Tíminn - 15.12.1994, Side 5
Fimmtudagur 15. desember 1994
5
Ragnar Arnalds:
Loksins
Hólar í Hjaltadal eru meöal merk-
ustu sögustaða landsins. Þar var
höfuöstaður Norðurlands um sjö
alda skeið og þar stendur enn hin
aldna „kirkja ein á túni fornra
virkja", reist á dögum Gísla bisk-
ups Magnússonar fyrir rúmum
230 ámm, sannkölluð þjóðarger-
semi.
Lengi var Hólastaður í niður-
níðslu. En á því er orðin mikil
breyting á seinni árum. Bænda-
skólinn á Hólum hefur gengið í
endurnýjun lífdaganna undir
styrkri forystu Jóns Bjarnasonar,
sem reynst hefur sannkallaður
kraftaverkamaður í starfi sínu.
Einnig hefur kirkjan verið gerð
upp með miklum myndarbrag.
Eitt liggur þó eftir, en þaö er
endurgerð elsta hluta skólahúss-
ins, sem reist var árið 1910 sam-
kvæmt uppdráttum Rögnvaldar
Ólafssonar, húsameistara.
55 millj. kr. áætlun
Sannarlega er það ótrúlegt, en
satt, að eldri helmingur hússins
hefur nær ekkert viöhald fengið í
84 ár, hvorki útveggir, gluggar né
þak.
Jón skólastjóri hefur beitt sér
fyrir rækilegri úttekt á ástandi
hússins og gerð áætlunar um
endurbætur. Talið er að þakjárn
geti dugað enn um hríð, þótt ó-
trúlegt megi teljast, ef vel er mál-
endurbætur á 84 ára gömlu húsi?
VETTVANGUR
„Að sjálfsögðu er með
öllu óforsvaranlegt að
svo gömlu og merku húsi
sé ekki haldið við á
sómasamlegan hátt,
hvað þá að viðgerðir sitji
á hakanum í meira en
hálfa öld. En þar við
bœtist, að lélegt ástand
hússins takmarkar mjög
nýtingu þess."
Hólar í Hjaltadal.
að. En glugga þarf alveg að end-
urnýja og gera þarf við lausan og
skemmdan múr. Einangra þarf
húsið — að vísu í hófi, segja hin-
ir vísu menn sem úttektina gerðu
— og að sjálfsögðu þarf að endur-
nýja allar lagnir. Kostnaður viö
þessar framkvæmdir er áætlaður
um 55 millj. kr.
Embætti
vígslubiskups
Að sjálfsögðu er með öllu ófor-
svaranlegt að svo gömlu og
merku húsi sé ekki haldið við á
sómasamlegan hátt, hvað þá aö
viðgerðir sitji á hakanum í meira
en hálfa öld. En þar við bætist, að
lélegt ástand hússins takmarkar
mjög nýtingu þess. Auk þess að
efla allt starf skólans myndu þess-
ar endurbætur greiða mjög fyrir,
að unnt yrði að koma upp vísi að
safni er tengdist sögu staðarins,
eins og hugmyndir hafa verið
uppi um, og þar aö auki mætti
skapa þar skrifstofuaöstöðu fyrir
embætti vígslubiskups, sem enga
vinnuaðstöðu hefur í dag.
Á næsta ári stendur þannig á,
að vegna skipulagsbreytinga í
námi gefst sérstakt svigrúm til aö
vinna samfellt að endurgerð elsta
hluta hússins án þess að þaö
trufli skólastarfið verulega. Þess
vegna er sérstaklegá brýnt að
hefja þetta endurbótastarf þegar á
næsta ári.
Ekki er fráleitt að fjárveitingu í
þessu skyni yrði skipt á tvö ár. Því
miður er ekki reiknað með þess-
um framkvæmdum í fjárlaga-
frumvarpi ársins 1995, en von-
andi gera menn bragarbót áður
en frumvarpið verður endanlega
afgreitt.
Höfundur er alþingismabur.
Heimspeki á tuttugustu öld
Heimspeki á tuttugustu öld. Safn merkra
ritgerba um heimspeki aldarinnar. Ritstjór-
ar: Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll
Jónsson. Heimskringla — Háskólaforlag
Máls og menningar. Reykjavík 1994.
Útþensla og fjölfjölgun mann-
kynsins og andlegra sem efnislegra
afurða manna er eitt einkenni 20.
aldar. Hér á landi var sjaldgæft aö
námsmenn legðu fyrir sig heim-
speki á fyrri hluta aldarinnar, þá
mátti telja á fingrum sér. íslend-
ingum hefur fjölgaö um helming
frá 1940 og þeim, sem leggja fyrir
sig heimspeki við Háskóla Islands,
hlutfallslega enn meir. Það er
ánægjulegt að sjá árangur þessa
náms í nýútkominni bók — Heim-
speki á tuttugustu öld — sem er
safn lykilritgeröa, alls fimmtán,
margra merkustu heimspekinga
aldarinnar — þýddum af heim-
spekinemum viö Háskóla íslands.
Arangur góörar kennslu í grein-
inni birtist í ágætum inngöngum
að ritgerðunum, sem þýöendur
ritgerðanna hafa unnið. Kennarar
þýðendanna hafa lesiö yfir þýö-
ingarverkin og inngangana, eins
og kemur fram í inngangsskrifum
aö ritinu. Auk þeirra hafa fleiri aö-
ilar komiö við sögu.
Þótt „homo sapiens" hafi svo
stórlega fjölgað og þar með heim-
spekinemum viö Háskóla íslands,
þá hafa kröfur lærifeðranna í þess-
ari grein fremur aukist en minnk-
aö, sem er mjög þakkarvert, því aö
í mörgum greinum humaniora
hefur ýmiskonar gutl verið hafið
til vegs bæði hér á landi og ekki
síst viö ýmsa háskóla á enska mál-
svæöinu.
Viðfangsefni heimspekinnar
hafa verið til umræðu og umþenk-
ingar síðastliðin 2500 ár og þessi
viöfangsefni eru sammannleg og
hafin yfir allan tíma. Viðfangsefn-
ið er lifandi og stööugum breyt-
ingum undirorpið, en alltaf innan
rök-ramma mennsks skilnings.
BÆKUR
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
Stikur eöa vog koma hér ekki til
sögunnar, en með beitingu þeirra
apparata telja sumar greinar hum-
aníóra sig nálgast raunvísindi, sem
eru allt annar handleggur. Hugtak-
ið heimspeki vísindanna er til, en
ekki vísindaleg heimspeki.
Það er heldur átakanlegt þegar
talaö er og ritað um „vísindalega
félagsfræöi", hvaö þá „vísindalega
rannsóknaraðferö í bókmenntum
og skáldskap" og svo er ruglið kór-
ónað með „vísindalegri sagn-
fræði". En þá er komið út í ánauö
hugmyndafræðinganna.
í ritinu eru meðal annars greinar
eftir Popper, Isiah Berlin, Wittgen-
stein, Ryle, Quine, Kuhn o.fl. Ein
frægasta ritgerö Berlins: Tvö hug-
tök um frelsi, er hér birt, en hann
er „meöal ákveðnustu andstæö-
inga greinaspekinnar og oröhen-
gilsháttar, sem tíðkaðist um og eft-
ir miöja öldina, einkum í Oxford"
og víðar, eins og Róbert Víðir
Gunnarsson skrifar í inngangi. Af-
staða Berlins er ótvíræð í ritgerö-
um hans. Hann er málsvari húm-
anista og þeirra sem láta ekki
ánetjast af skammsýnni hug-
myndafræði.
Þorgeir Tryggvason þýöir: Þrjú
viðhorf til þekkingar, eftir Popper,
en sumir telja að hann hafi gengið
af marxismanum dauðum í skrif-
um sínum um sagnfræði og hið
opna þjóöfélag. Popper lést síö-
sumars í ár. Og nú er svo komið að
sósíalisminn/marxisminn er að
lognast út af, nema þar sem heim-
óttarleg nesjamennska er enn viö
lýöi.
Síðasta ritgerö bókarinnar er: Til
hvers aö ganga í skóla, eftir Amy
Gutmann, í þýðingu Roberts
Jacks. í inngangi nefnir þýðandi
ritgeröarinnar Clinton forseta og
viðhorf hans til P/C — political
correctness — pólitísks rétttrúnaö-
ar, en það er einn anginn af
„multiculturalismanum" í idíót-
ískustu mynd. Þessi ritgerð er
tímabær nú, þegar íslensk skóla-
stefna — nýskólastefna 8. og 9.
áratugarins — er að lognast út af.
Rit þetta er eins og áður segir
mjög þarft. Hér koma á íslensku
ýmsar merkustu greinar um heim-
spekileg viöfangsefni eftir fremstu
heimspekinga tuttugustu aldar.
Ritið er vel unnið og náma fróö-
leiks, ekki aðeins um heimspeki
heldur einnig um önnur viöfangs-
efni líðandi stundar og ber þýö-
endum, inngangshöfundum og
kennurum í heimspeki við Há-
skóla íslands lofsvert vitni, svo og
útgáfufyrirtækinu sem gefur út rit-
ið, Máli og menningu.
■
„Enginn einn ber ábyrgb"
Sú var tíðin, að í Reykjavíkur-
bréfi Morgunblaðsins á sunnu-
dögum mátti lesa flokkslínu
Sjálfstæðisflokksins fyrir kom-
andi viku og flokkshollir menn
fengu þar púður og andsvör fyr-
ir rökræður sem þeir kynnu að
lenda í.
Á þeim tíma hefði engum
dottið í hug ab í Reykjavíkur-
bréfi birtist óvægin gagnrýni á
fyrrum rábherra og mikinn
áhrifamann í flokknum.
En nú er öldin önnur.
í Reykjavíkurbréfi síöastliðinn
sunnudag er sagt frá mestu mis-
tökum stjórnmálamanna sög-
unnar og þótt síðan sé tekið
fram að ekki sé um sambáerileg
mistök að ræða hjá nafngreind-
um, fyrrverandi sjálfstæðisráð-
herra, sé fyllilega réttmætt að
<0(i- • ■
varpa fram þeirri spurningu,
hvort sú ákvörðun ráðherrans,
fyrir tæpum tvéimur áratugum,
„að veita opinberum starfs-
mönnum verídallsrétt, geti tal-
ist ein af þeim grundvallarmis-
tökum, sem hér hafi veriö gerö á
síðustu tveimur áratugum í
stjórnmálum."
Já, það er ótrúlegt, en samt
satt, að svona skuli sagt í Morg-
unblaðinu um fyrrum ráðherra í
fleiri en einni ríkisstjórn og fyrr-
um oddvita flokksins í næst
stærsta kjördæminu.
Frá mínum bæjardyrum væri
þessi umfjöllun ein út af fyrir
sig nægt tilefni til greinarkorns
eins og hér er sett á blað.
En svo vill til, ab einmitt um
sama leyti og Reykjavíkurbréfið
birtist, kom sú kostulega yfirlýs-
ijj t r.'r.i-i fjtui.i..
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
ing frá rannsóknaraöilum, að
klúöur ársins á Þingvallahátíb
væri engum að kenna, eða eins
og sagt var: „Enginn einn ber
ábyrgð."
Það var nefnilega þessi sami
fyrrum ráðherra sem var for-
maður klúöursnefndarinnar,
sem ég leyfi mér ab kalla svo.
Hvílíkur dómur, sem þessi
a> < í.Mif.s f t 'ful.
vesalings maður er að fá í hverju
málinu af öðru.
Hann var formaður nefndar,
sem bæði fór margfalt fram úr
kostnaðaráætlun og klúbrabi
svo framkvæmd sem henni var
trúab fyrir.
Og nú liggur fyrir, að stjórnar-
störf nefndarinnar voru svo los-
araleg, að engan er hægt að
finna, sem ábyrgð ber. Ekki einu
sinni nefndina sjálfa, spyr ég?
Nefndina sem átti þó að hafa yf-
irsýn yfir allt málið? Það er ekki
hægt ab sætta sig vib niður-
stöðu eins og þessa, að „enginn
einn beri ábyrgð". Það verður að
upplýsa hverjir þeir mörgu
voru, sem ábyrgðina báru, úr
því ab það gerði enginn einn.
Eða bar kannski enginn ábyrgð
á neinu?
Það dettur sjálfsagt sumum í
hug sjálfbirgingsháttur sá sem
Sjálfstæðisflokksmönnum er
tamur þegar fjármálastjórn ber á
góma. Sennilega fer nú að líða
ab því ab menn átti sig á, að
stabreyndir styðja ekki slíkan
áróður, en honum hefur verið
beitt samkvæmt gömlu aðferb-
inni um að sé fullyrðing endur-
tekin nógu oft, fari menn að
trúa henni.
Kannski Morgunblaðið haldi
nú áfram, og viðurkenni að það
eitt að vera flokksmaður í Sjálf-
stæðisflokknum sé ekki nóg til
að vera hæfur til að ráða yfir
fjármunum almennings. Það
væri fengur fyrir hina nýju sib-
væbingu, ef Morgunblaðið
rumskabi og legöi henni lið.
■