Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 4
4 Þriöjudagur 31. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& ílausasölu 150 kr. m/vsk. Stefnumótun til stjórnar Þær fullyröingar heyrast æöi oft aö stjórnmála- flokkarnir séu úrelt fyrirbrigöi og því minna viröi eftir því sem lengur hefur veriö starfaö innan þeirra. Umræöur um „gamla fjórflokkinn" eru til vitnis um þetta. Nýjar hreyfingar viröast aö minnsta kosti fyrst í staö höföa til fólks, og koma vel út í skoöanakönnunum, sem oft hefur nægt til þess aö koma inn þingmönnum. Hins vegar hafa þær sjaldnast oröiö langlífar. Sú tilvitnun er fleyg aö stjórnmál séu „list hins mögulega". Hún þýöir meö öörum oröum aö stjórnmál verði að byggjast á raunsæi og mála- miðlun milli ólíkra sjónarmiöa. „Grasrótin", ef notast má við þaö hugtak, geymir ólík sjónarmið til þjóöfélagsmála. Ný stjórnmálasamtök skírskota löngum til grasrótarinnar og telja sig hafa umboö fyrir hana í heilu líki. Innan stjórnmálaflokkanna er fólk með ólíkar skoöanir, en drjúgur þáttur í starfi þeirra er að sameina fólkið um stefnu sem þaö getur sætt sig viö. Hin nýju samtök Þjóövaki héldu landsfund sinn um síðustu helgi. Fréttir af þeim fundi eru lær- dómsríkar fyrir stjórnmálastarf og skólabókar- dæmi um staöreyndir sem eru áöur þekktar. Þjóð- vaki hefur notið mikils fylgis í skoðanakönnun- um. Þaö fylgi er ekki síst út á ímynd Jóhönnu Sig- urðardóttur sem uppreisnarmanns gegn núverandi ríkisstjórn og stjórnmálamönnum al- mennt. Hún hefur baðað sig í þessu sviðsljósi síð- an í haust, að hún sagði skilið við ríkisstjórnina. Nú er hins vegar komiö að þeim þáttaskilum, að flokkurinn þarf að taka afstöðu til hinna erfiðu mála sem stjórnmálaflokkarnir glíma viö. Þar ber hæst stefnuna í landbúnaðar- og sjávarútvegsmál- um og erlendum samskiptum, einkum viö Evr- ópusambandið. Þá kemur það í ljós, og kemur ekki á óvart, að liðsmenn Þjóðvaka, jafnvel þeir hundr- að sem mættu á landsfundinn, hafa ólíkar skoðan- ir á þeim málum. Niðurstaðan var því að vísa þeim til nýkjörinnar stjórnar. Því er ljóst að hveitibrauðsdagarnir eru liðnir fyrir Þjóðvaka og nú fer sá tími í hönd að boðið verður fram, og frambjóðendur verða að svara fyr- ir hin einstöku mál í kjördæmum sínum. Það veganesti, sem þeir fengu frá landsfundinum í hinum stóru málum, er rýrt og sennilega mun hver tala með sínu nefi í kosningabaráttunni. Hér skal engu spáð um hvert fylgi hinna nýju samtaka verður, þegar upp er staðið. Hitt er ljóst að tilvera þeirra mun ekki einfalda þá mynd sem við blasir að kosningum loknum. Nú er stutt til kosninga og sú staðreynd blasir við, að Þjóðvaki á eftir að móta stefnuna í þeim málum sem hæst ber. Líklegt er að stefnan fái ekki fastan farveg fyrr en eftir kosningar, og mótist þá af þeim einstak- lingum sem kunna að verða kjörnir á þing fyrir samtökin. Allt gerir þetta það að verkum, að stað- an í stjórnmálunum er einstaklega flókin um þess- ar mundir. YYYYYYYY Átta Sjálfstæbisflokkar Þaö var fró&legt að fylgjast meö framgangi kosningaundirbún- ingsins hjá stjórnmálaflokkun- um um helgina, ekki síst hjá Þjóðvakanum annars vegar og Sjálfstæöisflokknum hins vegar. í þessum flokkum virðast tvær algerlega andstæöar tilhneig- ingar vera í gangi varðandi miö- stýringu stefnumiöa. Hjá Sjálf- stæðisflokknum upplýstist nefnilega að frambjóðendur í einstökum kjördæmum verða með sína eigin stefnu í einstök- um málum og virðist engin sér- stök áhersla lögð á að stefna frambjóðenda í kjördæmunum sé samræmd stefnu flokksins á landsvísu. Vestfirsk sjávarút- vegsstefna Þannig riöu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um á vaðið og kynntu sérstaka sjávarútvegsstefnu sem gengur í berhögg við þá stefnu sem for- ustumenn flokksins í öðrum kjördæmum hafa sett fram. Miðab vib þá alvöru sem virðist fylgja þessari tegund framsetn- ingar kosningamála Sjálfstæöis- flokksins, nefnilega að sérstök stefna sé kynnt í einstökum málum í einstökum kjördæm- um, er e.t.v. eðlilegra að tala um Sjálfstæðisflokkinn í fleirtölu í staði þess að kalla hann einn flokk. Þannig veröa það vænt- anlega átta Sjálfstæðisflokkar sem taka þátt í kosningabarátt- unni, einn í hverju kjördæmi og allir með ólíka stefnu í hinum ýmsu málum. Þegar er búið að kynna vestfirsku sjávarútvegs- stefnuna og þá sunnlensku og fljótlega bá búast við að Krist- inn Pétursson á Bakkafirði kynni þá austfirsku. í kjölfariö fylgja svo væntanlega svipuð kynning á átta landbúnaðar- stefnum, Evrópustefnum, at- vinnustefnum o.s.frv. Þjóðvakinn, „hreyfing fólks- ins", sem hélt stofnfund um helgina tók einnig á þessum kosningastefnumálum en af- greiddi þau hins vegar með tals- vert öbrum hætti en Sjálfstæðis- menn hafa ákveðið að gera. í GARRI stað valddreifingarstefnu sjálf- stæðisflokkanna hefur Þjóðvak- inn ákveðið að taka meö mið- stýrðum hætti á ágreiningsmál- um og blæbrigðamun í skoðun- um fólksins sem er á hreyfingu. Ágúst talar fyrir trillukarla Öllum álitamálum sem ein- hverju skipta hefur verið vísað til Jóhönnu Sigurðardóttur til úrlausnar nema sjávarútvegs- málum, einkum málefnum smábátasjómanna, sem hefur verið vísaö til úrlausnar hjá sæ- greifanum Ágústi Einarssyni. Þessi málsmeöferb féll mörgum Þjóðvakastofnfundarmannin- um illa í geö og stormaði hópur manna af fundinum. Hreyfing fólksins virðist því ekki síður vera út úr Þjóövakanum en inn- an hans, og eftir ab útgöngu- menn voru farnir af fundi hafa menn fyrir satt að aðeins hafi verið eftir þessir 36 sem kosnir voru í stjórn félagsins. Svo heppilega vill til að út- gönguhreyfing fólksins, eins ólík og sundurleit sem hún nú er, getur ábyggilega fundið sér samastaö í einhverjum hinna átta sjálfstæðisflokka sem verið er að stofna í öllum kjördæm- um landsins. Fjölbreytileiki stefnumiða þessara flokka virð- ist ætla að vera svo mikill að jafnvel útgengnir Þjóðvaka- menn ættu að finna þar eitt- hvað við sitt hæfi og svigrúm til að hreyfa sig. Margir hafa haft orð á því aö Þjóðvakafólkið sé svo sundur- leitt að ógerlegt væri fyrir þing- flokk Þjóðvaka að tala einum munni eftir kosningar. Svo virð- ist hins vegar ekki ætla að verða, Jóhanna og Ágúst muni sjá til þess að allir tali einum munni, þ.e. þeirra munni. Hins vegar verður fróðlegt að fylgjast með samsteypustjórnamyndun hjá þingmönnum í þingflokki sjálf- stæðisflokkanna. Þar mun Dav- íð Oddsson virkilega fá verðugt verkefni og nokkub sem aldrei hefur fyrr verið gert — að leiða átta flokka þingflokk! Garri Loksins ofbýbur embættismanni Loksins, loksins, sagöi Kristján Albertsson þegar hann las Vefar- ann, loksins, loksins skrifaöi höfundur Reykjavíkurbréfs í hrifningarkastinu s.l. sunnudag þegar hann dásamar uppreisn Vestfjarðaíhaldsins gegn kvóta- kerfinu, og loksins, loksins söng á milli eyrna pistilhöfundar þegar löglærbur fulltrúi hjá sýslumannsembætti og lektor í lögfræbi lýsti yfir hneykslun sinni yfir framferði og gjaldtöku gírugra innheimtulögmanna. Runólfur Ágústsson, fulltrúi sýslumanns í Borgarnesi, reið á vaðib s.l. föstudag og birtist þá blaðagrein eftir hann, þar sem ráðist er harkalega að sam- keppnisrábi, sem bannar gjald- skrá og innheimtulögmönnum sem notfæra sér varnarleysi fé- vana skuldara til að maka krók sinn á eymd og varnarleysi fólks em ekki getur staðib við fjár- skuldbindingar. Fulltrúinn bendir á að sumir innheimtulögmenn hafi und- anfarið margfaldaö gjaldtökur sínar fyrir innheimtustörf og bitni það á þeim sem minna mega sín og síst skyldi. Skyldugt er að taka fram að Runólfur gleymir ekki ab í lög- mannastétt eru margir réttsýnir og heiðarlegir menn sem mis- nota ekki aðstöðu sína til að hagnast á fátækt og neyð. Orö í tíma töluö Réttleysi skuldara og meðferö á þeim er sjaldan til umræöu og síst er um hana fjallað af þeim sem gerst eiga að þekkja til. En loksins, loksins heyrist hljób úr horni sýslumannsembættis þar sem lýst er þeim afarkostum sem einstaka skuldarar verða að hlíta og eru algjörlega varnar- lausir gegn. Samtök lögmanna, sam- keppnisráö og löggjafinn hljóta að taka mál þessi til endurskoð- unar og þeir sem þykjast bera al- menn mannréttindi fyrir brjósti eiga einnig aö láta til sín taka. Á víbavangi Meðferð á skuldurum og ábyrgðarmönnum þeirra ætti einnig ab verða tekin til endur- mats. Framkvæmdavaldið og lánastofnanir virða eignarrétt og heimilishelgi einskis þegar skuld er komin í innheimtu. Menn eru sviftir yfirráðarétti yfir eignum sínum fyrir smá- vægileg víxlspor á fjármálasvell- inu og sífelldar hótanir um að selja aleigu sem ofast eru heim- ili þykja sjálfsagðar og eðlilegar. Eignarrétturin er svívirtur og heimilisgrið rofin eins og gerist í ríkjum sem stjórnaö er af glæpamönnum. Eignarréttur og heimilishelgi Lánastofnanir heimta uppá- skriftir og ábyrgb manna á lán- veitingum, sem þeir hvorki fá í hendur né að til standi að þeir greiði. Þessar ábyrgðir er öfga- kenndar og eiga að firra lána- stofnanir allri ábyrgð á útlánum sínum eða á viöskiptavinum sínum. Sé ekki staðib í skilum eru innheimtulögmenn og fram- kvæmdavaldiö virkjað til að þjarma að skuldurum og/eða ábyrgðarmönnum þeirra. Og þá fer eignarrétturinnm og heimil- ishelgin fyrir lítiö. Ósvífnum kostnaðarliðum er hlaöið ofan á gjaldfallnar skuld- ir og veð tekin í eignum út og suður eftir atvikum og embætti framkvæmdavalds og dómstól- ar eru gerðir út til að hóta og framfylgja einhliða rétti og kröf- um innheimtuaðila. Varnarleysi þeirra sem í lenda er algjört. Nú eru valdsmenn að gera sig breiða og þykjast vera að endur- bæta stjórnarskrá. Þar eru ákvæbi um að tryggja eignarrétt og ei.tthvað er um mannréttindi en Iítið hefur frést af að stjórn- arbótarmönnum hafi dottið heimilishelgi í hug, enda er hún íslendingum framandi. Hótanir um eignaupptöku og nauðungarsölur á heimilum fólks eru hluti af daglegu lífi hér á landi, eða íslenskur veruleiki, eins og menningarlega sinnað fólk kallar það. Allt er það lög- legt, siðað og sjálfsagt og mikil gróðalind fyrir þá sem um sýsla. Ef grein Runólfs Ágústssonar um réttarstöðu skuldara getur orðið upphaf að réttarbót sem stuölar að heimilisgriðum og tryggir eignarrétt getur úr orib sú siðvæðing sem allir tala um en enginn veit hvernig á að framkvæma. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.