Tíminn - 08.10.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 08.10.1994, Qupperneq 4
4 'Sr'TWT'TWW Laugardagur 8. október 1994 lliilim STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verð f lausasölu 125 kr. m/vsk. Launajöfnun Það er staðreynd að með breyttum atvinnuháttum hefur launamismunur vaxið í þjóðfélaginu. Mun- urinn á lægstu töxtum og risalaununum er gífur- legur og miklu fleira launafólk verður nú að láta dagvinnutekjur nægja sér til lífsviðurværis. Af þessum sökum hefur bilið milli hátekjufólks og al- mennra launamanna vaxið svo mikið að tala má um misrétti í þjóðfélaginu. Það er skylda stjórnvalda að bregðast við þessum staðreyndum, ef markmiðið er það að nokkur jöfnuður ríki í þjóðfélaginu. Til þess þarf meðal annars að nota skattakerfið, ef þess er nokkur kost- ur. Sú aðgerð stjórnvalda að lækka skattleysismörk er bein atlaga að þeim sem hafa lægri launin í þjóð- félaginu. Það lægi beint við, ef nokkur vilji er á að- gerðum til launajöfnunar, að hækka þessi mörk á ný. Til þess eru ýmsar leiðir. Saga aögerða í skattamálum á síðustu árum er á margan hátt hörmungarsaga. Nú er komin skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem fjallar um þá aðgerð að taka upp eitt þrep í virðisaukaskatti, sem samþykkt var með breytingu á skattalögum fyrir síðustu ára- mót. Ekki er annað að sjá á skýrslu Ríkisendurskoðun- ar en aö hér sé um alvárleg mistök að ræða og aðr- ar aðgerðir hefðu komið láglaunafólki betur held- ur en þessar. Ríkisfjármálavandinn er skattsvikavandi öðrum þræði. Grundvallaratriðið til þess að ná megi ár- angri í skattamálum er að skattakerfið sé sem ein- faldast. Með því að taka upp tvö þrep í virðisauka- skattinum er skattkerfið gert flóknara og ráðinn á annar tugur manna til þess að líta eftir fram- kvæmdinni. Þeim starfskröftum væri betur varið til þess að berjast við neðanjarðarhagkerfið. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að aðgerðir eins og hækkun barnabóta og hækkun skattleysis- marka hefðu komið láglaunafólki betur heldur en þessi aðgerð. Einnig hefði flöt lækkun á skattpró- sentuna komið til greina og verið miklu einfaldari aðgerð heldur en að taka upp tvö þrep. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um þessi mál er afar fróðleg samantekt um áhrifin af þessari efnahags- abgerð sem allir aðilar, sem málið varðar, ættu að kynna sér og draga lærdóm af. Hér á ríkisstjórnin ekki ein hlut að máli, heldur líka aðilar vinnu- markaðarins sem studdu hana eindregið. Launajöfnun er mikil nauðsyn í þjóðfélaginu eins og nú háttar til. Það ætti að leiðrétta þau mis- tök sem voru gerð með því aö lækka skattleysis- mörkin. Til þess mætti halda hátekjuskattinum og herða baráttuna gegn skattsvikum. Þegar talað er um hátekjuskatt, þá er átt við að menn greiði til launajöfnunar hlutfall af sínum risalaunum. Ef sú löggjöf er gölluð, má endurskoða hana, en ótíma- bært er að leggja þennan tekjustofn niður. Það er skylda Alþingis, sem nú er að'hefja störf, að taka þessi mál til alvarlegrar skoðunar, og ætti sú skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem nú liggur fyrir, að vera þarft innlegg \ þá umr?eðn, , , Oddur Ólafsson skrifar: Rangsnúin velferb Á íslandi ríkir velferð hinna velmegandi og ríku. Sé gaukað einhverju að snauðum og lág- launafólki í gegnum opinber kerfi eða með lagasetningu sem tryggja á jöfnuð og vel- ferð, fær efnafólkið það marg- falt miðað við armingjana. Þetta blasir hvarvetna við í þjóðlífinu, þótt áróðursma- skínurnar séu sífellt að stað- hæfa hið gagnstæða. Dæmi um svona öfugsnún- ing er skýrsla Ríkisendurskoð- unar um matarskattinn svo- nefnda, sem er virðisauka- skattur á matvæli sem skilar sér ekk.i nema að takmörkuðu leyti í ríkiskassann og bætir kjör láglaunalýðsins óveru- lega, en hyglar þeim efnuðu þeim mun betur. Þegar lögin um þennan snar- brjálaða og óréttláta skatt voru til umræðu í Alþingi, benti Halldór Ásgrímsson þráfald- lega á það til hvers skatturinn mundi leiða, en á hann var ekki hlustað. Eitt af því ömurlega við vit- lausa matarskattinn er þaö, að Alþýðusambandið rak á eftir samþykki hans, en þar á bæ eru menn orðnir svo gegnsósa af valdastreitu og sjóðabraski að það er borin von að þeim takist að koma auga á hvað er alþýðu manna fyrir bestu. Matarskatturinn var eins konar samningur milli ASÍ og ríkisstjórnar Davíðs Oddsson- ar til aö leysa launadeilu. Ár- angurinn er sá að þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fá- tækari og braskarar og skatt- svikarar græða sem aldrei fyrr. Forheröing Forhertir hagfræðingar ASÍ reyna að breiða yfir ósómann með málæði og reyna að telja fólki trú um að svart sé grátt, og samgönguráðherra heldur því blákalt fram að aðgerðirn- ar til jöfnunar í óréttlátu þjóð- félagi leiði til þess að erlend- um ferðamönnum fjölgi á næsta ári um 15-17%. Sú hót- fyndnner á bls. 2. í Mogga 7. okt. Velferð þeirra efnuðu á kostn- að fátæks fólks og láglauna- manna er á mörgum öðrum sviðum, nánast öllum þeim sem alltaf er verið að telja fólki trú um að verið sé að gæta jafnaðar og jafnréttis. Ellilífeyrir er greiddur jafnt milljónamæringum, sem hafa mjög ríflegar tekjur eftir öðr- um leiðum, og öryrkjum. Allt ætlar um koll að keyra þegar minnst er á að velmegunar- fólkiö láti eitthvað af hendi rakna til eigin heilsugæslu umfram það sem snauðir borga úr eigin vasa. Jöfnuður- inn í dagvistarmálum er af svipuðum toga. Jafnrétti til náms heitir þab, þegar þeir sem betur mega fá fría skóla- vist í áratugi og niðurgreidd námslán til jafns vib öreigana. En það er vitað að þeir, sem eiga efnafólk að, stunda frem- ur langskólanám en þeir sem guð gefur fátæka foreldra. Skattakerfið er allt miðað við að hlífa þeim efnuðu. Per- sónufrádráttur er kominn nið- ur á örorkustigið til að hægt sé að kreista peninga út úr lág- launafólkinu og nú er búið ab finna það út ab ekki sé hægt að innheimta hátekjuskatt vegna þess að hann lendir á sjó- mönnum, sem þegar njóta skattaívilnana, og fólki sem er að byggja, væntanlega íbúðir fyrir tugmilljónir, ef litið er á þær tekjur sem vælt er yfir að ekki skuli skattleggja. Öflugustu fjölda- samtökin Eignafólkið, sem á öll lönd, auölindir og lausa aura sem til falla í lýðveldinu, er svo margt að þegar það stendur saman um hagsmuni sína, er ekkert afl sem ræður við að breyta tekjuskiptingu eða koma við neins konar jöfnubi. Þegar forysta launþegasam- takanna með alla sína lífeyris- sjóði og valdaásókn gengur í liö með eigna- og hálauna- stéttunum, eins og í matar- skattshneykslinu, eiga þeir sem einskis mega sín ekki í nein hús að venda. Tekist hefur ab velta slíkri skuldabyrði á bak almúgans ab öll hans orka fer í það eitt að standa skil á vöxtum og af- borgunum af lánum, sem eng- an veginn er hægt að ráða við. Hann hefur hvorki ráðrúm né býr lengur yfir rökréttri hugs- un til að sjá hve hörmulega fá- tæka og skulduga fólkið er leikið af þeim sem njóta vel- ferðarinnar. Undir hungur- mörkum Velferb hátekjufólks kemur fram í ótal myndum. Margt af því liði skammtar sér sjálft laun og fríðindi, tekjur og undanskotsleiðir. Engum dag- launamanni líðst að vera í mörgum störfum samtímis, láta greiða ferðalög og fá dag- peninga ofan á allt saman. Yf- irstéttirnar leika sér að svona hundakúnstum og njóta allrar opinberrar velferðar í kaup- bæti. Hvernig býr svo velferðar- þjóðfélagið að þeim sem eiga undir högg að sækja í lífsbar- áttunni? Takmarkaðar at- vinnuleysisbætur eru undir hungurmörkum. Örorka og ellilífeyrir sömuleiðis, Fatlaðir flækjast um vegalausir og eiga í engin hús að venda. Hús- næðiskerfin valda fátækt og öryggisleysi. Meðal nágrannaþjóðanna mundi þaö ekki vera kallað velferð, sem talið er að heyri undir það hugtak hér á landi. En þar gera launþegasamtökin sig ekki heldur sek um að heimta velferð til handa hin- um velmegandi á kostnað snauðra manna og tekjulítilla, eins og nú er sibur á íslandi. Óforsjálni Óforsjálir menn og rangsnúnir hafa oft uppi þá afsökun að enginn vandi sé að vera vitur eftir á, þegar gjörðir þeirra mistakast gjörsamlega og allt er komið í klessu. Undantekn- ingalítið er svona afsökun ekki annað en ósvífinn undanslátt- ur. Oftast nær er vel hægt að sjá afleiðingar gjörða sinna og sjálfsagt er það engin tilviljun að ríkisstjórnin núverandi tók einstaklega vel í þá kröfu ASÍ- forystunnar að auka ranglætið í þjóbfélaginu með vaskrugl- inu á matvælum. Þar með var efnafólkinu hygl- að á kostnaö hinna fátækari, eins og Ríkisendurskoðun hef- ur bent rækiiega á í nýútkom- inni skýrslu. En þetta var vel séð fyrir. Halldór Ásgrímsson varaði eindregið við lagasetningunni á sínum tíma og benti á hvern- ig virðisaukaskatturinn á mat- væli mundi virka. Það þurfti milljarða eignatilfærslu frá lít- ilsmegandi til velferðarstétt- anna og mikla skýrslugerö frá Ríkisendurskoðun til að stað- festa það sem viti bornir menn sáu fyrir. Velferðarkerfi, sem stendur undir nafni, leitast við að jafna lífskjör fólks og umfram allt að stuðla að því að engir þegnar þjóöfélagsins verði af- skiptir þegar lífsgæðunum er skipt. Því mibur er það markmið ekki í augsýn, þegar ráðandi öfl samfélagsins gera sér að góðu að efla velferð og jafn- rétti meðal velmegunarstétt- anna, samtímis því ab herða lífsbaráttu atvinnu- og eigna- lítilla með rangsleitni og skatt- pynd. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.