Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.02.1995, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 10. febrúar 1995 Tíminn spyr... Á ab herba ákvæbi um sölu reyktóbaks, t.d. meb því ab banna ab hafa þab sýnilegt á sölustöbum? Halldóra Bjarnadóttir, formabur Tóbaksvarna- nefndar íslands: Já, vegna þess aö þegar þaö er sýnilegt þá virkar þaö eins og auglýsing. Ég vil gjarnan aö þaö sé haft undir boröi, og þá er ekki jafnlangt gengiö og í Noregi þar sem nú er til um- ræöu aö hafa sömu umbúöir utan um allar tegundir sem þá eru aöeins merktar framleiö- anda, eins og raunar er búiö aö koma á í Kanada, þar sem allar umbúöir eru alhvítar. Sölvi Óskarsson, kaupmaö- ur í Björk, einu tóbakssér- verslun landsins: Tvímælalaust ekki. Ég sé enga ástæðu til þess frekar en þegar um aörar vörur er aö ræða. í raun og veru kemur svona spurning flatt upp á mann, því hvernig á að vera hægt aö selja vöru sem er ekki sýnileg? Ég skil ekki hugsunarháttinn á bak við þetta. Rolf Johansen tóbaksinn- flytjandi: Boö og bönn hafa aldrei gefist vel. Á meðan leyfilegt er aö flytja tóbaksvörur inn til landsins á ekki aö taka þær úr hillum sölustaða. Annaö er skerðing á verslunarfrelsi. Á þeim forsendum er ég því mótfallinn. Hrossabcendur á hitafundi í Borgarnesi: Gagnrýni á fram- kvæmdastjórann heldur áfram Formabur og framkvæmda- stjóri Félags hrossabænda á ís- landi héldu fund meb félags- mönnum í Borgarfjarbarhérabi á Hótel Borgarnesi í vikunni. Gagnrýni hefur komib fram á framkvæmdastjórann, séra Halldór Gunnarsson, vegna fyr- irtækisins ísen hf. sem hann er hluthafi í og hestabúgarbs í Lit- háen sem ísen hf. er abili ab. En fyrirtækib ísen hf. er jafnframt svoköllub verkefnanefnd hjá Félagi hrossabænda og hefur sem slík þab hlutverk ab koma upp sölustöb fyrir íslenska hesta í Litháen. Gagnrýni kom einnig fram á fundinum. Siguröur Oddur Ragn- arsson hestabóndi sagði að hið gagnrýniverða í málinu væri að verið væri að nota hagsmunasam- tök bænda til að koma upp rækt- unarstöð. Þar sem framleidd yrðu hross í beinni samkeppni við horssaræktendur á íslandi. Með því væri beinlínis verið að vinna gegn hagsmunum félagsmanna. Grundvallarmunur væri á verk- efnanefndinni ísen hf. og öðrum verkefnanefndum. ísen hf. væri markvisst að byggja upp ræktun- arstöð á erlendri grund, en hlut- verk annarra verkefnanefnda væri ekki markviss uppbygging ræktunarstöðva. Halldór Gunnarsson fram- kvæmdastjóri lagði áherslu á að Félag hrossabænda styddi aðeins við sölustöð í Litháen og frá sér séð væri verkefnanefndin ísen nákvæmlega eins og aðrar. Hann sagði ennfremur að nauðsynlegt væri að jafnframt væri rekin rækt- unarstöð. Það væri forsenda fyrir útflutningi. Skúli Kristjónsson í Svigna- skarði bar klæði á vopnin og sagð- ist geta sætt sig viö þær skýringar sem komið hefðu fram hjá stjórn félagsins og framkvæmdastjóra. „Við erum með stórhuga fram- kvæmdastjóra og í þessu máli var annað hvort að hrökkva eða stökkva," sagði Skúli og lýsti yfir stuðningi við séra Halldór og sagöi jafnframt að það væri lán hrossabænda að hann væri full- trúi þeirra á Búnaðarþingi. Það besta sem félagsmenn í Félagi hrossabænda gerðu væri að standa heilir á bak við stjórnina, en gera ekki eins og sauðfjár- bændur, sem virtust ætla að koma marg-klofnir til verks. - TÞ, Borgamesi Bergur Pálsson, formabur Félags hrossabœnda: Hafnarfjalliö skemmti- legra en Þröstur Ólafsson „Það er alveg forkastanlegt, en utanríkisráöherra haföi meiri áhuga á aö hægt væri aö flytja grænmeti tollalaust til Ítalíu hingaö en aö viö gætum flutt hross tollalaust til ESB landa," sagöi Bergur Pálson, formaöur Félags hrossabænda, í umræðum á fundi sem félagið hélt í Borg- arnesi á dögunum. Hann sagði aö þeir heföu verið í viðræðum um þessi mál viö utanríkisráðuneytið og þar hefðu þeir rætt viö Þröst Ólafsson. Um þær um- ræöur sagði Bergur þetta: „Maöur gæti alveg eins fariö hérna yfir fjörðinn og reynt aö tala við Hafnarfjallið eins og tala viö hann. Eini munur- inn er sá að það er miklu skemmtilegra aö tala viö Hafnarfjallið." - TÞ, Borgamesi Tímamynd CS Frá undirritun samninganna. Frá vinstri fulitrúi vita- og hafnarmála, samgöngurábherra og fjármálarábherra. „ Nýskipan í ríkisrekstri" Samningur vib Kvennaskól- ann og vita- og hafnarmál Þjónustusamningar hafa verib undirritabir af hálfu hins opin- bera vib Kvennaskólann í Reykjavík og Vita- og hafnar- málastofnun. Þetta er í samræmi vib stefnu ríkisstjórnarinnar um „Nýskipan í ríkisrekstri". Af hálfu hins opinbera eru samningarnir undirritaðir af full- trúum menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis. í þessum samningum er skýrt hvernig stofn- un selur ráðuneyti tiltekna þjón- ustu fyrir ákveðiö verð og er mark- mið samninganna að gera upplýs- ingar um starfssvið og verkefni stofnana ljósara fyrir almenning og stjómvöld og ná fram hag- kvæmari og betri þjónustu í ríkis- rekstri. Fjárhagslið samninganna er staðfest af fjármálaráðherra. Áður hafa verið gerðir samning- ar sem þessir á milli heilbrigðis- og tryggingaráöuneytis annars vegar og Geislavarna ríkisins hins vegar og iðnaðarráðuneytis og Rann- sóknarstofnunar byggingariönað- arins. ■ Reykjavíkurborg: Greiddi um 5 milljónir til úttekta og rannsókna Reykjavíkurborg hefur greitt 5.128.765 krónur vegna úttekta og rannsókna, sem unnar hafa verið á vegum skrifstofu borgar- stjóra frá 15. júní 1994 til 1. febrúar 1995. Þetta var svar við fyrirspurn borgarfulltrúa minnihlutans, þar sem þessara upplýsinga var óskaö. Listinn yfir þessar greiðslur fer hér á eft- ir og eru fjárhæöir fyrstu fjög- urra liða tilgreindar án virðis- aukaskatts Stefán Jón Hafstein 510.340 stjórnskipulagsúttekt Endurskoðunarskrifst. 3.328.200 • Sigurðar Stefánssonar hf. Úttekt á fjárhagstöðu Hagvangur hf. 735.000 Skipulag á borgarskrifstofum Ráð hf. 200.000 Könnun á fyrirkomulagi Reykja- víkurborgar á garð- og skógar- plöntum Kostnaður vegna 355.225 launa oglaunatengdra gjalda vegna nefnda og vinnuhópa fyr- ir sama tímabil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.