Tíminn - 15.12.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.12.1994, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 15. desember 1994 V eruleikinn er alltaf margsýnn - Jæja, sag&i hann þegar hann vaknabi og svo sagbi hann ekki meira þann daginn, blessabur. Þetta lýsir nú vel íslendingseblinu, ekki sízt í skammdeginu. Ég hef lesib Gunnlaugssögu ormstungu en ég er nú búinn ab gleyma þeirri sögu ab mestu. Þar kom fyrir frægur og sterkur þríhyrningur, og allir síban drepnir eins og vera ber, ab minnsta kosti helztu sögu- hetjurnar. En einni setningu get ég aldrei gleymt úr Gunn- laugssögu ormstungu. Þab ^ var þannig ab Gunnlaugur kom til Noregs og varb strax kóngsins mabur og át og drakk vib borb hans vetrar- langt. Eigi ab síbur sinnabist honum á jólaföstunni. Og svo kom þessi setning: Og eigi sagbi Gunnlaugur fleira þann vetur. Þetta segir Gunnar Dal þar sem viö sitjum ásamt Hans Kristjáni Árnasyni og tölum um íslenzka þjóöarsál, heims- myndina eins og hún blasir viö Gunnari og birtist í bókinni Aö elska er aö lifa sem þeir Hans Kristján skrifuöu í sameiningu, um lista- og menningarútgerð og póltísk dægurmál og fram- tíðarsýn. Þaö er rétt aö benda væntan- legum lesendum á þaö að þetta er eiginlega ekki bók sem verö- ur lesin í venjulegum skilningi, heldur bók til aö lesa í, meö öörum oröum bók sem liggur lengi á náttboröinu. Þaö er raunar ekki nýlunda um bækur frá hendi Gunnars Dal, því að hann þýddi á sínum tíma eina helztu „náttborðsbók" sem um getur hér á landi, Spámanninn eftir Khalil Gibran. Til nátt- borðsbrúks er bókin Aö elska er að lifa þó ekki’ýkja hentug. Til þess er hún einfaldlega of þung og stór, rúmlega 470 síður, sem skiptast í 200 sjálfstæöa kafla eöa hugleiöingar. Þótt kaflarnir séu ærið sund- urleitir um mjög margvísleg málefni hlýtur þessi bók aö teljast merkilegt framlag til frjálsrar hugsunar í þessu landi, og gott dæmi um það að frjáls er hugsun því aðeins aö hún sé öguð. Bókin hefur vakiö at- hygli og var t.d. þriöja sölu- hæsta bók á lista Eymundson 14. desember. Viöhorf Gunnars Dal eru umdeilanleg eins og önnur mannanna uppátæki, eins og hann bendir réttilega á sjálfur, en Björn Bjarnason alþingis- maður og ritdómari Morgun- blaösins segir í ritdómi sem birtist 1. desember sl.: „Þótt viðmælandi Hans Kristjáns sé vel aö sér í hinum flóknustu fræöum, eigi svör viö flestu og líti á mannkyns- og menning- arsöguna ens og aörir á sína heimabyggð, lifir Gunnar Dal og hrærist í hinu hversdagslega umhverfi eins og viö hin. Hann telur meira aö segja Ólaf Ragnar Grímsson skýringu á því aö þeir Reagan og Gorbat- sjov hittust hér 1986. Vakti sú Cunnar Dal og Hans Kristján Arnason. tilgáta Gunnars efasemdir um ýmislegt annað, sem hann seg- ir og ég hef minni vitneskju um en leiðtogafundinn 1986. Margar skoöanir koma vafa- laust fleirum en mér á óvart og sú spurning vaknar stundum, hvar mörkin séu á milli þess sem er og hins sem talið er vera," segir Björn Bjarnason, en þetta viðhorf er ef til vill þaö sem einkum skilur aö frumlegan og á margan hátt sérstakan hugarheim Gunnars Dal og annarra sem nú eru á dögum. En viö erum aö spjalla um heimsmynd Gunnars Dal, og í framhaldi af því sem hann seg- ir um fálæti Gunnlaugs orm- stungu, sem einhverjir mundu kannski fremur tengja þung- lyndi en ekki endilega listinni aö fara sparlega meö orö, skýt- ur Hans Kristján þessu aö: - Ég var í sveit á Snæfellsnesi, á sama bæ og Megas og Krist- ján Guömundsson myndlistar- maöur. Þetta var í Borgarholti og þaö var Þóröur Þórðarson, föðurbróöir Megasar, sem var bóndi þar. Ég heyrði Þórö aldr- ei segja neitt og einu sinni haföi ég orö á þessu viö Krist- ján sem haföi veriö þarna leng- ur en ég, en hann sagði: „Víst heyrði ég hann einu sinni segja eitt. Þá vorum viö að laga þak- ið á fjárhúsunum og ég var aö rétta honum þökurnar upp þegar hann sagöi: Ja, þungar eru þær." Þetta var þaö eina sem ég vissi til aö maöurinn hefði sagt. Konan talaði mikiö. Þetta var greindur maöur. Hann nennti þessu ekki. - Já, íslendingar eru greindir, segir Gunnar. - Þeir fara spar- lega meö oröin og eiga aö gera þaö. • Greindir, segirbu, en í bók- inni bendir þú líka á ab einn helzti veikleiki okkar íslendinga sé ab hafna okkar hæfustu mönnum og tekur sem dæmi jón Baldvin Hannibalsson, sem á nú ekki beinlínis upp á pall- borbib hjá landslýbnum um þessar mundir. - Ég hef sagt að íslendingar væru stórvitrir menn og ég hef líka sagt aö íslendingar væru flatjárnaðir andskotans asnar, og meina hvort tveggja. Þaö eru sumir, eins og t.d. Aristóte- les sem var grískur heimspek- ingur fyrir 2.300 árum, sem halda að tilveran sé annað hvort eða, aö allt líf okkar sé eitthvað „fyrst-þá", sbr. Kierk- egaard sem segir „enten-eller". Þannig er veruleikinn ekki. Hann er alltaf — og nú kem ég meö orö sem ég bjó sjálfur til — margsýnn. Viö búum viö margsýnan veruleika. Þaö getur verið hárrétt aö segja um einn og sama manninn aö hann sé kjáni og spekingur. En þetta aö hafna sínum hæfustu mönn- um er ósköp venjulegt mann- eöli og ekki bundið við íslend- inga eina. Mannkyniö allt, í heild sinni, hefur ævinlega hafnað sínum hæfustu mönn- um. Kristi var hafnað. Hann var festur upp á kross. Sókratesi var hafnaö. Honum var byrlað eitur. Þaö átti líka aö myröa bæöi Plató og Aristóteles, fyrir þaö hvaö þeir voru gáfaöir. Þetta er því engin sérstök ís- landssaga, en íslendingar eru nú einu sinni úrvaisþjóð. Ekki hafa þetta innan gæsalappa, en til þess ab menn hlæi ekki allt- of mikið að þessari staöhæf- ingu verð ég að bera annan mann fyrir henni og þaö er Skotinn Thomas Carlyle sem á tímabili var talinn bezti sagn- fræðingur brezka heimsveldis- ins. Hann sagöi þessa undar- legu setningu: Skandínavar eru úrval mannkynsins, en úrval Skandínava eru íslendingar. Menn þurfa ekki aö lesa Carl- yle til ab finna þessa setningu, því aö fróðasti maöur í MR, og þá er nú mikiö sagt, Ólafur Hansson, tekur þetta upp í bók sem hann skrifaði fyrir nokkr- um áratugum og heitir Facts About Iceland. Kenningin sjálf er ekkert undarleg í ljósi þess aö á tíundu öld var ekki hægt aö kaupa farseöil yfir Atlants- hafiö. Þú þurftir að eiga bátinn sjálfur þannig að ekki gátu aör- ir komizt út til íslands en jarlar og smákóngar. Og auðvitað tóku þeir skáldin með. Skáld veröa alls staðar aö éta frítt og þau geta ekki étið frítt nema hjá kón^um og jörlum. Því er þaö aö Islendingar vita aö þeir eru stórmenni, enda komnir af stórþjóö sem einu sinni ríkti yfir mestum hluta Evrópu og Rússlandi, alveg niöur aö Svartahafi. Viö vorum hluti af Væringjaríkinu og þótt við höf- um farið lengst í noröur og vestur þeirra sem voru af þess- ari stórþjóð og höfum ein- angrazt og oröiö utanveltu viö hópinn í þúsund ár, þá höfum viö þetta alltaf í blóðinu. ís- lendingar hafa ævinlega hagaö sér eins og stórþjóö. Þeir þurfa alltaf aö keppa viö stórþjóöir og þaö verður þjóöarsorg ef viö töpum í einhverju, t.d. fyrir Spánverjum eöa í skák fyrir Kínverjum, sem er nýjasta dæmiö. íslendingar uröu kristnir af því aö þeir voru komnir af Væringjum. Menn- irnir sem kristnuöu Noröur- lönd, Ólafur helgi og Ólafur Tryggvason, þeir ólust upp í Kænugarði, höfuöborg Vær- ingjaríkisins. Eftir aö fyrsti Rússinn tekur opinberléga kristna trú líöa ekki nema ell- efu ár þangaö til íslendingar eru orönir kristin þjóö. Og vita- skuld kemur aöalkristniboöinn frá Rússlandi. Það var Þorvald- ur Húnvetningur frá Spákonu- felli við Skagaströnd, sem kail- aöur var víðförli. í þessari bók sem viö erum aö tala um minnist ég á þaö aö fjórir menn hafi verið skamm- aöir meira en aörir íslendingar á þessari öld. Þetta eru Hriflu- Jónas, Eysteinn Jónsson og Bjarni Benediktsson, en fjórði maðurinn er Jón Baldvin Hannibalsson. Þessir fjórir menn eru sennilega mikilhæf- ustu stjórnendur Islendinga á þessari öld og þaö er eins og dómar og skammir séu alltaf í öfugu hlutfalli við verðleika hjá þessari blessuöu þjóö. Nú orðið skilur enginn af hverju Bjarni, Eysteinn og Jónas voru skammaðir svona mikiö. Nú er viðurkennt aö þeir hafi verið mestu stjórnmálamenn aldar- innar, en af því að viö erum meö Jón Baldvin alveg viö nef- ið á okkur, þá eru fáir sem sjá hann í réttu ljósi. Mér finnst það alveg augljóst aö Jón Bald- vin Hannibalsson er sá maður sem hefur markaö dýpst spor í utanríkismálum á íslandi fyrr og síöar. Hann hefur í raun og veru haft alveg lygilega mikil áhrif á það sem er að gerast í Evrópu í hans valdatíð og því betur sem menn kynna sér það þeim mun meiri verða verk hans. Ég veit ekki betur en ab Sjírinovskí kenni íslenzkum stjórnvöldum, þ.e. Jóni Baldvin sem haföi alla forystu um þau

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.