Tíminn - 07.12.1994, Síða 1

Tíminn - 07.12.1994, Síða 1
STOFNAÐUR 1917 78. árgangur Miövikudagur 7. desember 1994 231. tölublaö 1994 Alþýöubandalagiö í Reykjavík: Verkalýös- armur inn Bryndís Hlö&versdóttir, lög- fræöingur ASÍ, og Ögmundur Jónasson, forma&ur BSRB, hafa samþykkt a& taka 2. og 3. sæti á lista Alþýöubanda- lagsins í Reykjavík. Gu&rún Helgadóttir alþingisma&ur hefur samþykkt a& standa upp úr sæti sínu fyrir Bryndísi og taka 4. sæti á lista flokks- ins í vor. Gu&rún Helgadóttir geröi þetta opinbert á blaöamanna- fundi í Alþingishúsinu í gær. Þar er gert ráö fyrir að Svavar Gestsson alþingismaöur leiði listann áfram, en alþýðubanda- lagsmenn vonast til að nýir vendir úr verkalýöshreyfing- unni sópi til þeirra atkvæðum. „Þetta er mjög sterkur listi og ég tel mikla möguleika á að við getum náö inn 4 þingmönnum í Reykjavík," sagði Guðrún Helgadóttir í gær, en hún telur sig vera í baráttusæti listans eft- ir þessar breytingar. Kjörnefnd hefur þegar fengið tilboðiö en Kjördæmisráð Al- þýðubandalagsins í Reykjavík hefur síðasta orðið. Þab var hins vegar búið að samþykkja próf- kjör til uppröðunar á listann. ■ Haröur árekstur Harður árekstur tveggja bifreiða varð á mótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar á Akureyri um klukk- an 14 í gær. Farþegi í öðrum bílnum viðbeinsbrotnaði við áreksturinn en aðrir sluppu með skráínur. Ann- ar bíllinn er talinn ónýtur. ■ Fulltrúaráb Framsóknarflokksins: Aöalfundur eftir áramót Á fundi stjórnar fulltrúaráðs Fram- sóknarflokksins í gær var ákveðið að fresta aðalfundi ráðsins fram yfir áramót. Óskar Bergsson, starfsmað- ur fulltrúaráðsins, segir að helsta ástæða frestunarinnar sé að menn vilji gefa sér betri tíma til aö undir- búa fundinn. ■ Cubmundur Þóroddsson (t.v.) heldur á fullunninni afurb en Hannes jónsson hefur háfab upp eldisála úr karinu. Tímamynd CS Rænd um miöjan dag Kona var rænd veski sínu í bíl- skýli við Skeljagranda í Reykja- vík um klukkan 14 í gær. Konan var að leggja bílnum í skýlinu þegar að minnsta kosti tveir unglingspiltar veittust að henni, hrifsuðu af henni veskið og hlupu í burtu. Konan taldi mögulegt að stúlka hefði einnig verið í för með piltunum. I veski hennar voru 30 þúsund krónur í peningum. Konan hlaut enga áverka við árásina en var sem von er miður sín eft- ir atvikiö. Málið verður sent til rannsóknar til RLR. ■ 17 dagar til jola Ala upp ála í slátur- stærb á Ártúnshöfba íslenskur reyktur áll verður í fyrsta skipti fáaniegur í verslun í Reykjavík frá og með næstu helgi. Állinn er veiddur austur í Lóni í Lóns- sveit og fluttur þaðan lifandi til Reykjavíkur þar sem hann er alinn upp í hæfilega sláturstærð á Ártúnshöföan- um. Deilur um hátekjuskatt tefja tekjuhliö fjárlaga: Hátekjuskattur í pattstöðu Deilur stjórnarflokkanna um hátekjuskatt eru enn óleyst- ar, en fylgifrumvörp með tekjuhlið fjárlaga hafa ekki veriö lögö fram á Alþingi. Þetta segja fulltrúar í fjár- laganefnd óvi&unandi, en nú er einungis rúm vika eftir af þinghaldi á þessu ári sam- kvæmt vinnuáætlun Alþing- is. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra las á Alþingi í gær upp lista yfir frumvörp sem á eftir að leggja fyrir þingið fyrir jól í tengslum við afgreiðslu fjárlaga. Ráöherra nefndi ekki framlengingu á hátekjuskatti sem eina af tekjulindum ríkis- sjóðs næsta ár, en sú heimild sem verið hefur til að leggja á sérstakan hátekjuskatt undan- farin tvö ár rennur út um ára- mót. Líklegast er að slíkt ákvæði kæmi fram í bandorm- inum svokallaða, en bandorm- urinn er frumvarp þar sem safnað er saman lagabreyting- um sem þarf að gera í tengsl- um við endanlega afreiðslu fjárlaga. Sigbjörn Gunnarsson, þing- flokksformaður Alþýðuflokks og nefndarmaöur í fjárlaga- nefnd, staðfesti í gær að tekju- hlið fjárlaganna væri ennþá óútkljáð á milli stjórnarflokk- anna. Eftir því sem næst verð- ur komist er hátekjuskatturinn eina atriðib sem eftir stendur. Sigbjörn og fleiri í þingflokki krata hafa lýst yfir að þeir standi ekki ab afgreiðslu á tekjuhlið fjárlaga ef hátekju- skatturinn verði felldur niður. Aðspurður um málið eftir upp- talningu fjármálaráðherra í gær sagði Sigbjörn málið skýr- ast á næstu dögum og tók fram að afstaða sín stæði óbreytt. í sama streng tóku fleiri fylgjendur hátekjuskatts innan þingflokks Alþýðuflokks í gær. Meirihluti þingflokksins er á þeirri skobun ab innheimta beri hátekjuskattinn áfram, en náist ekki samkomulag um málið milli stjórnarflokkanna gætu kratar staðiö á sínu með því að mynda nýjan þing- meirihluta í þessu máli meb stjórnarandstöðunni. Þeir sem standa að álaeld- inu á Ártúnshöfðanum heita Hannes Jónsson og Gub- mundur Þóroddsson. Þótt áhugamál þeirra sé ansi óvenjulegt eru þeir ekki fyrstir íslendinga til að reyna að ala ál. Állinn sem veiðist í íslensk- um vötnum er smár og því nauðsynlegt að ala hann áfram til að hann verði vænleg söluvara. Tilraunir til þess hafa hins vegar strandað, því hing- ab til hefur állinn ekki viljaö taka fóður. Þeim félögum hef- ur nú tekist að vinna bug á þessum vanda og ætla að láta reyna á viðtökur íslendinga fyrir jólin. Hannes segir álaeldi vera erfiðara en eldi margra ann- arra fisktegunda að því leyti að ekki sé unnt að klekja út hrognum í eldisstöðvum. Evr- ópski állinn hrygnir eingöngu á miklu dýpi í Þanghafinu og því er ómögulegt að nálgast hrognin. Af þessum sökum er ekki unnt ab fá ódýr seibi til að ala upp eins og til dæmis við laxeldi heldur verður að veiða ungan ál og ala hann upp í hæfilega stærb. Þessir erfið- leikar við eldið eru ekki síst þab sem gerir þab að spenn- andi atvinnugrein, að mati þeirra félaga, því fyrir vikið er lítil hætta á að offramboö verði af álseldi. „£nn sem komið er, er eldið á tilraunastigi. Ef vib sjáum að þetta gengur væri hins vegar spennandi að fara út í alvöru- eldi, með því að kaupa ál af bændum, ala hann og gera úr þessu' atvinnugrein," segir Gubmundur. Fyrsti afrakstur tilrauna- starfsins verður á boðstólum í verslun Hagkaups í Kringlunni frá og með næstu helgi. Þar verða seld um 50 kíló af reykt- um áli, en hefð er fyrir því ab borða álinn reyktan í Evrópu. Hannes segir að állinn sé mik- iö lostæti enda sé hann seldur á yfir þrjú þúsund krónur kíló- ið í fríhöfninni á Kastrup flug- velli í Kaupmannahöfn. Reyktur áll er gjarnan borðað- ur meb rúgbrauði og hrærðu eggi og þannig fram borinn er hann einn af þjóðarréttum Dana. Stærsti markaðurinn fyrir ál er hins vegar í Japan og Kóreu og þar er hann borðað- ur ferskur, gufusoöinn eða grillaður. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.