Tíminn - 08.10.1994, Page 14

Tíminn - 08.10.1994, Page 14
14 Laugardagur 8. október 1994 Þórbur Gíslason bóndi og fyrrverandi skólastjóri, Ölkeldu II, Stabarsveit Fæddur 15. september 1916 Dáinn 29. september 1994 Þórður var fæddur að Ölkeldu. Foreldrar hans voru hjónin Vil- borg Kristjánsdóttir og Gísli Þórð- arson. Þóröur var elstur af sjö systkinum, en þau eru: Þórður, Elín Guðrún, Alexander, Kristján Hjörtur, Ólöf Fríða, Guðbjartur og Lilja. Þórður kvæntist árið 1943 Margréti Jónsdóttur frá Vatns- holti og eignuðust þau sjö börn, sem öll eru á lífi: Gísli, f. 14.3. 1944, póstbílstjóri í Reykjavík. Maki Tama Bjarna- son húsmóðir; á tvö börn. Ingibjörg, f. 23.11. 1946, hús- móðir í Reykjavík. Maki Snæ- björn Sveinsson tæknifræðingur; á þrjú börn. Stefán Konráð, f. 2.Í2. 1949, skólabílstjóri í Staöarsveit. Maki Ragna ívarsdóttir húsmóðir; á tvö börn og eitt fósturbarn. Jón Svavar, f. 2.7. 1953, bóndi Ölkeldu III. Maki Bryndís Jónas- dóttir húsmóðir; á fjögur börn og eitt fósturbarn. Haukur, f. 25.11. 1954, tré- smíðameistari í Reykjavík. Maki Rósa Erlendsdóttir húsmóðir; á tvöbörn. :• •' Signý, f. 16.8. 1961, húsmóðir í Reykjavík. Máki Helgi Jóhánns- son, lögfræðinguf og stjórnár- ráðsfulltrúi; á eitt barn. Kristján, f. 8.8. 1963, bóndi 01- keldu. Maki Astrid Gundersen húsmóðir; á tvö börn. Þórður ólst upp hjá foreldrum sínum og átti heima hjá þeim þar til hann stofnaði sjálfur heimili. Árið 1936 fór hann á Brénda- skólann á Hvanneyri og útskrif- aöist þaðan 1938. Var hann starfsmaður á skólabúinu á Hvanneyri nokkurn tíma eftir námsdvölina þar, en hafði áður stundað vegavinnustörf á Holta- vörðuheiði, hjá hinum kunna verkstjóra Jóhanni Hjörleifssyni, sem hann minntist meb hlýjum huga fyrir gott samstarf við vega- vinnumennina. Þórður hóf búskap að Hólakoti í Staðarsveit árið sem hann kvænt- ist. Eftir tveggja ára búskap þar fluttu þau hjón að Ölkeldu og reistu þar nýbýli, sem þau nefndu Ölkeldu II og bjuggu þau þar til dauðadags, en Margrét andaðist 1. maí 1994. Á nýbýlinu reistu þau hús fyrir fólk og fénaö, fyrst stórt íbúbar- hús. Þangaö tóku þau börn í heimavist við barnaskóla Stabar- sveitar, en Þórður var kennari skólans. Það reyndi mjög á dugn- ab og úrræði húsfreyjunnar að leysa það starf af hendi við tak- mörkuö þægindi, sem víða skorti á í sveitum á þessu tímabili. Þetta tókst þeim hjónum að leysa af miklum myndarskap. Á þessum árum fæddust þeim hjónum sjö börn, sem að sjálf- sögöu hafa þurft sitt og aukið á starf húsfreyjunnar, en allt fór þetta vel fram og börnin komust til góðs þroska. í húsinu, sem þau Þórður og Margrét reistu sér á hólbrúninni fyrir ofan íbúöarhúsið á Ölkeldu, var lengst af, í kennara- og skóla- stjóratíð Þórðar, athvarf skóla- bama í Staöarsveit og arinn fjöl- skyldunnar. Þar áttu einnig marg- ir gestir erindi, þar sem þau hjón tóku mikinn þátt í margskonar félagsskap fyrir sveit sína og hér- að. Gestrisni þeirra hjóna var al- veg ótakmörkuð og virtist ótrú- legt hvað húsmóðirin gat leyst af hendi í því efni, auk mikilla um- svifa með sína stóru fjölskyldu. t MINNING Eins og að framan greinir var Þórður kennari og skólastjóri í Staöarsveit, fyrst sem farkennari á ýmsum stööum í sveitinni, en lengst af í húsi foreldra sinna að Ölkeldu I. Að lokum kenndi hann við Lýsuhólsskóla og mun skólastarf hans hafa verið fullt 31 ár í Staðarsveit. Þá var Þórður mikill áhugamab- ur í ungmennafélagsmálum og var formaður U.M.F. Staðarsveitar í 15 ár og formaður og með- stjórnandi H.S.H. um margra ára skeið. Þórbur var einn af stofn- endum Skógræktarfélags Heið- synninga og formaður þess um árabil. Kom félagið sér upp afgirt- um skógarreitum og hehir plant- ab mörgum trjáplöntum. Þær hafa löngum átt erfitt uppdráttar í umhleypingasamri veðráttu á Snæfellsnesi, en virbast þó nú í seinni tíð vera ab ná töluverbum vexti og sanna tilveru sína og þakka þrautseigju brautryðjend- anna. • - \ Þá var Þórður um árabil gjald- kéri Sjúkrasamlags Stabarsveitar, umbobsmaður Brunabótafélags íslands auk fjölmargra sfarfa í þágu almennings. Þá má ekki gleyma að minnast stárfa Þórðár fyrir sóknarkirkju sína á Staðarstað. Þar var hann um árabil formaður sóknarnefnd- ar og safnabarfulltrúi kirkju sinn- ar. Þórður söng í kirkjukórnum frá stpfnun hans, vib messur og aðrar athafnir, til síðustu stundar, eða í um fimmtíu ár. Ætíb söng hann tenór, meb sinni björtu rödd. Ábur hef ég minnst á húsið, sem þau hjón byggðu á fyrstu árum búskapar síns og gegndi miklu hlutverki. Seinna komu fram í því steypuskemmdir, svo ekki þótti mögulegt að halda því við. Byggðu þau þá nýtt hús, en fluttu það niður á sléttan reit, á svokall- aða Húsaflöt. Hús þetta er stórt, nýtískulegt og vandað og þar bjó Þórður ásamt fjölskyldu sinni í 26 ár. Á þessum árum hafa börnin vaxib úr grasi, flust úr foreldra- húsum og stofnab sín heimili. Tveir synir þeirra hjóna búa á Öl- keldu, Jón Svavar reisti nýbýli sem ber nafniö Ölkelda III og Kristján býr á gamla býlinu Öl- keldu I. Búa þeir bræður félagsbúi og hafa tekið við öllum eignum Þórðar á nýbýlinu Ölkeldu II nema íbúbarhúsinu, sem hann átti og bjó í til dauðadags. Nú er húsið autt eftir fráfall þeirra hjóna. Vonandi verbur sú auðn ekki langvarandi og vildi ég óska þess að einhverjir af afkom- endum þeirra ættu eftir að búa í þeirra húsi og halda uppi minn- ingu þeirra með reisn. Þegar ég minnist Þórðar og okk- ar langa samstarfs, þá kemu.r margt upp í hugann sem ekki verður hægt að segja frá hér í þessum fáu minningarorðum. Þegar Þórður fæddist, var ég í fóstri hjá foreldrum harts og var þar til fullorðinsára. Við ólumst því upp saman vib leiki og störf og eru æskuminningarnar mjög ljúfar og bjartar í mínum huga. Seinna áttum við samstarf ab fjölmörgum félagsmálum og áhugamálum, en mér eru ljúfast- ar minningarnar um starf okkar í söngmálum í kirkjukórnum heima í sveitinni og á söngmót- um. Einnig sungum viö saman í karlakórum og blönduðum kór- um. Tel ég ab starf þessara kóra hafi verið mikils virbi, bæði fyrir söngfólkið og þá sem á hlýddu. Þá verður Þórður mér sérstaklega minnisstæður fyrir bjartsýni hans og trú á að góð málefni fyrir sveitir landsins mættu eflast ís- lensku þjóðinni til farsældar. Það var fjarri honum að gefast upp þó að við vantrú samtíbarinnar væri að etja. Þegar ég kveb frænda minn og vin, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt samleið með honum og fjölskyldu hans um svo langa ævi. Börnum hans, fjölskyldum þeirra, systkinum hans og öðrum ættingjum og vinum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Guðbjartsson Að kvöldi 29. september andað- ist á sjúkrahúsinu á Akranesi Þórður Gíslason, bóndi og kenn- ari á Ölkeldu í Staðarsveit. For- eldrar hans voru Vilborg Krist- jánsdóttir frá Hjarðarfelli og Gísli Þórðarson, en Gísli hafði verib skipstjóri áður en hann gerðist bóndi að Ölkeldu. Þórbur varð búfræðingur frá Hvanneyri vorib 1938. í júlímán- uði árið 1943 kvæntist hann Margréti Jónsdóttur frá Vatns- holti í Staðarsveit og á því ári hófu ungu hjónin búskap að Hólakoti og bjuggu þar í tvö ár. Áriö 1945 reistu þau nýbýli að Ölkeldu, en þab ár gerðist Þóröur barnakennari og síðan skólastjóri. Um 18 ára skeið ráku þau hjónin skólann í eigin húsnæði. Þórður sótti fjöldamörg námskeið til ab búa sig betur undir kennsluna. Skógrækt var Þórði ávallt hug- leikin. Hann var formaður skóg- ræktarfélagsins í héraðinu. Aðal- fund Skógræktarfélags íslands sótti hann í áratugi og fór til Nor- egs í námsferö. Heiðurshjónin á Ölkeldu voru viömótsþýb og glöö og það geisl- abi af þeim á mannamótum. í meira en þrjá áratugi sinnti Þórð- ur kennslu og skólastjórn með sæmd. Varla er til þaö ábyrgðar- starf í Staöarsveit sem Þórður hafði ekki gegnt um lengri eða skemmri tíma, svo sem sveitar- stjórnar- og sýslunefndarstörf. Hann var gerbur að heiðursfélaga í Ungmennasambandi Snæfells- nes- og Hnappadalssýslu árið 1972 og heiðursfélagi Kennara- sambands Vesturlands varð hann við starfslok 1976. Hér er stiklað á stóru um fjöl- breytt félagsmálastörf í heima- sveitinni fögru, sem hann unni og lagði sitt af mörkum til að hún mætti verða ennþá búsældarlegri. Þórður var í sóknarnefnd í áratugi og söng í kirkjunni sinni. Hann hafbi fagra söngrödd og hlýja, sem hann beitti af tilfinningu, átti hinn hreina tón. Mér finnst að gömlu ungmennafélagarnir hafi borið með sér innri glebi og tryggð. Þeim var kappsmál að láta gott eitt af sínum störfum leiða. Það var óskráð takmark. Hjónin á Ölkeldu eignuðust sjö börn: Gísla, Ingibjörgu, Stefán Konráð, Jón Svavar, Signýju, Kristján og Hauk. Það var þeirra mesta gæfa. Það eru ekki margar vfkur síðan Margrét húsmóðir á Ölkeldu var kvödd hinstu kveðju, og nú er Þórður Gíslason til moldar bor- inn. Kynni okkar Þórðar vörðu ekki um langt árabil, en þau voru traust. Ég er þakklát honum fyrir velvildina í minn garð. Góð hjón hafa lokib lífsgöngu sinni. Þau voru samvalin og eitt, prýði sveit- ar sinnar og héraðs. Á saknaðarstund sendi ég að- standendum öllum blessunarósk- ir. Ingibjörg Pálmadóttir Mig langar að minnast með nokkrum fátæklegum orðum Þórbar Gíslasonar frá Ölkeldu, sem lést aðfaranótt 30. september á Sjúkrahúsi Akraness. Hann fæddist að Ölkeldu 15. september 1916, tæpu ári á und- an móður minni. Milli móður minnar og hans ríkti sérstök vin- átta. Þau léku sér saman þegar þau voru yngri, fermdust saman,: eignuðust maka úr sveifinni á svipuðum tíma og gengu í hjóna- band á sama degi. Samfylgd þess- ara hjóna var alla tíð gób og náin í gegnum árin. Nú er aðeins mamma hérna;megin við „landa- mærin", en hin þrjú hafa farið innan sex mánaða á þessu ári. Þegar ég komst á legg, varð Þórður hluti af mínu lífi, þar sem hann bauð upp á umhverfi sem ég sóttist mjög eftir. Ég varð þeitrar gæfu aðnjótandi serh krakki að komast í sveit til Þórðar og Möggu. Þórður hafði einstakt lag á börnum og beitti því af mik- illi færni og næmni. Hann hlust- aði vel, sagði sögur og virtist ávallt hafa nógan tíma fyrir börn- in. Gamansemin, léttleikinn og söngurinn var stór hluti af hon- um. Mér er minnisstætt, þegar setið var vib langborðið í „gamla húsinu" og snætt. Þórður sat fyrir endanum og stjórnaði umræðum í gamansömum tón og passabi upp á að allir fengju að tjá sig, hvort sem fullorðnir eöa börn áttu í hlut. Heimilisdýrin lágu gjarnan í hrúgu við fætur Þórðar. Þegar Þórður talaði við þau, fannst mér eins og þau skildu hvert orð sem hann sagöi. Mér er líka minnisstætt hvab ég öfund- aði börnin hans á Ölkeldu af því að hafa hann fyrir kennara, og reyndar alla krakkana úr sveitinni af því aö fá að dvelja á heimavist- inni á Ölkeldu þegar skólinn var á veturna. Mínir dagar á Ölkeldu hjá Möggu og Þórði voru alltaf of fá- ir, libu alltaf of hratt, en gáfu mér hafsjó af reynslu og ljúfar minn- ingar sem entust mér fram á næsta sumar í Reykjavíkinni. Ég er viss um að allur sá fjöldi barna og unglinga, sem dvalið hafa hjá Þórði og Möggu um lengri eða skemmri tíma, geta tekið undir þetta hjá mér. Þegar ég sjálfur stofnaði heimili, héldust okkar tengsl og styrktust. Einn drengja minna fékk jafnvel að kynnast hlýja, góða andrúms- loftinu hjá Þórði og Möggu í sveitinni. Eins og fram hefur komið, er ekki hægt ab fjalla um Þórð án þess að nefna Möggu í sömu andránni, svo nátengd voru þau. Magga yfirgaf þetta jarblíf í vor og tekur nú á móti Þórði sínum glöð og örugglega laus vib hjólastólinn. Þórður var aðeins hálfur maður eftir fráfall Möggu og hann saknaði hennar mikið. Magga var þannig bak- hjarl. En fráfall Þórðar kom mér á óvart. Fyrir hálfum mánuði sát- um við í eldhúsinu og spjölluð- um um landsmálin, kennslupólit- íkina og tókum saman lagið. Það var ekkert fararsnið á honum. „Húmorinn" á réttum stað og til- búinn að takast á við veturinn. Hann vildi áfram að fólk stoppaði og fengi kaffi hjá sér og ókunnug- ir áttu áfram að stoppa og smakka á ölkelduvatninu. Það verður öðruvísi aö fara vestur núna, en minningarnar um mannvin og góðan dreng munu lifa. Ég og fjölskylda mín sendum börnum hans, tengdabörnum og öllum afabörnunum okkar inni- legustu samúbarkveðjur. Einar Þórðarson Undanfarandi dagar hafa verið einstaklega bjartir og minnt á að hverju „vori fylgir sumar og hverju sumri fylgir haust". Þessir haustdagar með heiðríkjunni minna okkur á það alræðisvald, sem við göngum undir á lífs- göngu okkar og við stjórnum ekki sjálf. Gjöfult sumar er nýlega kvatt með þessum fögru haust- dögum, sem gætu kallast sumar- auki. Allt umhverfi er í þeirri lita- dýrð sem best sannar að „ekkert fegra á fold ég leit en fagurt kvöld aö hausti". 011 vitum vib að líf okkar er hverfult, aö enginn ræð- ur sínum næturstað. Því finnst okkur, sem eftir stöndum og syrgjum góðan yin, aö lífsþráður þess, sem áyallt fagnaði vinum og var hrókur alls fagnaðar, sannur gleðigjafi hvar sem leiðir hans lágu, skuli nú jekki lengur ylja okkur meb glöðu viðipóti, bjart- sýni, drengskap og fórnfýsi. Af okkur eru stundum tekin ráðin og fátækleg varnarorð fá litlu um þokað, slíkt er alræöisvald þess sem líf okkar hefur í hendi sinni. Þegar ég minnist með fátækleg- um orðum vinar míns Þórðar Gíslasonar, fyrrverandi bónda og skólastjóra á Ölkeldu, detta mér í hug orð skáldbóndans á Arnar- vatni, er hann minnist vinar síns og mælir svo: „Sendiboöa bar aö garði, boðaði þig á drottins fund." Við eigum öll von á þessum sendiboða og hann er okkur ekki alltaf miskunnarlaus — en boð- inu skal hver hlýða. Ættir Þórðar á Ölkeldu rek ég ekki hér í þess- um línum. Fyrst og fremst eru þær framsettar sem þakklæti fyrir gób vinarkynni, sem hafa staðið órofin nokkuð á fimmta tug ára. Eflaust finnst mér, þegar ég hugsa til liðinna ára og rifja upp í hug- anum kynni mín af Þórði á Öl- keldu, hversu fljótt okkar vinátta myndabist. Kannski hefur það verið ósjálfrátt á einhvern hátt, því miklir vinir voru þau, foreldr- ar Þórðar og tengdaforeldrar mín- ir. Allar þær gleðistundir, sem þetta góða fólk lét frá sér fara á tyllidögum fjölskyldunnar, skulu nú þakkaðar. Þórður og Margrét kona hans voru stórhuga og vilja- sterk, þráðu að blanda geði við vini á gleðistundum. Öll lífs- ganga Þórðar var á þann hátt að hann vildi vinna landi og þjóð af heilum hug. Hann var sannur ís- lendingur og hreifst snemma af starfi og stefnu ungmennafélag- anna, sem hann vann að af heil- um hug allt sitt líf. Hjónin á Öl- keldu höfðu skólahald á sínu heimili fjöldamörg ár. Oft hefur það reynt á manndóm þeirra að stýra og stjórna stóru heimlli ásamt búsýslu. Þaö vill stundum gleymast í amstri daganna, það starf sem konan fórnar í slíkum tilfellum. Margrét var sú persóna sem vildi styöja mann sinn í öll- um hans störfum, án hávaða og fyrirferðar. Hugprúð og farsæl eiginkona, móðir og amma. Gömul vinkona frá æskuárum sagði eitt sinn: „Sumar lyfta tök-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.