staðar. Oftar en ekki þarf ab fara ýmsar ólíkar og áður óútreiknanlegar leiöir aö þeim keppikeflum, sem við kjósum ab vinna að og sjá verða til. Við eigum að vera vonglöð, viljaföst og bjartsýn, þegar við höfum tekið ákvörðun um ab láta drauma okkar og þrár ræt- ast. Rangt er að vænta einhvers sem er ósæmilegt, neikvætt og siðferðislega hæpið. Við eigum fremur að vera varfærin, ná- kvæm og jákvæð gagnvart ósk- um okkar, en neikvæð, öfug- snúin og fyrirhyggjulítil. Bestar eru þær vonir sem eru inni- haldsríkar og réttsýnar. Vib eig- um að trúa á tilgang viturlegra vona, en hunsa af alefli allar þær þrár sem ýta undir óheppi- legan hégóma eða óviðeigandi húmbúkk. Verum því jákvæð og réttsýn gagnvart því sem við væntum og viljum. Þannig hugsandi sjá- um við örugglega fyrr eða síbar vonir okkar verba að þeim veru- leika, sem viö vonumst eftir og vildum gjarnan sjá eflast og vaxa skynsamlega. ■ SfWSÉBf# KROSSGÁTAN NR. 35 Innilegar þakkir fyrir heilla- óskir og gjafir, sem mér bárust á áttrœðisafmœli mínu 6. septem- ber s.l. s Asgeir Bjarnason Atvinnurekendur Hér með er auglýst eftir verkefnum fyrir fanga í fangelsum á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemurýmis samsetninga- og frágangsvinna. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu fangelsa á höfuðborgarsvæði, Skólavörðustíg 9, Reykjavík, sími 621952. LAUSN Á GÁTU NR. 34 ! ' 5 / 9 'd k '6 f L £ T £ '••<^> \ N V £ Ð -> H\k / N G -* 7 —> J £ f / \ » Ð U í i K fí- R , Iv K 1 N 'fí I 1 K K H G i 0 K fí G — k I r fí ■ ‘0 f Æ K A !■ ■ ri (L ð A r k fí u s 0 R K s t S A M i 9 u10 rt A £lí): h R I Gr G F M.1M jA'UÍ.r X fí K G f\ r A R 'ti K f,Á A L T ( Alr.An '0 L M 1 5 K R A r r a A K G U R Sf.lTA A c’ H 0 K V-.fA i w £ i r U b G R 1 R TXufn óí'rTll* K A S K i í F s ý' k 'o M 1 R. G N 7 P A r. N A y N 0 1 M ■; S- - K'o L A rRvao HAAf 17 0 í T 1 G i .* Ý R" s / N Al 'A F A T 1 D d * U A s '0 s K 'A M U N D A AlO.iLL T 'o7 G '0 M S r '0 K 'A / '0 £) Ý L D A ,V. N ft L A u -fv £ | k A\U N Ls 'A V A R fí R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.