Tíminn - 12.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. janúar 1995 1H1 iMT rtbfr'jTLfr swtnii 7 Þróunarsjóöur sjávarútvegs haföi um áramótin greitt útgeröum 90 báta samtals 811 miljónir króna i úreldingarstyrki: 4 miljaröar í úreldingu Um nýli&in áramót haf&i Þró- unarsjó&ur sjávarútvegsins greitt útgerðum 90 báta um 811 miljónir króna í úrelding- arstyrki. Hinrik Greipsson starfsmaður sjóösins segir a& búi& sé a& samþykkja úreld- ingu fleiri hundruö báta og telur ekki ólíklegt a& sam- þykktir úreldingarstyrkir sl. árs nemi allt a& 4 miljöröum króna. í ársbyrjun gekk í gildi ný reglugerð um Þróunarsjóbinn þar sem gerö var sú breyting ab styrkhlutfall vegna úreldinga á fiskiskipum var lækkab úr 45% af húftryggingarverbmæti fiski- skips í 40%. Hinrik telur líklegt ab eitthvab hægi á innlögbum umsóknum um úreldingarstyrki á þessu ári eftir ab þessi breyting var gerb á styrkhlutfallinu. Hinsvegar hefur stjórn sjóbs- ins ekki enn ákvebib hvernig stabib verbur ab úreldingu fisk- vinnsluhúsa, en þegar hafa ver- ib lagbar inn umsóknir um úr- eldingu sex vinnslustöbva. Hin- rik býst vib ab stjórnin muni móta vinnureglur varbandi úr- eldingu fiskvinnsluhúsa á stjórnarfundi sem haldinn verb- ur nk. mánudag, 16. janúar. Meirihluti samþykktra úreld- ingarstyrkja og umsókna er frá útgerbum smábáta. Til marks um þab eru heildarrúmlestir þeirra 90 báta, sem þegar hafa fengib greibslu, eitthvab um 2600 rúmlestir í heildina. Hin- rik segir ab þessi mikli fjöldi smábáta sé til marks um þá erf- ibleika sem eru í útgerb smábáta og þá einkum þeirra sem eru á aflamarki. Hann segir ab þab sé ekkert landsvæbi öbru fremúr sem sker sig úr í fjölda umsókna um úreldingarstyrki, sótt sé um styrki frá öllum landshorn- um. Þá hafa vibbrögb bátaútgeröa verib töluverb vib þeirri ákvörö- un stjórnar Fiskveibasjóös ab lána allt aö 1800 miljónum króna vegna erfiöleika í bátaút- gerb. Engin lánsumsókn hefur enn veriö afgreidd hjá Fisk- veiöasjóbi en lánin eru til nokk- urra ára, afborgunarlaus fyrstu 3 árin, meb 7,5% vexti og gengis- tryggö. Búist er vib ab þessir vextir muni hækka um ein- hverja punkta á næstunni því vextir af erlendum lánum hafa fariö hækkandi. Þótt útgeröir allt ab 500 báta geti sótt um þessi lán hjá Fisk- veiöasjóöi, þá er ekki þar meb sagt ab allar þeirra sæki um né hafi burbi til ab bera viökom- andi lán, vegna þeirra erfiöleika sem hafa veriö í bátaútgeröinni á liönum misserum. ■ Frá Vestmannaeyjum. Fœkkaö hefur um 16 skip í Eyiaflotanum á 4 árum. Magnús Kristins- son, formabur Útvegsbœndarélags Vestmannaeyja: Botninum er ekki náb Frá Þorsteini Cunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Á sí&asta ári fækka&i bátum í Eyjaflotanum um 8, þar af 6 frá 1. september sl. Þetta er jafn mikil fækkun og á árun- um 1990-1993, þannig aö á 4 árum hefur fækka& í Eyjaflot- anum um alls 16 báta, en úr- elding báta er þarna me&tal- in. Alþýöusamband Vestfjaröa krefst 7% hœkkunar á alla kaupliöi og samninga er taka miö afbreyttum aöstœöum / sjávarútvegi: Launajöfnun verbi tryggb meb lögum „Þá launajöfnun sem við semj- um um á hverjum tíma á aö tryggja me& lögum ef ekki er hægt a& gera þa& á annan hátt," segir Pétur Sigurbsson, forseti Alþýbusambands Vest- fjarba. Hann segir ab þa& ver&i aö leita allra lei&a til ab koma í veg fyrir a& hærra launaðir hópar fái hlutfallslegar launa- hækkanir og geri þar me& a& engu árangur um launajöfnun. í kröfugerb verkalýösfélaganna á Vestfjöröum um breytingar á kjarasamningi ASV, Vinnuveit- endafélags Vestfjarba og Vinnu- málasambands samvinnufélaga er m.a. fariö fram á ab mánaöar- laun hækki aö lágmarki um 10 þúsund krónur og almenn kaup- hækkun á alla kaupliöi verbi 7%. Lánskjaravísitölunni veröi enn fremur breytt þannig ab launa- hækkanir hafi ekki margfeldis- áhrif á vísitöluna. Vestfirskt launafólk krefst þess einnig aö fiskverkafólki sem unniö hefur í 2 mánubi hjá sama fyrirtæki veröi tryggöur réttur til launa, þótt vinna falli niður vegna hráefna- skorts eða annarra orsaka. Þá er þess krafist aö stjórnvöld eybi því misrétti sem er í verð- mun á orkuver&i, skattleysismörk verði hækkuð í 60.655 krónur og tekjuskattsprósentan verbi lækk- uð verulega. En síbast en ekki síst telur ASV ab viöræður vib stjórn- völd eigi að snúast um aukna at- vinnu. Athygli vekur ab í kröfugerö- inni koma fram atribi sem taka mið af breyttum aðstæðum í sjáv- arútvegi á Vestfjörðum. M.a. er farib fram á endurskoðun á ákvæöum samninga um landanir á ísfiski úr togurum og geröur verði samningur um löndun úr frystitogurum. Þá vilja verkalýbs- félögin ab geröur verbi nýr samn- ingur um vinnu í rækjuverk- smiðjum, sem m.a. feli í sér ákvæöi um vaktafyrirkomulag. Desemberuppbót verði rúmar 20 þúsund krónur og verkafólk sem unnið hefur í 5 ár hjá sama atvinnurekenda eigL rétt á 25 daga orlöfi og 10,64% orlofsfé. Eftir 10 ára starf verði orlofsdagar 26 og 11,11% orlofsfé. Ennfrem- ur er þess krafist ab foreldrum verði tryggður réttur til ab verja allt aö 14 vinnudögum á hverju 12 mánaöa tímabili til aðhlynn- ingar á sjúkum börnum. Einnig að ákvæði komi í samninga aö fólk haldi fullum launum í ákveöinn tíma viö andlát nán- ustu ættingja. ■ Magnús Kristinsson, formað- ur Utvegsbændafélags Vest- mannaeyja, segir að „þetta hörmulega slys" á síbasta ári í fækkun flotans hafi kostað um 80 sjómenn atvinnuna. Um helmingur þeirra hafi komist á önnur skip, sem hafa bætt vib sig skipverjum, því kvóti hefur flust yfir á þá í staðinn. Jafn- framt því hefur aðkomusjó- mönnum fækkaö og afleysinga- pláss verið aukin á mörgum bátum, þannig að áhrifin hafa ekki verið eins víðtæk og marg- ir hafa óttast. Magnús segir að botninum sé því miður ekki náð og líklega eigi Eyjamenn eftir ab sjá á eftir 2 til 3 bátum til vibbótar ábur en árið er á enda og þessi koll- steypa stöðvast. „Þaö, sem er ab gerast núna, er engin nýlunda. Þab hefur alltaf gengib upp og ofan, verið uppgangur í einni tegund af útgerðarmynstri og niburgangur í öðru. A árunum 1988-90 var t.d. mikill upp- gangur í þessum svoköllubu gámafiskveibum. Þá voru há verb á erlendum mörkuðum og flestir þessir bátar, sem við er- um að missa núna, komu á því tímabili. Síöan þá hefur verö er- lendis lækkab verulega og gámaútflutningur í dag er mjög óverulegur. í dag er uppsveiflan í rækjuveiðum og margir bátar, sem hafa farib héban, hafa ein- mitt farið á rækju. Þessi þróun á eftir ab halda eitthvaö áfram. Það má segja ab við séum ab fara í gegnum hreinsunareld í Eyjum, en það eru mörg önnur píáss sem hafa gengið í gegnum þetta. Þab voru mætir stjórn- málamenn, sem vitnuðu í það á sínum tíma aö uppgangurinn í Eyjum væri óeðlilegur. Ég held að Vestmannaeyingar ættu ab hugleiða þau orb sem þá voru látin falla. Nú erum við ab líba fyrir að þessi skip eru aö fara." Magnús segist alls ekki svart- sýnn á framtíð Eyjanna. Hann sjái ekki fram á algjört hrun, en neiti því ekki að hann sé áhyggjufullur yfir þróuninni í fækkun Eyjaflotans á síðasta ári. Það, sem af er þessu ári, er þegar einn bátur farinn, Sigur- borg VE ásamt 600 þorskígild- um, til Hvammstanga. En Magnús bendir á aö mikil hag- ræðing hafi átt sér staö á und- anförnum misserum í frystihús- um í Eyjum. Nú séu þar tvö stór frystihús í stab sex fyrir nokkr- um árum, en reyndar hafi þab haft í för meb sér aö kvóti og vinnslan hafi færst á færri hendur. ■ Oddviti Alþýöubandalagsmanna á Sigufiröi styöur Ragnar Arnalds stefnir sjálfur á annaö sœti á lista flokks- ins í kjördœminu: Ragnar öraggur í fyrsta sæti Verulegar líkur eru á a& efstu sætin á frambo&slista Alþý&u- bandalagsins á Norðurlandi vestra ver&i óbreytt. Forval um uppstillingu fer fram á laugar- dag, en þar er flokksbundnum félögum heimilt að kjósa. Sigl- fir&ingar rá&a nánast lögum og lofum í flokknum í kjördaem- inu eftir vel heppna&a smölun fyrir forvaliö og þeirra þing- mannsefni segist sty&ja Ragnar Arnalds í 1. sæti og stefna sjálf- ur á annaö sæti. Ragnar Amalds er eini þing- maður Alþýöubandalagsins á Noröurlandi vestra, en varamað- ur hans er Siguröur Hlöðversson á Siglufirði. Anna Kristín Gunnars- dóttir, bæjarfulltrúi á Sau&ár- króki, var í þribja sæti listans fyrir síbustu kosningar, en hún hefur þrýst á um að verða færð upp um eitt sæti. Forval Alþý&ubanda- lagsins í kjördæminu fer fram í tvennu lagi. Hib fyrra var haldið um miðjan desember en í því hafnaði Anna Kristín í öðru sæti á eftir Ragnari meö átta atkvæba mun. Siglfirðingar brug&ust vib þessu meö því að fylkja sér um sinn kandídat, Sigurð Hlöðvers- son, og fyrir seinni umferö forvals gengu 60-70 nýjir félagar í flokk- inn á Siglufirði. Nú eru um 115 manns flokksbundnir Alþýðu- bandsmenn á Siglufirði. Þab er rétt tæpur helmingur flokksbund- inna í kjördæminu öllu, en um 250 manns eru í Alþýöubandalag- inu á Norðurlandi vestra. Með góöri samhæfingu hafa því Sigl- firöingar úrslit seinna forvals nánast í hendi sér. Ragnar Arnalds. Að sögn Sigurðar Hlö&versson- ar er hér um stu&ningsfólk Al- þýðubandalagsins að ræða, sem hingað til hefur ekki verið flokks- bundið. Hann segist hins vegar ekki hafa í hyggju ab ógna Ragn- ari Amalds í fyrsta sæti listans. „Ég sækist eftir ööru sæti og styö Ragnar í þab fyrsta," sagbi Siguröur í samtali viö Tímánn í gær. Innan Alþýöubandalagsins hefur veriö á kreiki orðrómur um að Ragnar Arnalds muni láta af þingmennsku á miðju næsta kjör- tímabili, en hann hefur setib samfleytt á þingi frá 1963 aö und- anskildu einu kjörtímabili, 1967- 1971. Sigur&ur segir þetta ekki upp á borðinu. „Vib höfum rætt þaö og hann hefur boriö það al- fariö til baka. Þetta eru bara sögu- sagnir og tilbúningur." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.