Tíminn - 12.01.1995, Page 4
4
Fimmtudagur 12. janúar1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Neðanjarðar-
hagkerfið
Nú nálgast sá tími sem skattgreiðendur í landinu
setjast yfir framtöl sín og tíunda tekjur liðins árs til
að senda skattstofunum til yfirferðar. Þetta er ekki
flókið mál hjá venjulegu launafólki, sem færir inn
samkvæmt launaseðlum sínum og staðgreiðslan
hefur verið tekin af við útgreiðslu launa. Þetta fólk
hefur greitt keisaranum það sem keisarans er.
Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Fjöldi
fólks kemst upp með það að skjóta undan tekjum
og fyrirtæki sömuleiðis. Miklar athuganir hafa ver-
ið gerðar á því hvað undandráttur af þessu tagi er
mikill og niðurstöðurnar hafa legið á því bili að
hann geti numið allt að 11 milljörðum króna, eða
sem nemur ríkissjóðshallanum.
Af þessum staðreyndum má sjá að kerfisbreyt-
ingar, sem gerðar hafa verið undanfarin ár, hafa
ekki skilað árangri í betri skattskilum. Gífurlegar
breytingar af þessu tagi hafa átt sér stað. Árið 1988
var tekin upp staðgreiðsla opinberra gjalda. Virðis-
aukaskattur var tekinn upp árið 1990 í stað sölu-
skatts. Tryggingagjald var lagt á atvinnurekstur í
stað margvíslegra launatengdra gjalda árið 1991. í
umræðunni um þessar breytingar kom fram að
vonir stóðu til að þær leiddu til betri skattskila.
Þær vonir hafa brugðist.
Það er því eðlilegt að spurt sé hvað sé til ráða.
Skattsvikin fela í sér þjóðfélagslegt óréttlæti, sem
ekki er hægt ab una við og láta sem ekkert sé.
Skattstofurnar eru lykilstofnanir í yfirferð skatt-
framtala. Naubsyn ber til að efla þær að starfsliði.
Það er mikið verk og flókið að fara með gagnrýn-
um hætti yfir erfið framtöl, en brýn þörf er að
leggja aukna áherslu á skyndikannanir á framtöl-
um fyrirtækja.
Það mun vera staðreynd að miklar brotalamir
eru í skilum á virðisaukaskatti og mál, sem upp
hafa komið á því sviði, eru hreint ótrúleg. Kemur
þar til að það kerfi hefur verið gert flóknara og
framteljendur eru búnir að læra á það. Þetta svindl
leiðir til óheiðarlegrar samkeppni fyrirtækja, þar
sem þeir grandvöru, sem vilja hafa sín mál í lagi,
standa höllum fæti. Þarna þarf að efla mjög eftir-
lit, sem er flókið og vandasamt.
Það er einnig þörf á því að endurskoða viðurlög
við skattsvikum sem upp komast. Viðurlögin
verða að endurspegla það vibhorf að skattsvik séu
alvarlegt afbrot.
Hins vegar má ekki heldur gleyma í þessu sam-
bandi samhengi hárra jaðarskatta og skattsvika.
Eftir því sem skattprósentan er hærri er freistingin
meiri. Þab verður að finna þann meðalveg í skatt-
heimtunni að hún þyki réttlát miðað við það hag-
ræði sem skattgreiðandinn fær í staðinn frá ríkis-
valdinu. Ráðdeild í opinberum rekstri er lykilatriði
til þess að þetta viðhorf sé ríkjandi. Bruðl og óráð-
sía með opinbert fé er jafnvel notað sem siðferði-
legur grunnur fyrir þá sem draga undan tekjur. Allt
þetta verður að hafa í huga, þegar reynt er að finna
ráð til þess að ná þeim 11 milljörðum inn í ríkis-
sjóð, sem talib er að dregnir séu undan um þessar
mundir.
Af heilagri vandlætingu?
Davíð Oddsson var ckkert aö
skafa utan af því í viötali á Stöð 2
í fyrrakvöld, þegar hann lýsti van-
þóknun sinni á þróun mála í
Hafnarfirði. Davíð sór af sér og
Sjálfstæðisflokknum öll tengsl viö
Jóhann G. Bergþórsson og vildi
koma ábyrgöinni af sérkennileg-
um samskiptum Jóhanns og fyrr-
verandi bæjarstjórnarmeirihluta
alfarið yfir á Alþýöuflokkinn. Síð-
an skaut forsætisráðherra föstu
skoti á samstarfsflokk sinn í ríkis-
stjórn með því að segja eitthvað á
þá leið, að það væri illa komiö fyr-
ir flokki, sem hafi verið að reyna
aö hreinsa sig af því að vera talinn
upphaf og endir siöspillingar, að
taka þátt í svona. Greinilegt væri
að þrátt fyrir fagurgalann hafi Al-
þýöuflokkurinn ekkert lært og
„engu gleymt, því miöur".
Fréttir berast nú líka af jrví að
bæjarstjórinn og formaöur bæjar-
ráðs, þ.e. oddvitar samstarfsflokk-
anna í Hafnarfirði, allaballa og
íhalds, hyggist nú kæra til félags-
málaráðuneytisins viöskipti Hag-
virkis-Kletts við bæinn á vaida-
tíma krata. Slíkt kemur eflaust
miklum vandræðum af staö í fé-
lagsmálaráðuneytinu, vegna
tengsla ráðherra viö málsaðila,
eins og Ólafur Uagnar Grímsson,
formaöur Alþýöubandalagsins,
hefur rækilega bent á. Hitt er jró
augljóst af málatilbúnaðinum öll-
um hjá þeim Magnúsum í Hafnar-
firði, Davíð Oddssyni og Ólafi
Ragnari að þeir vilja ekki láta
bendla sig viö þaö sem nú er að
gerast hjá Jóhanni G. og Alþýðu-
flokknum. Hver um annan þver-
an koma þeir í fjölmiðla, lofa
Drottin frammi fyrir alþjóö aö
hætti faríseanna og þakka honum
fyrir að vera ekki cins og kratarnir
ogjói Begg.
Fordæming af ákafa
Fordæmingin er svo áköf að
ósjálfrátt setur að áheyrcndum
GARRI
efa, og þegar betur er aö gáð er sá
efi e.t.v. ekki ástæðulaus. Sann-
leikur málsins er nefnilega sá, aö
ágreiningsatriöi nýsköpunar-
mcirihlutans í Hafnarfirbi við Jó-
hann G. Bergþórsson hafa kry-
stallast í spurningunni um stöðu
bæjarverkfræðings annars vegar
og hins vegar í viðskiptasamband-
inu sérstæba milli fyrrum meiri-
hluta krata og Hagvirkis-Kletts og
rausnarlegrar fyrirgreiðslu bæjar-
ins viö þetta fýrirtæki. í báðum
tilfellum er um að ræöa mál, sem
bæbi Sjálfstæöisflokkurinn og Al-
þýðubandalagið vissu vel um og
þekktu út og inn, en voru þó til-
búnir til ab láta kyrr liggja, svo
framarlega sem Jóhann styddi þá
til áframhaldandi meirihlutasetu í
bæjarstjórninni. I meirihlutasátt-
mála flokkanna í vor var beinlínis
samiö um bæjarstjórastööuna
handa Jóhanni og Jóhann var
settur í framboð fyrir íhaldiö, þó
svo ab öllum væri kunnugt um
náin fjárhagstengsl hans við bæj-
arstjórn krata á síöasta kjörtíma-
bili.
Gömul mál
Þetta eru ekki mál sem eru að
koma upp nú á nýju ári, heldur
eru hér á ferðinni gömul mál, sem
fá að vísu heldur aukiö vægi
vegna ytri aðstæöna og skýrslu-
gerðar endurskoðunarfyrirtækja.
Málin, sem nú er mest hneykslast
á — réttilega — eru því einfald-
lega mál sem sjálfstæöismenn og
allaballar voru að miklu leyti bún-
ir að leggja blessun sína yfir, ef
meirihlutinn hefði haldist. Sé það
síðan rétt sem Jóhann heldur
fram, að félagar hans hafi ætlaö
að kúga hann til hlýðni með því
að liggja á skýrslu endurskoðend-
anna og segja ekki frá því sem þar
stóð, þá er ekki einungis holur
hljómur í heilagleika hinna sið-
vöndu, heldur beinlínis tóma-
hljóð.
Garra dettur ekki í hug að verja
viöskiptabandalag Jóhanns G. og
bæjarfulltrúa krata í Hafnarfiröi.
Hneykslun hinna minnir þó
óneitanlega á sögu Esóps um vín-
berin og refinn sem ekki náði í
þau. Refurinn sagði að þaö væri
allt í lagi, því berin væru hvort
sem er súr. Garra heyrist á öllu, að
fyrrum félögum Jóhanns G. finn-
ist hann vera „hvort sem er dálít-
ið súr".
Garri
Sameignarsinnar kolkrabbans
Helstu formælendur einkafram-
taksins í landinu berjast hatram-
lega gegn því að bæjarútgerð
verði aflögð á Akureyri. Rökin eru
þau að það muni valda bæjarfé-
laginu óbætanlegum skaða ef
eignarhluti hins opinbera í Út-
geröarfélagi Akureyringa kemst í
hendur markabsaflanna. Slíkt
geta sjálfsstæðismenn á Akureyri
og SH armur kolkrabbans ekki liö-
iö.
KEA bíðst til að kaupa hlut bæj-
arfélagsins í útgerðinni, en SH-
karlarnir í Reykjavík og íhaldið á
Akureyri telja miklar líkur á að
KEA-veldið ætli sér að lauma út-
gerðinni og fiskvinnslunni burtu
úr Eyjafiröi og jafnvel landsfjórð-
ungunum ef af kaupum veröur.
Hvaöa hag KEA kann ab hafa af
slíkum vendingum í athafnalífinu
er hulin ráðgáta öðrum en bæjar-
útgeröarafturhaldi SH og Akureyr-
aríhalds.
Rekstrarform
sósíalismans
Aö hinu Ieytinu er það ekkert
leyndarmál aö íslenskar sjávaraf-
urðir hf. eru þess mjög fýsandi að
KEA auki hlut sinn verulega í ÚA
og taki að sér sölu afurðanna er-
lendis. En til þessa hefur sam-
vinnusamlagið Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna annast sölu á
afla og framleiöslu útgerbar og
fiskvinnslu ÚA.
Hlutafélagib íslenskar sjávaraf-
urðir hyggst flytja bækistöðvar
sínar norður ef af Kaupum KEA
verður, en það hefur annast sölu á
fiskafurðum kaupfélagsins úr út-
gerbum og fiskvinnslum við Eyja-
fjörð. ÚA hlutdeildin verður ab-
eins viðbót. Samlagssinnarnir í
SH vilja allt til vinna að viðhalda
bæjarútgerð og koma í veg fyrir
frjálsa samkeppni og halda því
mjög á lofti hve andstæð hún
sé hagsmunum útgerðar, starfs-
fólks, bæjarfélagsins og yfirleitt
alls nema hins frjálsa framtaks.
Einhvern veginn svona standa
málin á Akureyri. Þar má ekki
hreyfa við rekstrarformi sósíal-
ismans fyrir sameignarsinnum SH
og íhaldsins. Af sjálfu leiðir að
Á víbavangi
þeir vilja múlbinda eignarhald og
fjármagn atvinnulífsins vib bæjar-
sjóð og afneita lögmálum hins
frjálsa markaöar.
Annars staðar ganga útgeröar-
fyrirtæki kaupum og sölum og
flytjast milli landshluta. M.a.
keyptu Akureyringar Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar á sínum tíma og allt
er í lagi meb það. En KEA má ekki
auka hlut sinn í ÚA vegna ofríkis
títtnefndra sameignarsinna, sem
ekki viðurkenna önnur hlutafélög
sem gjaldgeng í samkeppninni en
þau sem þeir eiga sjálfir.
Sú eiginlega
samkeppni
Átökin um Útgerbarfélag Akur-
eyringa eru styrkleikaæfingar kol-
krabbans gamalkunna og smokk-
fisksins sem farinn er að láta að
sér kveöa í athafnalífinu og er að
uppistöðu afkvæmi nokkura
styrkra sambandsfyrirtækja sem
stóðu af sér hremmingarnar sem
yfirgengu SÍS.
Á meöan kolkrabbinn situr fast-
ur í neti úreltra kennisetninga um
einokunaraöstöðu og samkeppn-
ishömlur og rekstur bæjarútgerða
hlýðir smokkfiskurinn kalli nýrra
tíma um frelsi til athafna og
markaðssamkeppni.
Hér takast því á stálin stinn og
er líklegt að hvorug fylkingin vilji
láta hlut sinn í því yfirtökukappi
sem hlaupiö er í athafnamennina.
Hér skal engu spáð um leikslok
ef einhver veröa. En kapparnir
ættu að varast að samkeppnin
hlaupi með þá í gönur. Gjörbreytt
efnahagsumhverfi veldur því aö
íslendingar eiga í harðari sam-
keppni á mörkuðum en nokkru
sinni fyrr. Frjálsræðið er oröið
miklu meira en við sýnumst átta
okkur á eftir einangrun og hafta-
búskap kynslóöanna.
Samkeppninni svipar til upp-
heföarinnar að því leyti ab hún
kemur aö utan. Það eru nógir
keppinautar viö að stríða á erlend-
um mörkuöum ekki síður en inn-
anlandsmarkaði þegar frá líður
þótt eybyggjar slíðri sverðin og
hætti aö eyða allri orku sinni í aö
troöa skóinn hver niður af öðrum.
Þaö þýöir ekki ab vib eigum aö
leggja niöur alla samkeppni á
heimslóðum, síbur en svo. En ef
vib eyöum allri orku í innbyröis
keppni er voðinn vís.
En ofmettur og stirðbusalegur
kolkrabbinn verbur að láta sér
skiljast að tími hins frjálsa mark-
aðar er upp runninn. Líka á Akur-
eyri. OÓ