Tíminn - 03.01.1995, Síða 2

Tíminn - 03.01.1995, Síða 2
2 marje^^x.----- tFO tvFj Þri&judagur 3. janúar 1995 Tíminn spyr... Hvernig líka&i þér áramótas- kaup Sjónvarpsins í ár? Árni Sigfússon, framkvæmda- stjóri Stjórnunarfélags íslands og fyrrverandi borgarstjóri: „Eg læt aðra dæma um hvernig ég var tekinn fyrir, en þegar gengið er að fjöískyldu manns hugsar maður eðlilega ýmislegt. En við munum auðvitað halda áfram að vera samhent fjöl- skylda, þrátt fyrir svona árásir. Áramótaskaup hefur engin áhrif þar um. Mér fannst árásir á Ólaf G. Einarsson ómaklegar og eins á forsetaembættið. Annars snerust áramótin okkar ekki um skaup Guðnýjar Halldórsdóttur, kommúnista úr Mosfellsbæ, sem hafði lýst því yfir að hennar æösta takmark væri að fella íhaldið. Ég hef á tilfinningunni að hún vinni að því áfram eftir að hafa séð þetta skaup hennar." Séra Gunnlaugur Stefánsson aljiingismaður: „Á margan hátt líkaði mér skaup- ið vel. En á ýmsan hátt fannst mér þó allt of langt gengið gagn- vart einstökum persónum. En það er eins og alltaf er að þegar verið er að fjalla um skaup að sitt sýnist hverjum. Sérstaklega var ómaklega vegið að Ólafi G. Ein- arssyni og þar var gengið út fyrir allt skaup. Hvort þar var verið að finna útrás fyrir pólitískar hvatir verba höfundarnir að svara sjálf- Fjalar Sigur&arson Dagsljóssmaður: „Mér fannst það sprenghlægilegt framan af en fór hratt niður á vib og einhver beiskja sem braust út í rætni of áberandi. Gísli Rúnar var aö sprikla í mínu hlutverki — fjölskyldunni þótti hann ná mér vel. Ég var því mibur búinn að sjá hann í mötuneytinu, fötin manns voru líka farin að hverfa úr búningasafninu og ég vissi á hverju var von." Embœtti fíyst til Akureyrar 1. febrúar: Nýr veiöistjóri um næstu mánaðamót Össur Skarphé&insson um- hverfisrá&herra setti í gær Ás- björn Dagbjartsson líffræðing í stö&u vei&istjóra frá og með 1. febrúar 1995 tii eins árs. Ás- björn hefur m.a. starfað að rá&gjafastörfum erlendis og hefur grunnmenntun á sviði líffræði en hefur starfað mest á sviði matvælafræði. Ásbjörn var valinn úr hópi þriggja um- sækjenda. Talsverbur órói hefur verið í kringum veiðistjóraembættið í kjölfar ákvörðunar umhverfis- rábherra á síðasta ári ab flytja embættið til Akureyrar og er ljóst að þeir þrír sérfræbingar sem við embættið hafa unnið, þar á meðal Páll Hersteinsson veiðistjóri, munu ekki flytja meb norður og hætta því störf- um. Aðrir starfsmenn veiði- stjóraembættisins hafa veriö sameiginlegir með Náttúru- fræðistofnun og Náttúruvernd- arráði þannig að þeir fara ekki heldur norður. Á sínum tíma kom fram gagnrýni frá sérfræb- ingum veibistjóra um að ónóg- ur undirbúningur hefði legið ab baki ákvörðunar rábherra um flutninginn. Samkvæmt heim- ildum Tímans hefur ráðuneytið rætt við sérfræöingana um ab finna þeim önnur störf þannig að sérþekking þeirra nýtist Akureyri: Róleg áramót Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri: Óvenju rólegt var um áramótin á Akureyri ab þessu sinni. Aðeins gistu fimm manns fangageymslur lögreglunnar á nýársnótt og tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Áramótin fóru fram í blíðskap- arviöri á Akureyri eins og víðast hvar um landiö og einnig með fribi og spekt á mannamótum. Margt fólk var á ferli og mikið um flugelda. Engu líkara var en um bjartan dag væri að ræba um mið- nættib þegar flestir voru að skjóta. ■ áfram en ekki mun komin nið- urstaða í þau mál. Áður hefur komið fram að sérfræðingar veiðistjóra, sem munu allir hætta um næstu mánaðamót, hafi verið með mikilvægar rannsóknir í gangi. Eftir því sem næst verður kom- ist er þó engin hætta á að nýtt „Mógilsárævintýri" sé í uppsigl- ingu og rannsóknir embættisins verða kynntar og útskýrðar fyrir nýjum mönnum. Engar upplýs- ingar um þessi rannsókna- og ráðningamál var að hafa hjá starfsmönnum veiðistjóra en hann var fjarverandi í gær. Starfsmenn embættisins vísuðu einfaldlega á ráðuneytið. Tím- inn náði ekki í umhverfisráð- herra vegna málsins seinni part- inn í gær. Embætti veiðistjóra mun flytja til Akureyrar frá og meb 1. febrúar og mun nýr veiðistjóri þá taka við eftir að núverandi starfsmenn hætta. Samkvæmt lögunum um vernd, fribun og veiðar á villtum fugl- um og villtum spendýrum á veiðistjóri að hafa umsjón með og stjórn á þeim aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og út- breiðslu villtra dýra eða tjón af þeirra hálfu. Auk þess sér veiði- stjóri um útgáfu veiðikorta og ýmislegt fleira. Aramótin í Reykjavík: Engin stór- slys á fólki Um 70 manns komu á slysa- deild Borgarspítalans á ný- ársnótt en engir reyndust miki& slasa&ir. Mest var um áverka vegna slagsmála og óhappa tengdum ölvun. Ekki var mikið um bruna- áverka en þó komu nokkur tilfelli upp og m.a. hlaut stúlka staðbundinn þriðja stigs bruna eftir að flugeldur komst inn undir klæði hennar. Hún var flutt á Landspítalann til meðferð- ar. Almennt var þó erilsamt hjá lögreglunni þótt ekki hafi verið mikib um alvarleg út- köll. Raunar var rólegt vel fram yfir miðnætti og það var ekki fyrr en um 01:30 að út- köllum fjölgabi og var talsvert mikib að gera fram undir morgun. ■ íslensk friöarsamtök, United Peace Foundation skora á jón Baldvin ab beita sér i friöarmálum: Allir herir aðildarlanda SÞ undir eina stjóm Samtökin United Peace Found- ation sem stendur fyrir átaki sem nefnist Peace 2000 — eða Friður 2000, voru stofnuð um borð í einkaþotunni Spirit of Iceland sem er í eigu Ástþórs Magnússonar athafnamanns sem víða hefur lagt hönd á Ákall um leikfangasöfnun fékk góbar undirtektir hér á landi og mun ís- landsflug flytja leikföngin úr landi. Á myndinni má sjá Pétur Haflibason, flutningsstjóra íslandsflugs, vib hluta af leikföngunum sem söfnubust. Tímamynd CS plóg við ýmis fyrirtæki, hér á landi, í Danmörku og Eng- landi. Ástþór segir að samtökin hafi verið stofnuð fyrir hálfu öðru ári á flugi heim til íslands af nokkr- um Islendingum. í stofnsamn- ingi væri gert ráb fyrir að vinna undirbúningsvinnu fram til 1. apríl 1995, en þá hæfist eiginlegt starf samtakanna. Ástþór sagði í viðtali við Tím- ann að samtökin væm í hópi um 2.200 samtaka víða um heim sem vinna að fribi í heiminum. En Ástþór telur að þessi íslensku samtök, sem hafa skrifstofur í Genf, eigi sérstakt erindi: „Við teljum að ísland eigi að láta ab sér kveöa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Við vilj- um í því efni skora á Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra að láta málið til sín taka og mun- um skrifa honum bréf. Ein til- lagna okkar er aö ísland vinni ab því að Sameinuðu þjóbirnar taki yfir varnarkerfi aðildarlanda sinna í framtíbinni. Sú skipan mála mundi gera heiminn frið- vænlegri en hann er í dag," sagði Ástþór Magnússon. Hann sagði að heri landanna mæti nýta í friðsamlegum tilgangi, til upp- byggingar en ekki niðurrifs. I jólafríi hér heima fékk Ástþór þá hugmynd að safna leikföng- um handa börnum í Hvíta Rúss- landi, Chernobyl- börnunum, sem svo hafa verið kölluð, en fjölmörg þeirra búa viö örkuml vegna geislunar á landssvæði þar sem á þriðju milljón manna býr. Sú söfnun fór fram milli jóla og nýárs og tókst mjög vel og leik- föngin send utan með flugi um áramótin á vegum Chernobyl Children's Project í Dublin. „Hugmynd mín er sú aö ein- beita mér algjörlega að þessu starfi í framtíöinni. Auðvitað þarf einhvern svona brjálaðan mann eins og mig til að fara út í starfsemi af þessu tagi og hætta í viðskiptum. En ég hef mikinn áhuga á aö vinna að málefnum heimsfriðar og blöskrar að sjá hvernig herir nútímans leika fólk víða um heim", sagði Ástþór Magnússon. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.