Tíminn - 08.10.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.10.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 8. október 1994 5 Tímamynd CS Mæla hagtölur allt? Jón Kristjánsson skrifar Nú hefur fjárlagafrumvarpib veriö lagt fram. Því fylgir þjóðhagsáætlun sem er mat forsætisrábuneytisins, sem fer meö efnahagsmál, á horfunum framundan. Hún er meöal annars byggö á spám Þjóö- hagsstofnunar um ástand og horfur. Til þess aö gera langt mál stutt er niður- staöan sú aö hagvöxtur verði á næsta ári sem nemur 1,4%. Hann byggist á því aö verömæti sjávarafla hefur haldist, þrátt fyrir minnkandi þorskveiöi, þaö hefur verið gott feröamannaár, og úthafsveiði í Smugunni, á Svalbarðasvæðinu og á Reykjaneshrygg hefur fært okkur björg í bú. Jafnframt hefur veriö góö loðnuveiði og mikil framlegö í loönufrystingu, þar sem afurðirnar fara á Japansmarkað. Gengiö er út frá því aö viö njótum þess- ara ávinninga einnig á næsta ári. Forsendur fjárlaga fyrir yfirstandandi ár geröu ráö fyrir aö atvinnuleysi á þessu ári yröi 5,5%. Nú er því spáð að þaö veröi 4,8%, sem er eilítiö minna, og stafar þaö meðal annars af þessum jákvæöu þáttum í atvinnulífinu sem hér hafa verið nefnd- ir. í forsendum fjárlagafrumvarpsins fyrir áriö 1995 segir síðan að atvinnuleysiö veröi 4,9%. Bjartsýni Forsætisráöherra skipti um takt í áróörin- um í sumar og blés kreppuna af. Síðan hefur veriö talaö með mikilli bjartsýni um framtíöina og hafa þeir Davíö og Friðrik báöir veriö borubrattir að undan- förnu, taliö jákvæöa þróun í ríkisfjármál- um og efnahagsmálum, sem auðvitað væri snilld ríkisstjórnarinnar aö þakka. Lögö hefur veriö áhersla á aö skuldabyrö- in við útlönd sé aö minnka og viö séum ekki á Færeyjaleiðinni, veröbólga sé í lág- marki og þjóöin þurfi aö „njóta stööug- leikans" áöur en gengið er til kosninga, svo notuö séu orö forsætisráðherra. Þaö er vissulega rétt að horfurnar eru já- kvæðari en áöur á nokkrum sviöum. Ég dreg ekki úr þýðingu lítillar verðbólgu, og tel að lífsnauðsyn sé aö örva þjóöar- framleiösluna og auka tekjur. Þab er einnig áríðandi aö þjóðin safni ekki skuldum erlendis, því vaxtagreiöslur okkar eru orðnar mjög háar og nema á 12. milljarð króna samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu. Stööugleiki í efnahagsmál- um er nauösyn. Hin hliðin Hins vegar eru þessir jákvæðu þættir aö- eins önnur hliðin á málinu, og miklu máli skiptir hvernig þessi bati í efnahags- lífinu er nýttur. Neikvæðu þættirnir eru þeir aö atvinnuleysi hef- ur ekki minnkaö aö marki, og enn ryöja hag- ræðingaraögerðir og tækniþróun mönnum úr störfum. Opinber þjón- usta mun ekki taka við þessu fólki að því marki næstu árin sem verið hef- ur undanfarin ár. Úthafs- veiðarnar byggja ekki á grunni samkomulags viö aðrar þjóðir, og „svipull er sjávarafli" eins og máltækiö segir, þótt reiknað sé meö góöri loðnu- veiði um sinn. Fjárfestingar í þjóðfélag- inu eru í sögulegu lágmarki og húsnæðis- kerfið er nánast í uppnámi. Ráðstöfunar- tekjur fólks hafa dregist mjög saman með færri atvinnutækifæmm og minnk- andi yfirvinnu. Skattleysismörk hafa ver- ið lækkuð, og ýmis þjónustugjöld hafa verið lögö á í velferöarkerfinu og ríkið innheimtir margs konar sértekjur fyrir þjónustu sem íþyngja buddu almenn- ings. Mér finnst skylda stjórnmála- manna að draga alla myndina upp. Ég skil þaö út af fyrir sig aö ríkjandi stjórn- völd vilji benda á jákvæöu þættina, en þaö er ekki ærlegt gagnvart almenningi í landinu ab draga hinar neikvæöu hliðar undan. Ab nýta batann Þaö er gert ráö fyrir auknum tekjum rík- issjóös á næsta ári vegna veltuaukningar og hagvaxtar í þjóðfélaginu. Þessi tekju- auki nemur 2,7 milljörðum króna. Þessi bati er nýttur til þess aö lækka halla ríkis- sjóös í 6,5 milljarða frá því að hann verð- ur allt aö 12 milljarðar á þessu ári, og fjárfestingar eru skornar nibur um fjórð- ung til þess aö ná þessu markmiði. Þær aðgerðir í skattamálum, sem eru kynntar, eru þær að fresta skatti á fjármagnstekjur og leggja af hátekjuskatt sem var tíma- bundinn. > Mér finnast þessar áherslur kolrangar. Hér er veriö að hlífa þeim sem betur mega sín, en sú aögerö að lækka skatt- leysismörkin, sem var afar umdeild á sín- um tíma, er látin standa. í umræðum um stefnuræöu forsætisráöherra benti Hall- dór Ásgrímsson á þaö aö nær heföi verið aö þeir skattar, sem hér hafa veriö nefndir, væru nýttir til þess aö hækka skattleysis- mörkin aftur. Það heföi verib raunhæf aðgerö til launajöfn- unar í landinu, en bil- ið milli láglaunafólks og hinna, sem hafa mjög há laun eöa skattfrjálsar tekjur af fjármagni, er orðib afar mikið og hefur vaxið með minnk- andi atvinnutekjum. Vítahringur atvinnumálanna Að mati torustumanna ASÍ vantar 700 milljónir króna upp á aö þau loforð, sem hafa verið gefin verkalýðshreyfingunni um fjármagn til atvinnuskapandi að- geröa, hafi veriö efnd. Því til viðbótar er reiknaö meö að skera niður framkvæmd- ir um 24,9% á næsta ári. Fjármálaráð- herra hefur verið nokkuð kotroskinn og sagt aö þetta sýni ab hann fylgi ekld þeim úreltu vinnubrögöum aö leggja fram „kosningafjárlög". Aö mínu mati er þessi niöurskurður meira en tvíbentur og hef ég þá ríkisfjár- málin í huga. Þaö er alveg ljóst aö hann fækkar störfum í opinberum fram- kvæmdum og ríkið nýtur ekki þeirrar veltu sem þessum umsvifum fylgir. Um- svifum í þjóöfélaginu fylgja tekjur fyrir ríkissjóö, þaö er staðreynd. Mótrökin viö þessu eru þau aö vegna þess ab búist er við hagvexti á næsta ári, þá taki atvinnulífið við og óhætt sé fyrir ríkiö aö draga að sér hendina. Kreppan sé búin. Staða samkeppnisatvinnuveganna hafi styrkst. Ég er alls ekki svona bjart- sýnn fyrir hönd atvinnuveganna í land- inu. Þaö hefur komið fram aö forsætis- Menn °9 málefni ráöherra var einfaldlega meö rangar töl- ur um afkomu iðnaöarins, en ég vil ekki ætla honum aö þær hafi verið settar vilj- andi fram, hann gæti hafa fengið rangar upplýsingar úr talnaflóðinu. Talsmenn atvinnulífsins eru ekki svona bjartsýnir á þennan mikla bata. Það eru ekki líkur á því aö þaö sópi til sín fólki á næsta ári, auk þess sem atvinnuleysi um 5% er miklu meira en hægt er að sætta sig viö í þjóðfélagi 265 þúsund manna, sem hafa þrátt fyrir allt yfir miklum auðlindum og tækifærum að ráða. Að fá hjólin til aö snúast Sem betur fer er fullt af fólki meöal þjóö- arinnar sem hefur ágætar hugmyndir, sem er meö hugann við tækifæri til at- vinnusköpunar og vill eitthvað á sig leggja til þess að koma hugmynd í veru- leika. Þaö er hins vegar sannfæring mín aö þaö þurfi aö endurskipuleggja kerfi fjárfestingarlánasjóða til þess að þjóna þörfum nútímans. Það gildir einnig um Byggöastofnun. Það er nauðsyn aö losa hana úr þeirri sjálfheldu sem hún er í núna. Þessi ríkisstjórn hefur gert hana máttlausa, en hefur ekki hirt um að end- urmeta hlutverk hennar. Til þess ber mikla nauösyn, svo hún geti verið for- ustuafl í atvinnumálum allra lands- manna og öflugur bakhjarl nýsköpunar í atvinnulífi. Það er mikil nauösyn að Byggöastofnun fái þetta hlutverk og ef það styrkir stjórnskipun hennar ab fá fulltrúa atvinnulífsins og launþega í landinu inn í stjórn hennar, þá á aö gera það. Núverandi stjórnarfyrirkomulag stofnunarinnar á ekki heldur aö vera heilagt. Hagtölur segja ekki allt Menn skyldu varast að miklast um of af jákvæöum hagtölum. Þær mæla einfald- lega ákveöna þróun í efnahagsmálum, en þrátt fyrir þaö getur ríkt stöönun á ýmsum sviðum og misrétti. Þá vinninga, sem falla í skaut, ber aö nota til þess aö vinna bug á því, en ekki til þess aö gera þá efnuðu í samfélaginu enn efnaðri, eins og nú lítur út fyrir aö eigi aö gera. ■ r ■ { ( r t t v : r ? r T

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.