Tíminn - 08.10.1994, Qupperneq 2

Tíminn - 08.10.1994, Qupperneq 2
2 WJUwIIBIÍ Laugardagur 8. október 1994 Haraldur í Andra segir aö í raun og sann œtti sjávarútvegsráöuneytiö aö senda honum tékka upp á 100 milljónir vegna þess tjóns sem hann hefur oröiö fyrir afþeirra völdum: Það mútar mér enginn Haraldur Haraldsson í Andra hefur verið áberandi mabur í vibskiptalífinu á íslandi á und- anförnum árum. Tíminn tók hann tali og spurbi hann meb- al annars út í nýju lobnuverk- smibjuna á Fáskrúbsfirbi, sam- skipti hans vib sjávarútvegs- rábuneytib, þá fyrst og fremst vegna SR málsins, og svo áhugamál hans númer eitt, tvö og þrjú, hestana. Nú stendur til hjá þér aö stofha loðnuverksmiðju. Hvar verður hún staðsett og hverjir eru með þér í þessu fyrirtaeki? Þaö er búib ab stofna fyrirtækib og þaö heitir Loðnuvinnslan hf. Með mér í þessu eru Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og hreppsfélög- in í Fáskrúbsfirði en þab eru tvö hreppsfélög þar, Búðarhreppur og Fáskrúbsfjarðarhreppur. Abrir eigendur em Gunnarstindur á Stöðvarfirði, Vátryggingafélag ís- lands, ESSO, samvinnufélög út- gerðarmanna ásamt 30 einstak- lingum á svæöinu. Um 40% af fjármagninu kemur frá höfub- borgarsvæðinu og 60% kemur heiman úr héraði. Áætlaður kostnabur er 500 milljónir upp- komib og áætluð ársvelta er 500- 700 milljónir miðað við núgild- andi verðlag á afurðum. Stað- setning verksmiðjunnar verður á svokallaðri Strönd, þar sem gamla kaupfélagsstjórahúsib var. Það er ekki alveg afrábið hvort við reisum mjöltanka eða mjöl- geymsluhús en verði um að ræða bæði mjölhús og verksmibjuhús þá verðum við þarna með 4.400 fermetra byggingar. En verk- smibjuhúsið sjálft verður um 2800 fermetrar. Byrjabi 18 ára í bissnes Nú hefur þú verið áberandi í við- skiptalífinu. Er það þinn styrkleiki eða veikleiki að vera með mörg jám í eldinum? Það er erfitt að segja hvað er styrkleiki og hvab er veikleiki. Allt frá því ég byrjaði 18 ára gam- all í viðskiptalífinu þá hef ég vilj- að sjá eitthvað gerast. Ég hef vilj- ab skapa og reyna eitt og annað. Tíminn spyr... HARALD HARALDSSON í ANDRA Það er engin nýjung fyrir mig að vera í loðnuvinnslu eba lobnuaf- urðum. Ég er búinn að vera í þessu síðan 1970. Við rákum í sameiningu nokkra lobnubáta og fiskiðjuna í Keflavík sem var lögð niöur vegna mengunaráhrifa sem Keflvíkingar þoldu ekki en vilja nú fá aftur til sín. Þab má segja það, að ég hef snert á ansi mörgu. Ég stofnaði fyrsta kredit- kortafyritækib á íslandi, inn- leiddi kreditkort á íslandi 1980. Þab er nú sjálfsagt það sem mark- ar dýpstu sporin í því sem ég hef gert. Þab var mikiö frumkvöðla- starf sem átti sér stað þar. Það má líka segja að ég hafi verið frum- kvöðull í því ab fara á fjarlæg fiskimið. Þó ab það hafi ekki tek- ist þá var þab ekki vegna þess að þaö var ekki vel aö því staöið frá okkar hendi, heldur voru þab stjórnvöld, sjávarútvegsráöu- neytib og utanríkisráðuneytib sem voru ekki með allt sitt á hreinu í sambandi vib þab. Samningar sem áttu að vera fyrir hendi voru einfaldlega ekki fyrir hendi og þar töpuðust miklir peningar. Þetta var fyrsti vísirinn ab því að menn færu að hugsa eitthvað fram fyrir nefbroddinn á sér. Útistöður vib rábu- neytib standa á gömlum merg Þannig að það er ekkert nýtt að þú eigir í útistöðum við sjávarútvegs- ráðuneytið. Þaö er kannski ekki rétt að segja að ég eigi í útistöðum. Heldur er þab máliö að stjórnvöld vinna ekki eins og þau eiga að vinna og þab er þess vegna sem menn lenda í útistöbum. Ég gerbi ekki neitt rangt í þessu máli. Ég fór þarna til Alaska meb skip vegna þess ab stjórnvöld sögðust vera með samninga. Þab reyndist bara Haraldur Haraldsson íAndra. rangt, þau voru ekki með neina samninga. Þannig að ég á ekki í útistöðum við þá, það eru þeir sem eiga í útistööum vib mig. Þegar yfirvöld gera ekki og vinna ekki þab sem þeir eiga að vinna, þá náttúrlega lendir það á þegn- unum og það hefur lent á mér í tvígang í samskiptum við sjávar- útvegsráðuneytið að þeir vinna ekki rétt. Þeir gefa vitlaust og svindla. Þab hefur aldrei talist gott við spilaborb að maður væri meb tvo ása á hendinni og svo með þann þriðja uppi í erminni. En svona hefur sjávarútvegsráðu- neytib unnið, við það að lemja og berja þegnana. Lemja og berja þegnana Varst þú laminn og barinn afsjáv- arútvegsráðuneytinu núna þegar þú dróst kœm þína til baka í SR mál- inu? Nei, nei, það á ekkert skylt við það. Ég hef ekki talað við Þor- stein Pálsson eitt einasta orð. Ég hef ekki talað vib neinn af þess- um mönnum. Það á ekkert skylt vib þab að ég hafi verið laminn eba barinn. Það er bara þannig ab ég hef verið nú í fimm ár í mikl- um hremmingum. Nú er ég kom- inn í verkefni sem þarf á allri minni orku að halda og ég ætla að nota mína orku í það. Ég ætla að setja þessa hluti aftur fyrir, en ég vona að þetta verði víti til varnaöar og svona eigi ekki eftir ab vinna aftur. Það er aðalatribib. Ef ég hef náð þeim árangri ab ekki verði lamiö og barið á þegn- unum, þá er ég ánægður. Þá kannski hafa mínir niðjar ein- hverja möguleika í þessu landi. Ef aftur á móti hin stóra krumla ætlar aö kreista þegnana, þá end- ar það með því ab engir verða eft- ir til að kreista. Tapaðir þú ekki miklu fé? Nú hefur komið í Ijós að það er gífurleg ávöxtun á þessum bréfum. Jú, ég tapaöi miklum peningum. Það er enginn búinn að loka dyr- um fyrir því að einhverntíma á seinni stigum geti ég skoðað þab mál. í raun og sann ætti sjávarút- vegsráðuneytið ab senda mér tékka upp á svona 100 milljónir fyrir það afhroð sem ég varð fyrir í Alaska og svo í þessu máli. Én í sfað þess er frekar reynt ab lemja mann og berja í sambandi við sköttun og annað slíkt. Það sem menn tapa í hlutafélögum fá þeir ekki að draga frá til skatts. Þeir eiga bara að éta það og kyngja. Það er mjög alvarlegt mál. Var ekki mútaö Skýringin, sem þú hefur gefið á því hvers vegna þú dregur kœm þína til baka, virkar ekki sérstaklega trú- verðug. Var þér mútað? Nei. Þab mútar mér enginn. Þú mátt ekki gleyma því aö í þessum eigendahópi er stór hluti loðnu- útgerbarmanna og að vera að standa í útistöðum við þá, sem maður ætlar að eiga viðskipti við, passar ekki vel. Þannig að ég vil að vib getum verið í fribi og sátt, þeir fjölmörgu útgerbarmenn sem eiga eftir að leggja upp loðnu í minni væntanlegu verk- smiðju á Fáskrúösfiröi. Það er al- veg nóg ástæða. En hverfum frá daglegu amstri. Þú og fjölskylda þín stundar hesta- mennsku. Ertu búinn að vera lengi í hestum? Ég keypti fyrstu hestana 1984 en ég fór ekkert af alvöru í hesta- mennsku fyrr 1989 þegar ég byggbi mér hús uppi í Víöidal og keypti mér hluta í jörð norður í Aðaldal. Þar er ég með smáskika, þar sem ég er meö hestana á sumrin og ríð út þar og fer í ferðalög fyrir norðan. Svo er ég meb eitthvað tvö, þrjú folöld og nýt þessa lífs mjög verulega. Það hefur hjálpað mér mikib á þess- um hremmingarárum að geta tekið hesta til kostanna. Það er alveg rosalega gott að ríða út fyr- ir norðan. Þarna eru hundruð kílómetra moldargötur í allar átt- ir. Það verö ég að segja, aö af öllu því sporti sem ég hef prófab um dagana, þá kemst ekkert með tærnar þar sem hestamennskan hefur hælana. Iðnskólinn í Reykjavík 90 ára Iðnskólinn í Reykjavík átti 90 ára afmæli í gær. Af því tilefni var boðiö til afmælishátíðar í Hallgrímskirkju. Ingvar Ás- mundsson skólameistari setti hátíðina og bauð gesti vel- komna. Jón Böðvarsson ritstjóri flutti hátíðarræðu þar sem hann rakti sögu iðnmenntunar í land- inu. Menntamálarábherra, , borgarstjóri 'óg margir fleiri fluttu ávörp og færðu afmælis- barninu gjafir. Strengjakvartett frá Tónlistarskóla Reykavíkur lék annan kafla úr Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart og Ganzonetta eftir Mendelssohn. Aö hátíðardagskrá lokinni var gestum bobib að ganga í skól- ann, þiggja veitingar og skoða sýningar sem þar eru uppi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.