Tíminn - 29.09.1994, Side 4

Tíminn - 29.09.1994, Side 4
4 Wímmn Fimmtudagur 29. september 1994 Hmlim STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 125 kr. m/vsk. Öryggi í sam- göngumálum Það fylgir nútíma mannlífi að vera á faraldsfæti. Sam- skipti milli landshluta, milli þjóða og heimsálfa eru í föstum farvegi á samgöngusviðinu og tugir milljóna manna eru á ferðalögum dag hvern. Nútíma við- skiptalíf og þjóðlíf byggir í auknum mæli á mann- flutningum. Atvinnusvæði stækka og heimurinn all- ur verður í síauknum mæli leikvangur viðskiptanna. Samgöngukerfi Skandinavíu byggist auk vegakerfis- ins og flugsamgangna á fullkomnum ferjusamgöng- um. Hinar miklu ferjur, sem eru eins og eylönd í haf- inu, rista Eystrasaltið fram og aftur og flytja mikinn fjölda fólks til meginlands Evrópu og milli Norður- landanna. Þetta er hluti af þjóðvegakerfi Norður-Evr- ópu. Það er því að vonum að menn setji hljóða, þegar fréttist af hörmungaratburðum á borð við þann að ferja hafi farist á Eystrasalti og allt að 800 manns hafi týnt lífi. í huga fólks er sigling með hinum miklu ferjum, sem leggja upp frá Stokkhólmi til ýmissa átta, ekki hættulegur ferðamáti. Hitt er staðreynd að stór- slys á þessum miklu farartækjum eru ekki einsdæmi, þótt þetta sé það langversta sem skeð hefur í þessum heimshluta síðari árin. Þetta er himinhrópandi að- vörun um að öryggismálum er seint of vel sinnt, því eitthvað hlýtur ab hafa fariö úrskeiðis, þegar skip á borð við ferjuna Estonia sekkur á örfáum mínútum. Vaxandi samkeppni er í fólks- og vöruflutningum í hinum þróuðu ríkjum, og það er þróun sem er stað- reynd. Sú samkeppni kallar á það að skýr löggjöf sé um öryggismál og henni sé fylgt eftir með öflugu eft- irliti. Alþjóðlegt samstarf er ekki síst mikilvægt á þessum vettvangi. Algengasti samgöngumátinn að einkabílnum frá- töldum eru flugsamgöngur. Flugið hefur verið talið mjög öruggur ferðamáti og slys eru fátíð, miðað við þann mikla aragrúa flugvéla sem er á lofti hverja ein- ustu stund sem guð gefur. Stórslys á þeim vettvangi, hvar sem þau gerast í heiminum, eru alþjóðlegt fréttaefni. Það vekur hins vegar ugg hversu oft heyr- ist um þab að mistök séu gerð í flugleiðsögu, m.a. á Norður- Atlantshafi. Það er ein áminningin um að einskis má láta ófreistað til þess að búið sé sem best um hnútana í öryggismálum flugsins. í fluginu er þab kerfi, ab verbi slys er þab rannsakab mjög ítarlega og allt gert til að grafast fyrir um orsak- irnar. Þetta hefur áreiðanlega orðið til þess að flugið er svo öruggur ferðamáti sem raun ber vitni. Vafalaust verður stórslysib á Eystrasalti rannsakað ítarlega og sú vitneskja, sem væntanlega fæst við þá rannsókn, ætti að nýtast til þess að efla öryggismál í ferjusamgöngum. Ein skýringin er sú, að veður hafi einfaldlega verið svo slæmt að frágangur farms hafi ekki verið í samræmi við það. Ef rétt er, þá er það dæmi um það að fyrir náttúruöflunum er maðurinn smár, þrátt fyrir alla tækni og framfarir, og verður enn að haga sér í samræmi við þab. Eftir stendur hinn mikli harmleikur og okkur setur hljóð og hugsum með samúb til þeirra sem um sárt eiga að binda. Þrisvar sinnum dýrara partý Samkvæmt frétt í Tímanum í gær fór þjóðvegahátíðin á Þing- völlum um 120 milljónir fram úr fjárlögum, miðað við síðustu tölur, en kostnaðartölur þessar hafa að undanförnu hækkað í hvert sinn sem um þær er spurt. Það má þar af leiðandi fastlega búast við að kostnaburinn eigi enn eftir að hækka. Á fjárlögum var gert ráð fyrir 70 miljónum í þennan málaflokk, en sú upp- hæð hefur nú þegar nánast þre- faldast, því verið er að tala um heildarkostnab upp á 190-200 milljónir. Þab er fróðlegt ab velta þessu fyrir sér, því eðli málsins sam- kvæmt var hér einhver að eyða fjármunum sem hann átti ekk- ert í og hafði enga heimild til ab eyða. Enginn getur gefib slíka eyðsluheimild nema Alþingi og þingib hafði ekki gefið grænt ljós á 200 miljóna veisluhöld. Umræðan um framúrkeyrslur af þessu tagi hafa smám saman verið að færast í þá átt að menn séu beinlínis aö taka ófrjálsri hendi fé sem þeir hafa ekkert með að gera. Stimpilkort og stimplaðir menn Sýslumaðurinn á Akranesi er þessa dagana undir nákvæmu eftirliti dómsmálaráðuneytisins og þykir nú mörgum þab mál hið furðulegasta og aðfarir ráðu- neytisins nokkuö einkennilegar. Ekkert sambærilegt eftirlit virð- ist haft í málum annarra emb- ættismanna rábuneyta og ríkis- stofnana, sem virbast geta leikið sér út um borg og bý án þess ab nokkur skipti sér af því. En haldbærustu ávirðingarnar, sem bornar eru á sýslumanninn núna, eru einmitt þær að hann hafi farið nokkrar milljónir fram úr fjárheimildum, eins og hver annar meðalsýslumaður. GARRI Slíkar framúrkeyrslur hefðu að vísu til skamms tíma varla þótt ámælisverðar, en þegar framúr- keyrslurnar eru farnar að vera tvöfaldar og jafnvel þrefaldar þær upphæðir, sem veitt var í málið, þá er eitthvab meira en lítið að. Ekki ætlar Garri að mæla því bót að sýslumaðurinn á Akra- nesi fór fram úr fjárheimildum. Hins vegar er ljóst að ef stjórn- völd ætla að vera sjálfum sér samkvæm, þá hljóta að koma til stórkostlegar abgerðir vegna lýðveldishátíðarinnar. En sá sem er ábyrgur hlýtur þá ekki aðeins að verða settur á stimpil- kort, heldur verður varla hjá því komist að stimpla viðkomandi sem fjárglæframann eða -menn. Fer eins meb eybsl- una og umferbina? Sérstök þjóðhátíðarnefnd var starfandi og átti ab fylgjast með því að hátíðarhöldin gengju sæmilega fyrir sig. Þeirri nefnd hefur þó, eins og öllum öðrum sem að skipulagningu og undir- búningi hátíðarinnar unnu, einhvern veginn tekist að koma sér undan ábyrgð á umferbar- hamförunum sem urðu. í þjóð- hátíðarnefnd áttu m.a. sæti stjórnmálamenn og fyrrverandi stjórnmálamenn og vegna þess að mikið er nú talað um siðferöi í stjórnmálum verður sérstak- lega áhugavert að fylgjast meb því hvort og hvernig þessir stjórnmálamenn eða þá aðrir, sem ákváðu að halda þrisvar sinnum dýrara partý en búið var að ákveða, axla ábyrgð af þeirri ákvörbun sinni. Garri Stefnt að stefnuleysi Afstaban til Evrópusamvinn- unnar er orbin svo margbreyti- leg og flókin að við fátt veröur jafnað í sögunni, nema ef til vill deilurnar um uppkastið. Þær skiptu þjóbinni í andstæðar fylk- ingar, sem rifust um það í nokkra áratugi hvort íslenski og danski textinn væri hinn sami, hvort rétt væri þýtt og hvernig túlka bæri oröalag sambandslag- anna. Síðari tíma fræðimenn telja að ágreiningsefnin hafi aldrei skipt máli, sem sannast á því ab haldin hefur verib 50 ára lýbveldishátið á vegum úti og er kostnaðurinn kominn 200% fram úr áætlunum. Sú blessunar- ríka hátíö hefbi aldrei verið haldin ef eitthvab hefbi verið bogib vib uppkastib á öðrum áratug aldarinnar. í fyrra og hitteðfyrra og árið þar á undan gengu einhver ósköp á vegna samninga um Evrópska efnahagssvæðib. Þegar það mál er í höfn, blossar upp ágreining- ur um aðild að sjálfu Evrópu- sambandinu sem klýfur flokka og hugmyndafræðigrundvöll hugsjónamanna til hægri og vinstri, og eru ótal sleifar á lofti að hræra í þeirri grautargerð allri. Atkvæbadorg Jón Baldvin lýsir hiklaust yfir þeirri skobun sinni að sækja eigi þegar í stað um aðild að ESB. Margir flokksmenn hans eru sama sinnis. Davíð flokksfor- maður og ráðherra heldur fram gagnstæðri stefnu og telur árób- ur utanríkisráðherra sins mark- lausan meb öllu. Svo hundskammar Davíð stutt- buxnaliðið fyrir óflokkshollustu, þegar unglingarnir vilja steðja inn í Evrópusamvinnu án tafar, og telur þeim trú um að kratarn- ir séu að dorga fyrir atkvæði sannra sjálfstæöismanna meb dekri sínu vib samrunann. Iðnrekendur og handverks- menn telja einsýnt að umsókn þoli enga bib og virtar háskóla- stofnanir eru sama sinnis. Kvótaeigendur til sjós og lands neita að deila eignum sínum með útlendingum, sem er ofur- Á víbavangi eðlilegt, því að þeir vilja ekki deilá þeim með þurrabúbarlýbn- um heimafyrir heldur. Sósíalistarnir á vinstri væng eru ekki öfundsverðir af sínum af- stöðum til ESB heldur. Gamla kommalibið ástundar þjóðernis- sinnaba alþjóðahyggju eins og fyrri daginn og fattar aldrei að Stalín er ekki lengur hér. Jafnað- armenn í mörgum félögum eru ákafir fjölþjóðasinnar og finnst allt annab fráleitt en að gerast þegar í stað ráðandi ákvörbunar- vald í Bmssel. Umræbubann Svona er nú ástandið í 50 ára gömlu lýðveldi þar sem flokks- bönd eru að bresta og formaður stærsta stjórnmálaflokksins bannar umræbur um það mál- efni sem heitast brennur á þjób- inni. Davíð segir skorinort að að- ildarumsókn að ESB sé ekki á dagskrá og að hún verði ekki gerb að kosningamáli í komandi kosningum, sem allt eins geta dunib yfir áður en kjörtímabil- inu lýkur, ef mið er tekið af ástandinu á stjórnarheimilinu. Aðild annarra Norðurlanda að ESB sýnist sumum í sjónmáli, þótt mikib vanti á t.d. í Noregi að meirihluti sé fylgjandi í þjóð- aratkvæðagreiðslu, sé mark tak- andi á skoðanakönnunum. Fari svo að Norsarar neiti, verða bræðraþjóðirnar hinar einu sem hlíta einvörðungu EES-samning- um í Evrópusamvinnunni. En svo hönduglega er á málum haldið, ab uppi em deilur og allt því hernabarástand milli „bræðrafólksins", sem í raun og vem eiga allra sameiginlegra hagsmuna að gæta hvað varðar fiskveibar og markabsmál, fari svo að þjóðirnar verði bábar ut- an ESB, eins og útlitið bendir til. Um þau mál er bannað að tala, eins og forsætisrábherra neitar að ESB- umsókn sé á dagskrá, og stefnir allt í ab umræðan verbi álíka langdregin og gáfuleg og rifrildið mikla um uppkastið, sem alltaf var meiningarlaust, þótt sjálfstæðishetjurnar héldu sig vera ab deila um framtíðar- heill þjóbarinnar. Takist Davíð að sameina flokk sinn um stefnuleysið og þögnina í Evrópumálunum, veröur það ekki síður kraftaverk en þab að Jóni Baldvini takist að sætta sína flokksmenn um spillingarmálin. Megi þeim vel farnast.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.