Tíminn - 07.12.1994, Page 2
2
Mibvikudagur 7. desember 1994
Tíminn
spyr...
Spurning dagsins: Er þab
áhyggjuefni ab námsmönnum
erlendis hefur á skömmum
tíma fækkab um allt a& 40% í
nær öllum greinum nema list-
námi?
Sigmundur Gu&bjarnason pró-
fessor:
„Það þarf ekki a& vera. Það er mjög
sennilegt að hluti af skýringunni
liggi í því að nú er boðið upp á
mun fjölbreyttara grunnnám við
Háskóla íslands en áður var. Áður
urðu þeir að saekja bæði grunn-
námið og framhaldsnámið til er-
lendra háskóia. Nú geta þeir fengið
þetta grunnnám hér heima og fara
þá síðar til framhaldsnáms í er-
lenda háskóla. Þetta kann að vera
hluti af skýringunni."
Gunnar I. Birgisson, verkfræð-
ingur og formaður LÍN:
„Það er auðvitað áhyggjuefni. En
meginskýringin er sú, að eftir að
við hættum að lána í grunnhá-
skólanám erlendis þá fækkar nem-
endum þar verulega. En þeir hafa
þá nýtt sér háskólanám hér heima
áður en þeir fara út í framhalds-
nám. Á hinn bóginn hef ég áhyggj-
ur af því ef nemendum í listgrein-
um fækkar ekki þegar fækkar í öðr-
um greinum. Það er kannski ekki
heillavænleg þróun. Því þjóðfélag-
ið lifir ekki á listinni einni saman.
þótt hún sé góð í og með. Þjóðin
lifir á því að framleiða og selja og
væri því fagnaðarefni ef fólki
mundi fjölga í þeim greinum."
Dagur B. Eggertsson, formaður
Stúdentaráðs:
„Ég held ab þetta sé tvímælalaust
mikið áhyggjuefni. Þjóðin hefur
búib ab því gegnum árin ab fjöldi
íslendinga hefur sótt menntun,
þekkingu og reynslu til annarra
landa. Ég held að það sé öllum
þjóöum hollt að fá ólík viðhorf inn
í umræbuna. En þessi þróun endur-
speglar nákvæmlega stefnu stjóm-
valda í menntamálum, ekki síst
málefnum Lánasjóðs ísl. náms-
manna. Það er líka mjög stórt
áhyggjuefni að þessi fækkun er-
lendis hefur ekki skilað sér til
námsmanna hér heima."
Sjúkraliöar segja fjármálaráöherra bera ábyrgb á því ástandi sem
skapast hefur á sjúkrastofnunum:
Friðrik frosinn
víðar en á olnboga
„Ég kalla fjármálará&herra til
ábyrg&ar fyrir framhaldinu
og því sem er a& gerast á
sjúkrastofnunum. Hann er
lykilma&urinn í þessu dæmi
hvort verkfalliö heldur
áfram næstu vikur," sag&i
Kristín Á. Gu&mundsdóttir,
forma&ur Sjúkrali&afélags ís-
lands, a& afloknum fundi
meö Friöriki Sophussyni fjár-
málará&herra í gær.
Hún segir að engin samnin-
gaumræða hafi átt sér stað á
sáttafundi í gær að öðru leyti
en því að ákveða annan fund í
dag. „Það viröist vera sem fjár-
málaráðherra hafi frosið á fleiri
stöðum en í olnboganum,"
segir Kristín. En fjármálaráð-
herra er með vinstri hendi í
fatla vegna krankleika í oln-
boga.
Sighvatur Björgvinsson, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra,
segir að það liggi ekkert fyrir á
þessu stigi hvort ríkisstjórnin
geti liðkað til fyrir því að lausn
finnist á verkfalli sjúkraliða.
Unnið sé að lausn deilunnar og
engin ákvörðun hafi verið tek-
in um að breyta þeim farvegi
sem sú vinna hefur verið í.
Hann segir að innan ríkis-
stjórnar hefur það ekki komið
til tals að leysa verkfall sjúkra-
Iiða með lagasetningu. Hins-
vegar sé ljóst að samningar
sjúkraliða muni hafa fordæm-
isgildi fyrir aðra. Ráðherra telur
ekki ólíklegt að ástæðan fyrir
því hvaö seint miðar til lausnar
í sjúkraliöadeilunni sé vegna
þess að kjarasamningar séu
nær almennt lausir um ára-
mótin.
Formaður Sjúkraliðafélagsins
og landlæknir funduðu meö
Sighvati Björgvinssyni í gær
um það ástand sem skapast
hefur á sjúkrahúsum og sjálfs-
eignarstofnunum vegna verk-
falls sjúkraliða. Kristín Á. segir
að það sé bæöi heilbrigðisyfir-
valda og fjármálaráðuneytisins
að taka af skarið í þessu máli.
Sighvatur
segir að
ástandið sé
ekki aðeins
orðið alvarlegt
á sjúkrahúsum
heldur einnig í
hjúkrunarmál-
unm aldraðra.
Álagið væri orðið mikið á því
fólki sem vinnur við hjúkrun-
arstörf og „hver dagur sem líð-
ur knýr á um að það veröi sam-
ið," sagði Sighvatur.
Hann sagði að áskorun
verkalýðsmálanefndar Alþýðu-
flokksins hefði verið rædd í
þingflokknum þar sem skorað
er á þingmennina að ganga
fram fyrir skjöldu til lausnar
kjaradeilu sjúkraliða. Sighvatur
segir að ráðherralið krata komi
ekki nálægt samningagerð rík-
isins, heldur sé hún undir for-
ræði fjármálaráðherra og
samninganefndar ríkisins. ■
Sam-
þykkt ab
ráða Lilju
Á fundi borgarráðs í gær var
samþykkt samhljóða tillaga
stjórnar SVR um að ráða Lilju
Ólafsdóttur sem forstjóra SVR
frá og með áramótum. Lilja er
fædd 28. mars 1943. Hún á aö
baki langan feril sem stjórnandi
bæði hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og Skýrsluvélum
ríkisins. Lilja var valin úr hópi
alls 22 umsækjenda en alls voru
12 boðaðir í viðtöl. í greinar-
gerð stjórnar SVR segir að mælt
sé meö Lilju í starf forstjóra SVR
sökum starfsreynslu, þekkingar
og viðhorfa hennar til stjórn-
unar. ■
Dagsbrún hvetur stéttarfélög til aö styöja sjúkraliöa gegn láglauna-
stefnunni:
Misræmi í orðum og
geröum stjómvalda
„Ef ríkisstjórnin fer ekki aö
semja vi& sjúkraliða, þá verða
aflei&ingarnar gífurlegar.
Bæöi fyrir hana sjálfa og
ástandið almennt," segir Guð-
mundur J. Gu&mundsson, for-
maður Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar.
Hann gagnrýnir stjórnvöld
harðlega fyrir tvöfeldni í sinni
launastefnu og fyrir að vera ekki
samkvæm sjálfum sér í því sem
þau segja og gera. Hann segir fá-
ránlegt að heyra það frá ráðherr-
um ríkisstjórnar að hægt sé aö
bæta sérstaklega kjör þeirra
lægst launuðu, án þess að það
hafi keðjuverkandi áhrif í för
með sér, á sama tíma og ríkis-
stjórnin neitar láglaunastétt
eins og sjúkraliðum að fá sam-
svarandi launahækkanir og rík-
ið hefur verið að semja um við
stéttir sem betur mega sín.
Stjórn félagsins skrifaði ný-
lega stéttarfélögum í Reykjavík,
Hafnarfirði og á Suðurnesjum
þar sem þau voru hvött til að
styðja við bakið á sjúkraliðum í
baráttu þeirra fyrir bættum kjör-
um. Guömundur J. segir að
stjórn félagsins hafi ákveðið að
stíga þetta skref vegna þess að
þeim hefði verið farið að blöskra
hversu lítinn stuðning sjúkra-
liðar hafa fengið frá öðrum fé-
lögum og þá einkum innan ASÍ.
Hann telur að Alþýðusamband-
ið eigi aö hafa forgöngu um að
hvetja aðildarfélög sín til að
styðja við bakið á sjúkraliðum í
baráttu þeirra fyrir bættum kjör-
um.
Örn og Örlygur: Virt bókaútgáfa skiptir um eigendur:
Samþykktu
20% greiðslu
Örn & Örlygur, einhver virt-
asta bókaútgáfa landsins, fékk
í gær samþykkt frumvarp a&
nau&asamningum. Kröfuhaf-
ar samþykktu a& taka vi& 20%
upp í kröfur sínar, sem námu
alls 263 milljónum króna.
Jafnframt taka stærstu lánar-
drottnar Arnar og Örlygs vi&
fyrirtækinu, en þeir eru I&n-
þróunarsjóður me& 16%
krafnanna, Prentsmiöjan
Oddi, Prentstofa G.Ben hf.,
ýmis bókbandsfyrirtæki og
aðrir aðilar tengir bókaíram-
lei&slu.
Örlygur Hálfdánarson bóka-
útgefandi hefur rekið fyrirtækið
á þriðja áratug og var það mjög
vaxandi fyrirtæki lengst af.
Metnaöur fýrirtækisins var mik-
ill og útgáfubækurnar eftir því.
Tvö verk voru þó sýnu stærst,
fyrst Ensk- íslensk orðabók,
geysimikið verk sem mikil þörf
var fyrir í þjóðlífinu og síðan
kom íslenska alfræðiorðabókin,
geysimikið verk í þrem bindum
sem fékk góðar viðtökur. Viö
báðar þessar bækur unnu tugir
manna í nokkur ár. Kostnaður
við útgáfur þessara bóka var
meiri en nokkru sinni hafði
þekkst í íslenskri bókaútgáfu.
„Þetta er auðvitað enginn
gleöidagur hjá mér," sagöi Ör-
lygur í gær. „Reksturinn snerist
við árið 1992 þegar söluskattur
var aftur lagður á bækur og það
dróst saman í atvinnulífinu. Nú
geng ég héðan út á miönætti og
aðrir taka við," sagði hann. Ör-
lygur segir að salan á Alfræði-
bókinni sem mestu máli skipti
fyrir fyrirtækið hafi fallið úr
6.000 eintaka sölu 1991 í 1.200
ári 1992. Það var í raun dauða-
dómurinn.
Örlygur Hálfdánarson mun
sem fyrr reka fyrirtæki sitt,
Bókaklúbb Arnar & Örlygs, sem
er aöskilið fyrirtæki frá móður-
fyrirtækinu.