Tíminn - 29.09.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.09.1994, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 29. september 1994 Valdabarátto sögö eiga sér staö í Noröur- Kóreu milli son- ar og bróöur Kim ll-sungs Norbur-Kórea er áfram aö flestra mati dularfyllsta ríki jarðar, og hefur sú dulúð heldur aukist en hitt frá því að stofnandi ríkisins og valdhafi þess um langan aldur, Kim Il-sung, féll frá 8. júlí s.l. Sonur hans, Kim Jong-il, hafði þegar þetta var ritað ekki enn veriö settur inn í embætti sem eftirmaður föður síns og ekki einu sinni sést opinberlega eftir jarðarför hans. Kínverjar eru taldir öðrum fróðari um gang mála í Norður- Kóreu og eftir heimildum í Pek- ing, þ.á m. erlendum stjórnar- erindrekum þar, er haft að um- rætt grannríki Kína sé nú hrjáð af erfðadeilum. Þar er ekkert lát á efnahagsörðugleikum þeim, sem upphófust meb hruni sov- étblakkar. Kínverskir ráðamenn eru sagöir reikna í fullri alvöru með að valdakerfi norburkór- eska kommúnistaflokksins hrynji saman þá og þegar af völdum örbugleika þessara. Búast vib flótta- mannaflóbi Kínastjórn hefur undanfarna mánuði látið fara fram undir- búning aö því að reisa flótta- mannabúöir í Mansjúríu við Yalu-fljót, sem skiptir löndum meb Kína og Norður-Kóreu. Það er a.m.k. haft eftir heimildum í Peking, kölluðum áreibanleg- um. Einn téðra heimildar- manna lét hafa eftir sér að kín- versk stjórnvöld byggjust við flóttamannaflóði yfir landa- mærin, ef verulegt rask yrði í Norður-Kóreu. Fyrst í stab eftir lát Kims eldra voru allar líkur á því aö Kim Jong- il, sem er rúmlega fimm- tugur að aldri, tæki við af hon- um eins og fyrir löngu hafði verið ákveðið. En ennþá hefur Kim yngri hvorki verið út- nefndur æðsti maður ríkisins né aðalritari kommúnista- flokksins. Hann hefur ekki komib fram opinberlega frá því að faðir hans var jarðaður og var meira að segja ekki viöstaddur hátíð- lega athöfn, sem fór fram um s.l. mánaðamót í tilefni þess að þá voru 46 ár liðin frá stofnun Lýöræðislega alþýðulýðveldis- ins Kóreu (hið opinbera nafn norðurkóreska ríkisins). Yfir- hershöföingi Norbur- Kóreu var þar ekki heldur vibstaddur. Fleira hefur þótt benda til þess aö ekki sé „allt með felldu" í ríki þessu, sem hefur um 22 millj- ónir íbúa og eitt kommúnískra ríkja hefur til þessa haldið fast við þesskonar stjórnarfar sem kallað er stalínískt. Um miðjan ágúst brá svo kynlega við, að dreift var flugriti í hverfi því í Pjongjang, höfubborg Norður- Kóreu, þar sem sendiráðin þar í stað eru. I riti þessu var því and- mælt að verið væri ab koma upp „konungsætt" í alþýðulýð- veldinu. Sendiráðahverfisins er stranglega gætt og þótti ólíklegt BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON að þetta hefði getað gerst nema meb samþykki einhverra rába- manna. Blöð landsins sögðu að suðurkóreskir erindrekar hefðu varpað dreifiriti þessu yfir hverfiö úr lofti, en heldur þykir það ósennilegt. Hershöfbingjar á móti Kim Jong-il Opinberlega var tilkynnt eftir lát Kim Il-sungs að formleg ákvörbun um eftirmann hans yrbi tekin þegar eftir jarðarför „leiðtogans mikla", en síðar kom fram ab því hefbi verið slegið á frest þangað til 49 dög- um eftir andlát leibtogans. Er þetta hefðbundinn sorgartími í Kóreu. En síöast hefur veriö gef- ib í skyn að ákvörðunin um rík- iserfðir verði ekki tekin fyrr en 100 dögum eftir lát Kim II- sungs, þ.e.a.s. 16. október. Kínverskir heimildarmenn segja ab þetta 100 daga tímabil eigi sér enga stoð í heföum og að eðlilegt hefði verið að út- nefning Kim Jong-ils hefði ver- ið tilkynnt þegar daginn eftir lát föður hans. Ráöamenn í Peking hafa af þessu talsverbar áhyggjur. Stöb- ugleikinn er ekki alger hjá þeim sjálfum og hætt er við að þeir óttist að ólga í Norður-Kóreu kynni ab breiðast út til þeirra. Sagt er að í kínversku höfuð- borginni telji sumir að helstu rábamenn í noröurkóreska rík- isflokknum — og þeirra valda- mestir séu ab líkindum þeir helstu af hershöfðingjunum — séu því mótfallnir að Kim Jong- il fái allar þær stöður og þar með öll þau völd er faðir hans hafði. Kim Jong- il sé dulur maður, segja kínverskir heim- ildarmenn, og aðrir ráðamenn Vibskiptasamningur Bandaríkjanna og Kína I för sinni til Kína í lok ágúst gerði viöskiptamálaráðherra Bandaríkj- anna, Ron Brown, viðskipta- samning við Kína. Frá samningn- um sagði Time 12. september s.l.: „Viöskiptaför Browns virðist hafa heppnast vel — að minnsta kosti vib fyrstu sýn. Bandarísku fram- kvæmdastjórarnir tuttugu og fjór- ir, sem í fylgd með honum voru, sömdu um sölur upp á nær 6 milljarða $ og mun þriðjungur þeirrar upphæðar fara til atvinnu- sköpunar. Taka þeir sölusamning- ar til kaupa Shanghai Airlines á II farþegaflugvélum af gerðinni Boeing 757 fyrir um 1 milljarð $, um 500 milljóna $ verksamnings AT&T vegna uppsetningar fjar- skiptabúnaðar í Guangdong-fylki og 1 milljarðs $ verksamnings Entergy Corp. vegna uppsetning- ar raforkuverks í Shanxi-fylki." „Gagnrýnendur voru þó fljótir að benda á, ab samningur þessi hafi verið á döfinni mánubum, jafnvel árum saman. Og óleyst væri vandræðamál: hallinn á við- VIPSKIPTI skiptum Bandaríkjanna við Kína. ... Gagnkvæm viðskipti þeirra hafa aukist um 33% á fyrri helm- ingi þessa árs, en í fyrra keyptu Bandaríkin varning frá Kína fyrir 31,5 milljarba $, fyrir nálega fjór- um sinnum meira en þau seldu til Alþýðulýðveldisins. Upp í þann halla hrekkur þessi 6 milljarba $ samningur skammt." „Fram til aldamóta er vænst, að Kína verji billjónum dollara til kaupa á útlendum tæknibúnaði. Bjóba þau upp á meiri hagnab en svo, að nokkurt iðnvætt land hafi ráð á ab sitja hjá. Til þess eins ab lýsa upp þúsundir nýrra verk- smiðja, þarf orkumálaráðuneytib að setja upp 15 til 20 raforkuver á ári hverju." Kreppir að japönsk- um bílaiönaöi „í japönskum bílasmiðjum voru Brown, vibskiptarábherra Banda- ríkjanna, og Wu Yi, vibskiptaráb- herra Kína. 1990 og 1991, hvort ár um sig, settir saman um 10 milljónir fólksbíla, en í ár veröa þeir tæp- lega 8 milljónir.... Hlutdeild inn- fluttra bíla á japönskum markaði, sem saman hefur dregist, fer vax- andi þótt hún sé enn lítil. í ár vex hún sennilega um 25%, þ.e. upp í 6% markaðarins, en var 5% hans 1993. Jafnframt hefur veriö mikill flutningur á bílaframleiðslu úr landi. ... Japönsk fyrirtæki hafa búið vel um sig í Asíu. Nýjar hömlur á vibskiptum knýja þau þó til ab setja bíla saman í við- skiptalöndum sínum í Asíu, frem- ur en ab flytja þá þangab." Svo sagði Time frá 8. ágúst s.l. og enn: „Engu aö síður kappkosta nú jap- anskar bílasmiöjur að ná fyrri arb- semi sinni á heimamarkaöi. ... Isuzu lét 1993 ab miklu leyti af framleiðslu fólksbíla og sneri sér því meira að framleiðslu vörubíla. Hinar nýju árgerðir Suzuki-bíla draga dám af Honda-bílum, því að bílasmiðjan sparaði sér fé með því ab kaupa framleiðsluleyfi á ár- geröum Honda, keppinautar síns. Nissan hyggst loka Zama-smiðju sinni 1995." séu því óvissir um hverju megi búast við af honum. Einhverjir sérfræbingar um Norður-Kóreu telja ab hers- höfðingjar þar vilji heldur fá Kim Yong-ju, bróður Kim II- sungs, á forsetastól. 21. ágúst fór norðurkóreska útvarpið hörðum orðum um hinar og þessar „dularfullar aðgerðir, sem metnaðargjarnir aðilar og samsærismenn standa að". Sumra mál er að þar hafi örlað á yfirborðinu fyrir valdabaráttu á milli sonar og bróður einræðis- herrans látna. Kapítalismi Kínverja fordæmdur Kim Yong-ju var raunar út- nefndur „krónprins" um miðj- an áttunda áratug, en féll síðan í ónáð, aö því er virtist, og var þá Kim Jong-il útnefndur ríkis- erfingi í staðinn. En í fyrrasum- ar kom þessi föðurbróðir hans opinberlega fram í fyrsta sinn í 18 ár. í des. s.l. var Kim Yong-ju kjörinn í stjórnmálanefnd kommúnistaflokksins og skömmu síðar útnefndur vara- forseti með umsjón með utan- ríkismálum. Það bendir til þess að hann sé kominn í tölu helstu ráðamanna Norbur-Kór- eu. Utanríkismálin vega þungt í stjórnmálum Norður-Kóreu um þessar mundir, er landið leggur allt kapp á að rjúfa einangrun sína á alþjóðavettvangi, meðal annars með því að reyna að koma á eðlilegum samböndum vib Bandaríkin. Það hefur að líkindum undan- farið orbið sérlega áríðandi í augum norðurkóreskra ráða- manna, þar eð samskipti þeirra og Kína hafa versnað síðustu tvö árin. Að sögn Kínverja staf- ar þetta af því ab Norður-Kórea sé farin að gera kröfu til héraða nokkurra í Mansjúríu, þar sem margt Kóreumanna býr. Þá er sagt í Peking að skömmu fyrir dauða sinn hafi Kim II-sung far- ið einkar hörðum orbum um „kínverska kapítalismann" og gefið í skyn að Yalu-fljót væri orðin „víglína" ekki síður en landamæri Norður- og Suður- Kóreu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.