Tíminn - 12.01.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 12.01.1995, Qupperneq 3
Fimmtudagur 12. janúar 1995 3 Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Starfsmenn lýsa áhuga á hluta- fjárkaupum Frá Þórði Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Fjórði aðilinn hefur nú bæst í hóp þeirra sem sýnt hafa áhuga á hlutabréfum Akureyrarbæjar í Út- gerðarfélagi Akureyringa. Er það starfsmannafélag Útgerðarfélags- ins, en fulltrúar þess afhentu Gísla Braga Hjartarsyni, varaforseta bæj- arstjórnar Akureyrar, bréf þess efn- is í upphafi fundar bæjarstjórnar á þribjudag. í bréfi starfsmannafé- iagsins er vísað til frétta um hugs- anlega sölu hlutabréfa í Útgerðar- félaginu og í framhaldi af því óskað eftir að koma að málinu með möguleikum á hlutabréfa- kaupum, ákveði bæjarstjórnin að selja af hlut bæjarins í félaginu. í ályktun frá stjórn starfsmannafé- lagsins varðandi þetta mál kemur fram það sjónarmið að umræða í fjölmiðlum undanfarna daga hafi skapað mikla óvissu og óöryggi á meðal starfsmanna Útgerðarfé- lagsins og þeirra fjölmörgu fjöl- skyldna, er tengjast starfsemi þess með einum eða öðrum hætti. í ályktuninni segir einnig að fari svo aö bærinn sjái sér ekki fært ab halda meirihlutaeign sinni í félag- inu, þá treysti stjórn starfsmanna- félagsins því að þannig verði um hnúta búiö að enginn einn aðili verbi þar rábandi. Fyrir fundi bæjarstjórnar á þriðjudag lá tillaga frá bæjarráði um ab skipa fimm manna nefnd Biskup vísi- terar í Reykjavík Næstkomandi sunnudag hefst vísitasía biskups ís- lands, hr. Ólafur Skúlasonar, í Reykjavíkurprófastdæmi Vestra, en þab verður í fyrsta sinn í 200 ár sem biskupinn vísiterar prófastdæmiö. Reykjavíkurprófastdæmi vestra nær frá Seltjarnarnesi að Elliðaám og eru í því 10 sóknar- kirkjur. Vísitasíurnar verða á sunnudögum og hefjast með guðsþjónustu á hverjum stað, þar sem biskup prédikar. Síðan er fundur með sóknar- presti eða prestum, sóknar- nefnd, starfsfólki kirkjunnar, fulltrúum félaga innan safnað- arins og skýrsla gefin um störf og starfsmannahald. ■ til þess að annast viðræður við þá aðila er sýnt hafa kaupum á hluta- bréfum í félaginu áhuga. Var mál- inu vísað til bæjarrábs aö nýju, ab tillögu Jakobs Björnssonar bæjar- stjóra, en gert er ráð fyrir að í við- ræðunefndina verði skipaðir full- trúar allra flokka er sæti eiga í bæj- arstjórninni. Þá hefur verið ákveð- ið að láta fara fram athugun á hvaða áhrif breytingar á eignarað- ild að Útgerðarfélagi Akureyringa kunni að hafa á félagið og starf- semi þess og einnig hvaða áhrif þab hefði á framleiöslu- og sölu- starfsemi þess verði tekin upp út- flutningsvibskipti við íslenskar sjávarafurðir í stað Sölumiðstöbv- ar hraðfrystihúsanna, verði höfuð- stöbvar ÍS fluttar til Akureyrar. Nokkrar umræbur urðu um Út- geröarfélagsmálið á fundi bæjar- stjórnar og kom skýrt fram í máli þeirra bæjarfulltrúa, er til máls tóku, að í þessu máli yrði hags- muna Akureyrarbæjar og bæjar- búa gætt til hins ýtrasta. Svandísi afhent verölaunin „Sunnlendingur ársins". Svandís valin Sunnlendingur ársins Svandís Gubmundsdóttir, 25 ára húsmóðir á Selfossi, hefur verib valin Sunnlendingur ársins af les- endum blaðsins Dagskrárinnar á Selfossi. Hún vann í apríl á síb- asta ári frækilegt björgunarafrek, þegar hún bjargaði tveggja ára dreng frá drukknun í húsgrunni, fullum af vatni. Það var að morgni 18. apríl á síð- asta ári sem Orri Davíðsson, tveggja ára, féll ofan í húsgrunn fullan af vatni. Svandísi tókst að ná drengn- um upp úr köldu vatninu og segir hún að ekki hafi mátt tæpara standa. Drengnum varð ekki meint af. Svandís segir þaö hafa valdið sér vonbrigðum að þetta atvik hafi ekki orðið til að gangskör yrði gerð að endurbótum á öryggismálum barna og unglinga á Selfossi. Hættur leyn- ist afar víða — og hvergi þykir börn- um skemmtilegra að vera að leik en þar sem hætturnar eru mestar. Svandísi voru veitt verðlaun frá Dagskránni í tilefni þess að hún var kjörin Sunnlendingur ársins. Ekki var Svandís sú eina sem fékk at- kvæði í kjörinu um Sunnlending ársins. Meðal annarra sem atkvæði fengu voru Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Kaupfélags Árnes- inga, sr. Þórir Jökull Þorsteinsson sóknarprestur á Selfossi, og Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, sem vann frækilegt björgunarafrek í bruna á Stöllum í Biskupstungum á nýárs- nótt fyrir rúmu ári. -SBS, Selfossi Cylfi Arnbjörnsson: í þeim stööugleika sem menn sjá fyrir sér er 0,23% hœkkun framfrœslu- kostnaöar gríöarlega stór hlutur: Gjaldib ákveöiö án samhengis viö áhrif þess á umhverfiö? „Þetta sýnir ab þeir sem ákvábu þessa gjaldtöku (hol- ræsagjaldið) virbast taka þá ákvörbun án þess ab setja hana í samhengi vib þab sem er ab gerast í umhverfinu. Maður varb a.m.k. ekki var við að þab hafi verib hluti af vangavelt- unum hvaba áhrif þetta mundi hafa, t.d. á skuldabyrbi Reykjavíkurborgar, eba þá landsmanna allra. En í því efnahagsástandi og þeim stöb- ugleika sem menn eru ab sjá fyrir sér þá er 0,23% hækkun framfærslukostnabar gríbar- Iega stór hlutur," sagbi Gylfi Arnbjörnsson, hagfræbingur ASí. Tíminn leitaði viðbragða Gylfa gagnvart þeim miklu vísi- töluhækkunum sem leiða af upptöku holræsagjalds í Reykja- vík og þeim mörg hundruð (400) milljóna króna hækkunnum, sem þær valda á skuldum lands- manna um næstu mánaðamót, eins og Tíminn sagði frá í gær. Hann tekur fram ab ekki megi kenna vísitölunni um þessa hækkun. Vísitalan mæli einung- is áhrifin af af ákvörbun ein- hverra aðila — í þessu tilfelli borgarstjórnar Reykjavíkur. Gylfi segir ýmiss félög innan ASÍ, m.a. Trésmiöafélagið og Raf- iðnaðarsambandib, hafa sam- þykkt harðorð mótmæli gegn auknum álögum. Vísab sé til þess ab gjaldtaka og skattlagning á landsmenn — höfuðborgarbúa í þessu tilfelli — sé meb þeim hætti að ekki sé þar á bætandi. Ákvörðun um holræsagjaldið gangi í berhögg vib þetta. Gylfi segir að vel kunni að vera ab Reykjavíkurborg sé í erfibri stöðu og hægt að færa ákvebin rök fyrir nauðsyn aukinna tekna til ab takast á vib þá erfiöleika. En samt sem áður verbi ab líta til þess að þeim, sem ætlað sé ab borga þetta, hafi engan tekjuaf- gang til að standa undir aukinni gjaldtöku. Væntanlega sé því með sama hætti hægt að færa rök að því, að launþegum sé nausynlegt að afla sér aukinna tekna — og þar með að fara fram með kauphækkunarkröfur gagn- vart Reykjavíkurborg. Vegna þess að staða heimilanna sé þannig að ekki verði tekið á henni nema með auknum tekj- um, meb öðrum orðum launa- hækkunum. ■ Framfœrsluvísitalan ekki hcekkaö meira síöan í ágúst 7 993: Jólaveislunni nú lokiö Sú tæplega 2% lækkun sem varö á matar- og drykkjarvör- um fyrir jólin (nóvember og desember) er nú gengin til baka, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. í byrjun janúar höfðu þessar nauðsynjavörur hækkað aftur um 1,8% að með- altali. Það olli um 0,3% hækk- un framfærsluvísitölunnar í mánubinum. Hækkun húsnæb- iskostnaðar (2%) ýtti vísitöl- unni einnig upp um 0,3% og veröhækkun á bílum um 0,1%. Alls hækkabi framfærsluvísital- an um 0,8% í janúarbyrjun — og verður ab fara allt aftur til ágúst 1993 til ab finna dæmi um svo mikla hækkun milli mánaða. Samsvarandi hækkun (0,8%) í hverjum mánuði mundi þýða hátt í 10% verðbólgu á heilu ári. En vegna þess að verðhækkanir voru nær engar á nýliðnu ári er framfærsluvísitalan núna í janúar aðeins 1,7% hærri heldur en hún var fyrir ári. Minni verð- bólgu mun óvíða að finna í öbr- um löndum. í nóvember sl. var ísland raunar eina landið í ver- öldinni með 12 mánaða verb- bólgu neðan við núllib — þ.e. framfærslukostnaö örlitlu lægri en í sama mánuði ári áður. Með- altal ESB-landanna var á hinn bóginn 3% á sama 'tíma. Aðurnefndar verbhækkanirn- ar frá desember til janúar voru mestar á kartöflum 9,9%, græn- meti og ávöxtum um 8,9% ab meöaltali, sykri 5%, kjötvörur hækkuðu um 2% að meðaltali og kaffi/súkkulaði litlu minna. Traustar vörur frá Bílavörur Sjúkravörur Glærur Post-lt Disklingar Hljóðbönd Endurskinsefni Myndvörpur Rykgrímur Límbönd Slípivörur 193 tegundir Tölvubönd ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 568 7222 • MYNDRITI 568 7295

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.