Tíminn - 22.02.1995, Qupperneq 9

Tíminn - 22.02.1995, Qupperneq 9
Mi&vikudagur 22. febrúar 1995 mr£..-í-— wvRtvni 9 UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND UTLÖND 24.350 borg- arar fallnir í Grosníu Moskvu - Reuter Tölfræ&ileg skýrsla um manntjón í Tsétsenju síðan Rússar gerðu þar innrás fyrir tíu vikum var birt í Moskvu í gær og segir þar -a& 24.350 óbreyttir borgarar í Grosníu hafi látiö lífib í bardögunum. Það voru sérfræðingar á vegum Rússnesku mannréttindastofnunar- innar sem unnu skýrsluna og telur Interfax-fréttastofan að hér sé um áreiðanlegar upplýsingar að ræða. Tala látinna skiptist þannig að börn innan fimmtán ára aldurs eru 3.700. Konur eldri en fimmtán ára eru 4.650, karlar yfir fimmtugu 2.650 og óvopnaðir karlar á aldrin- um fimmtán til fimmtíu ára eru 13.350. Þá segir í skýrslunni að auk þess hafi 650 vopnaðir menn fallið, og mun þar átt við bardagamenn úr liði abskilnaðarsinna. Ekki kemur fram í skýrslunni hve margir úr liöi Rússa hafi fallið í átökunum, en rússnesk yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir séu rúm- lega þúsund. Rússar hafa ekki birt tölur um þá óbreytta borgara í Tsét- senju sem hafa látið lífið í bardög- unum, en ab sögn Interfax kemur fram í skýrslunni að sambærilegt mannfall meðal óbreyttra borgara hafi ekki orbið síðan í heimsstyrj- öldinni síðari og þá í Póllandi. Megi þó líta svo á að mannfallið í Gro- sníu sé mun meira en þar varð, er litið sé til þess að þessir 24.350 hafi fallib á abeins tíu vikum en atburð- irnir í Póllandi hafi tekib margfalt lengri tíma. ■ Þakkar langlífið léttri lund Arles - Reuter Hún fæddist árið sem Anna Karenína eftir Tolstoj kom út. Það var sama ár og óperan Car- men eftir landa hennar, Georg- es Bizet, var frumsýnd, og ári áður en Bell fann upp tals- ímann. Hún var sjötug þegar hún fékk kosningarétt og hélt upp á 120 ára afmaelið sitt í gær. Hún snæddi hádegismat ásamt nán- ustu vinum sínum, krabba og andarsteik sem skolað var niður með kampavíni, eins og vera ber á stórafmælum. Jeanne Calment er elsti íbúi á jarbríki, eftir því sem best er vit- að. Hún var í heiminn borin 21. febrúar 1875 og Michel Allard sem er öldrunarsérfræðingur ségir að þab sé ekki fyrst og fremst hinn hái aldur, í árum taliö, sem undrun sæti, heldur það hve ern hún sé og andlega hress. Þegar hún var fjórtán ára hitti hún Vincent van Gogh í eigin persónu, en listmálarinn dvald- ist langþmum saman í Arles og málaði þar margar af sínum frá- bærustu myndum. Þar var hann líka þegar hann skar af sér eyrað í örvæntingarkasti, svo sem frægt varb, en þegar Jeanne Cal- ment hitti hann fyrir var hann enn meö bæbi eyrun. Hún segir að hann hafi verið forljótur, vibskotaillur og angandi eins og spritttunna. Þegar hún var um nírætt gerði hún samning um það við fast- eignaspekúlant nokkurn í Arles Jospin sækir í sig vebrib París - Reuter Lionel Jospin sem franskir sósíal- istar bjóða fram í forsetakosning- um hefur höggvið mjög í fylgi for- sætisráöherrans og hægrimannsins Edouards Balladurs, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru í dag. Samkvæmt þeim fær Jospin 21-22% atvæða í fyrri lotu kosninganna sem fram fara 23. apríl og er þab um 1% meira en Balladur fær í þessari könnun. Samkvæmt kosningaspá hefur Balladur vinninginn yfir Jospin í síöari lotunni sem verður 7. maí, en þar munar þó ekki nema 6% á þeim. í síðustu könnun sem fram fór fyrir viku munabi 16% þannig að með þessu áframhaldi gæti vel farið svo að Jospin sigraði í forseta- kosningunum. ■ Aðalfundur 1995 Aöalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í funcjarsal félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 24. febrúar 1995 | og hefst kl. 16.00. Dagskrá: ; 1. Venjuleg aöalfundarstörf. j 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um hlutafélög. j 3. Önnur mál, Iöglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. wm að hann greiddi henni sem svar- ar ríflega 30 þúsund ísl. krónum á mánuði gegn því að íbúðin yrði hans eign er hún félli frá, en þangað til hefði hún fullan og óskoraðan afnotarétt ab fast- eigninni. Spekúlantinn er bú- inn að margborga íbúðina og er nú sjálfur kominn hátt á áttræð- isaldur án þess að hafa haft ann- að en útgjöld upp úr krafsinu. Jeanne Calment hefur lifað af- komendur sína, einkadóttur sem dó úr lungnabólgu 1934, þá 36 ára að aldri, og dótturson sem andaðist árið 1963. Hún hefur verið ekkja í hálfa öld og varð það eftir 54ra ára hjóna- band. Hverju þakkar hún langlífið? Léttlyndi og hláturmildi, segir hún. Ekki eru nema þrjú ár síð- an hún hætti að reykja, en þeg- ar hún var hundraö ára lagði hún reibhjólinu sínu. Skemmtilegasta endurminn- ingin? Þegar hún flaug í þyrlu árið 1939. „Mér fannst ég vera orðin aö litlum fugli sem sveim- aði í skýjunum. Það var óvib- jafnanleg tilfinning," segir hún. Einu fegrunarlyfin sem hún hefur notað um dagana eru ólífuolía og andlitspúður. Augnaháralit segist hún ekki hafa getað notað þar sem hún haft svo oft grátið af hlátri. Daginn fyrir afmælið höfðu henni borist um fimm þúsund bréf og a.m.k. fimm bækur um hana eru að koma út í tilefni af afmælinu. Ellimörkin eru helst þau að hún er blind og nær heyrnar- laus, en þegar hún er búin að jafna sig eftir hádegisverðinn og kampavínið er von á áttatíu gestum í kaffi og súkkulaðitertu. Meðal gestanna verður franski heilbrigðisráðherrann. ■ Fimmtán ára mafíósi gripinn Napólí - Reuter Fimmtán ára heróínsali hef- ur verið handtekinn og mun hér um ab ræða eitt yngsta handbendi mafíunnar í Na- pólí og nágrenni sem komist hefur undir manna hendur. Lögreglan gefur ekki upp fullt nafn drengsins, sem gengur þó undir nafninu Ciro. Hann hefur stjórnað eitur- lyfjasölu í heimabæ sínum, Ercolano, sem er í næsta ná- grenni við hina fornu borg Herculaneum sem gjöreyði- lagðist þegar fjallið Vesúvíus gaus árið 79 e. Kr. Ciro á tvo eldri bræður sem afplána nú fangeisisdóma fyr- ir þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi. ■ Frá fimmtudegi til fimmtudags Opið virka daga 9-20, laugardag 10-17, sunnudag 13-17 7 tilbobsdagar Bílahússins / húsi Ingvars Helgasonar hf. að Sœvarhöfða 2. Þarfœrð þú nota&an bíl áfrábœru tilbobsverbi og jafnvel engin útborgun fyrstu 6-8 mánuðina. Visa eða Euro greiðslukjör. Frí ábyrgbartrygging fyrsta hálfa áriðfylgir bílnum og frítt bensín fram á sumar, miðað við meðalakstur á meðalbíL NÆST SÍÐASTI DAGUR Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.