Tíminn - 29.09.1994, Side 5
Fimmtudagur 29. september 1994
5
Fimbulglamur
Halldór Guömundsson, útgáfu-
stjóri Máls og menningar, birtir
smágrein í Tímanum 27. sept-
ember og nefnir „Haldlaust
geip". Tilefnið er Ieikdómur
minn um sýningu Frú Emilíu á
Macbeth (eða Makbeð eins og
Halldór skrifar að hætti Helga
Hálfdanarsonar). Með greininni
birtist mynd af tveimur mönn-
um, Matthíasi Jochumssyni og
manni sem sagður er vera Helgi
Hálfdanarson, en er vissulega
ekki hann. Ég hafði notað til-
efni sýningarinnar til að halda
fram hlut Shakespeareþýðinga
Matthíasar, sem hafa lent nokk-
uð í skugga marglofaðra þýð-
inga Helga Hálfdanarsonar. Ég
fagnaði því að Frú Emilíá skyldi
dusta rykið af Macbeth Matthí-
asar. Leyfi ég mér að telja þýð-
ingar Matthíasar á Macbeth og
Othello standa að ýmsu framar
þýðingum Helga. Sú staðhæfing
kemur illa við útgáfustjórann,
enda ber hann „nokkra ábyrgð
á útbreiðslu þýðinga Helga á
Makbeð og fleiri verkum". Það
mætti halda að grein mín væri
líkleg til að draga úr þessari út-
breiðslu, en sannarlega vona ég
að svo fari ekki, enda síst ætlun
mín.
Nú er það augljóst að leik-
dómur er ekki rétti vettvangur-
inn til að fara í samanburð á
þýðingum, þótt ég stæðist ekki
þá freistingu, sem sýning Frú
Emilíu bauð upp á, og færi um
þetta nokkrum orðum. Ég hef
hins vegar mikinn áhuga á þýö-
ingum og í ritinu Andvara, sem
ég stýri, hafa birst tvær greinar
um Shakespeareþýöingar á síð-
ustu árum. Önnur var eftir
Ástráð Eysteinsson um Hamlet-
þýðingu Helga í samanburði við
Matthías (1987). Hin var eftir
Kristján Árnason, m.a. um Mac-
bethþýbingu Sverris Hólmars-
sonar með samanburði vib
Matthías (1990). Það væri fróð-
legt fyrir Halldór aö lesa þá
grein áður en hann heldur
áfram þessari umræbu.
Það er fjarri mér að varpa
rýrð á afrek Helga Hálfdanar-
sonar. En ég er ekki einn um þá
skoöun að Helga láti átök
Shakespeares síður en ljóðræn
mýkt; texti hans er jafnan mis-
fellulaus og fágaður, en Shake-
speare á til að vera villtur og
óheflaöur. Matthías er „ótvírætt
magnaðri", eins og ég leyfði
mér ab segja um Othelloþýð-
inguna. Mér er enn í minni þeg-
ar ég heyrði hana leikna í út-
varpi á unga aldri. Hins vegar
stangast orð mín engan veginn
á við ummæli Ásgeirs Hjartar-
sonar, þess smekkvísa leikdóm-
ara, sem Halldór tilfærir, að
þýðing Helga á Othello sé „leik-
rænni, nútímalegri og miklu
nákvæmari". Að hún sé nútíma-
legri liggur raunar í hlutarins
eðli, og viðurkennt er að Helgi
þýðir yfirleitt nákvæmar. Yfir-
leitt, segi ég, því Matthías er alls
ekki ónákvæmur þýðandi. Slíka
tuggu hefur hver étið eftir öðr-
um, en Ólafur Briem sýndi fram
á í inngangi að ljóðaúrvali
Matthíasar að því fer fjarri.
Annars er þetta með nútíma-
leikann dálítið vibsjárvert. Þeg-
ar Alþýðuleikhúsið sýndi Mac-
beth fyrir fáum árum, þótti þýð-
ing Helga ekki nútímalegri en
svo aö Sverrir Hólmarsson var
ráðinn til ab gera aðra, sem
væntanlega er þá enn nútíma-
legri, enda er kröfum bragar-
háttarins að mestu vikið til hliö-
ar. Hins vegar notar Gubjón
Pedersen gamla þýðingu Matt-
híasar við sína „nútímalegu"
uppfærslu og nær með því sér-
stæðum áhrifum. Svo nútíminn
er ekki allur þar sem hann er
séður.
Auðvitað er sitthvað fornlegt
í þýðingum Matthíasar. Hann
notar gamlar orðmyndir, til
dæmis stundum töluorðið einn
sem eins konar óákveðinn
greini. Það myndu móðurmáls-
kennarar vafalaust strika í með
rauöu nú á dögum. En snilling-
um leyfist meira en öörum og
því er það að maður hrífst af
stílkynngi Matthíasar, sem pýt-
ur sín einmitt svo vel víða í
Macbethþýðingunni.
Halldór finnur að því að ég
skyldi ekki birta þýðingu Helga
á brotinu úr frægri einræöu
Macbeths sem hefst á orðunum
„Á morgun, morgun ...". Hann
bætir úr því í sinni grein. Mætti
ég þá bæta um betur og birta
enska frumtextann:
Life's but a walking shadow,
a poor player
That struts and frets his hour
upon the stage
And then is heard no more.
It is a tale
Told by an idiot, full ofsound and
Þry,
Signifying nothing.
Báöar þýðingarnar hafa til
síns ágætis nokkuð, en sam-
kvæmt minni „glöggskyggni",
Heigi Háifdanarson.
sem Halldór nefnir, er stíllinn
hjá Matthíasi mun sterkari. Og
hvað um nákvæmnina? Leik-
aragrey, segir Matthías; leikari,
segir Helgi. Grettir sig og sprik-
ar, fremur kæki; fífl, vitfirring-
ur; fimbulglamur, haldlaust
geip. Stöldrum við það síðast-
talda. Þar er ég sammála Krist-
jáni Árnasyni sem segir: „Þótt
orðið „fimbulglamri" sé auðvit-
að ekki orörétt þýðing á „sound
and fury", þá hefur það sjálft
einmitt þann hljóm sem verið
er að lýsa meb því." Ég held ab
hver maöur, sem fer með þessar
þýðingar, finni ótvírætt hvor er
hljómmeiri og magnaðri.
Þetta er orðið lengra mál en
ég ætlaði. Satt að segja þótti mér
vibkvæmni útgáfustjórans
Matthías Jochumsson.
gagnvart Helga Hálfdanarsyni
furðu mikil. En mér hefur fund-
ist að menn hafi stundum not-
að þýðingar Helga til að varpa
rýrð á Matthías og það veit ég
raunar að er Helga sjálfum síst
að skapi. Þetta helst í hendur
vib það tómlæti og jafnvel lítils-
virðingu sem þykir hlýða að
sýna skáldjöfrinum Matthíasi í
seinni tíð, þar á meðal hjá bók-
menntanemum í háskólanum
— andrík skáld eiga víst ekki
upp á pallborö samtíðarinnar.
Menn ráku því upp stór augu
þegar Frú Émilía dró fram Mac-
bethþýbingu hans. En það
sannar að rödd stórskálds verð-
ur aldrei þögguð nibur til lang-
frama.
Gunnar Stefánsson
Rúmenía 1866-1947
Rumania, 1866-1947, eftir Keith Hitchin.
579 bls., Clarendon Press, £ 45.
í ritdómi í Times Literary
Supplement 22. júlí 1994 sagði:
„Rúmenía átti það að þakka
hnignun veldis Ottómana og
hagsmunatogstreitu evrópsku
stórveldanna á Balkanskaga, aö
hún hlaut 1878 alþjóblega við-
urkenningu sem sjálfstætt ríki.
Tilvist sína átti hún undir valda-
jafnvægi á milli Austurríkis-Ung-
verjalands, Frakklands, Bret-
lands, Þýskalands og Rússlands,
og hún þarfnaðist verndar stór-
veldis af einu eða öðru tagi, en
slík vernd þótti ýmsum í Rúm-
eníu ekki samboðin þjóðlegri
virbingu og vakti hún þess
vegna andóf."
„Umfjöllun Keiths Hitchin er
fyrsta saga Rúmeníu á ensku,
sem spannar skeið þingbund-
innar konungsstjórnar í land-
inu. Meginvibfangsefni hans er
Fréttir af bókum
uppbygging rúmensks þjóðríkis,
en aö henni vann forystusveit
rúmenskra stjórnmálamanna og
menntamanna frá miðri 19. öld
og fram að síðari heimsstyrjöld-
inni. Hefur hann sögu sína 1866,
árið sem hinu nýja ríki, mynd-
uðu við samfellingu Valakíu og
Moldavíu, var sett stjórnarskrá,
sniðin eftir hinni belgísku, og ár-
ið, sem ríkisstjórnin bauð Karli
prinsi af Hohenzollern til hins
óskipaöa hásætis. Ab ráði Bis-
marcks þáði Karl boðið, og hófst
þá þjóðhöfbingjaskeið ættar
Hans, sem stóð til 1947."
„Þrátt fyrir ákvæði stjórnar-
skrárinnar hlaut þjóðhöfðinginn
forræbi í þingræðisskipaninni,
þar eb í vald hans var lagt að
rjúfa þing að gebþótta og ab
skipa rábherra og leysa þá frá
störfum. Ríkisstjórnin var þann-
ig ekki ábyrg gagnvart þinginu,
eins og Hitchin bendir á. ... Þess
valds var ekki gerræðislega
neytt, meöan vib naut þeirra
Karls, sem krýndur var Carol I. af
Rúmeníu 1881, og arftaka hans,
Ferdínands (1914-27), sem
hyggilega héldu á málum. Þótt
atkvæðisréttur væri takmarkaöur
við tilnefnda skattgreiðslu og
tekjumörk og ríkisstjórnin gripi
inn í kosningar, var nær algert
rit- og málfrelsi. Þeir, sem við
stjórnmál fengust, efndu oft
kænlega til mótmæla, og lét
konungur þá það stundum ráð-
ast af áliti almennings, hvort rík-
isstjórn teldist hafa runnið skeið
sitt á enda."
„Öfgakennd andstaða gegn
vestrænum, lýbræðislegum
stofnunum Rúmeníu kom á
fjórða áratugnum fram í mál-
gögnum Járnvarbarins og leiö-
toga hans, Cornelius Codreanu.
Andstaða hans vib lýðræði birt-
ist að nokkru í hatrammri andúb
á Gyðingum. ... í tíð sonar Ferd-
ínands, Carols II, voru lýðræðis-
legir stjórnarhættir með öllu af-
vegaleiddir. Við vaxandi kjör-
fylgi hins aðsópsmikla Codrean-
us brást Carol II meö því að taka
sér alræðisvald 1938. Af ógnun
Járnvarðarins við völd sín stóð
honum slíkur beygur, að hann
lét rába Codreanu af dögum í
nóvember 1938. Þá hafbi kon-
ung boriö í fang Þjóðverja fyrir
sakir framvindu í alþjóðlegum
málum."
„Þátttaka Rúmeníu í árás Þjób-
verja á Ráðstjórnarríkin, sem
hófst 22. júní 1941, gerði hana
að stríðsaðila í síðari heimsstyrj-
öldinni. ... Á eftir ósigri fylgdi
enn eitt rússneskt hernám. Varö
það hið lengsta." ■
Ab lokinni knattspymuvertíb
Enn einni knattspyrnuvertíðinni
er nú lokið. Vib knattspyrnu-
áhugamenn byrjum á ab gera
upp í huga okkar hvernig liðið
sumar hafi verið, síðan veltum
vib fyrir okkur hvað þurfi að bæta
fyrir næsta sumar og svo hlökk-
um vib til næstu vertíðar.
Ég óska meisturum sumarsins
innilega til hamingju, Akurnes-
ingum meb ab verba íslands-
meistarar þriðja árið í röð og KR-
ingum með bikarmeistaratitil-
inn; þab var svo sannarlega kom-
ið að því að nýr bikar sæist í
gamla, góða Vesturbænum.
Mesta athygli fyrir utan fyrr-
greindan árangur hefur frammi-
staba Grindvíkinga vakiö. Þeir
hafa aldrei leikið í 1. deild, en
verða ugglaust verðugir keppi-
nautar „gömlu" liðanna á sumri
komanda.
Til þess eru vítin að varast þau,
er margræb fullyrðing í fótbolt-
anum og þab verb ég að viður-
kenna, að ýmislegt finnst mér að
megi lagfæra fyrir næsta íslands-
mót.
Ég ætla ab nefna þrennt:
í fyrsta lagi er leitt til þess ab vita
að forystumenn sumra félaganna
steypi félagsdeildum sínum í
skuldir með því að „kaupa" dýr-
ari leikmenn en efni eru til. Síban
stinga skuldasafnararnir áf, eða
„láta af forystustörfum", og eftir-
láta félögum sínum aö leysa
vandann. Þetta er örugglega ekki
hinn sanni íþróttaandi. Hér í
gamla daga sniðu félögin sér
stakk eftir vexti og ólu upp sína
eigin leikmenn. Það hafbi margt
gott í för með sér, ekki síst félags-
lega.
Nú er reyndar hafin um þetta
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
umræða, sem hlýtur að leiba til
jákvæðrar niburstöbu, og von-
andi verður kappinu stýrt af for-
sjá á næstu árum.
Mikið er um að börn og ungling-
ar fylgist með knattspyrnuleikj-
um og hafi gaman af. Eitt er það
þó, sem ég skil ekki að skuli látið
viðgangast á áhorfendapöllun-
um: takmarkalausar reykingar.
Margoft hef ég fundib til veru-
legra óþæginda þegar einhver í
námunda vib mig svælir í sig síg-
arettu og eys jafnframt óþverran-
um yfir nærstadda. Að fá yfir sig
reykjarmökk er alltaf ógebslegt,
en að fá hann með köldu útilofti
er hreint óþolandi. Þeir, sem ekki
reykja, standa varnarlausir og
láta sig hafa dónaskapinn, því
hver vill húka við vallarendann
til ab fylgjast með leik? Reyndar
heyrði ég stundum að geröar
voru athugasemdir við reykinga-
mennina þegar fólki ofbauð,
einkum barnafólki, en þá var oft-
ast svarab með dónaskap og
dæmigerðum reykingamanna-
fúkyrðum.
Hér þarf að koma til breyting.
Væri ekki tilvalið að merkja sér-
stök svæbi þar sem reykingar
væru leyfðar?
Það er bannab ab reykja á skrif-
stofum Pósts og síma, í bygging-
um Háskólans, en ekki á íþrótta-
svæbum!
Er þetta ekki umhugsunarefni
fyrir íþróttaforystuna?
Loks verð ég að endurtaka það
sem ég skrifabi um fyrr í sumar:
dómaramálin.
Við megum ekki láta dómarana
eyðileggja leik eftir Ieik — það er
alveg nóg sem leikmennirnir
klúðra.
Forystumenn knattspyrnunnar
ættu aö blanda geöi við almenn-
inginn í áhorfendastúkunni, því
þótt svolítil hótfyndni felist í eft-
irfarandi orðum, sem ég hef heyrt
í sumar, hefðu þau fallið að til-
efnislausu: „Þab væri betra að
hafa bergþurs en þennan svart-
klædda sem er inni á vellinum"
eöa: „Þetta er ömurlegur dómari
— algjör fúskari." ■