Tíminn - 12.01.1995, Síða 9

Tíminn - 12.01.1995, Síða 9
Fimmtudagur 12. janúar 1995 Sitifiiitt 9 UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . Enn barist hart í Grosní eftir aö vopnahléiö fór út um þúfur: Talsmaður Duda- jevs útilokar ekki samninga Rússneskar hersveitir héldu uppi hörðum loftárásum á her- setnu borgina Grosní, höfuð- borg Téténíu í gær, eftir að 48 stunda boðað vopnahlé fór út um þúfur. íbúar borgarinnar voru felmtri slegnir og mannfall mikið að talið er. Fréttamaður Reutersfréttastofunnar í Grosní sagði að loftárásinar væru þyngstar við Forsetahöllina og höfðu a.m.k. tvær sprengjur hafnað á þaki hennar um kvöld- matarleytið í gær. í Moskvu héldu æðstu ráða- menn neyðarfund vegna ástandsins í Grosní en vildu ekki taka neina ákvörðun um að hætta árásum á borgina að svo komnu máli. Aslabek Kadiev, sérstakur tals- maður Dzhokhars Dudajevs, forseta Téténínu, sagði í gær að ekki væri óhugsandi að semja við Rússa ef Téténar myndu hafa sama samningsrétt og Rússar. „Það eina sem við krefj- umst er jafn samningsréttur. Við samþykkjum ekki að vera beittir ofríki, en það eru mögu- leikar á að semja um fjárhags- leg, stjórnunarleg og öryggisleg atribi," sagði Kadiev við Reut- ersfréttastofuna í gær. Breskur ljósmyndari skýrði í gær frá að sex börn og fimm fullorðnir Grosníbúar hefði lát- ist eða særst alvarlega eftir árás- ir rússneska hersins. Hann sagði ab íbúarnir hefðu verið ab reyna að flýja borgina á vörubifreib þegar tvö flugskeyti sprungu við bílinn með skömmu millibili. Hib fyrra missti marks en þab seinna sprengdi bílinn í loft upp. Mannfall er talið mikið en mjög erfitt er að fá hlutlausar upplýsingar af atburðunum í borginni. Alþjóðasamtök fréttamanna fordæmdu í gær áform Borisar Jeltsin um að segja æðsta manni ríkissjónvarpsins, Oleg Poptsov, upp störfum. Samtökin sögðu að ef til þess kæmi væri það „hrein ógnun vib frjálsræði fjöl- miðla í Rússlandi", og hvöttu Jeltsin til að leyfa Poptsov að halda áfram störfum sínum. Lést fyrir starf sitt lochen Piest, þrítugur blaöamaöur hjá þýska tímaritinu „Stern", er þriöji fréttamaöurinn frá Evrópu sem fellur ístríöinu á milli Téténa og Rússa. Piest var drepinn af téténskum stríös- manni viö járnbrautarstöö um 60 km frá Crosní, höfuöborg Téténíu. Lifbi af 61 metra fall New York - Reuter Bandarísk kona féll 61 metra — samsvarar 20 hæðum í fjöl- býlishúsi - - eftir að hún stökk af brú ofan í ískalt vatn New York flóa, eftir því sem yfirvöld þar sögðu í gær. Konan er 29 ára gömul og stökk af Verrazano-Narrows brúnni sem tengir Brooklyn og Staten Island. Vitni sáu hana klæða sig úr frakkanum og stökkva síðan með fæturna á undan, auðsjáanlega í sjálfs- morðshugleiðingum. Konunni var fljótt bjargað vegna skjótra viðbragða vegfarenda og lög- regiu og var hún flutt sam- stundis, án þess að missa með- vitund, á sjúkrahús, þar sem hún liggur þungt haldin en er ekki í lífshættu ab sögn lækna. Lögreglan í New York segir það nánast kraftaverk að konan hafi lifaö fallið af. ■ Enn barist í Bihac Barist var í norðausturhluta Bihac í gær en talsmaöur Sam- einuðu þjóðanna taldi bardag- ana ekki alvarlegt brot á vopna- hléinu sem sú stendur yfir á milli Bosníu-Serba og Múslima. Tilkynnt var í gær um u.þ.b. 200 sprengingar í Bihac á sl. 24 klukkustundum og auk þess skiptust hinar stríðandi fylk- ingar á vélbyssuskothríðum. ■ „Gub blessi drottning- una" hljómar aftur í Dublin eftir 30 ára hlé Dublin — Reuter Þjóðsöngurinn breski, „Gub blessi drottninguna", verður spilaður á fótboltaleik í Dublin í næsta mánuði, í fyrsta sinn í 30 ár. Þessi tímamót má þakka vopnahléinu í Norður-írlandi sem nú hefur staðið yfir í fjóra mánuði. „Aðstæður hafa breyst vegna ástandsins í norðri. Það er engin ástæöa lengur fyrir því að við spilum ekki þjóðsönginn," sagði formaður írska knatt- París - Reuter Sala á evrópskum bílum jókst um 5,7% á árinu eftir 15% sam- drátt árið 1993. Volksvagen er söluhæsti Evr- ópubíllinn þótt sala hans hafi aðeins aukist um 2,92%, alls voru 1880 þús. bílar seldir sem veitir honum 215,88% mark- aöshlutdeild. Samkvæmt tölunum, sem franskir bílaframleibendur birtu með fyrirvara í gær, voru Peugot og Citroen bílar næstsöluhæst- ir, 1520 þús. bílar seldust á ár- inu og er markaðshlutdeild þeirra 9,62%. Evrópski Fordinn seldist í 1380 þús. eintaka og er það söluaukning um 7,42% frá fyrra ári. Sala japanskra bíla minnkaði spyrnusambandsins í gær, Sean Connolly. 30 ár eru liðin frá því að þjóð- söngurinn var síðast spilabur á ensk-írskum íþróttaviöburðum af ótta við hermdarverk írska lýðveldishersins, IRA. Norður- írar hafa eldað grátt silfur við Breta síðustu áratugina og vilja losna undan yfirráðum þeirra. Leikurinn er landsleikur íra og Englendinga og fer fram 15. febrúar nk. um 5,64%, alls seldust 1300 þús. bílar sem þýðir um 11% af heildarsölunni. Hástökkvarar ársins reyndust þýski Benzinn og sænski Volvo- inn, en sá fyrrnefndi jók sölu sína um 18,9% frá fyrra ári en Volvoinn um 16,6%. ■ Öll frönsk börní tungumála- kennslu París - Reuter Ailir franskir nemendur í grunnskóium munu læra er- lend tungumál í a.m.k. 15 mín- útur dag hvern frá og meb byrj- un næsta skólaárs. Þetta kom fram í máli menntamálaráð- herra Frakka í gær, Edouards Balladurs. „Við þurfum að stíga stórt skref í erlendum tungumál- um," sagði hann á blaða- mannafundi í gær. Fram að þessu hefur aðeins fjórðungur franskra nemenda lært erlend tungumál á grunn- skólastigi en nýja stefnan tekur gildi í öllum 65.000 grunnskól- um landsins í september á næsta ári, skv. talsmanni ráðu- neytisins. Frakkar hafa löngum átt erfitt með ab tjá sig á erlend- um tungumálum og hefur þeim sérstaklega verið legið á hálsi fyrir litla enskukunnáttu. Með aukinni samvinnu í Evrópu þykir þýðingarmikið að ráða bót á þessum vanda. ■ Mjólkurkvóti! 30 þúsund lítra mjólkurkvóti til sölu í einu lagi eða í hlutum. Tilboð sendist Tímanum fyrir 23. janúar 1995 merkt „Mjólkurkvóti 95“. Tíminn, s: 91-631600, fax: 91- 16270. Brautarholti 1 — 105 Rvík. Pósthólf 5210. Evrópskir bílar rétta hlut sinn Hafnarfjöröur: Skrifstofa flokksins a& Hverfisgötu 25 verður opin á þriöjudagskvöldum frá 20.30- 22.30. Flokksmenn eru hvattir til að mæta og ræða málin yfir kaffibolla. Stjórnarfundir Fulltrúaráösins verða haldnir á sama staö og tíma, fyrsta og fjórða hvern þriðjudag. Stjórnin Aukaþing Kjördæmissam- bands framsóknarfélaganna á Vestfjöröum Kjördæmissamband Framsóknarfélaganna á Vestfjörðum boöar til aukaþings þann 14. janúar nk. til ákvöröunar á framboöslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þing- ið verður haldið á Hótel ísafiröi og hefst kl. 13.30. Dagskrá: Skipan frambo&slista fyrir komandi alþingiskosningar. Stjórnin Halldór Flnnur ólafur öm Fólk í fyrirrúmi: Reykjavík Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í kvöld, fimmtudag, í Súlnasal Hótel Sögu kl. 20.30. Aöalræðumenn kvöldsins verða þeir Halldór Ásgrímsson, formaöur Framsóknar- flokksins, Finnur Ingólfsson alþingismaður, og Ólafur Örn Haraldsson, annar mað- ur á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Allir velkomnir. Framsóknarflokkurinn Kópavogur — Þorrablót Þorrablót Framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið laugardaginn 21. janúar og hefst kl. 19.30 í Félagsheimili Kópavogs. Hljómsveit Jakobs lónssonar leikur fyrir dansi. Ræ&uma&ur kvöldsins verður Hjálmar Árnason skólameistari. Nánari upplýsingar gefa Hansína s. 43298, og Stefán s. 42587. Stjórn Fulltrúarábs

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.