Tíminn - 08.02.1995, Qupperneq 10
10
Miövikudagur 8. febrúar 1995
Rebekka Eiríksdóttir
frá Sandhaugum
Rebekka Ein'ksdóttir fœddist á
Sandhakgum í Bárðardal 10. ág-
úst 1912. Hún andaðist á Land-
spítalanum 28. janúar síðastlið-
inn.
Foreídrar hennar voru Eiríkur
Sigurðsson, bóndi, og Guðrún
Jónsdóttir kona hans, bœði fœddir
Bárðdœlingar.
Rebekka var yngst fimm systra,
en eini bróðirinn var yngri.
Systumar vom: Anna, húsfreyja
á Selfossi, gift Birni Sigurbjörns-
syni baukagjaldkera, Guðrún, sem
lengi var í Kaupmannahöfh, en nú
á Akureyri, ein á lífi þeirra systk-
ina, Kristín Jóhanna, Ijósmóðir í
Aöaldal, gift Þórhalli Andréssyni,
Sigríðufj Ijósmóðir á Stokkséyri,
gift Sigteði Sigurðssyni. Eini bróð-
irinn vai Sigurður, bóndi á Sand-
haugun\ en kona hans var Stein-
unn KjaTtansdóttir.
Rebekka ólst upp í fóðurgarði.
Hún vaf nemandi í héraðsskólan-
um á Laugum 1929-1931 og í
Húsmceöraskólanum þar 1940-
1941.
Hún giftist 1941 Halldóri Krist-
jánssyni á Kirkjubóli, Bjamardal í
Önundarfirði, og fluttist þangað.
Þar bjó hún óslitið í rúm 30 ár, að
öðm leyti en því, að vetuma 1946-
1950 var hún í Reykjavík. Á þeim
tíma var hún m.a. við nám í Söng-
málaskóla Þjóðkirkjunnar. Haust-
ið 1973 settust þau hjón að í
Reykjavík.
Þau hjónin ólu upp þrjú fóstur-
böm, sem em: Ósk Elín fóhannes-
dóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift
Ólafi Sverrissyni, sjö bama móðir,
Sigríður Eyrún Guðjónsdóttir, hús-
móðir í Grindavík, gift Scevari Sig-
urðssyni og eiga þau sex dœtur og
Sœvar Bjöm Gunnarsson, múrari í
Reykjavík.
Úfór Rebekku fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag.
Kvebja frá fósturdóttur
Ég sit hér við dánarbeð þitt
og kveð þig í hinsta sinn,
með tár á kinn
elsku besta fósturmóðir mín.
Guð taki þig í himin inn,
sitji englar yfir þér.
Guð blessi þig.
Enginn þér gleymir.
Guð þig geymir.
Drottinn blessi þig og varðveiti þig.
Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir
þigoggefi þérfrið,
í Jesú nafhi, amen.
Far þú í friði,
friðurguðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Innileg samúö, Halldór minn.
Ósk Elín Jóhannesdóttir
Ég var stödd í Bandaríkjunum
er ég frétti urn andlát elskulegrar
ömmu minnar þann 28. janúar
s.l. Mér var mjög brugðið, því ég
átti von á því að við myndum
hittast á ný er ég kæmi til baka.
Amma var alltaf svo sterk og
bjóst ég því við að hún næöi
mjög háum aldri. Hún haföi átt
við veikindi að stríða um nokk-
urt skeið og hafði legið á Land-
spítalanum síðastliðna tvo mán-
uði.
Ég átti því láni aö fagna að búa
hjá afa og ömmu. 2ja ára bjó ég
hjá þeim í eitt ár og var síðan hjá
þeim á sumrin til ellefu ára ald-
urs, en þá fluttu þau til Reykja-
víkur. Éftir það varö ég tíður
gestur hjá þeim og fluttist síöan
til þeirra sem unglingur og bjó
hjá þeim í sjö ár.
Sterkasta minningin um
ömmu er hversu einstaklega góð
og umhyggjusöm hún var við
t MINNING
mig alla tíö. Ástríki hennar var
mikið og ég minnist þess hversu
auðvelt það var að rata í hlýjan
faðminn hennar þegar ég var lítil
og hversu beint lá við að þakka
henni alltaf fyrir matinn með
kossi. Hún hafði gaman af því að
syngja og segja sögur og ég man
hve ég naut þess að hlusta á vís-
urnar og sögurnar í orði og tón-
um.
Amma var mjög dugleg aö
prjóna og sauma á barnabörnin
sín og síðan barnabarnabörnin.
Það voru ófáar flíkurnar, sem ég
hef stolt gengið í um dagana,
sem báru handbragð hennar.
Það var gaman að sjá hvað
amma var stolt af barnabörnun-
um sínum.
Hún hafði gaman af því að
segja frá því að hún ætti engin
börn, en aö hún ætti 13 barna-
börn og sjö barnabarnabörn.
Ég'var alltaf svo örugg hjá
henni ömmu, alltaf var gott að
leita til hennar. Þau afi voru ein-
staklega umburöarlynd og alltaf
tilbúin að greiða götu mína.
Amma studdi mig með ráðum og
dáð. Hún hvatti mig þegar ég var
að gefast upp á náminu. Þessi
hvatning varð til þess að ég
kláraöi stúdentspróf og hef ég
alltaf verið henni þakklát fyrir
það.
Hún bar hag annarra mjög fyr-
ir brjósti og reyndist öðrum ákaf-
lega vel, hún vildi allt fyrir aðra
gera.
Amma var mikil félagsvera.
Hún naut þess að vera innan um
fólk og var jafnan hress á
mannamótum. Hún var hnyttin
í tilsvörum og stutt í grínið. Það
var henni mikils virði að eiga
góða vini í stúkunni Einingunni.
Amma haföi ákveðnar skoðan-
ir á hlutunum og við vorum ekki
alltaf sammála, en alltaf var mik-
ill kærleikur okkar á milli. Þó svo
að við værum ekki blóðskyldar,
var samt meö okkur djúpur and-
legur skyldleiki.
Þó svo hún amma mín sé horf-
in úr þessum heimi, er hún ekki
horfin mér, því hluti af henni
mun ætíö lifa í mér, allt sem
hún kenndi mér, allt sem hún
gaf mér mun ávallt vera meö
mér, vera hluti af mér, sem ég
mun síöan koma áfram til
minna barna.
Elsku afi minn, ég bið guö um
að styðja þig og styrkja á þessum
erfiðu tímum, er þú nú kveöur
ástkæra eiginkonu, þú sem ert
nýbúinn að kveöja kæran fóst-
bróður þinn, sem kvaddur var
um aldur fram.
Með sorg í hjarta, en jafnframt
þakklæti í huga fyrir þá náð aö
hafa fengið aö deila með þér
þessum árum, kveð ég þig, elsku
amma mín. Er ég sit hér og skrifa
um þig, skil ég betur og finn
hversu umhyggja þín og ástúð
hafði djúp áhrif á líf mitt. Þú
varst mér sem ljós í lífinu og þab
ljós mun ætíð skína innra með
mér og lýsa mér veginn. Þú gafst
mér dýrmæta gjöf, þú gafst mér
af hjarta þínú. Það var mér mik-
ils virði að eiga þig að. Hjartans
þakkir fyrir ánægjulega samleið
gegnum lífið.
Við kveðjumst í bili, en minn-
ingin um þig mun ætíð verma
og minna mig á það sem þú
kenndir mér, og eftir stendur
vissan um að við hittumst aftur í
ljóssins heimi.
Blessuð sé þín minning.
Sigurlaug R. Sœvarsdóttir
Það greri lítill kvistur í grýttu
holti hér,
sá granni sproti lifir og er falinn
þér og mér.
Hann á að geta vaxið og orðið
meiður sá
sem öryggi og heilbrigði og bless-
un stafar frá.
Oggaman er að lifa þeim granna
kvisti með,
sem gerir holtið betra svo allir
geta séð
að prúðir menn og heilbrigðir
byggja Breiðholt hér.
Þá blessun vilja að sjáifsögðu all-
ir kjósa sér.
Og hvað sem líður aldri og okkar
fjölda hér
þá œtlum við að berjast fyrir því
sem betra er,
við viljum ftelsa ísland frá vímu
og eiturreyk,
við viljum ekki taka þátt í mann-
skemmandi leik.
Já, gaman er að vaka á verði eins
ogþarf
og vita að smáum höndum er
líka œtlað starf.
Og það er okkar draumur og okk-
ar mark og mið
að tnegi batna heimurinn við
jafhrétti og frið.
(H.Kr.)
Fundarslitasöngur okkar í
Kvisti hljómar í huga mér nú, er
ég kveð góba vinkonu, enda
voru hugsjónir hennar bundnar
í textanum. Kynni okkar
Rebekku urbu í upphafi þegar
undirbúningur ab stofnun
barnastúku í Breibholti var haf-
inn. Maður hennar, Halldór
Kristjánsson frá Kirkjubóli,
knúði dyra hjá mér dag
nokkurn til aö falast eftir aðstoö
minni. Lét ég tilleiðast og finnst
mér í minningunni að upp frá
því hafi ég verið tíður gestur á
heimili þeirra hjóna.
Barnastúkan Kvistur nr. 170
var stofnuð 6. nóvember 1977 í
Fellahelli. Frá upphafi var
Rebekka lifandi þátttakandi í
starfi stúkunnar. Hún var söng-
elsk og spilaöi á orgel. Hún var
óþreytandi viö að láta börnin
syngja og bauð gjarnan heim til
sín nokkrum börnum til ab
kenna þeim lögin. Margt var
gert skemmtilegt í Kvisti og
mannvænleg börn glöddu okk-
ur með athafnasemi sinni. Leik-
in voru leikrit og um tíma átt-
um við mjög skemmtilegan
sönghóp, sem Rebekka æfði og
leiðbeindi. Oft lá leibin heim til
Rebekku og Halldórs til að ræða
málin og oft var börnum stefnt
til fundarins, því vissulega áttu
þau að vera með í ráðum, enda
vænlegt til þroska einsr.aklings-
ins. Ohætt er aö segja að
Rebekka náði góðum tengslum
við börnin, ekki síst þau sem
erfitt áttu með að sitja kyrr og
hlusta. Hún var óþreytandi ab
spjalla við þau og vissi um
þeirra hæfileika og góðu hliðar
og benti þeim á vænlegar leibir
til að lifa vel. Veit ég að mörg
þeirra minnast hennar í hjarta
sínu alla tíð.
Samstarfið í Kvisti þróaðist
fljótt í góba vináttu og fylgdist
Rebekka náið með mínum hög-
um. Mat ég þab mikils hve gób-
ur hlustandi hún var og eins
þab sem hún lagbi til málanna,
sem góö vinkona, þegar það átti
við. Hún var tilfinninganæm og
mikill náttúruunnandi og blóm-
in hennar voru einhver þau feg-
urstu sem ég hafbi séð. Margan
afleggjarann fékk ég hjá henni
og tókst ab koma sumum til
þroska og njóta fegurðar þeirra.
Rebekku var frændrækni í
blóð borin og tryggð hennar vib
frændur og vini einstök. Hún
bar mikla umhyggju fyrir fóstur-
börnum sínum og var hreykin
af ömmu- og langömmubörn-
unum og sýndi mér gjarnan
myndir af þeim og sagði frá
þeirra ágæti.
Oft ræddi hún um sveitirnar
sínar, bæbi Bárðardalinn, þar
sem hún ólst upp, og Önundar-
fjörðinn, þar sem hún bjó
lengst af, og flest eöa öll sumur
sóttu þau Halldór bába staðina
heim eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur. í seinni tíð dvöldu
þau hjón einnig á hverju sumri
vikutíma í Galtalækjarskógi,
sumarparadís okkar góbtempl-
ara, þar sem Rebekka fylgdist
meb gróðri og fuglalífi.
Þau Rebekka og Halldór ræktu
vel stúkufundi og hygg ég að
varla hafi verið haldinn fundur
hér í Reykjavík um árabil þar
sem þau hefur vantað. Allt þar
til hún lagbist á sjúkrahús í lok
nóvember sl. fór Rebekka á
stúkufundi og svo ríkur þáttur
var það í hennar lífi að þó heils-
an leyfbi ekki þátttöku lengur,
var hugur hennar þar.
Fársjúk spurbi hún um mitt
fólk þegar ég leit til hennar.
Hún hafði alla tíb fylgst grannt
með heilsufari okkar, einkum
þó dóttur minnar og hélst sú
umhyggja allt til enda.
Kvistur var ofarlega í huga
hennar alla tíb og sætti hún sig
aldrei til fulls við ab ekki var
hægt ab halda starfinu áfram,
en ýmsar aöstæður urðu þess
valdandi og þar, sem víða ann-
arstabar, skorti aöstobarfólk.
Þau ár, sem barnastúkan var við
lýði, voru gefandi og góður tími
og er von okkar og bæn ab
börnin hafi fengið hollt vega-
nesti, sem þau búa að í framtíð-
inni. Rebekka taldi-sín störf ekki
eftir og eru ómældar þær stund-
ir sem hún varði í þágu Góð-
templarareglunnar, ekki síst fyr-
ir Kvist.
Rebekka var trú hugsjónum
sínum alla tíð og vann að þeim
af heilum hug. Hún átti sterka
trú og eitt sinn, er ég leit við á
sjúkrahúsinu, var henni, þá
stund er hún vakti, efst í huga
dásemd trúarinnar og ég veit
hún sofnaði hinsta svefni með
fullvissuna um eilíft líf.
Ég kveð svo Rebekku mína í
Drottins nafni!
Katrín Eyjólfsdóttir
Það var mikið lán fyrir samtök
okkar góötemplara í Reykjavík
þegar Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli og hans mæta kona,
Rebekka Eiríksdóttir, gerðust fé-
lagar stúkunnar Einingar. Sá
liðskostur, sem okkur í Eining-
unni bættist með tilkomu þeirra
ágætu og samrýndu hjóna, hef-
ur auðgað og bætt starfsemi
hennar á marga vegu um tæp-
lega hálfrar aldar skeið.
Nú hefur Rebekka Eiríksdóttir
horfið okkur sjónum. Hún lést,
eftir nokkra legu á sjúkrahúsi,
að morgni Iaugardags 28. janúar
s.l., á 83. aldursári. Vib í Eining-
unni sjáum því nú að baki ein-
um úr hópi bestu félaga hennar.
Á kveðjustund rifjast upp ýmis-
legt tengt persónulegum kynn-
um af Rebekku og framlagi
hennar til starfs í Einingunni
um áratuga skeið.
Rebekka var hlý og vel gerð
manneskja, sem kom fram af
hispursleysi viö alla, jafnt háa
sem lága, og glaðværð sveif yfir
vötnunum þegar það átti við.
Hún átti gott með ab tjá sig og
hafði yfir að búa þeim hæfileika
að segja fróðlega og skemmti-
lega frá ýmsu sem hafbi á daga
hennar drifið í starfi og leik. Eft-
irminnilegt verður hversu stolt
og hlýlega hún talaði um sveit-
ina sína, æskustöðvarnar í Bárð-
ardalnum og fólkið þar. Stund-
um spurbi hún þann, sem þess-
ar línur ritar og sinnti erindum
fyrr á árum í Suður-Þingeyjar-
sýslu, um menn og málefni,
sem snertu á einn eða annan
hátt Bárðardalinn. Var ekki
laust við að undirritaður, sem
borgarbarn, öfundabi þá, sem
áttu slíkan minningasjóö, sem
fólst í dalnum hennar og lífinu
sem lifab var þar á fyrstu áratug-
um aldarinnar.
Fáir félagar hafa verið jafn trú-
ir stúkunni sem Rebekka, hvað
þátttöku í starfi hennar snerti.
Hljómlistin var hennar sérgrein
og aubgabi hún fundi meb org-
elleik. Oft leiðbeindi hún minni
og stærri hópum um söng, sem
komu fram á samkomum gób-
templara. Auk þess lét hún
stundum að sér kveða, þegar
mál voru rædd í stúkunni, og
lagði ávallt gott til mála.
Við Einingarfélagar minnumst
Rebekku Eiríksdóttur með virb-
ingu og þakklæti fyrir allt þab
góða og ljúfa sem hún lét okkur
í té meb vináttu sinni og í
ánægjulegu samstarfi um langt
skeið. Hugurinn leitar nú til
Halldórs okkar, sem misst hefur
mikið, en þau Halldór og Reb-
ekka áttu að baki rúmlega hálfr-
ar aldar farsælan hjúskap. Við
sendum honum hugheilar sam-
úðarkveðjur sem og öðrum ást-
vinum Rebekku.
Blessuð sé minning Rebekku
Eiríksdóttur.
Einar Hannesson
Kvebja frá Kvenfélagi
Mosvallahrepps
Nú hverfur sól í haf
og húmið kemur skjótt.
Eg lofa góðan Guð,
sem gefur dag og nótt,
minn vökudag, tninn draum og
nótt.
Þú vakir, faðir vor,
og vemdar bömin þín,
svo víð sem veröld er
og vonarstjama skín,
ein stjama hljóð á himni skín.
(Sigurbjörn Einarsson)
Það var fyrir rúmum fimmtíu
árum ab hún Rebekka kom
norðan úr Bárðardal í Þingeyjar-
sýslu og settist ab hér í Önund-
arfirði. Það var þegar hún hitti
hann Halldór og hóf með hon-
um búskap á Kirkjubóli í Bjarn-
ardal.
Okkur kvenfélagskonum er
ljúft ab minnast hennar, og þá
ekki síst vegna þess ab hún var
mikill hvatamaður að stofnun
kvenfélags hér í sveit.
Hún hafði ung kynnst kvenfé-
lagsstarfi í Bárðardal og var
sannfærð um að þesskonar fé-
lagsskapur kvenna væri nauð-
synlegur í okkar samfélagi.
Það má því með sanni segja
að með stofnun Kvenfélags
Mosvallahrepps árið 1960 hafi