Tíminn - 01.03.1995, Side 4

Tíminn - 01.03.1995, Side 4
4 Mi&vikudagur 1. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Ver& í lausasölu 150 kr. m/vsk. Stefnubreyting er naubsyn Nú í upphafi kosningabaráttunnar leggur Davíb Oddsson forsætisráðherra mikla áherslu á að ríkis- stjórn hans hafi tryggt stöðugleika í þjóðfélaginu, og biður um áframhaldandi umboð til þess að tryggja þann stöðugleika. Langlíklegast er að nú- verandi stjórnarflokkar starfi saman áfram, ef þeir fá afl til þess. Það er miður að allar þessar staðhæfingar um stöðugleika og mikinn árangur í efnahagsmálum byggjast á bjartsýnum spám um efnahagshorfur. Þjóðhagsstofnun gaf út slíka spá 16. desember, sem gerir ráð fyrir aukningu landsframleiðslu á ár- inu 1995 um 2,1% og hagstæðum viðskiptajöfn- uði og stöðugu verðlagi. Jafnframt var þess getið, eins og segir orðrétt í athugasemdum, „að rétt sé að taka fram að um margt ríki óvenjumikil óvissa um horfurnar fyrir komandi ár". Nú sjást þess því miður merki að loðnuvertíð verði ekki sú gullkista sem reiknað var með, en spáin um framvinduna gerði ráð fyrir að hin hag- stæða þróun í sjávarútvegi árið 1994 héldi áfram á næsta ári. Hið raunverulega ástand í atvinnumálum er þannig að 6000 manns eru atvinnulausir og tekjur í þjóðfélaginu hafa stórminnkað. Við þessu eru ekki til einfaldar lausnir. Hins vegar hefur ríkis- stjórnin ekki haft þá forustu um að skapa skilyrði fyrir nýjum fyrirtækjum og nýsköpun sem æski- legt hefði verið. Það hefur allmikið verið rætt um það að breyta starfsemi fjárfestingarlánasjóðanna og beina þeim að nýjum verkefnum í því að veita áhættufjár- magni í nýja starfsemi og efla nýsköpun. Ekkert hefur verið gert, og í raun hefur áróður stjórnvalda virkað letjandi á frumkvæði og áræðni í nýrri at- vinnustarfsemi. Hvers konar áhætta í útlánum hefur verið nefnd sjóðasukk og gerð tortryggileg á flestan máta. Afleiðingin er kyrrstaða. Sú stað- reynd blasir við að enn er þjóðin háð því hvort vel veiðist. Dýrmætur tími hefur tapast og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hóf feril sinn með því að reyna að hanka fyrirrennara sína á mistökum úr fortíð- inni í stað þess að horfa til framtíðar og efla þá ný- sköpun sem er bráðnauðsynleg. Það verður að taka það með í reikninginn að stöðnun er hluti af þeim stöðugleika sem stjórn- völd eru að hæla sér af. Atvinnuleysi og lækkandi tekjur valda samdrætti í þjóðfélaginu og stöðug- leiki í verðlagi stafar af slíku að hluta. Hins vegar má með engu móti sætta sig við að atvinnuleysi sé eðlilegt ástand. Stefnubreyting er nauðsynleg í þessum efnum, ef það á að takast að ráða við atvinnuleysisdraug- inn. Það er versti áfellisdómurinn yfir núverandi ríkisstjórn að hafa sofið algjörlega á verðinum. Með höfbingjum Nýráöinn menningarritstjóri Morgunbla&sins og landsfrægur spútnikblaöamaður setur held- ur betur mark sitt á sunnu- dagsmoggann sí&asta. Agnes Bragadóttir leggur undir sig tvær breiðsíður, bæöi í bla&i eitt og blaði tvö, og gefur tóninn um það hvað þetta stærsta blað þjóðarinnar skilgreinir sem menningu og menningarleg viðfangsefni. Miðað við inntak beggja greinanna felst menning í því að segja með tilþrifum frá sjálf- sögðum hlutum, ef þeir mega verða til þess að hefja á stall „höfðingja" af ýmsum stærðum og geröum, einkum þá sem eru í útlöndum en náð hafa heims- frægö á íslandi. Menningarrit- stjórinn virðist þó ætla að leggja sérstaka rækt við hóp hanastéls- menningarvita, sem átt hefur sér lítinn flokk aðdáenda hér á landi og telja sér mikla upphefð í aö þekkja. Vörubílstjórar í rit- höfundastétt hafa kallað þessa menningarvita og áhangendur þeirra snobblið eða menningar- snobbliðið. Gu&s vola&a land í öðru blaðinu er viötal viö hjón nokkur, búsett á vel þekkt- um ferðamannastað í þýsku Ölpunum, þar sem eiginmaður- inn á heimilinu kennir við bandarískan herskóla þar í bæ. Þessi maður hefur það reyndar úr fortíð sinni að hafa gegnt nokkurs konar herskyldu á ís- landi, þegar utanríkisþjónustan bandaríska setti hann fyrir fá- einum árum í starf hér á þessu „guðs volaða landi", sem Nix- on, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna kallaði ísland, þegar hann millilenti hér á sjötta áratugnum. Herskólakennarinn greinir menningarritstjóranum frá helstu vibfangsefnum sínum og af greininni að dæma þá er rit- stjórinn sannfærður um að hann sé að birta heimssögulegt „skúbb", stórfrétt um brautryðj- endastarf sem þarna fer fram. is- landsvinurinn, menningarvit- GARRI inn og repúblikaninn er nefni- lega m.a. að kenna hershöfð- ingjum fyrrum kommúnista- ríkjanna „demókratískan" þankagang! Sú skilgreining Moggans ab þetta sé menning og menningarfréttir er athyglis- verð ekki síst í ljósi þess að Mogginn er fyrstur með þá frétt. Að vísu hafa sömu hlutir verið í fréttaumræðunni vegna „Sam- starfs um frið" hjá NATO í nokkur misseri, en ekki fyrr ver- iö sagðar sem sérstakar menn- ingarfréttir. Uppi í útlöndum Og síst er nú hægt að saka nýja menningarritstjórann um þröngsýni, því hitt menningar- efnið í sunnudagsmogganum lýtur ab uppa, sem býr í útlönd- um og kann svör við vandamál- um kotþjóðarinnar við ysta haf. Ekki er hægt að skilja umfjöllun menningarritstjórans öðru vísi en að ástæða sé til að hlusta á þennan mann, sem búinn er að meika þaö. Þessi landi okkar sér þó hlutina í dálítið sérstöku ljósi og þrátt fyrir að maðurinn sé sigldur, þá virðist hugmynda- heimur hans ekki hafa komist langt frá Seltjarnarnesinu og alls ekki út fyrir Reykjaneskjör- dæmi. Þannig tengir hann helstu framfarir hér á landi gömlum fyrirgreiðslupólitíkus úr Hafnarfirði, sem á ab hafa átt stærstan þátt í þeirri opnun og kerfisbreytingu sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi. Það skyldi þó aldrei vera samhengi milli þessarar skoðunar og þeirr- ar staðreyndar að gamli fyrir- greiðslupólitíkusinn, sem hann mærir mjög, var einnig helsti foringi sjálfstæðismanna í kjör- dæmi hans á meöan þessi landi var hér heima? En merkilegasta niöurstaða þessa höfðingja, sem menning- arritstjórinn fann í útlöndum, er þó sú að kjarajöfnun á íslandi sé komin á hættulegt stig, og eitt áhugamála hans er því að draga úr kjarajöfnuði á íslandi! Menningarstefna Morgun- blaðsins virðist ætla að felast í því að menningarritstjórinn dekri við höfðingja. Slíkt væri í sjálfu sér ekki verri menningar- stefna en hver önnur, ef verib væri ab sleikja upp almennilega höfðingja, t.d. héraöshöfðingja sem eitthvað hafa að segja. Að snobba fyrir sjálfskipuðum menningarvitum og sjálfum- glöðum uppum án jarðsam- bands er hins vegar vafasamt skref hjá menningarritstjóran- um. Garri Hugvit til útflutnings Traustur hagfræðiprófessor við Háskóla íslands upplýsir að út- lánatöp íslensku bankastór- veldanna nemi 45 milljörðum króna á nokkrum undangengn- um árum. Þetta er vel af sér vik- ið og hefur ekki frést af öðrum peningastofnunum af álíka stærðargráðum sem náð hafa slíkum árangri án þess aö sjái högg á vatni. Bankarnir standa staffírugir eftir og tekjur bankastjóra, að- stoðarbankastjóra, og fram- kvæmdastjóra hinna og þessa sviða starfseminnar hækka í réttu hlutfalli við þann frábæra árangur sem þeir ná í útgjalda- tapi. Nú loksins fréttist af jafnoka íslensku bankajöfranna í tap- rekstri. Stráklingur, sem talinn var fjármálaséní, tókst að spila 70 milljörðum króna út úr ein- um elsta og traustasta banka heims á nokkrum vikum. Hann veöjaöi geggjab á vitlaus fyrir- tæki af fullkomnu fyrirhyggju- leysi og tókst aö setja virbuleg- ustu bankastofnun Bretaveldis, meb útibúum um allan heim, á hausinn. Innlend snilli Nú er strákur horfinn og El- ísabet II. og fleira fínt fólk spyr í forundran hvab orðib sé af bankanum sírium. Baringsbankinn hefur verið eitt af stórveldum heims á þriðja hundrab ár og þolir ekki einu sinni 70 milljarða króna skell án þess að hrynja í rúst. Þab sýnist ekki mikiö fjármála- vit sem ekki ræður við annaö eins. Ef þab er ekki orðið of seint gæti íslenskt hugvit orðið bankanum til bjargar og rétt hag hans og annarra illa staddra peningastofnana með heimatilbúinni hagstjórnar- snilli. Ef litið er til höfðatölu og peningaveltu eru það smámun- ir einir sem sturtubu heims- veldisbankanum miðað vib það Á víbavangi sem íslensku fjármálasnilldinni hefur tekist að glopra niður og gera að engu á tiltölulega stutt- um tíma. Samt verður enginn íslenskur banki gjaldþrota heldur auka þeir veg sinn og eignir meö ótrúlegum hraba. Hagnaðurinn á ársreikningun- um er frábær. Ef erlendir bankamenn gætu lært af íslenskum afburða- mönnum hvernig hægt er að tapa 45 milljörðum út úr ör- smáu bankakerfi án þess að nokkur stjórnandi sé settur í tugthús eða nein peningastofn- un beri af því sýnilegan skaða, væri fjármálum heimsins borg- ið. ...og tapa aldrei þó, þó Einatt berast fréttir víðs vegar ab af gjaldþrotum banka og þykir engum mikið. En fallítt Baringsbankans er nokkuð ein- stakt og bar óvenju brátt ab. Það er ekki alveg óáþekkt ís- lensku uppfinningunni „geng- issig í einu stökki", þótt for- merkin séu af ólíkum toga. En af því að hrun nefnds banka er ekki alveg ólíkt út- lánatöpum okkar ástkæru, inn- lendu, sem ekki láta slíka smá- muni á sig fá, er spurningin hvort ekki væri hægt ab flytja út íslenskt fjármálahugvit. Auðvelt ætti að vera að selja uppskriftir af því hvernig hægt er ab tapa og tapa og tapa og tapa aldrei þó, þó. Sú dýrmæta þekking sem stjórnendur íslenskra peninga- stofnana búa yfir gæti þannig orðið drjúg auðsuppspretta og vaxtarbroddur í þeim mikla upplýsingabisniss sem nú veb- ur yfir veröldina. Undrabarniö sem tapaði 70 milljörðum með glannafeng- inni óráðsíu gæti orðið til að opna augu manna fyrir því að frónska bankakerfið mæti svo- leiðis smáuppákomum með viðeigandi hætti. Þær hundakúnstir eru sú þekkirig sem bankamennirnir og þeirra yfirvöld, gætu selt bönkum sem ekki eiga önnur ráb en að fara á hausinn þegar dæmin ganga ekki upp. Fyrsta kennslustundin gæti verið hvernig á að tapa 45 milljörðum án þess að umtals- vert geti talist og sú næsta hvernig bankar sem þannig standa sig skila ársreikningi með hagnabi. Áfram má halda og svara spurningunni hvers vegna töpin eru aldrei einum eba neinum að kenna, et cet- era. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.