Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.01.1995, Blaðsíða 10
10 gtpUilllJ Þriðjudagur 31. janúar 1995 UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND UTLÖND UTLÖND Litið miöar hjá Rússum í Tsétsjeníu Grosníu - Reuter Rússar héldu upp stórfelldum sprengjuárásum á miðborg og suðurhverfi Grosníu í gær. Rússar voru þá í óðaönn að flytja liðsauka til borgarinnar, en ekki er að sjá að þeim verði mikið ágengt í viðureigninni við hina harðsnúnu Tsétsjena. Fréttastofan Itar-Tass hefur það eftir rússneskum embætt- ismönnum að nú sé verið að undirbúa lokasóknina á hend- ur Tsétsenum. Rússar létu sprengjum rigna yfir borgina linnulaust seinni- part mánudagsins, en af hálfu þeirra er takmarkaður árangur af hernaðaraðgerðum sagður stafa af því að þeir séu að hlífa almennum borgurum og beini því skothríðinni einungis að stöðvum uppreisnarmanna. Leóníd Smirnjagín, sem er náinn aðstoðarmaður Borísar Jeltsíns, segir að átökin í Tsét- senju hafi orðið til þess að fleiri héruð krefjist nú minni afskipta af hálfu stjórnarinnar í Moskvu og spáir því að vand- ræðin muni nú heldur aukast. í sama streng tekur Dúdajev, leiðtogi Tsétsena, sem segir að átökin muni breiðast út á næstunni ef Rússar hætti ekki árásum á Grosníu. Leiötoginn sagöi að það væri ekkert mál að brenna nokkrar borgir. Þá hafði þýskt blað það eftir Dúdajev um helgina að Tsét- senar myndu aldrei gefasf • upp, þeim væri í lófa lagið að berjast næstu fimmtíu árin. Misskilningur, segja Rússar Moskvu - Reuter Af hálfu rússneska utanríkis- ráðuneytisins var því lýst yfir í gær að viðvörunarkerfi í vörn- um landsins hefði farið í gang Drap úlfinn meb berum höndum Moskvu - Reuter Úlfur réðst fyrir skömmu á Sa- mat nokkurn Kenzjemuzajev, sem var á leiö heim úr vinn- unni, en maðurinn sparkaði þá í úlfinn, tók fyrir kverkar hon- um og kyrkti hann með berum höndum. Uröu þaö endalok úlfsins, sem íbúum í þorpinu Kyzylsaj hefur um langt skeið staðið stuggur af. Úlfurinn hefur lagst á búpening og grandað nokkr- um skepnum. Venjulega fara úlfar saman í hópum en sá sem hér um ræðir hefur veriö einn sér. Samat Kenzjemuzajev starfar í olíuhreinsunarstöð. Hann er alkunnur kraftakarl, að sögn Tass- fréttastofunnar. ■ í síðustu viku „vegna misskiln- § ings," sem mundi ekki endur- | taka sig. Kerfið fór í gang þegar Norðmenn skutu á loft eld- flaug sem átti að upplýsa þá um gang norðurljósa, en það vakti óhug víða um lönd er Borís Jeltsín, forseti Rússlands, skýrði frá því að hann hefði teygt sig eftir jieyðartæki sem á að gera honum kleift að gefa afdrifarík fyrirmæli um hern- aðarabgerðir ef vá ber ab höndum. Kveðst Jeltsín hafa verið með tæki þetta í ferðatösku sinni þegar viðvörun barst vegna norsku norðurljósa- flaugarinnar. Síðan hefur Jelt- sín látið svo um mælt að þetta atvik megi e.t.v. rekja til þess að Norðmenn og bandamenn þeirra í NATO hafi viljað kynna sér hversu viðbragðs- fljótir Rússar væru ef til hern- aðaraðgerða kæmi. Ekki fara sögur af því hvort Jeltsín var allsgáður er hann sagði þetta, en menn hafa nú vaxandi áhyggjur af því að drykkju- skapur kunni ab brengla dóm- greind hans þegar mikið liggur við .■ Myndin var tekin í úthverfi í Bonn í gær, þar sem menn komast ekki á milli húsa nema í gúmmíbátum. Flób aldarinnar" ekki í rénun enn tt Amsterdam - Reuter Tugþúsundir manna hafa orð- ið að yfirgefa heimili sín í Evr- ópu norðaustanverðri, en þýskir og franskir embættis- menn fullyrða ab á þessari öld hafi ekki komið meiri flóð á þessum slóðum. 25 manns hafa látið lífið í Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi og Bretlandi af völdum nátt- úruaflanna. Vatnsboröið í ánni Rín fer enn hækkandi. Um helgina sló það fyrra met sem var frá 1993, en einna Engin áramótakveðja frá Deng Beijing - Reuter Hinn níræði ofurforingi Kín- verja, Deng Xiaoping, birtist ekki í sjónvarpi á gamlárskvöld sem var í gær en í dag rennur ár svíns- ins upp samkvæmt kínversku tímatali. Þetta er í fyrsta sinn um margra ára skeið sem Deng ávarpar þjób sína ekki um ára- mót og í abalfréttatíma sjón- varpsins var þess ekki getib hvar Deng héldi hátíbina. Xinhua- fréttastofan sagbi frá því um helgina ab helstu rábamenn landsins hefðu sótt hann heim til ab óska honum langra lífdaga, en engar myndir hafa birst frá þeim fundi. Deng Xiaoping kom síbast fram opinberlega um áramótin i fyrra, og virtist þá orbinn afar heyrnarlaus, auk þess sem röddin hafði bmgbist honum þannig að hann gat aðeins hvíslab. Hann var þá svo lasburba að tvær dæt- ur hans urbu ab stybja hann til gangs. Tekib var eftir því ab hendur hans skulfu ákaflega og gaf þab sögum um ab hann væri haldinn Parkinsonsveiki byr undir bába vængi. Nýlega tjábi Deng Rong, dóttir hins aldna leibtoga, The New York Times ab heilsu föbur hennar hrakabi dag frá degi, en ýmsir kínverskir rábamenn urbu felmtri slegnir vib þau ummæli og reyndu ab bera þau til baka, enda mun frá- fall Dengs hafa í för með sér um- rót í kínverskri valdastétt, þegar þar að kemur. 12. janúar sl. birtist ljósmynd af Deng í dagblabi í Sjanghai og var sagt ab hún hefbi verib tekin á þjóbhátíbardegi Kínverja hinn 1. október sl. A myndinni var Deng vafinn í frakka og meb hatt á höfði, en myndin var hreyfb og því engin leib ab sjá hvort öld- ungurinn var hraustlegur á ab líta eba gugginn og mebtekinn. ■ verst er ástandið í Köln. í Niðurlöndum hafa fleiri þurft að flýja heimili sín vegna flóða en verið hefur undanfar- in fjörtíu ár. 25 þúsund manns í Gelderland og 9 þúsund í Limburg, og almannavarna- stjótar í Niðurlöndum velta því ,nú fyrir sér hvort þeir eigi að fyrirskipa brottflutning 47 þúsunda til viðbótar í þessum hémðum sem standa á bökk- um árinnar Maas. Belgum hefur tekist að halda brottflutningi fólks frá heimil- um sínum í lágmarki en þaðan berast þær fregnir að ástandið fari versnandi, enda séu flóðin nú farin að nálgast það sem verst var árið 1993. Flóðin hafa raskað daglegu lífi um þrjátíu þúsund Kölnar- búa. Stöðugt hækkar vatns- borb fljótsins Main og er nú óttast ab hið sögufræga Röm- erberg-hverfi í námunda við ráðhúsib í Frankfurt, eða Bank- furt eins og borgin er stundum kölluð, verbi fyrir skemmdum. Ráðamenn helstu bankastofn- ana þar segja að starfsemi þeirra hafi enn ekki orðið fyrir röskun, enda sé mikilvægasti tækjabúnaður þeirra langt ut- an Áóðasvæðanna. Breskir veðurfræöingar telja að þessi janúarmánuður sé sá úrkomumesti í marga áratugi og í suðvesturhluta Englands er víða mikill viðbúnaður vegna flóðahættunnar. ■ 27 fórast þeg- ar sex hæoa blokk hrandi til granna Rio de Janeiro - Reuter 27 manns létu lífib þegar sex hæða íbúðahús hmndi til gmnna í ferðamannabæ á Bras- ilíu-strönd á laugardaginn var. Níu manns var bjargað úr rúst- um hússins. Óljósar fregnir eru af þessum atburði en haft er eft- ir einum björgunarmanna aö nánast ekkert hafi verið eftir af húsinu sjálfu annað en grjótr- uðningur og beyglaö steypu- styrktarjárn. Þá berast þær fregnir frá Sao Paulo ab fimmtán hafi farist og 16 orðið fyrir alvarlegum meiðslum þennan sama laugar- dag, er gífurleg sprenging varb í verslun sem stundaði ólögleg vibskipti með flugelda. Svo öfl- ug var þessi sprenging ab þrjú nærliggjandi hús eyöilögðust. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.