Tíminn - 18.01.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.01.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 18. janúar 1995 11 Sérlisti Aarhus Fri- mærkehandel, Aarhus w...7'”", r I ' V '•*" ,' , * ® Mfí í-” _ í haust kom út sérlisti Aarhus Frimærkehandel, eða AFA eins og hann er oftast kallaður af frí- merkjasöfnurum. Þessi listi spannar yfir danska konungs- ríkið, eða Danmörku, Færeyjar, Grænland, Dönsku Vesturind- íur, Slesvig- Holsten og ísland fram að iýðveldi. Meðal þess, sem þessi listi hef- ir umfram aðra, er að skráning- in er að mestu í 5 liðum. Fyrsti liöur er merktur meb **, tveim stjörnum, sem þýðir að frímerk- ið er ónotaö með fullu lími. Næsti dálkur er merktur meb *, einni stjörnu, sem þýðir að lím er skert eða lítiö. Þá kemur dálk- ur sem merktur er með O, hring með punkti í. Þab merkir að frí- merkið er notaö og stimplað. Þá kemur fjórði dálkurinn með O hring og tölunni einn í. Þetta merkir ab um fyrsta flokks stimplað frímerki er ab ræða, með réttstæöum vel læsilegum Framhlib bókarinnar sýnir dýra danska fjórblokk. stimpli. Loks er svo síðasti dálk- urinn með verbi fyrir frímerkið á bréfi og yfir honum er lítil út- línuteikning bakhliðar umslags. Undir þessum lið eru oft gefin upp verð fyrir merkið eitt og sér Þórarinn Ólafsson Fæddur 23. maí 1912 Dáinn 8. janúar 1995 Þegar ég frétti skyndilegt fráfall Þórarins Ólafssonar, hrökk ég illa vib. Ég hafði hitt hann á förnum vegi ekki alls fyrir löngu. Þá fannst mér hann vera hreystin uppmáluö og meira lif- andi en margur æskumaðurinn, þrátt fyrir árin sín 82. Af sinni alkunnu glaðværð og hispurs- leysi fór hann -------------- mfg óg“ sSl t MINNING lærbi °S Eg sogu. ekki vísuna og man söguna ekki glöggt, en ástríðufull ásýnd sagnamannsins stendur björt og skýr í hugskoti mínu. Og ég rifj- aði upp með sjálfum mér: Þessi mabur er meiri en háskólarnir. Hann er holdgervingur íslenskr- ar menningar eins og hún gerist best. Ómengaður af hræsninni og fleðuskapnum sem hafa laumað sér inn í líf okkar að ut- an undir yfirskini framfara, sagnafróður um horfinn tíma sem aldrei kemur aftur, hreinn og beinn í allri framgöngu. Og nú, eins og hendi væri veifað, var hann allur. Ég fylltist depurö að hafa misst góðan vin og þunglyndi er ég hugsabi til þess að þeir týna óðum tölunni hinir bestu íslendingar, þeir sem í þverrandi fjöri sínu geyma dýr- mætasta fjársjóð þjóðarinnar, en það er arfleiföin frá þeim tíma þegar fyrirferðarmikið pjátrib villti mönnum ekki sýn. En enginn getur verib lengi dapur sem hefur Þórarin fyrir augunum í minningunni. Og þar sem hann stendur nú ljóslif- andi fyrir augum mínum, fyrst alvömgefinn og einbeittur að segja frá og svo brosmildur og síðast skellihlæjandi eins og honum einum var lagið, þá hlýt- ur sorgin og depurbin aö víicja um set. Þórarinn kenndi okkur m.a. grasafræði í Gagnfræðaskólan- um á Akranesi. Það var þungt nám, svo ekki sé meira sagt. Enginn var að læra þetta af frób- leiksfýsn, margir til að ná prófi og sumir til ab gleðja hinn ást- sæla læriföður. Aðferðafræði kennslunnar var þessi: Smá- smuguleg sundurgreining með spurningum í hundrabatali. Engar óþarfa vangaveltur sem trufla einbeitinguna við verkib sem þarf að vinna. Ef þið lærið svörin utan að við öllum spurn- ingunum, þá fáið þib tíu. Svo einfalt var það. Og kannski -------------- fengu ein- hverjir tíu. Annað væri ósanngjarnt. á bréfi, en einnig með öðrum merkjum, blandað burðargjald. Þó mætti vera mun meira af því en er, að því er varöar ísland. Hér skal þó tekið eitt dæmi er varðar 3 aura, tveggja kónga frí- merkið frá 13. júní 1914. Þetta merki eitt á korti eða bréfi er verðlagt á DKR 250,-. Frímerkið meö öðru merki á korti er verð- lagt á DKR 350,-. Frímerkið með öbru merki á bréfi er verðlagt á DKR 500,-. Á fylgibréfi, ábyrgð, peningabréfi eða póstávísun er frímerkib verðlagt á DKR 1500,- .Varla þarf að geta þess að dönsk króna er rúmlega 10,00 ÍKR. Þá er mjög mikiö af afbrigð- um skráb í þessum lista og má segja að nær öll höfuðafbrigöi sé þar að finna, nema mismun- andi prentanir, sbr. Gullfoss-frí- merkin. Einnig vantar nokkuö af afbrigðum í yfirprentun frí- merkja, sbr. 1921-1925. Þótt þessir hlutir hafi verið til- teknir hér, er engin spurning um ab þetta er nákvæmasti er- lendi frímerkjaverðlistinn fyrir ísland. Þó svo hann komi ekki árlega út og sé nokkuð dýr, þá eru DKR 398,- ekki mikiö verð fyrir 720 blaðsíðna bók. Það hefir lengst af verið álitiö að AFA-listinn meti frímerkin nokkuö hátt. Þetta kann vel satt aö vera, ef litið er til uppboða á frímerkjum og verðsins sem þau seljast á þar. En þá skulum við gæta þess að í listanum er að- eins átt við toppfrímerki eftir Vœri þetta heilt brél) hefbi þab kostab um 80,000 IKR. FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON lýsingunni. Ennfremur skyldi engum gleymast að samræmið er mjög gott í veröum og því er listinn ábyggilegur til að nota hann við aö skiptast á frímerkj- um. Þá skulum við heldur ekki gleyma öllum hinum löndun- um, sem áður eru talin upp og er að finna í listanum. í skrán- ingu þeirra er jafnvel enn betur gert en að því er ísland varðar. Þá er enn eitt atriði, sem skráð er í íslenska hlutanum, en það er verö fjórblokka með jaðar- númerum. Þá eru spegluð krossa-vatnsmerki einnig skráð, sem og frímerkjahefti. Það er núna í fyrsta sinn sem þessi frímerkjaverblisti tekur með íslensku frímerkin frá kon- ungstímabilinu. Þetta eru því frímerkin frá 1873-1943, meðan ísland var hluti konungsríkis- ins. Auk þess, sem áður er upp- talið, eru skráðir upprunalegu stimplarnir, tollstimplanir, einnig burðargjöld fram til 1917. Þess má einnig geta ab stimplarnir eru verðlagðir. Þá er tekið fram um verð dönsku númerastimplanna, en þar er ranglega sagt aö aðeins séu þekkt 3 dönsk skildingabréf með númerastimpli 236. Þá eru verðskrábir númera- stimplar í Danmörku og Fære'’j- um, þá vitanlega með dönsku númerastimplunum. Einnig eru burðargjaldaskrár fyrir Dan- mörku og Færeyjar. Þaö munu um 100 ný afbrigði hafa bæst í þessa útgáfu. Þá eru teknar með árbækur, og árs- möppur, maximkort, sýninga- kort, minnamöppur og póstkort með áprentuöum frímerkjum. í lokin er svo nákvæm skrán- ing á myndamótagöllum og gal- vanógöllum í 20 aura skjaldar- merkjafrímerkinu frá 1882- 1902. Er þarna um mjög góba skráningu að ræða. Þetta er 6. útgáfa sérlistans og með þeim viðbótum og endur- vinnslu, sem átt hefir sér stað, er hér um mjög góða útgáfu að ræða, sem ekki aöeins á er- indi til safnara danskra frí- merkja, heldur ekki síöur hinna landanna, sem einhvern tím- ann hafa heyrt danska kon- ungsríkinu til, þar á meðal ís- lendinga. ■ En skiptir þó minna máli en hitt ab í lok tímans kom saga. Ekki endilega ný saga, sumar sögurn- ar voru sagbar aftur og aftur og urbu betri eftir því sem þær voru oftar sagðar. Og nú var athyglin í lagi. Maður var ein augu og eyru að horfa á manninn og hlusta. Og mabur trúði sögun- um. Þær voru allar sannar á þeirri stundu sem þær voru sagð- ar. Sögur frá uppvaxtarárunum, mildar sögur af sólbjörtum sum- ardögum við Djúp, magnabar skammdegissögur af hamförum náttúru vib ysta haf, dulúðugar sögur af Mórum og Skottum, sögur úr hversdagslífinu þar sem allir undu glaðir við sitt. Hin æv- intýralega umgjörð og litríkar persónurnar stóbu okkur ljóslif- andi fyrir sjónum. Meira að segja draugasögurnar og hetju- sögurnar voru sannar. Slík var kynngi frásagnarinnar frammi fyrir hinum námfúsu nemend- um. En bestar og sannastar voru þó sögurnar af honum sjálfum. Þær vitnuðu um manninn sem sagði og hann um þær. Grasafræöin er öll gleymd. Og sögurnar flestar líka, illu heilli. En það sem mestu skiptir er varðveitt í huga og hjarta. Það er minningin um lærimeistarann og manninn og allt þaö góða sem hann bar meb sér. Af henni stafar gullnum bjarma. Ég votta Rannveigu eiginkonu Þórarins, börnum þeirra og barnabörnum samúð mína. Guð gefi þeim styrk í sorginni. Leó Jóhannesson sLahV Auglýsing um upplýsingaskyldu einstaklinga og lögaðila vegna gjaldeyrisviðskipta og milligöngu um slík viðskipti í atvinnuskyni. Hinn 1. janúar 1995 var aflétt flestum höml- um á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagns- hreyfingum milli landa í samræmi við lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og reglugerð um sama efni nr. 679/1994. Eftir standa vissar takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi, sbr. lög nr. 34/1991 með síðari breytingum, og einnig eru takmarkanir á kaupum og afnotarétti erlendra aðila á fasteignum hér á landi, sbr. lögnr. 19/1966. Upplýsingaskylda Samkvæmt gildandi lögum er eftir sem áður skylt að veita Seðlabanka íslands upplýsing- ar um gjaldeyrisviðskipti og annað er varðar greiðslujöfnuð og stöðu þjóðarinnar við út- lönd, til þess að bankinn geti sinnt nauðsyn- legu eftirliti og hagskýrslugerð, sbr. 10. og 11. gr. laga um gjaldeyrismál og 22. og 24. gr. laga nr. 36/1986 um Seðlabanka Islands. Seðlabankinn hefur sett nánari reglur dags. 16. janúar 1995 um upplýsingaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga milli landa. Þar segir m.a. að aðilum, sem hafa heimild til milligöngu og verslunar með erlendan gjaldeyri, sé skylt að skrá gjald- eyrisviðskipti og flokka þau eftir eðli þeirra í samræmi við flokkunarlykla Seðlabankans. Viðskiptavinir fyrmefndra aðila þurfa því að greina frá tilefni gjaldeyrisviðskipta sinna. Sambærileg upplýsingaskylda hvílir á þeim sem eiga viðskipti við erlenda aðila án milli- göngu innlánsstofnana eða annarra sem hafa heimild í lögum eða leyfi Seðlabankans til að versla með erlendan gjaldeyri. í fyrmefndum reglum Seðlabankans, sem birst hafa í B-deild Stjómartíðinda, em jafnframt tilgreindar þær fjármagnshreyfingar við útlönd sem einstakl- ingum og lögaðilum ber að tilkynna Seðla- banka íslands. Starfsleyfi til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni í l.gr. reglugerðar nr. 679/1994 er eftirfarandi talið felast í milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri: 1. að stunda gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni fyrir eigin reikning eða gegn endurgjaldi; 2. að konta á gjaldeyrisviðskiptum milli aðila gegn endurgjaldi. Samkvæmt 9. gr. sömu reglugerðar skulu þeir aðiiar sem hyggjast hafa milligöngu um gjald- eyrisviðskipti og versla með erlendan gjaldeyri, aðrir en þeir sem hafa til þess heimild í lögum eða alþjóðasamningum sem ísland er aðili að, hafa til þess starfsleyfi frá Seðlabankanum. Sækja skal um slíkt leyfi til Seðlabankans. Seðlabankanum er heimilt við veitingu slíkra leyfa að afmarka þau við tiltekna þætti gjald- eyrisviðskipta. Reykjavík 16. janúar 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.