Tíminn - 29.09.1994, Page 3
Fimmtudagur 29. september 1994
WSmiwm
3
VSÍ telur aö 7 miljaröa lántaka vegna vegafram-
kvœmda geti ýtt undir vaxtahœkkun:
Hugmyndir Davíðs
ganga ekki í VSÍ
í samþykkt framkvæmda-
stjórnar VSÍ um áform í vega-
málum kemur m.a. fram ab
ekki sé rétt aö fara jafn hratt í
uppbygingu samgöngu-
mannvirkja og hugmyndir
forsætisrábherra gera ráí> fyr-
ir.
Að mati samtakanna samrým-
ist það illa hugmyndum um
sveiflujöfnunarhlutverk opin-
berra framkvæmda ab ákveða
umfang þeirra til margra ára,
auk þess sem fyrirhuguð fjár-
mögnun geti leitt til vaxta-
hækkunar og hækkunar verð-
lags.
Hinsvegar tekur framkvæmda-
stjórnin undir mikilvægi þess
ab brýnum og arðsömum fram-
kvæmdum í vegagerð verði flýtt
og aflað til þess lánsfjár og
tekna, enda sé tryggt að umfang
þeirra samrýmist stefnu stjórn-
valda og aðila vinnumarkaðar-
ins um stöðugleika í efnahags-
lífinu á næstu árum. í því sam-
bandi er minnt á að VSÍ hefur
hvatt til ab framkvæmdum
verði flýtt þar sem arðsemi ráði
forgangsröðun þeirra. Jafnframt
telja samtökin æskilegt að opin-
berir aðilar auki við fjárfestingar
á samdráttartímum en dragi úr
þeim á uppgangstímum í efna-
hagslífinu.
Framkvæmdastjórn VSÍ telur
að 7 miljarða króna lánataka til
umræddra framkvæmda í vega-
gerð geti valdið allt að 0,25%
hækkun verðlags. Þetta sé mikil-
vægt ab hafa í huga í ljósi mark-
miba um að halda verðbólgu
undir 2% á næstu árum og lág-
um vöxtum. Því beri ab tak-
marka umfang framkvæmda við
það að lántökur leiði ekki til
vaxtahækkana eða þensluáhrifa
á afmörkuöu sviði atvinnulífs-
ins, auk þess sem enga áhættu
megi taka sem stefnt geti verð-
lagsmarkmiöum og stöðugleika
efnahagslífs í tvísýnu.
Emil er leikinn af Kára Cunnarssyni, 7 7 ára nema úr Víbistabaskóla í Hafnarfirbi.
Ný íslensk fjölskyldumynd:
Framsóknarflokkurinn á Suöurlandi mun velja fólk á
framboöslistann á kjördcemisþingi:
Enn óljóst meó
Jón Helgason
Hjá Framsóknarflokknum á
Suðurlandi verbur valib á fram-
bobslistann á kjördæmisþingi
dagana 28. og 29. október. Ólaf-
ía Ingólfsdóttir, formabur kjör-
dæmissambandsins, segir ab val
á frambobslistann fari fram í
skobanakönnun í tveimur um-
ferbum. Fyrri umferbin fer
þannig fram ab félögin eru beb-
in um ab benda á einstaklinga
og þá er eingöngu krossab vib
nöfn. Síban í seinni umferbinni
verbur rabab í sæti.
Þeir abilar sem þegar hafa gefið
kost á sér eru þau Guðni Ágústs-
son alþingismaður og Þuríður
Bernódusdóttir úr Vestmannaeyj-
um. Jón Helgason, alþingismaður
og fyrrv. rábherra, hefur enn ekki
gefið upp hvort hann muni gefa
kost á sér áfram eöa hvort hann
hættir. Ljóst er að margir líklegir
frambjóðendur munu bíða með
að gefa kost á sér tii framboðs
þangað til ljóst er hvab' Jón
hyggst fyrir. Isólfur Gylfi Pálma-
son, sveitarstjóri í Hvolhreppi,
hefur verið nefndur sem líklegur
frambjóðandi en talib er að hann
muni bíða og sjá hvað Jón Helga-
son ætlar sér. Sama má segja um
Ólafíu Ingólfsdóttur, formann
kjördæmissambandsins. Ekki er
ólíklegt að Skaftfellingar muni
jón Helgason
vilja fá mann inn ef Jón hættir og
þá hefur Gubmundur Elíasson frá
Pétursey og vert í Víkurskála verið
nefndur sem hugsanlegur eftir-
mabur Jóns.
Þorvaldur Snorrason, formaður
FUF í Ámessýslu, Bergur Pálsson í
Hólmahjáleigu og formaður Fé-
lags hrossabænda, Sigurður Ey-
þórsson, fyrrv. ritari SUF, og Sal-
var Júlíusson, bóndi í Jórvík, hafa
einnig verið nefndir til sögunnar
og líklegt er að fleiri konur muni
gefa kost á sér líka. ■
Prófkjör innan
fulltrúaráösins
Hjá Framsóknarflokknum í
Reykjavík verbur prófkjör innan
fulltrúarábsins og verbur kosib
um fjögur efstu sætin. Frestur til
ab skila inn frambobi rennur út
10. október en prófkjörib mun
fara fram dagana 5.- 6. nóvember.
Finnur Ingólfsson og Ásta Ragn-
heiður Jóhannesdóttir skipubu
fyrsta og annab sætib í kosningun-
um 1991. Þau hafa bæbi gefib kost á
sér áfram í sömu sæti. ðlafur Örn
Haraldsson, fyrrv. framkvæmda-
stjóri Gallup á íslandi, hefur gefib
kost á sér í annað sætib. Hallur
Magnússon sagnfræðingur gefur
kost á sér í þriðja sætið, Arnþrúbur
Karlsdóttir hefur einnig gefið kost á
sér en hefur ekki tiltekib neitt
ákvebib sæti ennþá. Þá hefur Bjarni
Einarsson, fyrrv. abstobarforstjóri
og bæjarstjóri á Akureyri, gefib kost
á sér í fyrsta til fjórba sæti.
Skýj ahöllin
frumsýnd í dag
Ný íslensk fjölskyldumynd,
Skýjahöllin, verður frumsýnd
í Bíóhöllinni í dag. Frumsýn-
ingin er ætlub leikurum og
aðstandendum myndarinnar
og gestum þeirra. Fyrsta al-
menna sýningin á Skýjahöll-
inni, kl. 19.00 í Bíóhöllinni, er
sérstök hátíöarsýning fyrir
Barnaspítalasjóð Hringsins,
en sjóðurinn fær allan ab-
gangseyri á þá sýningu.
Abalpersóna Skýjahallarinnar
er hinn átta ára Emil sem á sér
þann draum heitastan að eign-
ast hund. Foreldrar hans standa
í byggingu einbýlishúss og eiga
í stöðugu stríði vib víxla og
gjalddaga. í fyrstu neita þau
Emil um ab eignast hund á
þeim forsendum að hundur
kosti of mikið. Að lokum veita
þau honum með semingi leyfi
til að kaupa hann — geti hann
safnað fyrir honum sjálfur. Þau
lifa í þeirri trú að það geti dreng-
urinn ekki.
Fullur atorku ræðst Emil í það
mikla verk að eignast pening
fyrir hundi. Hann selur blöð af
miklum móö og handlangar
fyrir húsgagnasmið og ab lok-
um á hann nægilega fjármuni
fyrir hvoipi. Þá kemur babb í
bátinn, pabbi er ekki alveg á
þeim buxunum að standa við
gefiö loforð.
Emil grípur þá til örþrifaráða til
að halda hundinum og hristir
með aögerðum sínum svo um
munar upp í nánasta umhverfi
sínu.
Þorsteinn Jónsson leikstýrir
Skýjahöllinni ásamt því að
semja handritið. Þorsteinn er
enginn nýliöi í íslenskri kvik-
myndagerð, hann hefur áður
leikstýrt tveimur kvikmyndum í
fullri lengd. Það eru Punktur,
punktur, komma, strik árið
1981 og Atómstöðin árið 1984.
Hann var framkvæmdarstjóri
Kvikmyndasjóðs frá 1990 til
Skundi, hundur Emils.
1993.
Þorsteinn útskrifaðist með próf
í kvikmyndaleikstjórn frá Kvik-
myndaakademíunni í Prag árið
1971 og stundaði nám við kvik-
myndadeildina í Nipponhá-
skóla í Japan á árunum 1977 og
1978.
Kvikmyndatakan er í höndum
Sigurðar Sverris Pálssonar sem
er einn reyndasti og virtasti
kvikmyndatökumaður íslands.
Höfundur bókarinnar sem
myndin er byggð á er Guð-
mundur Ólafsson. Hann kom
mörgum á óvart er hann sigraði
í barnabókasamkeppni Vöku
Helgafells áriö 1986 með sög-
unni um Emil og Skunda. Bókin
var gefin út fyrir jólin 1986 og
vann strax hug og hjörtu heillar
kynslóðar og er enn í dag í hópi
vinsælustu og best metnu
barnabóka íslands.
Kári Gunnarsson, sem leikur
Emil, er ellefu ára nemi við Víði-
staðaskóla í Hafnarfirði. Kári var
valinn úr hópi mörghundruð
drengja til ab fara með hið
vandasama hlutverk Emils. Em-
il er aðalsöguhetja myndarinnar
og því er hlutverk hans vanda-
samt og erfitt fyrir tíu ára dreng
að valda því. Kári þurfti oft að
vinna tólf tíma vinnudag og
haft er á orði að ef sama vinnu-
löggjöf fyrir börn gilti hér og í
Holywood hefði þurft þríbura í
hlutverk Emils og hefði þá hver
um sig unnið í fjóra tíma á dag.
Gubrún Gísladóttir leikur
mömmu Emils. Kvikmyndafer-
ill Guðrúnar er ekki langur, en
gjöfull. Hún lék eiginkonu
Magnúsar í samnefndri kvik-
mynd Þráins Bertelssonar sem
hlaut einróma lof og prís gagn-
rýnenda og Evrópuverðlaunin
sem besta mynd ársins 1987 og
nú leikur hún móbur Emils í
kvikmyndinni Skýjahöllin.
Pabbi Emils, sem Hjalti Rögn-
valdsson leikur, er síþreyttur
málmsmiður, sem er af dugnaöi
og einurð ab reyna ab koma
þaki yfir höfuð fjölskyldu sinn-
ar. Hann lofar Emil að fá hund,
en svíkur svo barniö með ófyrir-
sjáanlegum afleiöingum. ■
Gubmundur
Karl tekur viö af
Jóni Karlssyni
Guðmundur Karl Jónsson hef-
ur verið skipaöur af Sighvati
Björgvinssyni heilbrigðisráð-
herra sem formaður Stjórnar-
nefndar ríkisspítalanna frá og
meö 1. október nk. Guðmund-
ur Karl tekur við af Jóni H.
Karlssyni, aðstoðarmanni
Guðmundar Árna Stefánsson-
ar félagsmálaráöherra.
Guðmundur var stjórnarfor-
maður Ríkisspítalanna þegar
Sighvatur var áður í heilbrigöis-
ráðuneytinu, eða frá október
1992 til ársloka 1993.
Guðmundur Karl er fæddur
1940 og er lögfræðingur frá Há-
skóla íslands. Hann hefur verib
forstjóri Fríhafnarinnar á Kefla-
víkurflugvelli frá 1981. ■