Tíminn - 18.01.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.01.1995, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 18. janúar 1995 3 Harmleikurinn á Súöavík: 160-170 björgunarsveit- armenn vib leitarstörf Fjórtán Súðvíkingar létu lífið í snjóflóðinu sem féll á Súðavík á mánudag, síðasta fórnarlambiö, ungur drengur fannst látinn um kvöld- matarleytið í gær. í fyrrinó.tt fundust tvö ungmenni á lífi, stúlka sem var nokkuð vel á sig komin, og í gærmorgun fannst ungur maður, sem hafði legiö þá Iegið grafinn í 24 stundir. Hann var í gær talinn úr iífs- hættu. Um hádegisbil fundu björgunarsveitarmenn tvo ein- staklinga í viðbót og tvo síðar í gær og voru þeir allir látnir. í gær voru á bilinu 160-170 björgunarsveitarmenn við leit á snjóflóðasvæðinu í Súðavík og bættist við talsverður fjöldi óþreyttra leitarmanna í gær, um Yfirlýsing frá ríkisstjórn „Ríkisstjórn íslands færir því björgunarfólki sem nú leggur svo hart að sér í Súðavík eða berst vib aö komast þangað þakkir þjóðar- innar," segir m.a. í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. „Hörmungar síðustu sólar- hringa munu verba til þess ab forvarnir vegna snjóflóðahættu verba teknar til endurmats í ná- inni samvinnu viökomandi ráðu- neyta og heimamanna á hverjum stab," segir ennfremur. ■ Garðar Guömundsson, kaup- maður í Björnsbúð á ísafirði, segir að ekki þurfi ab óttast skort á nauösynjum, þrátt fyrir erfiðleika í samgöngum. Mjólk fæst frá Mjólkursamlaginu á ísafirði og nægar birgöir eru af öðrum vörum, enda eru aðeins liðnir tveir dagar frá því að óveörið sem nú geng- leið og hægt var ab skipta út þreyttum mönnum. Varðskipið Týr kom með um 60 björgunarsveitarmenn og fleiri aðila til Súðavíkur skömmu eftir hádegi, en þar sem ekki var hægt að leggjast að bryggju á Súðavík voru björgun- artæki sett í land á ísafirði og verða þau flutt landleiðina til Súðavíkur. Um kl. 6.30 í gær- morgun lögðu moksturstæki af stað landleiðina til Súðavíkur, en þeir urbu að hætta mokstri í Súðavíkurhlíð um miðjan dag í gær, vegna veðurs. Þar ætlubu menn að bíða átekta. Með leitarmönnum úr Reykjavík hefur komib mikið magn fullkominna björgunar- tækja, sem flýttu mjög fyrir leit á seinni stigum í gær. Bæbi Flug- björgunarsveitin, Landsbjörg og slökkviliðib í Reykjavík eru mjög vel tækjum búnar til að leita að fólki við aðstæöur sem þessar. í gærmorgun kom togarinn Júlíus Geirmundsson til Súöa- víkur meb 26 björgunarsveitar- menn af suðurfjörbunum og fóru þá um 40 björgunarsveitar- menn, frá ísafirði er verið höfðu við leit frá því snemma á mánu- dagsmorgun með skipinu til baka. Þeir menn voru ör- þreyttir, enda búnir að leita í rúman sólarhring við mjög erf- iðar aðstæður. Þá fór Haffari í gær sína fjórbu ferb meb vistir ur yfir Vestfjarðakjálkann, skall á. Garðar segir stóran hluta at- vinnulífs liggja niðri þessa daga, enda væru allir vinnufær- ir menn sem ekki þyrftu að sinna brýnum störfum, við leit- arstörf í Súðavík. Aðeins væru opnar verslanir og nauðsynleg- ustu þjónustufyrirtæki. ■ og björgunarlið, frá því í fyrra- kvöld. Enn eru fleiri björgunarsveit- armenn á leiðinni, því togarinn Engey var að berjast við mjög erfiðar aðstæður meb 80 menn innanborðs og Múlafoss var á Húnaflóa meb um 25 menn innanborðs. Seint á mánudagskvöld féll annað snjóflóð úr Traðargili, þar sem snjóflóðið í desember féll, og er talið að þab flóð hafi hrifiö með sér tvö hús, auk þess sem það hafi skemmt kaupfé- lagshúsið, sem stendur nánast alveg niður við sjó. Flóöið var um eitt hundrað metra breitt og reif í sundur raf- magnslínur og af þeim völdum varð rafmagnslaust í stjórnstöb- inni í Frosta hf. og einnig fór hiti af húsinu. í framhaldi af því var stjórnstöbin færð í Fagranes- ið, sem liggur við festar í höfn- inni. Mikill fjöldi fólks hafði samband vib Rauða krossinn til að afla upplýsinga um sína nán- ustu frá Súðavík. Á mánudag og þriðjudag var víða flaggað í hálfa stöng og víða loguðu frib- arkerti úti við til að minnast þeirra látnu. Þá voru í gær bænastundir í Hvammstanga- kirkju og í Hjallakirkju í Kópa- vogi. Færeyska landsstjórnin sendi íslensku þjóðinni í gær sínar dýpstu samúðarkveðjur vegna harmleiksins og þá sendi ríkis- stjórn íslands frá sér yfirlýsingu. Tvö snjóflóð höfðu í gær fall- ib á ísafirði og var annað þeirra, sem féll við Grænagarð um 150 m. breitt og stórskemmdi sum- arbústaö er stóð við Steiniðju. Umferð á þessum slóðum hefur verið takmörkuð og var mikil snjóflóðahætta á Skutulsfjarðar- braut frá Grænagarði inn að bænum Seljalandi. Talsvert varð vart vib taugatitring og hræbslu fólks á ísafirði, sem býr í húsum utan svokallaðs hættusvæbis og virðist sem atburðir síðustu daga hafi gert það að verkum að það óttist að hús þeirra geti samt sem áður orðið snjóflóði ab bráð. Af þeim sökum hafa margir þeirra yfirgefið heimili sín. Veðurútlit fyrir næstu daga var ekki gott í gær, því í nótt og í dag var gert ráð fyrir allt að ellefu vindstigum og búist er við slæmu veðri’Tfam undir helgi. ■ ísafjöröur: Ekki nauösynjaskortur Landssöfnun vegna náttúruhamfara í Súöavík: „Samhugur í verki" Fjölmiðlar í landinu ásamt nokkrum öðrum aðilum hafa ákveöib ab efna til landssöfn- unar til hjálpar og stuðnings þeim sem illa hafa orbib úti vegna harmleiksins í Súbavík. Þjáning og sorg íbúa í Súbavík og gífurlegt eignatjón kalli á skjót vibbrögb annarra íslend- inga þeim til hjálpar. Þab eru Tíminn, Stöb 2, Bylgjan, Ríkis- útvarpib (Rás 1 og Rás 2), Rík- issjónvarpib, FM 95,7, Abal- stöbin, X-ib, Brosib, Alþýbu- blabib, Dagur, DV, Morgun- blabib og Morgunpósturinn ásamt Pósti og síma, sem hafa ákvebib í samvinnu vib Rauba Kross íslands og Hjálparstofn- un kirkjunnar ab efna til söfn- unar á mebal allra lands- manna. Landssöfnunin, „Samhugur í verki", hefst annað kvöld, þann 19. janúar kl. 19.55 með ávarpi forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur og verður því útvarpað og sjónvarpaö á öllum rásum. Eftir þaö verður tekið á móti framlögum í símamiðstöð söfnunarinnar til sunnudags- kvölds, 22. janúar. Landssöfnunin verbur með því sniði að fólk getur annars vegar hringt í símanúmer lands- söfnunarinnar og tilgreint fjár- hæb sem er sett á greiðslukort eða heimsendan gíróseðil. Hins vegar er hægt aö leggja beint inn á bankareikning hjá öllum bönk- um og sparisjóðum. Sjóðsstjórn landssöfnunar- innar er skipuö fulltrúum Rauba kross íslands, Hjálparstofnunar kirkjunnar, stjórnvalda, sóknar- prestinum í Súðavík og fulltrúa Rauða kross deildar Isafjarbar- sýslu. Fjárgæsluaðilar söfnunar- innar eru sparisjóðirnir á íslandi. Þeir sem standa að söfnuninni vegna náttúmhamfaranna í Súbavík hvetja alla íslendinga til að sýna samhug í verki og láta sitt af hendi rakna svo að milda megi áhrif hinna válegu atburöa á líf og afkomu fjölskyldna og einstaklinga í Súðavík. Sími söfnunarinnar er 800 5050 (grænt númer) Bankareikningur söfnunarinn- ar er 1117-26-800 í Sparisjóðn- um í Súðavík. ■ Páll Ægir Císlason, deildarstjóri hjá Slysavarnafélagi íslands: Sjómenn hafa unnið mikiö þrekvirki Hátt á annab hundrab þjálfabir björgunarmenn, aballega félag- ar Slysavarnafélags íslands frá höfubborgarsvæbinu, lögbu upp frá Reykjavík og eru flestir ab björgunarstörfum í Súbavík þessa stundina ásamt björgun- armönnum frá Vestfjörbum. Allir hafa verib bobnir og búnir ab koma til bjargar og ljóst ab sjómenn og björgunarmenn hafa lagt sig í hættu vib ab komast vestur í því foráttuvebri sem ríkir á siglingaleibinni. Út- gerbarmenn hafa góbfúslega bobib skip sín til björgunar- starfans. Páll Ægir Pétursson, deildar- stjóri hjá Slysavarnafélaginu, sagði í gær að samspilið milli Slysavarnafélagsins og Lands- bjargar, svokölluð landsstjórn sem samræmir störfin, hafi tekist vel. „Ég hafði á minni könnu ýmis- legt það sem lýtur að sjónum, meðal annars það ab koma Engey vestur og eins hafði ég meb togar- ana á Vestfjaröamiðum og Múla- foss að gera. Þá vorum við hafðir með í ráðum varðandi varðskipið og sendum hóp manna og tækja meðjwí," sagði Páll Ægir. „Ahafnir skipanna hafa unniö gríðarlegt þrekvirki og hafa lagt bæði sig og skipin í erfiðar sigl- ingar vestur. Oft þegar á reynir kemur í ljós að þaö em sjómenn- imir okkar sem hvaö mest mæöir á," sagöi Páll. Páll Ægir segir aö hann hafi strax haft samband viö Brynjólf Bjarnason í Granda á mánúdags- morguninn. Hann hafi þegar gef- iö grænt ljós á aö útvega skipiö í þetta verkefni og hafi það tekib skamman tíma að manna skipiö. Sama var aö segja um aöra sem leitaö var til, allir voru reiöubúnir til tafarlausrar hjálpar. Engey gekk þolanlega á leiö vestur og var væntanleg fyrir kl. 18 í gær til ísafjaröar eftir nærri sólarhrings siglingu. Þaöan átti aö ferja björgunarmennina yfir til Súöavíkur. Múlafoss var í gærkvöldi í ofsa- veðri og hélt sjó á Húnaflóa og þar um borð voru 32 björgunar- menn. Slysavarnafélagið hafði samband við tvo Vestfjarðatogara strax á mánudagsmorgun. Ætlun- in var að Júlíus Geirmundsson tæki björgunarmenn á noröur- fjörbunum sem hann gerði. Þá haföi Páll Ægir samband viö Sig- trygg Gíslason, skipstjóra á Margréti, og baö hann aö taka menn á Þingeyri og Flateyri, og var ætlunin að togaramir tveir yrðu á svipuðum tíma á ísafirði. Sigling Margrétar fór illa og varö skipiö fyrir miklum skakkaföllum af völdum brotsjóa, eins og kunn- ugt er. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.