Tíminn - 24.01.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 24.01.1995, Qupperneq 4
4 Þribjudagur 24. janúar 1995 ttMmt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ráðherra utan ríkisstjórnar Atburöir þeir, sem þjóðin hefur fylgst með í bæjarmálum Hafnarfjarðar að undanförnu, hafa tekið á sig einkennilega mynd, og það er greinilegt að forsætisráðherra er kominn í einkennilega stöðu vegna afskipta sinna af þeim málum. í íslenskri stjórnsýslu er skilið á milli stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis- valds og sveitarstjórna. Framboð til þeirra hefur að mestu verið á vegum stjórnmála- flokka. Hins vegar hefur það verið svo að sveitarstjórnarmönnum hefur verið af flokk- unum treyst til þess að taka sínar eigin ákvarðanir um samstarf við aðra flokka. Op- inber afskipti stjórnmálaforingja þar af eru ekki algeng. Tíminn vill ekki fullyrða um hvað gerist á bak við tjöldin, en það vekur óneitanlega athygli varðandi átökin um meirihlutann í Hafnarfirði að formenn þriggja stjórnmálaflokka skuli verða beinir þátttakendur í þeim og sáttafundir skuli fara fram á skrifstofu forsætisráðherra. Nú er útlit á því að núverandi meirihluti í Hafnarfirði haldi áfram, en eftir stendur að hann hefur krafist rannsóknar á viðskiptum Hagvirkis og Jóhanns G. Bergþórssonar við fyrrverandi meirihluta Alþýðuflokksins á síðasta kjörtímabili. Rannveig Guðmunds- dóttir félagsmálaráðherra hefur tekið þá skynsamlegu ákvörðun að segja sig frá því máli vegna tengsla við Alþýðuflokkinn í Reykjaneskjördæmi og eftir þetta kemur upp einkennileg staða. Fulltrúar Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði krefjast þess að Davíð Oddsson og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins komi ekki nálægt málinu. Þessi krafa virðist eðlileg í ljósi beinna afskipta Davíðs Odds- sonar af meirihlutasamstarfinu í Hafnar- firði. Því hefur heyrst fleygt að skipa verði sér- stakan ráðherra utan ríkisstjórnarinnar til þess að sinna þessu máli. í ljósi allra mála- vaxta væri það rétt ákvörðun. Ef svo yrði, þá væri það endir við hæfi á eindæma skraut- legum ferli ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Það er greinilegt að forsætisráðherra er í mjög erfiðri stöðu í þessu máli. Hann getur auðvitað sjálfum sér um kennt, því engin nauð rak hann til afskipta af því. Þessi ofur- áhersla á að viðhalda samstarfi við Alþýðu- bandalagið í einu stærsta sveitarfélagi lands- ins hlýtur hins vegar að vekja mikla athygli. Ef til vill er það vísbending um hvert hugur- inn stefnir eftir kosningar á sviði landsmál- anna. Óháðir alþýöubandalagsmenn Óhábir félagshyggjumenn hafa nú ákvebib ab ganga til banda- lags vib Alþýðubandalagib í Reykjavík og munu reykvískir allaballar ganga til kosninga undir formerkjunum „alþýðu- bandalagsmenn og óhábir". Handritið ab þessari framvindu var skrifab af Gubrúnu Helga- dóttur rithöfundi, sem kynnti það meb pompi og pragt á blaðamannafundi í þinghúsinu í vetur og hratt þar meb af stað mikilli breytingaskribu í íslensk- um vinstristjórnmálum. Síðan þetta framlag Gubrúnar kom fram hafa allaballar verið ab rekja sig eftir handritinu og nú er semsé búið að ákveða að Ög- mundur komi inn á listann sem fulltrúi óháðra félagshyggju- manna gagngert til þess, vænt- anlega, að vinna ab framgangi hagsmunamála félagsmanna BSRB og annarra launamanna innan þingflokks Alþýbubanda- lagsins. Laumukommar? Á fundi óhábra um helgina, þar sem formleg ákvörbun var tekin um samstarf vib Alþýðu- bandalagið, mátti sjá fjölmörg kunnugleg andlit. Garri hélt raunar um tíma að myndirnar, sem sýndar voru í sjónvarpinu, væru frá fundi í Alþýðubanda- laginu sjálfu, því þarna voru menn sem alla jafna hafa talist til þekktra alþýðubandalags- manna, s.s. fyrrum fram- kvæmdastjóri flokksins. Mynd- irnar voru hins vegar frá fundi óháðra, en samsetning fundar- manna skýrir e.t.v. hvers vegna þeir sem jafnan kalla allaballa „komma" segja að ef þessir til- teknu óháðu félagshyggjumenn séu ekki einfaldlega venjulegir kommar, þá séu þeir í það minnsta laumukommar. En hvort sem „laumukommar" er réttnefni eða ekki, þá er það yf- irlýst staðreynd að þessir óháðu félagshyggjumenn hafa aö GARRI mestu tekið við málefnagrunni allaballa og gert hann að sínum. Þannig að þó þeir hafi ekki vilj- að stíga skrefið til fulls og ganga í flokkinn og kalla sig flokks- menn, þá eru þeir í það minnsta svo skyldir flokknum að þeir hljóta að teljast „óháðir alþýðu- bandalagsmenn". Óneitanlega hlýtur það almennt að teljast fengur að fá Ögmund í pólitík- ina. Forustumenn Álþýðu- bandalagsins hafa líka haft vit á því að taka fagnandi við hand- riti Guörúnar Helga þar sem Ög- mundur og BSRB eru skrifuð inn í atburðarásina sem sérstök annexía allaballanna. Einkum má reikna með að Ólafur Ragn- ar, sem lengi hefur haft Guð- rúnu Helga í sínu stuðnings- mannaliði, hafi verið ánægður með frammistöðu þessa sam- herja síns, því „Ögmundaður" G- listi er auðvitað skrambi gott svar við pólitísku hryggbroti frá Jóhönnu Siguröardóttur. Hins vegar er ekki víst að Þjóðvaka- menn muni að sama skapi kunna að meta að Alþýðu- bandalagið sé orðinn sérstakur vettvangur fyrir óháða félags- hyggjumenn og launafólk. Gagnsókn? Einvígi Alþýðubandalagsins og Jóhönnu um óháða félags- hyggjusinnaða kjósendur stendur nú sem hæst og ekki veröur annað séö en allaballar séu á ný að ná vopnum sínum og hefja gagnsókn. Næst hljóta menn að velta því fyrir sér hvort Alþýðubandalagið nái ekki að slá sér upp á Ögmundi og hin- um launþegaforingjunum og „stela" fyrrum Birtingarmönn- um eins og Merði Árnasyni og Kjartani Valgarðssyni til baka frá Þjóðvakanum og fá þá til að ganga til liðs við Alþýöubanda- lagið á ný. Átök Þjóðvaka og allaballa eru farin að minna dálítið á baráttu maóistahópa í framhaldsskól- unum á áttunda áratugnum. Þá voru til ótal mismunandi sam- tök, sem öll kölluðu sig marx- lenínista og gerðu kröfu til að vera einu samtökin sem voru sannir, réttir og hreintrúaðir marx-lenínistar samkvæmt hugsun Mao Tse Tungs. í dag keppa menn um það hver sé hreinasti, sannasti og rétttrúað- asti sameiningarflokkur félags- hyggjumanna. Er það Þjóðvak- inn, Alþýðubandalagið eða jafnvel Alþýðuflokkurinn? Það skyldi þó aldrei vera aö niöurstaðan yrði eins í dag og hjá marx-lenínistunum á sínum tíma: rifrildin voru vissulega fjörug milli hópanna, en það höföu bara engir aðrir en inn- vígðir áhuga á þeim. Garri Fitlað vib stjörnumerkin Konunglega breska stjarnfræðifé- lagið er nú farið ab ástunda laus- ung og léttúbarfullar skobanir eins og annab konunglegt í úrkynjuðu heimsveldi, þar sem prinsar og prinsipissur leggja lag sitt við lausgirtar frama- nornir og lauslætisgopa af uppa- standi. Konunglegir stjarnfræbingar eru nú farnir ab fitla vib stjörnu- merkin og gera ab engu tuttugu alda vísindi og spádóma sem byggja á stjörnumerkjunum 12 sem ráða örlögum manna og kvenna í fortíö, nútíð og framtíð. Ab leggja upp hóróskóp og spá fyrir daglátum hvers manns eftir afstöðu stjörnumerkis hans til sólar er eins örugg leið til að sjá inn í framtíðina eins og ab treysta á stefnuskrár stjórnmálaflokk- anna og aö hægt sé að reka þjób- arbúið samkvæmt samþykktum fjárlögum. Þar sem konunglegir Bretar geta hvorki séö neinar dyggðir né æruverbuga pilsfalda í friði er varla von til að þarlendir stjarn- fræðingar geti setið á strák sínum þegar tækifæri býðst til að spjalla stjörnuspávísindin. Dellan leibrétt Samkvæmt kokkálabókum breskra eru stjörhumerkin þrettán í stab tólf og færast ljón í meyjar- merki og meyjar í sporðdreka og er þetta nú allt orðið í einu Ginn- ungagapi, þar sem hvorki er sær né upphiminn, en hórdómur gríðarlegur, eins og stendur í nor- rænni spádómsbók. Má vera ab þrettán stjörnu- merki gildi meðal konunglegra Breta, sem sínkt og heilagt eru að setja öbrum þjóbum gubs og manna lög, og ibka svo konung- legar siðvenjur heima hjá sér, en fráleitt annars stabar. Stjörnu- merkin eru tólf eins og daglega kemur fram í Tímanum og Mogga og þar meö basta. Á víbavangi Á blómaskeiði þeirrar syndugu Babylonar voru stjörnumerkin þrettán samkvæmt boði konung- legra stjörnuspámanna og líferni borgarbúa ekki par fínt, eins og lesa má um í helgri bók. í þúsund ár héldu menn stjörnumerkin vera þrettán og flest fór í handa- skolum þar sem allar þjóðhags- spár og framreikningar byggöust á hégiljum um stjörnumerkið naðurvalda sem konungleg hind- urvitni, bresk, vilja nú fara að byggja framtíöina á. Þab var Júlíus Sesar sem leið- rétti delluna og síðan hafa hóró- skópin byggst á tólf stjörnumerkj- um. Visku sína sótti keisarinn til Egyptalands, eins og íslenskir pír- amítaspámenn síöar. Að minnsta kosti einn austurlandafræðingur telur ekki óhugsandi að Sesar hafi lagt tíðahring Kleópötru til grundvallar stjörnumerkjunum tólf, en þau áttu innilegt sam- neyti á sínum sögulegu tímum. Þá hófst júlíanska tímatalið. Harmóní Tíma og Mogga Moggi fer með stablausa stafi þegar hann segir að hinn siðlausi stjörnuhringur konunglegu stjörnufræbinganna sé nýr. Þab er alrangt; hann er eldgamall og reyndist illa, enda byggður á fölskum forsendum. Stjörnuspámaður Tímans brást hinn versti við þegar hann sá hvaða áform þeir konunglegu bresku falsspámennirnir hafa varðandi stjörnuhringinn. Hann bendir á hiö hárfína jafnvægi milli tóif merkja spánna í Mogga og Tíma. í Tímanum sagði um ljónin á laugardag: Afstaða him- intunglanna veldur því að kyn- hvöt þín er hættulega mikil um þessar mundir. Viðhöldin njóta góbs af en makinn verður svibinn sem endranær. Moggi um ijón á laugardag: Gagnkvæmur skiln- ingur ríkir í samskiptum félaga í dag og þeir eiga ánægulegar stundir saman. Hér harmónerar stjörnuspáin eins og hún hefur gert í tvö þús- und ár og er mikill ábyrgbarhluti að fara að rugla með hóróskópið og gang himintunglana og kann ekki góöri lukku ab stýra. Lesendur Tímans þurfa ekki aö óttast að farið verið að krukka í stjörnuhringinn sem spáin er byggö á, fremur en landbúnaöar- stefnu Ingólfs frá Hellu sem blað- ið stendur traustan vörð um, hvernig sem veröldin annars velt- ist. Konunglegar siðvenjur, bresk- ar, geta þeir átt heima hjá sér en í almáttugs bænum látið stjörnu- hringinn í friði. Sjáið bara hvern- ig fór fyrir Babylon og þrettán stjörnumerkjum hennar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.