Tíminn - 08.10.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. október 1994
15
um tveggja, trútt við nóttu dag-
inn leggja. Við hróður okkar
mætu manna er minna getið hús-
freyjanna."
Nú eru þáttaskil. Við sem eftir
stöndum eigum öll dálítið erfitt
með að átta okkur á því. En slík
eru örlög okkar allra, að heilsast
og kveöjast. Vinur minn Þórður
missti mikið, þegar kona hans dó
eftir langa vanheilsu. En hann á
góð börn, sem veittu honum
góða umhyggju og gerðu honum
lífið eins létt og hægt var. Fyrir
stuttu síban sátum vib Þórður
saman á fundi, þar sem mál
kirkju og kristindóms voru rædd.
Þar haföi Þórbur alltaf eitthvað
gott fram að færa, enda hugur
hans til kirkju og kristindóms
brennandi af áhuga og trúfesti á
þann sanna guð sem gefur okkur
líf og hefur okkar líf í hendi
sinni.
í lok þessa fundar fórum viö öll
í kirkjuna á Fáskrúðarbakka, þar
sem prófastur sleit fundi með
ritningarlestri og bænarorðum.
Allir tókust í hendur í stórum
hring í kirkjunni og sungu „Son
guðs ertu með sanni". Röddin
hans Þóröar, sú fagra og hreina,
ómar mér enn í eyra, þótt hann
ætti þá aðeins eftir tvö ár í átt-
rætt. Slíkur söngmaður var Þórð-
ur ab fáir gjörast betri. Nú óma
hans tónar á æbri stöðum, en
minningin geymist þótt mabur-
inn falli.
Við hjónin þökkum af alhug og
einlægni alla vináttu og geymum
góðar minningar í hjörtum okkar
um Þórð og Margréti á Ölkeldu.
Gub gefi aðstandendum hans
styrk á sorgarstund.
Páll Pálsson, Borg
Nú haustar að og fjallatindar
grána í næturnepjunni. Löngu og
góbu sumri, sem vermdi vanga,
er lokib. Sólin, móbir okkar allra,
hopar af braut sinni yfir háan
himin til aö safna krafti í nýja
sókn fyrir lífið ab vori. Og ein-
mitt á þessu hausti kveöur þenn-
an heim kær vinur. Við slíka
fregn herðir á vetrinum í sálinni,
allt virbist napurra en áður.
Minningin um Þórð Gíslason
verður mér ævinlega dýrmæt.
Allt frá því að ég kynntist honum
fyrst, þá er ég hóf störf að skóla-
málum fyrir vestan, varð mér
ljóst að þar fór mikill öðlingur.
Einlægur áhugi hans og þekking
á skóla- og uppeldismálum vakti
athygli mína og mér varð drjúgur
stuðningur hans og uppörvun í
sviptingafullu starfi. Hann sagði
mér ávallt hreinskilnislega til
syndanna þegar honum féllu ekki
störf mín, en hvatti mig til betri
verka. Það var gott að hlýba ráð-
um hans, hann var veraldarvanur
og hollráður. Ég taldi hann
snemma vin minn og ætíö síðan.
Og nú er hann allur, hverfur af
sjónarsvibinu með sínu lagi, um-
búbalaust. Hann var aldrei tvíl-
ráður né seinn að búa sig til ferð-
ar. Snöfurlegur hefur hann axlab
sín skinn og hafið þá göngu sem
bíður vor handan næsta leitis.
Á meöan viö hin höldum áfram
að tutla hrosshárið okkar.
Öllum ástvinum Þórðar Gísla-
sonar votta ég samúb mína.
Blessub sé hans minning.
Sveinn Kristinsson
Elsku afi.
Nú ertu farinn til ömmu og viö
vitum að nú líður ykkur vel. Þið
gátuð aldrei án hvors annars ver-
ib, og viö vitum að þú saknabir
ömmu aflt of mikið. Það hjálpar
okkur mikið að vita að þú varst
sáttur við að fara og þurftir ekki
að þjást. Með þessum fátæklegu
orðum viljum við kveðja ykkur í
hinsta sinn, elsku afi og amma.
Þið gáfuð okkur svo margt. Við
minnumst allra sumranna í sveit-
inni hjá ykkur, Ölkelda var okkar
annaö heimili. Við vissum ekki
Jóhanna Stefanía
Gubjónsdóttir
frá Gilsfjarbarmúla
þá hvað við vorum heppin ab
eiga ykkur að. Það eru ekki margir
krakkar sem hafa tækifæri til að
vera í sveit, og sannaðist það best
á kunningjum okkar, sem oft á
tíðum fengu aö fljóta með. Sumir
hverjir höfðu aldrei litið íslenska
kú augum og allir voru yfir sig
hrifnir af sveitinni. Þá vorum við
sko veraldarvön.
Allir voru alltaf velkomnir að
Ölkeldu og fengu sömu höfðing-
legu móttökurnar, hvort sem það
var presturinn, ferðamennirnir
sem komu í ölib, eða fuglarnir
sem afi hafði svo mikið dálæti á.
Þegar hart var í ári, gleymdi hann
aldrei fiðruðu vinum sínum.
Aldrei varb neinn svangur í sveit-
inni. Amma bakabi og eldaði af
miklum eldmóði og fengum við
að njóta þess í ríkum mæli. Alltaf
til kleinur eða kanelsnúðar í búr-
inu.
Afi var mikill brandarakarl og
hafði mikið gaman af ab stríða
okkur krökkunum. Hann átti
einn uppáhaldsleik, „músina",
sem ég held að öll hans barna-
börn kannist við. Er við uxum úr
grasi, gátum við alltaf reitt okkur
á ráðleggingar ykkar, og ég veit
að allir okkar vinir, sem nokkurn-
tíma hittu ykkur, kunnu vel við
ykkur. Afi var alltaf búinn að
komast ab því að hann þekkti afa
eða ömmu viðkomandi og búinn
að stofna til hrókasamræðna.
Þab er stórt tómarúm í hjörtum
okkar nú, er þib eruð farin. Þið
munuð samt aldrei hverfa úr
minningunni og verðið alltaf
hluti af okkar fegurstu bernsku-
minningum.
Ykkar barnabörn,
Margrét, Helga
og Gísli
Fædd 2. janúar 1902
Dáin 30. september 1994
Jóhanna Stefanía Guðjónsdótt-
ir er látin. Hún var fædd að
Gilsfjarðarmúla 2. janúar 1902,
dóttir hjónanna Gubjóns Jóns-
sonar og Sigrúnar Eyjólfsdóttur,
er bjuggu þar. Börn hjónanna í
Múla voru alls sjö; var Jóhanna
næst yngst og er nú síðust af
þessum stóra hópi sem hverfur
yfir móðuna miklu. Jóhanna
dvaldi mestan hluta ævi sinnar
í fæðingarsveit sinni og nú síð-
ustu árin á dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum, þar
sem hún andaöist 30. septem-
ber s.l,
Samstarf okkar Jóhönnu var
langt og farsælt. Hún vann í
sláturhúsi Kaupfélags Króks-
fjarðar á haustin í tugi ára. Hún
vann ennfremur gott brautryðj-
andastarf vib smjörsamlag
kaupfélagsins, sem var undan-
fari ab mjólkursölu úr hérað-
inu. Þá var Jóhanna skólaráðs-
kona barnaskólans í Króksfjarb-
arnesi í marga vetur.
Ég vil ekki láta þess ógetiö að
t MINNING
Jóhanna veitti okkur hjónum
heimilishjálp, þegar mest lá á.
Fyrr á árum var hún í nokkur
sumur kaupakona í Króksfjarð-
arnesi hjá Jóni Ólafssyni, móð-
urbróöur mínum.
Jóhanna var um margra ára
skeið í stjórn Kvenfélags Geira-
dalshrepps og vann þar mikið
og gott starf til heilla sveitinni.
Öll störf hennar einkenndust af
smekkvísi og vandvirkni, sam-
fara góöum afköstum.
Jóhanna eignaðist tvo syni, þá
Halldór og Guðjón Gunnars-
syni, sem sýndu móöur sinni
mikla umhyggju og ástúb.
Jóhanna var vel greind kona,
háttprúð í allri framkomu,
hafði gott geb og hlýtt viðmót.
Nú að leiðarlokum viljum við
hjónin og börn okkar þakka
henni af heilum hug fyrir langa
samfylgd, vináttu og tryggð.
Minningin um góða konu
geymist, en gleymist ekki.
Jóhanna fær í dag hinstu
hvílu í Garpsdalskirkjugarði,
væntanlega kvödd af fjolda
vina og vandamanna.
ÓlafurE. Ólafsson
Absendar greinar, afmælis-
og minningargreinar
sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blaðsins,
Stakkholti 4, gengið inn frá Brautaholti, tveimur dögum fyrir
birtingardag, á disklingum vistað í hinum
ýmsu ritvinnsluforritum'sem texti, eða
vélritaðar. sími (91) 631600
DAGBÓK
Laugardaqur
8
október
281. dagur ársins - 84 dagar eftir.
40. vlka
Sólris kl. 7.56
sólarlag kl. 18.33
Dagurinn styttist
um 7 mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Bridskeppni sunnudag,
fimmti og síðasti dagur í tví-
menningskeppni kl. 13 í Ris-
inu. Annar dagur í fjögurra
sunnudaga keppni í félagsvist
kl. 14. Dansað í Goðheimum
kl. 20 sunnudagskvöld.
Lögfræðingur félagsins er til
viðtals fyrir félagsmenn
fimmtudag 13. okt. Panta þarf
viðtal á skrifstofu félagsins, s.
28812.
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spiluö verður félagsvist að
Fannborg 8 (Gjábakka) á
morgun, sunnudag, kl. 15.
Allir velkomnir.
Menningar- og
friðarsamtök íslenskra
kvenna
halda fund um íslenska
mannanafnahefð í dag kl. 14
að Vatnsstíg 10. Ræðumenn
Halldór Ármann Sigurðsson,
formaður mannanafnanefnd-
ar Alþingis, og Þórunn Magn-
úsdóttir sagnfræðingur. Veit-
ingar á staðnum. Allir vel-
komnir.
Safnaðarfélag
Ásprestakalls
Fundur verður háldinn
þriðjudaginn 11. okt. n.k. í
safnaðarheimilinu og hefst
hann kl. 20. Sýndar verða
myndir úr sumarferðinni
ásamt myndum úr safni
Hilmars Böðvarssonar.
Myndagetraun og kaffiveit-
ingar. Þeir, sem eiga myndir
úr sumarferðinni, eru hvattir
til að taka þær með.
Villibráðarkvöld á
Akranesi
í kvöld, laugardag, verður
boðið upp á glæsilegt og
óvenju fjölbreytt villibráðar-
kvöld að Langasandi á Akra-
nesi. Úrvalið á matseðlinum
veröur með þvílíkum ólíkind-
um að tíðindum hlýtur að
sæta. Undir borðhaldinu
munu Gleðigjafarnir, ásamt
Ellý Vilhjálms og André Bach-
mann, flytja Söngperlur Sig-
fúsar Halldórssonar og Úrval
íslenskra dægurlaga síðastlið-
inna 50 ára.
Norræna húsið:
Tveir fyrirlestrar
Sunnudaginn 9. október kl.
16 heldur Auður Leifsdóttir
cand. mag. fyrirlestur um
dönsku skáldkonuna Karen
Blixen í fyrirlestraröðinni
„Orkanens oje" í Norræna
húsinu. Fyrirlesturinn er
einnig liður í dagskránni
„Danskir haustdagar", sem
eru að hefjast í Reykjavík um
þessar mundir.
Mánudaginn 10. október kl.
20 bjóða Menningar- og
fræðslusamband alþýðu og
Norræna húsið til fyrirlestrar
og umræðu í Norræna hús-
inu. Þar mun Jannik Augs-
burg, verkefnisstjóri í Vejle í
Danmörku, ræða um þá hæfi-
leika sem helst muni vera
þörf fyrir á vinnumarkaði
framtíðarinnar og hvernig
þeir hæfileikar verði efldir.
Fyrirlesturinn fer fram á
dönsku og eru umræður á eft-
ir. Þátttaka er heimil öllum
sem áhuga hafa, en væntan-
legir þátttakendur eru vin-
samlegast beðnir um að skrá
sig á skrifstofu MFA, Grensás-
vegi 16A, sími 814233.
Að lokum má minna á að
málverkasýningu Hafsteins
Austmanns í Norræna húsinu
lýkur um helgina. Hún er op-
in kl. 14-19 í dag og á morg-
un.
Háskólafyrirlestur
Svend Áge Madsen, rithöf-
undur frá Danmörku, flytur
opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar H.í. mánu-
daginn 10. okt. kl. 18 í stofu
101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn
nefnist „At fortælle menne-
skerne" og fjallar um það
hvernig hægt er að nota frá-
sögn og hvernig hann hefur
notað frásögn í verkum sín-
um. Fyrirlesturinn verður
fluttur á dönsku og er öllum
opinn.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans:
Dagskrá um Langston
Hughes
Á mánudagskvöldið verður
flutt nýstárleg dagskrá í Lista-
klúbbi Leikhúskjallarans.
Leikararnir Jóhanna Jónas og
Helgi Skúlason flytja efni frá
árunum 1945-55 eftir banda-
ríska skáldið James Langston
Hughes og Tríó Ólafs Steph-
ensen leikur djass í anda Harl-
em og New York. Jóhanna
mun flytja efni sitt á ensku á
mállýsku sem tíðkaðist í Harl-
em á þessum árum. Mállýska
þessi er nú útdauð. Dagskráin
hefst um kl. 20.30. Aðgangs-
eyrir er kr. 500, en kr. 300 fyr-
ir félaga Listaklúbbsins.
Ljósmyndasýnlng
í Hátúni 10
Húsnæðisstofnun efnir til
ljósmyndasýningar í tilefni af
því að um þessar mundir er
um aldarfjórðungur frá því að
stofnunin hóf að veita lán til
öryrkja. Ljósmyndasýningin
ber yfirskriftina: Húsnæðislán
til samtaka öryrkja í rúman
aldarfjórðung. Sýningin er
haldin í húsnæði Öryrkja-
bandalagsins og stendur til
23. október. Sýningin er opin
alla daga frá 9-18.
Skákþing íslands:
Urslitakeppnin
haldin í Eyjum
Frá Þorsteini Gunnarssyni,
Vestmannaeyjum:
Á Skákþingi íslands í landsliðs-
flokki 1994, sem lauk 3. sept.
sl. í Vestmannaeyjum, urðu
stórmeistararnir Hannes Hlífar
Stefánsson, Helgi Ólafsson og
Jóhann Hjartarson allir jafnir
að vinningum. Af þeim ástæð-
um þarf að fara fram sérstök úr-
slitakeppni milli þeirra félaga.
Skáksamband íslands hefur
óskað eftir því að þessi úrslita-
keppni fari fram í Eyjum og
hefur verið ákveöið að keppnin
fari fram 23. til 28. október nk.
Úrslitakeppnin fer fram í
fundarsal Sparisjóös Vest-
mannaeyja, en Sparisjóðurinn
er einn af helstu styrktaraðilum
Skákþingsins ásamt fjölmörg-
um aðilum innanbæjar og ut-
an. Að sögn Arnars Sigur-
mundssonar, eins af skipuleggj-
endum Skákþingsins, er Eyja-
mönnum sýndur mikill heiður
að fela þeim aö sjá einnig um
úrslitakeppnina. Þessari úrslita-
keppni fylgir þó töluverður
kostnaður umfram það, sem
gert var ráð fyrir, og verður leit-
að eftir stuðningi til þess að
þessi skák- og menningarvið-
burður veröi Eyjamönnum til
sóma á sama hátt og Skákþing
íslands.