Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 6
iWTi ■ 11 ■ i . ■ wmnwi Þriöjudagur 31. janúar 1995 huga, en þar var komið víöa vib. Sagði hann meðal annars að einmitt nú væri rétti tíminn og tækifærið að kynna ísland sem land hollustu, hreinleika og gæða — sem og að stefna mark- visst að því að um aldamótin yröi lífræn framleiðsla landbún- aðarvara orðin ríkjandi hér á landi. „Að lýsa því einu yfir ab við verðum lífrænt land árið 2000 mun skapa okkur mikia sérstöbu, auglýsingu og áhuga erlendra fjölmiðla og fjárfesta. Þetta eitt mun skapa okkur ein- stæba samkeppnisstöbu og ís- lenska þjóðin ein getur komið sjálfri sér á kortiö í þessum efn- um. Og hún er jafnframt sú eina sem þetta getur eyðilagt. Meðal bænda kallar þetta á breytt hug- arfar og vinnubrögð, svo sem að hætta notkun aukaefna og til- búins áburðar," sagði Baldvin. Vindarnir blása meb okkur í máli Baldvins kom auk þess fram að í vestrænum ríkjum er viðurkennt að um helmingur ó- tímabærra dauðsfalla — það er undir 65 ára aldri — helgast af röngu mataræði og umhverfis- vandamálum. Því mætti ljóst vera í ljósi þeirrar staöreyndar að margir veldu frekar vörur framleiddar með lífrænum að- ferðum. „En ísland er ekki nafli alheimsins. Það er erfitt að koma vörum inn á Bandaríkja- markað. Við íslendingar erum með fáeinar tegundir, en árlega koma þar inn um 15 þúsund nýjar tegundir," sagði Baldvin og bætti vib: „Vindarnir blása með okkur í þessum málum. En við þurfum sjálf að vinna að framgangi þessa og trúa á mátt okkar og megin. Ekki gildir að spila aðeins í Lottóinu eða bíða eftir að erlendir furstar reisi hér álver. Við skulum trúa á okkur sjálf." Hugmyndir nýrra tíma „Það sem Baldvin reifar hér em hugmyndir nýrra tíma og nýir möguleikar," sagði Gubni Ágústsson. Hann sagbi hug- myndir hans vekja vonarneista með bændum, sem hefðu til skamms tíma talið sig ómaga. En slíkt væri óþarfi og bændur mættu bera höfuðiö hátt. í ræðu sinni — auk þess að ræða um búvörusamninga og meint svik vib bændur — gagn- rýndi Guðni harðlega landbún- aðarstefnu núverandi ríkis- stjórnar. Sagði um ráðherra hennar að þar færu „misvitrir menn með mikil völd", eins og hann orðaði það. Þegar viðræð- ur um Evrópska efnahagssvæö- ið fóru af stað, hefbi Framsókn- arflokkurinn stutt myndun þess og samningaviðræður með á- kvebnum fyrirvara. Þegar ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum, hefðu fyrirvarar þessir verið teknir úr gildi og Jóni Baldvini Hannibalssyni verið falið fullt samningsumboð. Hefði ráðherrann, að sögn Guðna, ekki gætt hagsmuna landbúnabar í þeim viðræðum og því væru íslenskir bændur nú í krappri stöðu. Jafnframt gagnrýndi Guðni GATT-samn- ingana. Nú væru komnar all- nokkrar smugur til óhefts inn- flutnings landbúnaöarvara — en hann minnti jafnframt á ab frekari ákvarðanir um innflutn- ingsmálin hefðu verið settar í salt og biöu næstu ríkisstjórnar. Mikið væri í húfi að Framsókn- arflokkurinn ætti sæti í þeirri stjórn. Myndh og texti: Sigurður Bogi Scevarsson Vonarneisti í krappri stöbu Baldvin jónsson segir Island eiga mikla möguleika á sviöi lífrœns landbúnaöar og einmitt nú sé rétti tíminn til aö renna sér fótskriöu á þeim markaöi. Fjœr er fundarstjórinn, Bergur Pálsson í Hólmahjáleigu, formaöur Búnaöarsambands Suöurlands, og fjærst er þingmannsefniö ísólfur Cylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli. Fjölmennur bœndafundur Framsóknarflokksins á Suöurlandi. Baldvin Jónsson talaöi þar um lífrœnan landbúnaö: „Mér þykir svo gaman að tala um lífrænan landbúnað við bændur að ég veit ekki hvar ég á aö byrja né enda í þeim ræöum sem ég flyt." Þetta sagði Baldvin Jónsson markaösráðgjafi meðal annars í ræöu á fundi um land- búnaðarmál, sem Framsóknar- flokkurinn á Suðurlandi stóð fyrir sl. miðvikudagskvöld. Fundurinn var haldinn á Hvols- velli og var fjölsóttur af bænd- um úr Rangárvallasýslu og víðar af Suburlandi. Auk Baldvins höföu framsögu á fundinum þeir Guðni Ágústs- son alþingismaður og ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri á Hvolsvelli, sem skipa fyrsta og annað sætið á framboðslista Framsóknar á Suðurlandi í þing- kosningunum í vor. Þyngsta kjaraskerb- ing sem nokkur hef- ur tekib á sig Mörg mál og stabreyndir komu fram á fundinum. Mebal annars kom fram á fundinum að tekjur bænda hafa lækkab stórlega á síöustu misserum og sagði Guðni Ágústsson þab helgast af því að ekki hefði ver- ið staðið við gefin loforð bú- vörusamnings. Samningur sá kveöur á um skerðingu í mjólk- ur- og sauðfjárframleiðslu — það er á beingreibslum og bú- marki. Skerta framleiðslu átti að bæta upp með auknum fram- lögum til annarra pósta, svo sem skógræktar og annarra greina, sem nú ryöja í auknum mæli sér til rúms í landbúnaði. Við það hefur ekki veriö staðið og því hafa bændur þurft að mæta „... þyngstu kjaraskerb- ingu sem nokkur hefur tekið á sig," eins og Gubni komst ab oröi. Ábyrgbarlaust ab vilja landbúnab feigan ísólfur Gylfi Pálmason sagbi í ræbu sinni ab hagsmunir sveita og þéttbýlis væru samofnir. Hann nefndi byggðir á Suður- landi sem dæmi; ab stöbum einsog Selfossi, Hellu, Hvera- gerbi og Hvolsvelli væri afar mikill styrkur í öflugum land- búnaði. Á Suðurlandi væm alls 683 býli þar sem hefðbundinn landbúnaður væri stundaður, auk margra annarra þar sem stunduð væri garöyrkja, loð- dýrarækt, svínabúskapur og annað slíkt. Alls skapaði þessi búskapur um 1100 ársverk á Suðurlandi og á þéttbýlisstöð- um héraðsins hefðu um 800 manns atvinnu af úrvinnslu af- urða. Því væri ábyrgbarlaust að hafa hagmuni landbúnaðarins í flimtingum eba vilja greinina feiga. Auk þessa svaraði ísólfur Gylfi þeirri gagnrýni, sem borið hefur á að undanförnu, að á fram- boöslista Framsóknar á Suður- landi sé hlutur bænda ekki sem skyldi. Þaö segir hann ekki vera rétt; allflestir á listanum tengist landbúnaði með einum eða öðrum hætti. ísólfur kvabst „Misvitrir menn hafa mikil völd." C uöni Ágústsson gagnrýndi ríkis- stjórnina og ráöherra hennar harölega fyrir meint svik viö bœndur og ranga stefnu gagnvart landbúnaöi í milliríkja- samningum. Fundurinn á Hvoli var fjölsóttur. Fremst á þessari mynd má sjá jón Helgason, formann Búnaöarfélags íslands, Olafíu Ingólfsdóttur, for- mann Kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna á Suöurlandi og þriöja mann á lista Framsóknar á Suöurlandi. Elín Einarsdóttir kenn- aranemi, sem skipar þriöja sœti listans, er henni viö hliö og loks faöir hennar, Einar Þorsteinsson, bóndi og ráöunautur í Sólheima- hjáleigu í Mýrdal. einnig vara bændur við krötum í dulbúningi Þjóðvakans og væntanlegum lista oddvitans á Bergþórshvoli, Eggert Haukdal. Kallar á breytt hug- arfar og vinnu- brögö Fundarmenn sýndu erindi Baldvins Jónssonar mikinn á-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.