Tíminn - 12.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.01.1995, Blaðsíða 8
8 WmÚm Fimmtudagur 12. janúar 1995 Horft á sjónvarp í Pakistan: einokun á upplýsingamiölun sögö óframkvœmanleg. „Leynivopn" Vesturlanda gegn íslam Madonna (t.h.): vonlítiö aö keppa viö vestrænt sjónvarp. Spádómar um harbnandi átök milli Vesturlanda og íslams- heims hafa mjög verið á kreiki síöan járntjaldiö féll og voru raunar farnir aö sjást og heyrast fyrr, þótt þeir eins og flest annaö í heimsmálum hyrfu mik- iö til á bakvið kalda stríðiö meðan þaö var. Af fræöimönnum, sem komiö hafa fram með slíkar spár, er þessa stundina hvað mest í sviðsljósinu Samuel Huntington, stjórnskipunar- og hernaðarfræð- ingur og prófessor viö Harvardhá- skóla. Hann telur aö af átökum hugmyndafræðilegra kerfa, sem mjög hafa einkennt heimsmálin á þessari öld, muni taka við átök menningarheilda og þá ekki síst Vesturlanda og íslamsheims. Ýmsar skoöanir eru uppi um hvernig fari í þeirri viöureign og vantar ekki aö á margt sé minnst sem bendi til þess aö Vesturlönd standi í henni höllum fæti. En sumir eru í þeim efnum bjart- sýnni fyrir hönd Vesturlanda. Bent er t.d. á gífurlega yfirburði Vestur-Evrópu og Norður-Amer- íku í efnahagsmálum og tækni. í þeim efnum stendur þeim enginn jafnfætis nema Japan, og eru miklar líkur á aö svo veröi enn um sinn. Kassettur Khomeinis Malise Ruthven er fræðimaður nefndur, kominn af skoskum her- mönnum og ensk-írskum prest- um og hefur orö á sér sem einn af helstu kunnáttumönnum á Vest- urlöndum um íslam. Hann er einn af þeim sem telja Vesturlönd standa allvel aö vígi í viðureign- inni viö herskáar, bókstafssinnaö- ar íslamskar hreyfingar. Ruthven ritaöi nýlega í breska blaöiö Sunday Times grein undir fyrir- sögninni: The West's secret wea- pon against Islam („Leynivopn Vesturlanda gegn íslam"). Á hann þar við yfirburði Vesturlanda í upplýsingamiölun og þá sérstak- lega gervihnattasjónvarpi. Ruthven er þeirrar skoöunar, aö einokun á upplýsingamiðlun sé forsenda þess aö hægt sé aö halda ríkjum og byltingarhreyfingum einsleitum og undir einræöis- stjórn um langa hríö. Þetta tókst t.d. þeim Stalín og Maó, enda gátu þeir einokað upplýsinga- miölun til almennings. „Hefðu upplýsingar frá öörum aðilum borist til íbúa Sovétríkjanna frá upphafi þeirra, hefði kommún- ismi þeirra hrunið þegar á þriöja áratugnum," skrifar Ruthven. íslamska byltingin í íran hafi sýnt fram á aö nýir tímar í þess- um efnum voru gengnir í garð. ír- anskeisari hafði full tök á fjöl- miðlum ríkis síns. En þaö kom fyrir lítiö, því að meðan Kho- meini sat útlægur í Neauple-le- Chateau skammt frá París 1978 smygluðu lærisveinar hans kass- ettum meö boðskap hans í þús- undatali inn í íran. Þannig komst Khomeini framhjá fjölmiðlaein- okun keisarans og gróf um leið undan írönskum menntamönn- um, sem aö vísu voru margir and- vígir keisara en yfirleitt veraldleg- ir í viðhorfum, aö frátöldum klerkum og fræðimönnum sjíta- dóms. „Enginn öruggur fyrir Madonnu og CNN" Ruthven heldur áfram á þessa leið: Meðan prentaö mál var BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Þekktur frœbimabur um íslam segir íslamska bók- stafssinna berjast von- lausri baráttu gegn menningu Vesturlanda, sem sé óbum ab verba menning alls heimsins vegna yfirburba Vesturlanda í upplýsinga- miblun helsti upplýsingamiöillinn, var tiltölulega auðvelt fyrir valdhafa og byltingarhreyfingar aö einoka upplýsingamiðlun. Þaö gerðist æ erfiöara eftir því sem upplýsinga- miðlar, sem náöu einnig til þeirra lítt læsu og ólæsu, náöu sér meira á strik. Hljóð- og myndbönd skipta í þessu sambandi miklu máli og gervihnattasjónvarpið enn frekar. „Á vídeóöld er enginn öruggur fyrir Madonnu og CNN," skrifar Ruthven. Með hliðsjón af tiltölulega áreiðanlegum heimildum telur hann aö um 100.000 móttöku- diskar fyrir gervihnetti séu þegar í Alsír og aö um milljón manna þarlendis geti þarafleiöandi stöð- ugt horft á erlent sjónvarpsefni, fréttir og þætti um menningu, frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum Evrópulöndum. Eftir kaupsýslumönnum í Dubai er haft að um 10.000 móttökudisk- um sé á mánuði smyglað inn í ír- an. í gervihnattasjónvarpinu horfir fólk um allan íslamsheim á blæjulausar og oft léttklæddar konur, vestrænan neyslulífsstíl og jafnvel meira eða minna klám- fengið efni, sem Ruthven segir einkum koma frá Hollandi, Ítalíu og Þýskalandi. Þar er líka fjallað um fréttir og annað frá öðrum sjónarhornum en gert er í íslömsku sjónvarpi og margt af því er í beinni mótsögn við þaö sem stjórnvöld og íslamskar bók- stafshreyfingar flytja. Enda er bókstafssinnuðum íslömskum ríkisstjórnum og hreyfingum ekk- ert vel við sjónvarpssendingar þessar. I Saúdi-Arabíu reyndu stjórnvöld fyrir skömmu að úti- loka gervihnattasjónvarp. Als- írska bókstafshreyfingin GIA (menn frá henni rændu frönsku farþegaflugvélinni um jólin) reynir að fá fólk þarlendis til að taka niður sjónvarpsdiska sína, að „hætta aö menga hugi múslíma með vestrænum óþverra". Hafa ekki undan En Ruthven efast um aö alsírsk- um bókstafssinnum tækist að úti- loka vestræna sjónvarpið, jafnvel þótt þeir kæmust til valda. Hann bendir á aö móttö.kudiskar verði æ smærri og því sé orðið auðveld- ara en áður að láta fara lítið fyrir þeim og að smygla þeim. Og hversu mjög sem múslímar sverja á sig hollustu við trú sína, menn- ingu og siðakerfi, virðast þeir al- mennt mjög áfjáðir í að njóta þess sem vestrænt sjónvarp hefur upp á að bjóða og taka það fram- yfir eigið sjónvarp. Meðal „íslamista", eins og Rut- hven kallar íslamska bókstafs- sinna, hafa þegar komið fram til- lögur um að líklegra til árangurs en bann muni að koma upp íslömsku gervihnattasjónvarpi er keppi við það vestræna. íran kvað hafa á prjónunum að skjóta upp gervihnetti í þeim tilgangi. En Ruthven telur vafasamt að íslam- istar geti keppt við jafn leiknar og útsmognar stofnanir og BBC og CNN með góðum árangri. Þar að auki muni slíkar íslamskar sjón- varpsstöðvar neyðast til að líkja eftir þeim vestrænu, ef þær eigi að hafa einhverja von um að draga frá þeim áhorfendur, og þar með verði þær sjálfar orðnir óbeinir miðlarar vestrænna áhrifa. Ruthven lýkur grein sinni í Sunday Times með eftirfarandi orðum: „Enginn vafi er á því aö íslamistar hafa fullan vilja til þess að koma sér upp einokun á upp- lýsingum, hliðstæðri þeirri sem Hitler og Mein Kampf og helgirit Marx og Leníns komu á." En heimurinn þróist svo hratt fram til þess að verða ein menningar- heild, aö hugmyndafræðingar íslömsku byltingarinnar hafi ekki undan. Hið eina, sem þeir geti, sé aö „berjast örvæntingar- fullri, vonlausri baráttu á und- anhaldinu". ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.