Tíminn - 29.09.1994, Síða 6

Tíminn - 29.09.1994, Síða 6
 FimmtgdagHr 29, september 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Omskobunartæki til abstobar vib búskapinn Búnaöarsamband Austur- lands, Hrossaræktarsamband Austurlands og sauðfjárrækt- unarfélög á Austurlandi hafa fest kaup á ómskoöunartæki. Tækiö, sem kostar rúma millj- ón króna, verður m.a. notað til að mæla bakvöðvaþykkt á sauðfé og kemur þannig að góðum notum við sauðfjár- rækt. Þá verður tækið einnig notað við fósturathugunarleit í búpeningi og er t.d. hægt að sjá eftir aðeins 18 daga með- göngu hvort hryssur eru með fyli. Að sögn Önnu Bryndísar Tryggvadóttur, varaformanns Búnaðarsambands Austur- lands, er hér um sams konar tæki að ræða og notað er við mæðravernd og sjúkdómaleit hjá mannfólkinu. Ómskoðun- artækið er tiltölulega einfalt í notkun og á færi leikmanna að vinna við mælingar, t.d. á bakvöðvaþykkt og gera fóstur- talningar hjá saubfé og svín- um. Hins vegar þarf dýra- lækni til að gera ómskoðun á legi í stærri gripum, s.s. hryss- um og kúm. Anna Bryndís sagðist viss um að tækið ætti eftir að koma að góðu gagni vib kyn- bætur og ræktun á svæði Bún- aðarsambandsins og hún von- aðist til að þab yrði mikið notað. 'l ækið kæmi ekki síst ab notum í hrossarækt, þar sem nú væri hægt að sjá fljót- lega hvort hryssur hefðu feng- ib, sem gæfi t.d. möguleika á að fylgjast með frjósemi þeirra graðhesta sem notaðir eru við ræktunina. Ferjuferbir milli Djúpavogs og Papeyjar næsta vor Næsta vor gefst ferðamönnum tækifæri á ab komast til Papeyj- ar með lystisnekkju sem keypt hefur verið til Djúpavogs. Snekkjan, sem fengiö hefur nafnib Gísli Þorvarðarson, er 216 tonna stálbátur, smíðaður 1979 í Danmörku, en var síðast í Reykjavík. Eigendur skipsins eru systkinin Þorvarbur, Mar- grét, Auður, Elín og Sigrún ásamt mökum, en þau eru börn Gústafs Gíslasonar, síðasta bóndans í Papey. Eins og fyrr segir var skipiö nefnt Gísli Þor- varðarson í höfuðib á föbur Gústafs, en Gísli var þekktur bóndi í Papey eftir aldamótin. Rikke Schultz dýralœknir vib ómskobun á legi íhryssu, en hœgt er ab sjá eftir 18 daga hvort hryssan er meb fyli eba ekki. Sméméa FRÉTTABLAÐIÐ SELFOSSI Þórhallur Ólafsson, tœkni- frœöingur Vegageröarinnar: „Aldrei aftur brú- arlokun" Verklag við málun Ölfusárbrúar hefur skapað ófremdarástand í samgöngumálum, að mati Þór- halls Ólafssonar, tæknifræbings hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi. Þórhallur segir að brúin verði aldrei málub aftur með þessum hætti. Tafir vib verkib og krafa um að ekki sé unnið við hana ab nóttu til hafa valdið mun meiri umferbartöfum en reiknað var meö. Útboösgögn miðuðust viö ab verkinu væri lokib 20. sept- ember sl. Þórhallur segir þó að hann vonist til að nú séu um- ferðartafir úr sögunni. í upphafi var stefnan sú ab loka brúnni frá kl. 10 á kvöldin og fram á morgun og þá var brúin sandblásin. Sú fram- kvæmd var stöðvuð af lögreglu vegna kvartana frá íbúum í ná- grenninu, þar sem ekki þótti svefnfriður á nóttunni. Eftir það var í fyrstu reynt að hafa brúna bara opna í hádeginu, en það skapaði mikla óánægju og kvartanir frá bæði íbúum og fyrirtækjaeigendum. Þá var gerð tilraun með ab loka brúnni fyrri hálftíma hverrar klukkustundar á virkum dögum og hafa ljósstýrða umferð hinn hálftímann. Einnig það hefur valdiö mikilli óánægju og skap- að miklar umferðartafir. fyrir miklum fjölda geitunga væri góð tíð og stöðugt veður- far síðasta haust og vetur. Drottningarnar skríða úr geit- ungabúunum á haustin og leggjast í dvala yfir veturinn, og ef lítið er um umhleypingar raskar ekkert ró þeirra fyrr en vorar. Drottningarnar fara síðan á stjá upp úr mánaðamótunum maí/júní og mynda sín bú, en geitungarnir eru virkastir um mánaðamótin júlí/ágúst. „Geitungar stinga venjulega ekki nema þeir séu áreittir við bú sín og hunangsflugur stinga ekki nema verib sé nánast að eyðileggja bú þeirra. Þær fórna líka lífi sínu með því að stinga, en geitungarnir geta stungiö aftur," sagði Örn. BORGFIRÐINGUR BORGARNESI Nýr kísilþörungur í laxveiöiám Óeblilegur og mikill þörunga- gróður hefur gert vart við sig og virðist mjög útbreiddur í Hvítá. Þetta er ákveðin tegund af kísil- þörungum sem ekki hefur fundist hér við land áður. Þör- ungurinn nær sér einkum á strik á klöppum og í stórgrýti. í framhaldi af þessu hafa önnur svæði verið athugub og hefur þörungurinn fundist í töluvert miklu magni í Norðurá og á litlum bletti í Grímsá. Næstu skref eru þau að fram fer ná- kvæm kortlagning á vatna- svæbi Borgarfjarbar til ab kanna útbreiðslu þörungsins. Suöurland: * Ovenjumikiö um geitunga í sumar „Það hefur verið óvenju mikib um geitunga á Selfossi í sumar og raunar um allt Suðurland. Hins vegar er ekki meira um hunangsflugur en venjulega," segir Örn Óskarsson, líffræbing- ur á Selfossi. Örn sagði aö meginástæðan Verkstjórinn, Gubjón jónsson, fylg- ist meb framleibslunni og heldur á kerti sem tilbúib er til sölu. Frá vinstri: Systurnar Aubur og Margrét Gústafsdœtur, Gubmundur Már Karlsson, Karl Gústafsson, sem er tengdasonur Margrétar, og lengst til hœgri er Þorvarbur Gústafsson. Dönsk kertaverk- smiöja Nýtt fyrirtæki hefur hafiö starf- semi í Borgarbyggð. Fyrirtækið var keypt frá Danmörku og stób upphaflega til ab það yrði sett upp í Hveragerði sem liður í átaksverkefni. Fyrirtækib, sem hefur hlotið nafnið Jaröljós hf., er með starf- semi sína á Sólbakka í Borgar- nesi. Eigendur eru Hrafnkell Eg- ilsson, sem býr í Hveragerði, og Bjarni Jarlsson, búsettur í Borg- arnesi. Fyrirtækib framleibir kerti í sandmótun og starfa þrír einstaklingar við framleiðsluna. Áframhald þróunar- samvinnu í Namibíu Þann 23. september sl. var und- irritabur í Windhoek nýr samningur íslands og Namibíu um þróunarsamvinnu land- anna. Samninginn undirrituðu Þröstur Ólafsson, stjórnarfor- mabur Þróunarsamvinnustofn- unar íslands, og dr. Z. Nga- virue, forstjóri Framkvæmda- stofnunar Namibíu. Þessi samningur, sem er til fjög- urra ára, er að mestu endurnýjun á samstarfssamningi frá 1990/1991. í þeim samningi var megináhersla lögð á aðstob ís- lands viö hafrannsóknarstofnun Namibíu, en í nýja samningnum verður aukin áhersla lögb á að- stoð við kennslu og þjálfun skip- stjórnarmanna. Fjórir íslenskir kennarar verða ráðnir við sjó- mannaskóla sem tekur til starfa í Walvis Bay snemma á næsta ári. Auk þess verða fjórir íslenskir yf- irmenn starfandi á namibísku hafrannsóknarskipi, tveir fiski- fræðingar á hafrannsóknarstofn- un landsins og einn í sjávarút- vegsráðuneytinu. Þá verður efld- ur stuðningur við fullorðins- fræðslu í Lúderitz og, Walvis Bay. ísland mun veita um fjórum milljónum Bandaríkjadala til þessa samstarfs á næstu fjórum árum. Báðir aðilar lýstu yfir ánægju sinni með samstarfið sl. fjögur ár og að þeir væntu sér góbs af áframhaldandi samvinnu. Nýr ís á markaðnum ísbúðin í Álfheimum hefur haf- ib kynningu á Kjarna-ís, sem er búinn til úr ísblöndu frá Kjarnavörum hf. í Hafnarfirði. Fyrirtækib Kjarnavörur hf. festi nýlega kaup á tækjabúnaði til framleiðslu á ísblöndunni og er því þriðja íslenska fyrirtækib sem haslar sér völl á ísmark- aðnum. Til að aöstoða við ís- gerðina hefur Þröstur Björg- vinsson mjólkurfræöingur verið ráðinn til Kjarnavara. Þröstur lærði fag sitt í Danmörku og hefur stundað vöruþróun í ís- gerð um árabil. ■ Hljómsveitin Kol hefur nú sent frá sér sína fyrstu geislaplötu. Ung rokkhljómsveit sem syngur á íslensku: „Klæbskeri keisarans" Hljómsveitin Kol hefur sent frá sér nýjan geisladisk, „Klæb- skeri keisarans", og er þetta fyrsti diskur hljómsveitarinn- ar. Útgáfutónleikar verba haldnir á Sólon íslandus í kvöld, fimmtudag. Kol er tveggja ára gömul hljómsveit, en hana skipa Hlynur Gub- jónsson sem spilar á gítar, Sváfnir Sigurbarson sem syng- ur og leikur á kassagítar, Bene- dikt Sigurðsson sem spilar á gítar, Arnar Halldórsson sem leikur á bassa, og Gubmundur Gunnlaugsson sem leikur á trommur. Hljómsveitin Kol skilgreinir sig sem „rokk og ról"-hljómsveit og ab sögn þeirra Sváfnis og Hlyns reyna þeir ab ná til allra sem vilja hlusta á tónlist, en ein- skorða sig ekki við einhvern ákvebinn hóp. Kol stendur sjálf að útgáfu plötunnar, en Japis dreifir henni og gera hljómsveit- armeðlimir sér hæfilegar vonir um ab fá eitthvað af þessari fjár- festingu til baka. Það vekur athygli með Kol að hún syngur sín lög á íslensku, en margar nýrri hljómsveitir hafa farið út í að syngja á ensku. Aðspurður um ástæbu þessa seg- ir Sváfnir í hálfkæringi: „Ekki önnur en sú að það vill svo til að þetta er móðurmál allra í hljómsveitinni. Við erum að vísu búnir að snara textunum yfir á esperantó, en þeirri útgáfu verður bara dreift í Belgíu og á Nýja-Sjálandi." Hlynur bætir því við ab þetta sé ab sjálfsögðu gert til aö hljómsveitin öblist heims- frægb, enda eigi þetta tónlistar- efni erindi við alla heimsbyggð- ina. Stærstur hluti textanna á „Klæðskera keisarans" er eftir Gubjón Björgvinsson, en bróbir hans Erling Björgvinsson hann- abi umslagið. Á disknum em þrettán lög, sem vom tekin upp og hljóðblönduð á áttatíu og fjómm klukkutím- um. Hljómsveitarmeðlimir segja þetta hafa verib stífa törn, en em ánægbir meb útkomuna. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.