Tíminn - 15.12.1994, Side 2
2
Fimmtudagur 15. desember 1994
Lagt til í borgarráöi oð fyrirtœki borgi fyrir heilbrigbiseftirlit:
Gjald óháð tíðni eftirlits
Tíminn
spyr...
Er rétt ab fyrirtæki borgi árlegt
gjald fyrir heilbrigbiseftirlit
eins og hefur verib rætt í borg-
arrábi?
Erna Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sambands veit-
inga- og gistihúsa
„Það getur verið eðlilegt að fyr-
irtæki greiði fyrir þjónustu eins
og heimsókn heilbrigðiseftirlits
en þá eiga þau að greiöa fyrir
hverja heimsókn. Það eru mjög
gölluð gjaldtökukerfi í gangi. I
sumum sveitarfélögum tíökast
þessi gjaldtaka og þar eru fyrir-
tæki að greiða stórfé án þess að
sjá eftirlitsmann nema í hæsta
lagi einu sinni á ári. Þaö er
mjög óeðlilegt. Sama gildir um
vínhúsaeftirlit sem er orðið
eins og hver annar skattur á
stóran hluta fyrirtækja sem
aldrei hefur séð eftirlitsmenn-
ina. Við höfum þess vegna
mjög mikið við framkvæmdina
að athuga eins og hún er víða
og viljum fá að taka þátt í um-
ræðum um hvernig fram-
kvæmdinni verði háttað hér í
Reykjavík."
Bjarni Finnsson, formaður
Kaupmannasamtakanna
„Ég lít á þetta sem auknar
skattaálögur á fyrirtæki sem ég
mótmæli harðlega ef ég fæ
tækifæri til þess."
Alfreö Þorsteinsson, borgar-
fulltrúi Reykjavíkurlistans
„Þetta eru gjöld sem eru greidd
af fyrirtækjum víða annars
staðar á landinu. í sjálfu sér er
ekkert óeðlilegt við að fyrirtæki
greiði þann kostnað sem af eft-
irlitinu hlýst. Það er í þágu
bæði fyrirtækjanna og neyt-
enda aö þessir hlutir séu í lagi.
Sjálfstæðismenn kynntu þessi
mál fyrst í borgarráði fyrir
nokkrum árum og það er eng-
inn ágreiningur um það í þeil-
brigöisnefnd Reykjavíkur. Ég sé
því ekki betur en það sé víðtæk
samstaða um þetta."
Á fundi borgarráðs í gær
voru lögö fram drög aö nýrri
gjaldskrá fyrir mengunar- og
heilbrigöiseftirlit í Reykja-
vík. Samkvæmt þeim er gert
ráö fyrir aö fyrirtæki, sem
eru háö starfsleyfi eöa eftir-
liti Heilbrigöisnefndar
Reykjavíkur, borgi árlegt
gjald á bilinu 10-80 þúsund
krónur vegna kostnaöar viö
eftirlitiö.
Gjaldskrá fyrir eftirlit með
mengandi starfsemi tók gildi í
byrjun síðasta árs. Gjaldtaka
fyrir eftirlit með annarri eftir-
litsskyldri starfsemi hefur hins
vegar ekki tíðkast í Reykjavík
þrátt fyrir að heimild sé til
þess í lögum. Reykjavík er eina
sveitarfélagið á landinu sem
ekki hefur nýtt sér þessa heim-
ild.
í gjaldskránni er gert ráð fyr-
ir að innheimt verði árlegt
gjald sem renni til Heilbrigðis-
eftirlits Reykjavíkur. Gjaldið er
innheimt árlega óháð því
hvort eftirlit fer fram á árinu.
Ekki er því litið svo á að um
eiginlegt þjónustugjald sé að
ræða, heldur árlegt gjald til að
afla tekna á móti kostnaði við
starfsemi Heilbrigðiseftirlits-
ins.
Jafnframt er veitt heimild til
að umbuna þeim fyrirtækjum
sem ganga lengra en lágmarks-
kröfur kveða á um.
Meðal þeirrar starfsemi sem
fellur undir eftirlit heilbrigðis-
nefndar er: Gisti- og veitinga-
hús, fyrirtæki í matvælaiðn-
aði, stórmarkaðir, matvæla-
Múlaborg:
Blandaöur
leikskóli
Vegna texta við forsíðumynd
blaðsins í gær, frá jólaskemmt-
un á Múlaborg í Reykjavík, er
rétt að taka fram að þessi til-
tekni leikskóli er blandaöur
leikskóli en ekki eingöngu fyrir
fötluð börn eins og sagt var. Af
u.þ.b. 80 börnum á leikskólan-
um eru 12 börn fötluð og eru
þau 2-3 á hverri af fjórum deild-
um skólans. ■
verslanir, búsáhaldaverslanir,
rakara- og hárgreiðslustofur,
nuddstofur, snyrtistofur,
læknastofur, kvikmyndahús,
sundlaugar, heilsuræktar-
stöðvar, vinnsla úr járni og
öðrum málmi, efnaiðnaður,
jarð- og steinefnavinnsla,
„Hvort fleiri velja kalkún fyrir
þessi jól merkir maöur ekki
fyrr en alveg í lokin á jólaver-
tíöinni, þ.e. allra síðustu dag-
ana fyrir jól. Þaö er þá sem
flestir kaupa í jólamatinn,"
svaraöi Jón Magnús Jónsson á
Reykjabúinu í Mosfellssveit,
spuröur hvort þeim fari fjölg-
andi sem velja kalkún í jóla-
matinn.
Jón Magnús segir eftirspurn-
gæludýraverslanir o.s.frv.
Upphæð gjaldsins fer eftir
eðli starfseminnar. Þannig
borga t.d. mjólkurstöðvar, stór
brauðgeröarhús og gististaðir
með fleiri en 100 rúmum
hæsta gjald, kr. 80 þúsund, en
gististaðir með færri en 11
ina heldur hafa verið að þokast
upp á undanförnum árum. Og
þar sem hann vilji forðast það í
lengstu lög að verða uppi-
skroppa gerði hann ráð fyrir
enn aukinni sölu fyrir þessi jól.
„Það er það síðasta sem maður
vildi lenda í aö farið væri að tala
um skort, þannig að maður
reynir að vera heldur ofan við
markið." Nokkrar þúsundir kal-
kúna bíða þess nú á Reykjabú-
rúmum, hárgreiðslustofur og
blikksmiðjur lægsta gjald, kr.
10 þúsund.
Gjaldskrárdrögunum og
greinargerð með þeim var vís-
að til borgarstjómar.
Sjá einnig Tíminn spyr.
inu að lenda á jólaborðum
landsmanna.
Þar sem landinn virðist nokk-
uð fundvís á tilefni til hátíöa-
halda var Jón spuröur hvort
hann merkti það að íslendingar
væru farnir að halda upp á
þakkargjöröardag að amerískum
hætti, þ.e. „Thanksgiving Day".
„Það var í fyrsta skipti núna í
haust að við urðum varir við eft-
irspurn í kringum þennan dag.
Það var bæði á veitingahúsum
og einnig lítilsháttar sala í Hag-
kaupi og fleiri verslunum." Til
þessa sagði Jón Magnús aldrei
hafa verið neina stemmingu í
kringum þennan dag. „Verslan-
ir hafa jafnvel ekki veriö tilbún-
ar að taka inn kalkúna fyrir
þennan dag þótt við höfum
töluvert reynt aö ýta á þær að
reyna þetta, og m.a. boðist til að
auglýsa þetta upp. En þetta
breytist um leið og einhver
stemming myndast hjá við-
skiptavinunum." Fyrsta skrefiö
sé að fá búöirnar til að hafa kal-
kúna í boði og síðan að reyna að
auglýsa tiiefnið vel og rældlega.
Spurður um verð á kalkúnum
telur Jón Magnús það vera á bil-
inu 900 til 1.000 krónur á kíló í
búðunum. Algengustu stærðirn-
ar segir þann á bilinu 3ja til 6
kílóa, þ.e. þær stærðir sem til
eru í verslunum. En vilji fólk fá
stærri kalkúná, jafnvel allt upp í
9-11 kíló, þurfi að sérpanta þá.
Varðandi hvað mikið þurfi að
ætla í matinn segir Jón Magnús
það „þumalputtareglu" að áætla
kringum 400 grömm á mann.
Þannig að með 4 kílóa kalkún sé
fólk með veislumat fyrir 10
manns. . . . ■
y éTTTyijyp i'* ■.'•.V;.”1 í.'': E v • -.l.; L.*-'‘
Kalkúnar í þúsundatali bíba þess nú ab komast á jólaborb landsmanna. Þessi hópur beib örlaga sinna í Mosfells-
bce í vikunni. Tímamynd: CS.
Jón Magnús Jónsson í Reykjabúinu:
Kalkúnasala verið að
þokast upp síðustu ár