Tíminn - 07.12.1994, Síða 6
6
Wfaúvtu
Miövikudagur 7. desember 1994
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
HAFNARFIRÐI
Sala á landa í grunnskólum:
Alltaf ab koma
upp slík tilvik
Gissur Guðmundsson rann-
sóknarlögreglumaður er sam-
mála formanni Vímuvarna-
nefndar um að sala á landa í
grunnskólum baejarins sé mik-
ið vandamál. „Það eru alltaf
að koma upp tilvik hjá okkur
á þessum vettvangi," segir
Gissur.
Sem kunnugt er af frétt
Fjarðarpóstsins nýlega, telur
Ragnheiður H. Kristjánsdóttir,
formaður Vímuvarnanefndar,
að um skipulagða dreifingu á
landa í grunnskólum sé að
ræða og þetta var eitt af um-
ræðuefnunum á foreldra-
fræðslufundum nefndarinnar,
sem haldnir vom nýlega.
Gissur nefnir sem dæmi að
á föstudaginn fyrir tveimur
vikum hafi tveir 14 ára ung-
lingar verið teknir með landa
sem þeir höfðu keypt í skólan-
um.
Mibbærinn opnaður:
Bylting i verslun-
arrekstri
Fjölmargir Hafnfirðingar
lögðu leið sína í Miðbæ Hafn-
arfjarðar þegar verslunarhúsið
var formlega opnað. Segja má
Laufey Eiríksdóttir klippti á borb-
ann vib opnunina.
að tilkoma verslunarhússins
marki tímamót í verslunar-
sögu bæjarins, því með því
eykst verslunarrými í bænum
um rúmlega 5000 fm. Gert er
ráð fyrir aö 30 verslunar- og
þjónustufyrirtæki verði til
staðar í Miöbænum og var að-
eins tveimur plássum óráð-
stafað við opnunina.
Bygging hússins hófst í
mars 1993, en áður hafði stað-
ið mikill styr um framkvæmd-
ina og voru bæjarbúar ekki á
eitt sáttir um hana. Heildar-
kostnaður við bygginguna er
um 800 milljónir. Núna er
verslunarrýmið, sem hefur
verib tekiö í notkun, tæplega
helmingur af húsinu. í heild
er húsið rúmlega 11.600 fm
að stærb, ef bílakjallari er
mebtalinn.
FDÉTTAiunmn
SELFOSSI
Reykinganám-
skeib lyrir grunn-
skólanemendur á
Selfossi
Síðustu vikur hafa nokkrir
nemendur í 9. og 10. bekk
Sólvallaskóla á Selfossi setið
námskeið í því skyni að hætta
reykingum. Einn kennari skól-
ans, Ingveldur Gyða Kristins-
dóttir, hefur skipulagt og stað-
ið fyrir námskeiðinu, en hún
er einnig starfsmabur Krabba-
meinsfélags Árnessýslu.
Forsaga málsins er sú að
könnun var gerð meöal ung-
linganna um tóbaksnotkun
þeirra. Þá kom í ljós að tób-
aksnotkun unglinganna var
töluverð og einhverjir orbnir
háðir henni. Formaður nem-
endafélagsins, Eyja Líf Sævars-
dóttir, var fengin til að ræða
málið við unglingana og
kanna viðbrögð þeirra. Tölu-
verður hópur hefur mætt á
námskeiðið og var H-dagur
fyrir skemmstu, þ.e. þá átti að
hætta reykingum.
Að sögn Ingveldar Gyðu
hafa ekki allir hætt strax, en
allir hafa breytt sínu reykinga-
mynstri og dregið úr þeim.
Ýmis fræðsla hefur verið á
námskeiðinu, t.d. um sjúk-
dóma í kjölfar reykinga, mata-
ræði og hreyfingu og einnig
hefur sálfræðingur heimsótt
hópinn.
Kartöfluverksmiðjan
Þykkvabæ:
Kaupir 700 tonn
af íslenskum
kartöflum í stab
innfluttra
Kartöfluverksmiðjan í
Þykkvabæ hefur hafib fram-
leiðslu á „frönskum kartöfl-
um" úr íslensku hráefni.
Hingab til hefur aðeins verið
hægt að nota íslenskar kartöfl-
ur í framleiðsluna í fáar vikur
á ári, síösumars, þar sem þær
hafa dökknað mikið er líður á
haustið.
Þegar kartöflur kólna nibur
fyrir 8 grábur á celsíus fara
þær að sykra sig, sem er hin
náttúrulega vörn kartaflna
gegn kulda. Þetta gerist oft
þegar kartaflan er enn ofan í
garðinum. Þegar það gerist,
verða þær dökkar og vib steik-
ingu enn dekkri og hætta þá
ab standast innfluttum kart-
öflum snúning. Þess vegna
hefur orðið að flytja inn hrá-
efni í „franskar kartöflur".
Nú hefur mjög hátt verö á
kartöflum úti í Evrópu orðið
til þess ab verksmibjan í
Þykkvabæ er hætt ab flytja
Eyja Líf Sœvarsdóttir, nemandi í
10. bekk, vill hœtta ab reykja.
inn kartöflur í þessa fram-
leiðslu. Jafnvel erlendir fram-
leiðendur eru farnir að nota
„sykrabar" kartöflur í fram-
leiðsluna.
Kartöfluverksmiöjan í
Þykkvabæ er eini innlendi
framleiðandi franskra kart-
aflna. Að sögn Auðuns Gunn-
arssonar hjá Kartöfluverk-
smiðjunni fara um 700 tonn í
þá framleiðslu á ári og er nýt-
ing þeirra um 50%.
Eystra-|
hornl
Ferski humarinn
bragbast vel
Frysti humarinn, sem flutt-
ur var út ferskur á þessu
hausti, kom nýlega á markab í
Belgíu og stóöst þar allar
gæðakröfur vandlátra kaup-
enda.
Erlingur SF 65 kom úr fyrsta
humarróðrinum með 200 kg
af hölum. Humarinn er send-
ur út heill í frauðplastsöskjum
meb ísmolum og frosnum ein-
angrunarmottum ofan á.
Þab er Eskey hf. sem fékk
leyfi fyrir humarveiðum og
gerir út Erling eins og hún
hefur alltaf gert, en vinnsla og
útflutningur aflans er í um-
sjón Hrellis.
Tvö staösetning-
artæki ab gjöf
Minningarsjóbur Ingibjarg-
ar Guömundsdóttur hefur gef-
ið Björgunarfélagi Hornafjarð-
- ar tvö GPS staðsetningartæki.
Tækin eru mesta þarfaþing og
auka þægindi vib leitir og
annað. Þeim má líkja við átta-
vita nema hvað þau em mun
fullkomnari.
Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem björgunarsveitin tekur á
móti höfðinglegum gjöfum úr
minningarsjóði Ingibjargar
Guðmundsdóttur. Eins og
nærri má geta er sveitin þakk-
lát fyrir stuðninginn.
Sveitarfélögin á höfuöborgarsvœbinu gera tillögur
aö nýrri vegaáœtlun:
Framkvæmdir
fyrir fimm millj-
arða næstu 4 ár
Forsvarsmenn sveitarfélaga á
höfubborgarsvæðinu hafa sent
frá sér tillögur ab nýrri vega-
áætlun á svæbinu til ársins
1998. Þar er gerb mislægra
gatnamóta vib Vesturlands-
veg/Höfbabakka sett fremst í
forgangsröbina, en sú fram-
kvæmd er reyndar þegar hafin. í
tillögunum er gert ráb fyrir
framkvæmdum fyrir tæpa fimm
milljarba króna á næstu fjórum
árum.
Vegaáætlun verður nú unnin í
fyrsta sinn samkvæmt nýjum
vegalögum, sem taka gildi um ára-
mótin. Stefán Hermannsson borg-
arverkfræðingur segir að þetta sé í
fyrsta sinn sem sveitarstjórnir á
höfuðborgarsvæöinu samræmi
óskir sínar í þessum efnum, en
þaö sé meining Vegagerðarinnar
og samgönguráðuneytisins að
skilgreina höfuðborgarsvæðið sem
sjálfstætt svæði við vegaáætlun.
Vib röbun verkefna í forgang
var litið til ástands umferðarinnar
eins og það er á þessu ári og gerð
áætlun um það til ársins 1998, að
sögn Stefáns Hermannssonar.
Verkefnunum var síðan raðab eftir
flutningsgetu og umferðarmagni á
hverjum stað. Auk þess var litið á
aðra þætti, eins og abgengi að nýj-
um íbúðahverfum, arðsemi fram-
kvæmdanna, sem í flestum tilfell-
um var nokkuö há, og áhrif þeirra
á kostnaö vegna óhappa og slysa.
Niburstaðan var sú að mislæg
gatnamót við Vesturlandsveg og
Höfbabakka eru sett fremst í for-
gangsröðina. Sú framkvæmd er
þegar hafin og er gert ráð fyrir aö
100 milljónum verði variö til
hennar á þessu ári. í tillögunum er
lagt til að framkvæmdinni verði
lokið á næsta ári og gert ráð fyrir
að 360 milljónir fari til hennar á
árinu. í öðru sæti lendir breikkun
Vesturlandsvegar-Miklubrautar til
vesturs frá Höfðabakka að Skeiðar-
vogi, sem er reiknaö með að kosti
alls 820 milljónir. Sú framkvæmd
felur í sér tvöföldun Vesturlands-
vegar um Ártúnsbrekku, nýja brú
yfir Elliðaár og endurbætur á
gatnamótum Vesturlandsvegar við
Sæbraut/Reykjanesbraut, meöal
annars með gerð nýrrar brúar.
Auk þess undirgöng við Breið-
höfða og rás fyrir vestari kvísl Ell-
iðaáa.
í tillögunum er einnig lagt til að
gert verði nokkurt átak í gerð
göngubrúa og undirganga. Fremst
í forgangsröðinni í þeim efnum er
gerö göngubrúar yfir Kringlumýr-
arbraut í Fossvogi, yfir Miklubraut
við Rauðageröi og göng undir
Arnarnesveg.
Tillögur sveitarfélaganna hafa
verið sendar samgönguráðherra,
samgöngunefnd Alþingis og þing-
mönnum Reykjavíkur- og Reykja-
neskjördæma. í tillögunum er ekki
gert ráð fyrir frestun neinna þjóð-
vegaverkefna, sem þegar eru til-
greind í samþykktri vegaáætlun.
Samtals ráöstafað til vegafram-
kvæmda og fyrirhugað samkvæmt
tillögunum eru 6.460 milljónir
króna. Af þeim er gert ráð fyrir að
framkvæmt veröi fyrir 4.945 millj-
ónir á næstu fjómm ámm. Stefán
Hermannsson segir að sveitarfé-
lögin geri sér vonir um að fá fram-
kvæmdir fyrir 3,5 milljarða á sama
tíma. ■
Maraþontónleikar
í Akureyrarkirkju
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri:
Maraþontónleikar fóru fram í
Akureyrarkirkju síðastliðinn
sunnudag. Á tónleikunum flutti
Björn Steinar Sólbergsson, organ-
isti og stjórnandi kirkjukórs Ak-
ureyrarkirkju, verk frá ýmsum
tímum. Efnisskrá tónleikanna var
þrískipt, þannig að fyrstu þrjá
stundarfjórðungana lék Björn
Steinar verk eftir Johann Sebasti-
an Bach. Aö loknu 15 mínútna
hléi hófst annar hluti tónleik-
anna, sem byggöist upp af orgel-
verkum eftir íslensku tónlistar-
höfundana Pál ísólfsson, Jón
Nordal, Björgvin Guðmundsson,
Jóhann Ó. Haraldsson, Jón Hlöb-
ver Áskelsson og Þorkel Sigur-
björnsson. Á síðasta hluta tón-
leikanna flutti Björn Steinar verk
eftir frönsku tónskáldin Charles
Marie Widor og Léon Boéllmann.
Tildrög þessara tónleika voru
fyrst og fremst þau að nú stendur
fyrir dyrum viðamikil viögerb á
orgeli Akureyrarkirkju, sem sett
var upp á árinu 1961. Orgelið er
mjög vandað hljóbfæri og hefur
enst mun lengur en sambærileg
hljóðfæri víða um heim. Auk
nauösynlegs viöhalds hefur verið
ákvebib að breyta smíöamáta
orgelsins nokkuö, en á þeim tíma
sem þab var byggt hafbi raftækni
aö nokkru verið látin leysa gaml-
ar hefðir vib smíði pípuorgela af
hólmi. Síöar hafa ákvebin vanda-
Björn Steinar vib orgelib.
mál komið fram samfara notkun
rafmagns og einnig orbið erfitt að
fá nauðsynlega varahluti í orgel-
ib. Nú hafa orgelsmiðjur horfið
frá þessum smíðamáta og pípu-
orgel smíðuð að mestu sam-
kvæmt þeim aðferöum er tíðkast
hafa í gegnum aldir, þótt nútíma
tækni sé einnig beitt.
Tónleikarnir á sunnudag voru
því liður í undirbúningi viðgerð-
arinnar meb því ab vekja athygli
á nauðsyn hennar og einnig ab
afla nokkurra tekna í orgelsjóð
Akureyrarkirkju. Tilkoma orgels-
ins á sínum tíma gerbreytti öllum
aðstæðum til tónlistariðkunar
við kirkjuna, bæði hvað varöar
kirkjulegar athafnir og tón-
leikahald, og með viðgerð á
orgelinu nú munu þeir mögu-
leikar haldast. ■