Tíminn - 07.12.1994, Qupperneq 7
Mi&vikudagur 7. desember 1994
ÍllBÍttl
7
Stofnvemdarstöð
íslenska hestsins
í HESTAMÓTUM í síöustu viku
var vikið a& framtíð Stóðhesta-
stöðvar ríkisins. Því máli verður
nú fylgt eftir í þessari grein.
Eins og fram hefur komið, ríkir
mikil óvissa um rekstur stöðvar-
innar. í frumvarpi til fjárlaga fyrir
árið 1995 er ekki gert ráð fyrir
neinu framlagi til rekstrar, og gert
hefur verið opinbert að ríkissjóð-
ur vilji selja húseignina og hætta
þar rekstri.
Stóðhestastöð ríkisins hefur frá
stofnun gegnt mikilvægu hlut-
verki í ræktun íslenska hrossa-
stofnsins. Það er augljóst aö fram-
farir hefðu ekki orðiö svo skjótar
sem raun ber vitni hvað varðar
breiddina í gæðum hrossa, ef
stöðvarinnar hefði ekki notið við.
Allir vi&urkenna að áhrifin hafa
verið mjög mikil hvað varðar
uppeldi, umhirðu og tamningu
stóðhesta. Það eru ekki margir
áratugir síðan lítil rækt var lögð
við tamningu og þjálfun stóð-
hesta og menn töldu það nánast
fjarstæöu að leggja mikið upp úr
því. Þessu viðhorfi breytti rekstur
Stóðhestastöðvarinnar. Á þessum
sviðum hefur stöðin verið leið-
andi um langt árabil. Hún hefur
einnig verið sá mælikvarði, sem
menn hafa gjarnan haft til við-
miðunar hvað varöar fyrrnefnd
atriði.
HEJTA-
MOT
KARI
ARNORS-
SON
Stóöhestastööin hefur frá byrj-
un leigt mönnum, jafnt sam-
böndum sem einstaklingum, vel
ættaða gripi til undaneldis og
hafa þeir skiliö eftir sig djúp spor
víða um land.
Allir tala um og rita að fátt sé
dýrmætara á íslandi nú en ís-
lenski hesturinn. Hann er rómab-
ur sem sérstakt hestakyn, sem eigi
sér fáa líka í heiminum. Erlendis
er hann besti sendiherra landsins
og vegna hans koma fleiri ferða-
menn til landsins en vegna nokk-
urs annars. íslenski hesturinn er
einn af gimsteinum íslenskrar
náttúru. Því má þaö teljast undar-
legt að einmitt nú, þegar þessar
staöreyndir liggja fyrir og eru við-
urkenndar af æðstu mönnum
þjóðarinnar, þá skuli ákveöið aö
skera niður allt fjármagn til rekst-
urs Stóðhestastöðvarinnar. Þar
fara ekki saman orð og efndir.
Hvab er til rá&a?
Fyrr á þessu ári var sett á laggir
þriggja manna nefnd, sem gera
átti tillögur um rekstur stöðvar-
innar mibað við þær forsendur að
ríkið hætti þar aðild. í þessa nefnd
voru kjörnir Bergur Pálsson for-
maður Félags hrossabænda, Guð-
mundur Jónsson formaöur Lands-
sambands hestamannafélaga, og
Svavar Jensson, þá formaöur
Hrossaræktarsambands íslands.
Þessi nefnd heldur lokafund sinn
á morgun og mun þá skila tillög-
um til sinna félaga og til landbún-
aöarráðuneytisins. Eftir því sem
HESTAMÓT hafa komist næst, eru
þær í þá veru að stofnað verði
hlutafélag um reksturinn og veröi
hluthafar þau félög sem nefndar-
menn eru fulltrúar fyrir. Hlutafé-
lagið taki stöðina á leigu og reki
þar tamningastöð. Uppeldi verði
þar ekki um hönd haft. Folar á
fjórba og fimmta vetri veröi tekn-
ir til tamningar og síðan verði
gerö úttekt á því hverjir komi til
greina sem framtíbarhestar, en
hinir sendir heim og nýir teknir í
staðinn.
Þetta er hins vegar algert neyö-
arúrræði og engan veginn viöun-
andi. Með þessum hætti myndi-
stöðin missa þá stöðu, sem hún
hefur haft, og valiö á hestunum
Haustfundur HS
Haustfundur Hrossaræktarsam-
bands Suburlands var haldinn
laugardaginn 3. desember. Formað-
ur stjórnar, Bjarkar Snorrason, gerði
grein fyrir starfi stjórnarinnar. Fór
hann yfir mál er varða notkun á
stóöhestum, bæði þeim sem eru í
eigu sambandsins og líka leigu-
hesta. Varðandi leiguna á Svarti frá
Unalæk sagði hann að fullt sam-
komulag hefði oröið um lok þeirra
mála og túlkun á þeim samningi,
sem gerður hafði verið um notkun
á hestinum. Sögusagnir um misferli
í þessum málum væru algerlega úr
lausu lofti gripnar og var fundar-
mönnum sýndur samningurinn
þessu til staðfestu.
Hrossaræktarsambandib hefur
keypt stóðhestinn Hrynjanda frá
Hrepphólum. Sambandið nýtti sér
forkaupsrétt og gekk inn í kaup-
samning þar sem búið var að selja
hestinn tii Svíþjóbar.
Hrynjandi er 4ra vetra rauðbles-
óttur undan Stíganda frá Sauðár-
króki og Von frá Hrepphólum, sem
er undan Hrafni frá Holtsmúla.
Þá hefur sambandið einnig keypt
hlut í Geysi frá Gerbum. Er þar um
húsnotkunarréttinn að ræba, sem
mun vera um 20% af eignarhluta.
Aðrir eigendur eru Hrossaræktar-
samband Vesturlands og Hrossa-
ræktarsambönd Vestur- og Austur-
Húnavatnssýslu. Geysir er undan
Ófeigi frá Flugumýri og Gerplu frá
Kópavogi.
Áthugað hafbi verið um kaup á
Víkingi frá Voðmúlastöbum, en þab
mál er ekki frágengib og óljóst um
niðurstöðu.
Þá kynnti Bjarkar nýjar hug-
myndir um framtíð Stóðhestastöðv-
arinnar og er vikið aö þeim í grein-
inni um Stóöhestastöðina. ■
Hrynjandi frá Hrepphólum.
Knapi Eiríkur Cubmundsson.
veröa mjög ómarkvisst.
Það kom fram í ályktun Hrossa-
ræktarsambands íslands, eins og
skýrt var frá í síöustu HESTAMÓT-
UM, að sambandiö taldi þetta
ekki ásættanlegt. Það yröi aö gera
kröfu til þess að hrossaræktin
fengi styrk til að reka kynbótastöð
eins og aðrar búgreinar í landinu.
Á haustfundi Hrossaræktarsam-
bands Suöurlands kynnti formað-
ur þess, Bjarkar Snorrason, athygl-
isverða hugmynd um rekstur
stöövarinnar. Sú hugmynd er í
því fólgin ab Búnaðarfélag íslands
eignist stöðina og veröi hún
nefnd Stofnverndarstöð íslenska
hestsins. Stöðin yröi rekin á vís-
indalegum grunni meö margs
konar rannsóknir í huga. Stöðin
mundi kaupa á ári hverju ekki
færri en 10 hestfolöld, valin af
hrossaræktarráðunautum. Fyrir
þessi folöld verði greitt gott verð
og með þeim hætti komið í veg
fyrir að þau hyrfu úr landinu.
Stofnverndarsjóbur yröi notaður
til að fjármagna þessi kaup.
Folöldin yrðu alin upp á stöðinni
og aöeins yrði haldið áfram meö
topphesta. Að tamningu lokinni
yröu þeir annað hvort seldir
hrossaræktarsamböndum eba ein-
staklingum innan lands, eða þá
aö stöðin ræki þá áfram meö út-
leigu.
Þörf á rannsóknar-
stöb fyrir stó&hesta
Mjög takmarkaöar rannsóknir
hafa fariö fram á íslenska hestin-
um. Má þar til dæmis nefna frjó-
semi hans. Hjá erlendum hesta-
kynjum, sem búið er að þraut-
rækta, er lítil frjósemi oröið mikið
vandamál. Menn eru nú í óðaönn
aö reyna að bæta þetta ástand.
Full ástæba er fyrir okkur að gæta
þess að missa þetta ekki í sama far-
iö. Til þess að svo veröi, þurfum
við auknar rannsóknir. Þetta er
tekið hér sem dæmi, en af mörgu
ööru er aö taka. Rannsóknir, sem
þarna færu fram, ættu fyrst og
fremst að snúast um stóðhesta og
yrðu viðbót við þær litlu rann-
sóknir sem mönnum hefur gefist
tækifæri til aö stunda við bænda-
skólana.
Árlega flytjum viö út hluta af
okkar bestu merum, fengnum við
bestu hestunum, og urmul af
mjög efnilegum hestfolöldum. Ef
við ætlum ekki ab hafa betra eftir-
lit með þessu en nú er, þá líöur
ekki á löngu þar til útlendingar
standa okkur framar. Þeir munu
ekki spara fé til að ná sem bestum
árangri.
Við verðum að kappkosta að ná
í bestu folöldin og eins og fyrr
segir aö borga mjög vel fyrir þau.
Stofnverndarstöbin á ab vera
staður sem þekktur er út um allan
heim og viðurkenndur sem besta
uppeldis- og vísindastöð íslenska
hestsins. Hún á aö vera stolt okk-
ar, sem höfum boriö gæfu til að
rækta þennan einstaka grip sem
íslenski hesturinn er.
Þessa hugmynd Bjarkars Snorra-
sonar er skylt að taka til rækilegr-
ar skoðunar. Stofnverndarsjóöur
fær þarna nýtt og veglegt verk-
sviö. Ríkissjóði er í það minnsta
skylt að afhenda stööina skuld-
lausa til þessa veglega hlutverks
og leggja þessu auk þess lið eins
og hann best getur. ■
Arleg jólabók hestamanna komin út:
Hestar og menn 1994
Árbók hestamanna, Hestar og
menn 1994, er komin út hjá
Skjaldborg. Hestar og menn hafa
löngu skipað sér sess sem jólabók
hestamanna, enda er ritið prýðis-
gott uppflettirit um viöburði árs-
ins á sviöi hestamennsku í máli
og myndum.
Höfundamir Guðmundur Jóns-
son og Þorgeir Gublaugsson koma
víða viö, en uppistaða bókarinnar
er landsmót hestamannafélaga á
Gaddstaðaflötum í sumar, ásamt
viðtölum viö fjóra þekkta hesta-
menn. Þeir eru að þessu sinni
Ragnar Ingólfsson, Kristinn
Guðnason bóndi í Skarði, Sveinn
Ragnarsson, og gullverðlaunahaf-
inn í A-flokki gæöinga á lands-
mótinu, Daníel Jónsson, en hann
er einungis 17 ára gamall. Sérstak-
ur kafli er um FEIF, Evrópusam-
band eigenda íslenskra hesta, sem
er 25 ára á þessu ári. Þá er einnig
GUÐMUNDUn IÓHSS0N OG ÞOHGBK GUDLAUGSSOS
ÁRBÓK HESTAMANNA 1994
Norðurlandamótiö í
og rakin úrslit helstu
sérkafli um
Finnlandi
móta sumarsins.
Hestar og menn er aö venju
prýdd fjölda ljósmynda, en flestar
þeirra eru eftir Eirík Jónsson
blaðamann.
KYNBOTAHORNIÐ
Fegurð
reið
6,5 oq lægra
-Mikiflággengni.
-Mikið mýktarleysi og þung hreyfing.
-Mikil lágreisni.
-Mikil ofreisni, cjan og gap.
-Mikill höfuðsláttur og skekking f beisli.
-Taglsláttur.
Einkunn 6,5 eða lægri getur komið til, ef einn of-
antalinna galla nær að stórskemma heildarmynd
hrossins í reið. Hitt er þó algengara aö fleiri galla
þurfi til, svo að heildarmyna verði þetta lýtt.
7,0
Sjá upptalningu við einkunn 6,5 og lægra, en
hér er ekki um eins alvarlega galla a& ræða.
7,5
Enc
rei?
lir afgerandi gallar á heildarmynd hrossins í
-Hrossið er me&alreist og fer þokkalega.
8,0
Hrossiö fer vel í reið:
-Hrossið er hæfilega reist og heildarmynd þess er
laus við öll eiginleg lýti, s.s. gan.
-Reising og höfu&burður aðeins sæmilegur, en
fallegar og verklegar hreyfingar.
-Reising og höfuðburður mjog góður, en hreyf-
ingar aoeins sæmilegar.
8,5
Hrossiö fer fallega í reiö:
Orri frá Þúfu fékk 9,5 fyrir fegurb í reib. Knapi
Cunnar Arnarson.
-Reising erjgóð og hrossið fer vel í beisli. Hreyf-
inqar eru léttar og samræmisgóðar eða a&sóps-
mlklar. Góöir bættir geta vegið upp minniháttar
galla í fegurð nrossins í reiö.
9,0
Hrossið fer mjög fallega í reið:
Reising er fögur og hrossið fer fallega í beisli.
Hreyfingar eru léttar, háar, fja&urmagnaðar og
samræmisgóðar, mikiö framgrip og mikiö fas,
taglburður með ágætum.
Mjöcj gó&ir þættir geta veqiö upp nokkru síðri
þætti i fecjurð hrossins í relð, en ætíð eru gerðar
miklar krofur til fallegrar reisingar.
9,5-10
Hrossið er glæsilegt og a&sópsmikiö í fram-
göngu:
-Hrossið er háreist, þjált í beisli, höfuðið '\ lóð.
Hreyfingar eru léttar, háar, fjaðurmagnaöar og
samræmisgóðar, mikið framgrip og frábært fas,
taglburður eins og best verður á kosið.
Einkunn fyrir fegurð í reið er, á hli&stæðan hátt
og einkunn vyrir vilja eða geðslag, samnefnari
fyrir eiginleikann eins og hann kemur fyrir hjá
hrossinu gegnum alla syninguna.