Tíminn - 29.09.1994, Síða 11

Tíminn - 29.09.1994, Síða 11
FkT7R^9.uj;^ iír yröingu hans dró ég nú alltaf í efa. Hvab um þaö, en fáa menn vissi ég fljótari aö nema vísu. Ef hann heyrði snjalla stöku einu sinni, var hún þegar lærð. Hann var mikill bókamaöur og las mikið. Átti mikið og gott bókasafn og haföi mikinn áhuga á eldri útgáfum fornra bóka. Kannski var hann ástríðusafnari, en hann gjöröi og meira. Hann las sínar bækur og unun var að sjá hve hann fletti blöðum bóka sinna fim- um fingrum og fór um þær mjúkum höndum, líkt og elsk- hugi ástmey sína. í einkalífi sínu var hann mik- ill hamingjuhrólfur. Heimili þeirra Erlu bókstaflega ljómaði af ást og umhyggju. Þau voru í okkar hugum ekki aðeins elskendur og ástrík hjón. Þau báru einnig svo glöggt vitni um gagnkvæma virðingu hvort í annars garð. Það var ekki síst af þessum sökum að svo yndislegt var ab eiga þau ab vinum. Erla var ekkja og einstæð móðir, þegar þau kynntust, og átti þrjú börn ung. Þeim gekk Sigurpáll í föburstað. Ég held þau hafi notið hjá honum mik- ils ástríkis og hann verið þeim sem besti faöir. Tengdamóður sinni aldrabri var hann sem synir gerast best- ir. Einn son, Rúnar, eignuðust þau hjónin saman. Hann virð- ist sækja flest gott til foreldr- anna beggja og þar af leiöandi vera „drengur góður", sem var til forna mest lof hverjum manni er hlaut. Við eigum á bak að sjá einlæg- um vini, sem var svo ljúft að leita til ef einhver áleitin spurn- ing þarfnabist svars. Var þá sama hvort það snerti ætt eba uppruna einhvers eða notkun orðs í setningu eða texta, ab ekki sé talað um ef berja átti saman bögu af einhverju til- efni. Umsögn Sigurpáls var dómsorb og varð ekki áfrýjað. Þess gjörðist ekki þörf. í þá smiöju verður ekki lengur sótt. Rödd hans er þögnuð og hann mun ekki hringja til okk- ar oftar og hafa yfir nýjustu, hnyttnustu stökuna sem rekið hefur á fjörur hans. Það þarf ekki lengur að taka penna eða pappír. Vib hittum hann síðast hérna heima í lok júní í sumar. Við vissum að vísu að hann hafði átt við veikindi að stríða seinni hluta vetrar og í vor, en ekki hve alvarleg þau voru. Svo var það ab dyrasíminn hringdi. Þar var kominn Sigur- páll. Þá sagði hann okkur án allrar æbru að hann væri ab koma frá lækni sínum á Land- spítalanum. Þar hefbi hann gengist undir nákvæma rannsókn og læknir- inn úrskurðað hann með þann sjúkdóm, er síðan dró hann til dauða tæpum þrem mánuðum síðar.. Okkur brá illilega vib þessi tíb- indi, en vildum þó ekki trúa að svo fljótt tæki þetta af. Og nú er hann allur, þessi lífs- glaði öðlingur er átti svo mörgu ólokið. Hann sagði oft við okkur að hann kviði í engu þeim árum eftir að hann léti af fastastörf- um. Þá gæti hann af alvöru sinnt hugðarefnum sínum, svo sem ættfræði og ýmsum þjóð- legum fróðleik er hugur hans stóð jafnan til. Til þess kom ekki. Hann var burtkallaður löngu áður en dagsverki lauk. Hann er öllum harmdauði er hann þekktu, og hans mun sárt saknab og mest af þeim er þekktu hann best. Nú er skarö fyrir skildi í hópi vina og kunningja. Það var mannbætandi að kynnast Sig- urpáli. En sárastur er harmur nánustu ástvinanna, þeirra Erlu, Rúnars, stjúpbarnanna og tengdamób- urinnar öldnu. Barnabörnin eiga á bak að sjá umhyggjusömum afa. Við hjónin sendum þeim öll- um okkar innilegustu samúðar- kvebjur. Megi góður Guð styðja þau og styrkja í raunum þeirra. En minnug skulum við þess ab minningin um góðan dreng mun lifa og aldrei gleymast. Þar sem góðir menn ganga, þar eru Guðs vegir. Þau skulu lokaorð þessara sundurlausu þanka. Við hjónin sendum ykkur að- standendum öllum enn og aft- ur innilegar samúðarkveðjur. Elladís og Jótias frá Melum Það syrtir að, er sumir kveðja. (D.St.) Einstakur ljúflingur hefur lokið dvöl sinni á Hótel Jörö. Sigurpáll Vilhjálmsson, ná- inn vinur okkar hjónanna og bekkjarbróðir minn, er látinn eftir snörp en hörb átök. Aðeins þrír mánubir eru síð- an bekkurinn okkar hélt upp á 40 ára stúdentsafmæli á glæsi- legri M.A.-hátíb þann 16. júní í sumar. Þar hélt Palli okkar aðal- ræbuna fyrir hönd bekkjarins, glettinn og oröheppinn að vanda. Fáa mun hafa grunað þá, að þar færi sjúkur og sár- þjáður maður. Það var ekki hans stíll að kveinka sér eba óróa aðra vegna eigin hags, slík var háttvísi hans. Aftur á móti veitti hann öðrum óspart af tíma sínum, yfirvegabur, nær- færinn en umfram allt glabvær og spaugsamur. Ófáir hafa tjáð mér, ab ættu þeir í erfiðleikum, smáum sem stórum, hafi þeim nægt að slá á þráðinn til Palla. Hann var búinn þeim fágæta eiginleika að geta breytt dimmu í dagsljós. Ég finn sárt til vanmáttar, þegar ég nú freista þess að festa á blað fátækleg orð um þennan kæra vin. Kynni okkar hófust þegar ég ein og öllum ókunn settist í 3. bekk í M.A. Þetta var fyrsti bekkurinn, sem krafist var landsprófs af. Þribji bekkur, sem oftast hafði veriö stærsti bekkur skólans, með um hundrað manns, taldi nú ab- eins 32 nemendur. Kvíðabland- in virti ég hópinn fyrir mér. Þarna voru nánast fermingar- stúlkur og allt upp í fullvaxna menn, sýndist mér. Aldurs- munur var talsverður, fólk víða að af landinu, frá sveit til sjáv- ar. Þetta var hópur sterkra og litríkra einstaklinga, engar hópsálir. Vib okkur festist nafn- ið Undri, líklega vegna þess, hve kennurum og meistara varð tíðrætt um þetta fyrirbæri. Fyrir þessum hópi fór svo lág- vaxinn, hæglátur og svipbjartur piltur, hann Palli okkar. Hann hafði strax í fyrsta bekk verið kosinn inspector bekkjarins og hélt því öll sex árin. Segir þetta allt sem segja þarf um tiltrú okkar á honum. Nú er þetta sameiningartákn okkar fallið í valinn og eftir stendur stórt, stórt skarð og mikið tóm. Sigurpáll var alla tíö tengdur heimahögunum í Öxarfirði traustum böndum. Eftir próf í viðskiptafræðum hélt hann aft- ur á heimaslóðir, uns hann fluttist til Akureyrar. Þessi prúði og eilítiö feimni maður var gæddur fjölbreyttum gáfum og ótrúlega góðu minni. Þaö var því ekki að ófyrirsynju sem Þingeyingar leitubu til hans, þegar útvarpið hóf 1965-66 spurningakeppnina „Sýslurnar svara". Seinna, þegar sjónvarp- ið kom til og hélt ámóta keppni, varð hann enn fyrir valinu, nú fyrir Akureyri, ásamt Gísla Jónssyni menntaskóla- kennara og Guðmundi Gunn- arssyni skattstjóra. Þekking hans var afar yfirgripsmikil og spannaði ólíkustu svið. Hann var jafnt heima í skák, ætt- fræði, lausavísum, örnefnum sem og sætaskipan í Garðs- kirkju í Kelduhverfi anno 1848, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafði hann á hrabbergi nöfn maka okkar skólafélaganna, barna og jafnvel barnabarna. Nú, er ég kveð hinstu kvebju vin minn Sigurpál, er brjóst mitt barmafullt af þökk, þakk- læti fyrir að hafa átt samleið og vináttu þessa góba manns. Erla mín! Þér, börnum ykkar og öðrum ástvinum sendum vib Björn dýpstu samúðar- kveðjur. Þið vitið hug okkar. Flýt þér, vinur! í fegri heitna; krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vcengjum morgun- roðans meira að starfa Guðs utn geim. (Jónas Hallgrímsson) Jóhanna D. Skaftadóttir DAGBÓK Fimmtudaqur 29 september 273. dagur ársins - 93 dagar eftir. 39. vika Sólris kl. 7.30 sólarlag kl. 19.05 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, í Risinu kl. 13 í dag. Fjögurra skipta keppni í félagsvist í októ- ber spilast á fimm dögum, alla sunnudaga í óktóber. í fyrsta skipti n.k. sunnudag kl. 14. Opið öllum. Ný dögun — Samtök um sorg og sorgarvibbrögb í kvöld, fimmtudaginn 29. sept., verður opib hús hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarvið- brögð. í opnu húsi fer fram sjálfs- hjálparstarf meö þeim hætti ab syrgjendur og aðstandendur þeirra hitta aðra í sömu stöðu og ræða reynslu sína yfir kaffibolla. Engar skuldbindingar fylgja mæt- ingu á opið hús og þeir, sem ekki treysta sér til að tala um sjálfa sig, geta engu að síður notið sam- vistanna vib aðra syrgjendur. Sjálfboðaliðar úr röðum syrgj- enda taka á móti nýju fólki. Fram að jólum verða opin hús samtak- anna í Geröubergi kl. 20-22 eftir- talin fimmtudagskvöld: 29. sept., 20. október, 17. nóv- ember, 1. desember og 15. des- ember. Að öðru leyti verður dagskrá samtakanna fram að jólum á þá lund að 6. október verður fyrir- lestur um barnsmissi og í fram- haldi af honum geta foreldrar, sem misst hafa börn, skráð sig í nærhóp (hóp 7-9 manna) sem hittist í 5 skipti og vinnur mark- visst meö reynslu sína. Þann 3. nóvember verður fyrirlestur um makamissi og þá getur fólk, sem misst hefur maka sinn, skráð sig í nærhóp um makamissi. Hinn hefðbundni jólafundur Nýrrar dögunar verður 8. desember í Seljakirkju og veröur þá leitast við ab undirbúa fjölskylduna fyr- ir jólahátíbina. Kvenfélag Óhába safnabarins Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur fund í Kirkjubæ í kvöld, 29. sept., kl. 20. Námskeib í túlkun sönglaga Dagana 3. og 4. október verður námskeiö í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í túlkun söng- laga. Námskeiðið er libur í dag- skrá Geröubergs um íslenska ein- söngslagið á 50 ára lýöveldisaf- mælinu og er í umsjón Kristins Sigmundssonar. TIL HAMINGJU Gefin voru saman þann 20.8.1994 í Dómkirkjunni í Reykjavík þau Bryndís Krist- jánsdóttir og Jóhann Örn Arn- arson af séra Þóri Haukssyni. Þau eru til heimilis í Luxem- burg. LjósmM. MYND, Hafnarflrdl. Meb Kristni veröur, eins og oft áður, Jónas Ingimundarson pí- anóleikari. Námskeiðið verður hvorn dag frá kl. 10-12 og 13.30-16 og er öllum velkomið að fylgjast með. Upppantað er á námskeiðið fyr- ir þátttakendur í leiðsögn. Síminn í Gerðubergi er 79166. Gefin voru saman þann 20.8.1994 í Seljakirkju þau Svava Rögn Þorsteinsdóttir og Garbar Þór Ingvarsson af séra Valgeiri Ástráðssyni. Þau eru til heimilis að Hrís- rima 4. Ljósm.st. MYND, Hafnarflrdl. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavfk Irá 23. tll 29. september er I Lyfjabúólnnl Iðunnl og Garðs apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aö morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnu- dögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á slórhállðum. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apó- lek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, 6I kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræóingur á bakvakt. Uppiýsingar eru gefnar i sima 22445. Apótek Keflavfkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opid virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1.september1994 Mánaðargrelðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)........ 12.329 1/2 hjónalífeyrir ..........................11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega.........22.684 Full tekjutrygging örorkulifeyrisþega.......23.320 Heimilisuppbót...............................7.711 Sérstök heimilisuppbót..................... 5.304 Bamalífeyrir v/1 bams..................... 10.300 Meólagv/1 bams....................:.........10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama...............5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða'.............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbæturf2mánaða..............11.583 Fullur ekkjulífeyrir........................12.329 Dánarbætur 18 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarstyrkur.............................25.090 Vasapeningar vistmanna .....................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga..............10.170 Daggrelðslur FuHir fæðirtgardagpeningar................1.052.00 Sjúkradagpeningar ánstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hverf bam á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings...............665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80 Enginn tekjutryggingarauki er greiddur f september og etu bætur því lægri nú en I júlf og ágúsL GENGISSKRÁNING 28. september 1994 kl. 10,50 Opinb. Kaup viðm.gengl Sala Gengl skr.fundar Bandarfkjadollar 67,50 67,68 67,59 Sterlingspund ....106,55 106,85 106,70 Kanadadollar 50,26 50,42 50,34 Dönsk króna ....11,133 11,167 11,150 Norsk króna 9,978 10,008 9,993 Sænsk króna 9,079 9,107 9093 Finnskt mark ....13,834 13,876 13,855 Franskur franki ....12,803 12,841 12,822 Belgfskur franki ....2,1257 2,1325 2,1291 Svissneskur franki. 52,75 52,91 52,83 Hollenskt gyllini 39,02 39,14 39,08 Þýskt mark 43,71 43,83 43,77 ítölsk líra ..0,04344 0,04358 6,231 0,04351 6,221 Austurrfskur sch ....„6,211 Portúg. escudo ....0,4290 0,4306 0,4298 Spánskur peseti ....0,5266 0,5284 0,5275 Japanskt yen ....0,6844 0,6862 0,6853 ....105,32 105,68 99,35 105,50 99,20 Sérst. dráttarr 99^05 ECU-Evrópumynt.... 83,50 83,76 83,63 Grfsk drakma ....0,2868 0,2878 0,2873 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.