Tíminn - 15.12.1994, Side 15

Tíminn - 15.12.1994, Side 15
Fimmtudagur 15. desember 1994 15 mál af okkar hálfu, um hrun Sovétríkjanna, enda hefur hver þjóðin af annarri síöan leitað til íslendinga til að ryðja fyrir sig braut til frelsis. Og auðvitaö er Jón Baldvin þar alltaf fremst- ur. Það hefur enginn maður sem ég þekki haft menntun, þekkingu eða skilning á við Jón Baldvin í utanríkismálum. • En hvers vegna er íslending- um svona uppsigab vib Jón Baldvin? Hefur honum meb einhverjum hætti mistekizt ab halda sambandi vib sína eigin þjób? - Eðlilega, eðlilega! Ef þú gengur fyrst í stórri fylkingu þá veiztu auðvitað ein um þann hluta vegarins sem enginn hef- ur gengið nema þú. Allir sem ganga fyrstir vita meira en hin- ir og það er ekki von að hinir, sem koma kannski langt á eftir, þekki þetta land. Þar af leið- andi tortryggja þeir það eða halda því einfaldlega fram ab þaö sé ekki til, sé ímyndun ein. En þú hefur séð það, af því að þú hefur gengið yfir það. Og þannig fer náttúrlega um alla menn sem ganga á undan. Þeir sjá meira en hinir og verða að gjalda fyrir það. Ég er ekki endilega að halda því fram að stefna Jóns Bald- vins þurfi að vera sú farsælasta. Ég veit það ekki frekar en aðrir menn. Til að svara því þyrfti ég að þekkja ástandið eins og það verður eftir marga áratugi. Menn renna blint í sjóinn með það. Þeir vita ekki hvað gerist og því getum vib ekki svarað spurningunni um það hver okkar staða ætti að vera eða hvernig okkar málum sé bezt borgið. •Tekur þú afstöbu til pólitískra dægurmáia? - Já, ævinlega. Til allra manna og allra málefna. Ég er aldrei hlutlaus. Nema í trúmál- um. Ég leyfi hverjum manni að trúa því sem hann vill, en þó ekki í pólitík. • Hvab finnst þér þá um þab sem Jón Baldvin er skammabur mest fyrir þessa stundina? Finnst þér ab vib eigum ab sækja um abild ab Evrópusam- bandinu? - Ég er enn að hugsa málið. Fyrir mér er þetta svo flókiö mál að ég hef ekki komizt að niðurstöðu. Ég þyrfti að rýna mikið og lengi í framtíð Évr- ópu til að vita þetta. Maður sér að þungamiðja valdsins er á hreyfingu, ekki bara á íslandi heldur um allan heim. Þab get- ur verið að Evrópa sé ekki eins vel staðsett í heiminum og menn halda. Ef menn líta svona sjötíu ár fram í tímann og Evrópa verður oröin það stórveldi aö hún heldur að hún þurfi ekki á vinum sínum ab halda, t.d. í Bandaríkjunum, og einangrast í sínum franska og þýzka mikilleika, að maður tali nú ekki um brezkan mikilleika, þá er þetta raunverulega orðið skagi í hættu. Lítum á landa- bréfið. Evrópa er ekki annað en skagi út úr Asíu og af því ab við höfum haft forystu í menning- armálum í tvö þúsund ár þá halda menn að það sé sjálfsagt að þab verði ævinlega þannig. En framtíðin er óráðin. Vib þekkjum hana ekki. • Þú hefur margt rætt og ritað um menningu og listir og segir m.a. í þessari bók ab í þeim efnum snúist íslenzk þjób nokkub eftir því hvaban vind- urinn blæs. Sumir finna mikib ab þessu væmna dekri vib mebalmennskuna sem þeim finnst koma mikib fram í sam- bandi vib þennan þátt þjóblífs- ins. - Það hefur náttúrlega oröið hér mikil afturför á þessari öld eftir aö rithöfundar fóru að skrifa eftir forskrift, en hættu að þora að vera einstaklingar og skrifa bækur á sínum eigin forsendum. Þá fóru þeir að flokka sig undir stefnur og strauma og lúta forræði ann- arra, oftast nær marxismans og heimslyginnar. Margir þeirra gera sér ekki grein fyrir því að þeir eru enn undir þessurn áhrifum og nú eru komnar þrjár kynslóðir. Þetta er ekkert betra á íslandi en annars stabar á Vesturlöndum og viö þurfum raunverulega á svipaðri baráttu að halda á Islandi og Soltsjenit- sín er að heyja í Rússlandi, þar sem hann kemur að eyðimörk eftir sjötíu ára tímabil marx- ismans, þar sem allt er mengað og ekki sízt hugarfarið. Þar sem fólkiö er orðið trúlaust og sið- laust og búiö að glata góðum gildum. Gildi batna hvorki né versna við það að verða gömul, en það eru til góö gildi og ill gildi. Því miður finnst mér ým- islegt benda til þess að þarna séu þrjár kynslóðir eiginlega heilþvegnar af stefnum sem allar hafa endað í blindgötum. Það er afskaplega mikil þoka í höfðinu á þessum rithöfund- um og ég sé ekki að þessari þoku sé á nokkurn hátt ab létta. Ég held þab sé alveg von- laust að henni létti fyrr en upp úr aldamótum. Menn verða bara að bíða þolinmóðir eftir einhverri skilningsglætu og þekkingu sem er ekki sérhönn- uð í einhverjum annarlegum tilgangi. • Þú talar um ab líta svo sem sjötíu ár fram í tímann. Þab er nokkub Ijóst ab þú verbur ekki hér þá, ekki frekar en vib Hans Kristján. - Ja, Þórður á Dagveröará var vanur ab segja: Ef ég dey, sem óvíst er... Og við vitum ekkert meira um þetta en Þórður. TEXTI: Áslaug Ragnars Tímamynd GS DAGBÓK Fimmtudaqur 15^ desember 349. dagur ársins -16 dagar eftir. 50 vlka Sólris kl. 11.15 sólarlag kl. 15.30 Dagurinn styttist um 2 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í dag í Risinu. Á morgun, föstudag, er fé- lagsvist kl. 14 og jólavaka kl. 20 í Risinu. Séra Sigurbjörn Einars- son biskup flytur ávarp, Seljuk- órinn og Kór eldri borgara syngja, upplestur og kaffiveit- ingar; fjöldasöngur, stjórnandi er Pétur H. Ólafsson. Félag eldri borgara Kópavogi Aðventukvöld verður haldið í Fannborg 8 (Gjábakka) í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Dagskrá: Frá Digranessókn, Fíladelfíu- söfnuði, Sjöundadags aðvent- istum; hugvekja og einsöngur, sönghópur og fjöldasöngur. Happdrætti Bókatíb- inda 1994 Happdrættisnúmer dagsins er: 38807. Garbyrkjuskólinn: Kynningarfundur á Reykjum Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum, Ölfusi, heldur kynn- ingarfund föstudaginn 16. des. kl. 13.30. Efni fundarins er „Frævun með hunangsflugum í gróðurhúsum á íslandi". Þetta er samstarfsverkefni Landbún- abarháskólans í Kaupmanna- höfn, Garðyrkjuskólans, garð- yrkjubænda og innflutningsfyr- irtækja þeirra. Verkefnisstjóri var dr. Kristján Kristjánsson, adjunkt við Landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn, og einnig vann Gubrún Lárusdótt- ir, líffræðinemi, að verkefninu og vann hluta þess sem 5 ein- inga rannsóknaverkefni við Há- skóla íslands. Nýsköpunarsjóð- ur stúdenta styrkti þann hluta verkefnisins. Akureyri: Blysför sjúkraliba á laugardaginn Félagsfundur Deildar sjúkra- liða á Norðurlandi eystra skorar á viðsemjendur sjúkraliða að ganga til samninga hið fyrsta. Deildin lýsir yfir fullum stuðn- ingi við kjarabaráttu sjúkraliba í stéttarfélagi sjúkraliða. Samúðarverkfall sjúkraliða mun ekki verða á Norðurlandi eystra, en til að sýna samhug munu sjúkraliðar ganga blysför frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri niður á Rábhústorg, næstkomandi laugardag kl. 15. Þeim, sem vilja sýna sjúkralib- um stuðning, er velkomiö að slást í hópinn. Haraldur Reynis í jólaskapi á „Feita" „Jólasveinninn" verður á Feita Dvergnum um helgina ...! Nei. Það er stórtrúbadorinn Haraldur Reynis sem skemmtir gestum dvergsins, á föstudag og laugardag. Lítill fugl hvíslabi því aö mönnum á „Feita", að margir hefbu í huga ab líta til þeirra um helgina og því ætti, reyndar eins og alltaf, að vera mikið fjör um helgina. Munið! Enski boltinn og bjór á boltaverði. Starfsfólkið verður í ótrúlega léttu skapi og Halli Reynis í góðu formi, segir í fréttatilkynningu frá Feita dvergnum, Höfðabakka 1. Spænskt kvöld í Deigl- unni á Akureyri í kvöld, fimmtudag, verður spænskt kvöld í Deiglunni, sal Gilfélagsins í Listagilinu á Akur- eyri. Nokkrir kunnir listamenn munu þar leggja sitt af mörkum til aö skapa sérstætt spánskt and- rúmsloft og gefa fólki tækifæri til að gleyma jólaönnunum við ljúfa tóna og upplestur. Einar Kr. Einarsson gítarleikari flytur spænska og suður-ameríska tónlist. Arnar Jónsson leikari les úr nýútkomnum Andalúsíuljóð- um arabískra skálda í þýðingu Daníels Á. Daníelssonar læknis á Dalvík. Áður hafa komið út í þýðingu hans sonnettur Shake- speares og vöktu þær mikla at- hygli. Rósa Gubný Þórsdóttir leikkona les úr þýðingum Guð- bergs Bergssonar á úrvali spænskra ljóða og Viðar Eggerts- son leikari les úr þýöingu Þor- geirs Þorgeirsonar á Tataraþulum eftir Federico Garcia Lorca. Vegna framkvæmda við inn- ganginn í Deigluna verður geng- ið inn um Café Karólínu. Dag- skráin hefst kl. 21, en salurinn verður opnaður kl. 20.30 þar sem hægt verður að njóta veitinga. Aðgangseyrir er kr. 500. Sýningar í Hafnarborg í desember í aðalsal Hafnarborgar er sýn- ingin „Hreyfimyndir", samsýn- ing þeirra Ingu Lísu Middleton, Kristínar Maríu Ingimarsdóttur og Siguröar Arnar Brynjólfssonar. Á sýningunni er leitast við aö kynna bæði listamennina þrjá, sem taka þátt í henni, og list- formið sjálft, því hreyfimynda- gerb verbur ab teljast til nýjunga í íslenskum listum. Alls eru níu hreyfimyndir kynntar og eru þær sýndar af myndbandi í hlibarsal. í aðalsal eru síðan sýndar frum- myndir sem notaðar voru viö gerð myndanna og eru þær settar upp þannig að áhorfendur geti áttað sig á vinnsluferlinu. Sýn- ingin stendur til 23. des. I Sverrissal er ljósmyndasýn- ingin „Hafnarfjörbur fyrr og nú", myndir teknar af hjónunum Guðbjarti Ásgeirssyni og Herdísi Guðmundsdóttur á árunum 1922-1960, og nýjar myndir teknar af dóttursyni þeirra Magn- úsi Hjörleifssyni. Sýningin stend- ur til 23. des. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 12- 18 alla daga nema þriðju- daga. Kápa tímaritsins Andblœs. Myndina gerbi Kristín Arngrímsdóttir. Bókmenntakynning Tvö ný bókmenntatímarit hafa litið dagsins ljós á þessu hausti: Andblcer sem flytur frumsaminn skáldskap og draumbókmenntir og Jón á Bœgisá sem er tímarit þýðenda og birtir þýddar sögur og ljób, auk fræbilegra greina um þýðingar og þýðendur. Útgefendur beggja rita hafa ákveðið að kynna þau sameigin- lega á opnu bókmenntakvöldi á Kaffi Reykjavík (í Koníaksstofu, niöri) í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Dagskrá: Andblœr: Bjarni Bjarnason ritstjóri kynnir ritið. Gunnar Hersveinn, Steinunn Ás- mundsdóttir og Þórarinn Torfa- son lesa úr efni þess. Jón á Bœg- isá: Ingibjörg Haraldsdóttir kynnir, en Þorsteinn Gylfason og Karl Guðmundsson lesa upp. Sig- ríður Friðjónsdóttir syngur texta í þýbingu Kristjáns Árnasonar viö lög eftir Míkís Þeoborakís við undirleik Halldórs Ólafssonar gít- arleikara. APÓTEK Kvfild-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk Irá 9. desember tll 15. desember er I Vesturbæjar apótekl og Háaleltls apótekl. Það apó- tek sem tyrr er nefnt annast eltt vðrsluna frá kl. 22.00 aó kvfildl tll kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudðgum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyóarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækl um helgar og á stórhátlóum. Símsvari 681041. Hafnarfjðróun Hafnarfjaróar apótek og Noróurbæjar apó- tek eni opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjórnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búóa. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvóldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió Irá kl. 11.00-12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. desember 1994. Mánaóargrelðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjónaltfeyrir ...........................11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........35,841 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........36.846 Heimilisuppbót...............................12,183 Sérstök heimilisuppbót........................8,380 Barnalífeyrirv/1 barns ......................10.300 Meðlagv/1 barns..............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 bams..................1.000 Mæðralaun/leðralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ............11.583 Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)................ 15.448 Fæðingarstyrkur............................ 25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á Iramfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 í desember er greiddur 58% tekjutryggingarauki á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilis- uppbót, 30% vegna desemberuppbótar og 28% vegna láglaunabóta. Tekjutryggingaraukinn er reiknaður inn i tekjutrygginguna, heimilisuppbótina og sérstöku heimilisuppuppbótina og skerðist á sama hátt._______________________ GENGISSKRÁNING 14. desember 1994 kl. 10,49 Opinb. Kaup vidm.gengi Sala Gengi skr.fundar Bandarfkjadollar.... 68,78 68,96 68,87 Sterlingspund ....107,46 107,76 107,61 Kanadadollar 49,55 49,71 49,63 Dfinsk króna ....11,154 11,188 11,171 Norsk króna ....10,018 10,048 10,033 Sænsk króna 9,088 9,116 9,102 Finnskt mark ....14,063 14,105 14,084 Franskur franki ....12,691 12,729 12,710 Belgfskur franki ....2,1267 2,1335 2,1301 Svissneskur franki 51,74 51,90 51,82 Hollenskt gyllini 39,06 39,18 39,12 Þýsktmark 43,75 43,87 43,81 ítölsk Ifra ..0,04198 0,04212 0,04205 Austurrfskur sch.... 6,213 6,233 6,223 Portúg. escudo ....0,4257 0,4273 0,4265 Spánskur peseti ....0,5193 0,5211 0,5202 Japanskt yen ...0,6848 0,6866 0,6857 irsktþund ...105,58 105,94 105,76 Sérst. dráttarr 99,80 100,10 99,95 ECU-Evrópumynt.... 83,37 83,63 83,50 Grfsk drakma ...0,2829 0,2839 0,2834 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.