Tíminn - 01.03.1995, Page 6

Tíminn - 01.03.1995, Page 6
6 Mibvikudagur 1. mars 1995 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM EGILSSTÖÐUM Skipbrots- mannaskýlib í Ingólfshöfba endurbyggt Ákveðib hefur verib að byggja neyðarskýli í Ingólfs- höfða, sem Magnús Ólafur Hansson, formaður skýla- nefndar S.V.F.Í., sat ásamt félögum Slysavarnadeildar- innar í Öræfum út í Ingólfs- höföa þann 11. febrúar síð- astliöinn. Gerð hefur veriö kostnaðaráætlun fyrir verk- ið, en áætlað er að það kosti á bilinu ein og hálf til tvær milljónir króna. Ekki hefur enn verið gengið frá því hvernig byggingin verður fjármögnuð, en framlag Slysavarnadeildarinnar í Ör- æfum og Hofhrepps verður samkvæmt áætlun á bilinu fjögur til fimm hundruð þúsund krónur. Öræfingar hafa tekið að sér að rífa innan úr tóttinni, hlaöa nýja veggi og skaffa rekavið í burðarvirki og á því verki að vera lokið í endaðan júlí. Stefnt er að því að end- urbyggingu verði lokið 4. nóvember í haust og þá fari endurvígsla fram. Skipbrotsmannaskýliö í Ingólfshöfða var byggt árið 1912 ab tilhlutan Ditlefs Thomsen kaupmanns, sem var þýskur konsúll í Reykja- vík. Mun strand þýska togar- ans Friedrich Albert, sem strandaði á Skeiðarársandi 1903, hafa verib hvati að byggingu skýlisins, en þá lét- ust átta skipverjar úr vosbúð og kulda. Átta árum fyrr hafði Ditlef Thomsen beitt sér fyrir bygg- ingu skýlis á Kálfafellsmel- um og var það fyrsta skip- brotsmannaskýlib sem reist var hér á landi. Skýlið í Ing- ólfshöfða var á sínum tíma byggt af heimamönnum í Öræfum og má til gamans geta þess að kostnaður við bygginguna var samkvæmt reikningi 310 krónur. Framkvæmda- stjórl rábinn til aö sjá um „Drekann' Sex umsækjendur sóttu um starf framkvæmdastjóra við iðnsýninguna „Drek- ann", sem haldin verður í íþróttahúsinu á Egilsstöðum 23. júní-2. júlí í sumar. Stjórn Drekans hefur ákveð- ið ab ganga til liðs við Hrefnu Hjálmarsdóttur. Hrefna er frá Neskaupstaö og er að ljúka námi í mark- aðsfræöi frá Lundarháskóla í Svíþjób. A sýningunni, sem er sam- starfsverkefni Egilsstaðabæj- ar og Atvinnuþróunarfélags Austurlands, gefst fyrirtækj- um í fjóröungnum tækifæri til að kynna framleiöslu sína og starfsemi. Sýning undir sama nafni var haldin í íþróttahúsinu á Egilsstöðum sumarib 1989 og þótti takast mjög vel. AKUREYRI íslandsmót unglinga í frí- stældansi: 16 ára Sauöár- króksmær sigraöi „Ég átti nú ekki von á því ab vinna þennan titil," sagbi Ragn- dís Hilmarsdóttir, 16 ára Sauð- árkróksmær og nýkrýndur ís- landsmeistari í einstaklings- keppni unglinga í frístældansi. „Þab er samt ansi mikil hvatn- ing fyrir mig að vinna til þess- ara verðlauna og ég vona ab þetta verði einnig hvatning fyr- ir aðrar stelpur hér." Alls tóku 10 keppendur þátt í einstaklingskeppninni, sem fram fór í Tónabæ í Reykjavík fyrir skömmu og sigraði Ragn- dís með glæsibrag. Sigurdans- inn kallar hún Soul Sacrifice og samdi hún hann sjálf. Ragndís'hefur stundað er- óbikk í ein sex ár og kennir í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu á Sauðárkróki. Auk þess stundar hún nám í Fjölbrautaskóla Nl. vestra. Þetta var í þriðja og síð- asta sinn sem hún tekur þátt í frístælkeppni, því keppendur mega ekki vera eldri en 16 ára. Hún varð í þriðja sæti í keppn- inni í fyrra, öðru sæti árið áður og því kom ekkert annað til greina en sigur í lokatilraun- inni. Þetta var í 14. sinn sem þessi keppni er haldin, og eins og áb- ur var stemmningin í Tónabæ góð. Einnig var keppt í hópa- keppni og þar varð hópurinn Fókus frá Selfossi hlutskarpast- ur. Camla skipbrotsmannaskýliö í Ingólfshöföa er komiö til ára sinna, en þaö var byggt áriö 1912. Skólastjórinn í Mývatns- sveit hættir störfum: „Ekki vinnandi viö þetta" Garðar Karlsson, skóla- stjóri Grunnskóla Skútu- staðahrepps, hefur ákvebið að hætta sem skólastjóri í Mývatnssveit aö afloknu þessu skólaári og hverfa til annarra starfa. Ástæðuna má rekja til þeirrar illvígu deilu, sem upp kom í sveitinni sl. haust, og þess að ekkert hef- ur veriö gert síðan til að vinna úr þeim málum. Garb- ar segir ab það sé einfaldlega ekki vinnandi vib þessar að- stæður. Sl. haust átti að færa allt skólahald undir eitt þak í nýju skólahúsi í Reykjahlíð og leggja af skólahúsið á Skútustöðum. íbúar í suður- hluta sveitarinnar neituðu ab senda börnin í skólann og var loks komið upp skóla- seli í sybri hluta sveitarinn- ar. Hluti af samkomulaginu sl. haust var að skipa þriggja manna nefnd, sem í væru tveir heimamenn og einn frá menntamálarábuneyti. Sú nefnd hefur enn ekki fund- ab. „Það er gersamlega óvið- unandi að halda þessu áfram, þar sem ekkert hefur verið gert í tæpa fimm mán- uði til að leysa málið. Við stöndum í nákvæmlega sömu spomm og í haust. Eg neita því þriðja árið í röð að fara að skipuleggja eitthvert skólastarf, sem síðan gengur ekki eftir. Þessi deila er með þeim eindæmum að það er ekki vinnandi við þetta og ég er því farinn," sagði Garð- ar. Ragndís Hilmarsdóttir, íslandsmeistari í frístœlkeppni unglinqa, meö sigurlaunin. Félagar í karlakórnum Söngbræörum á æfingu í Logalandi. Tímamynd: tþ Tapmiklir Söngbrœbur / Borgarfiröi: Listagyðjan á greiða leið að borgfirskum bændahjörtum Ekki verður annaö sagt en listagyðjan eigi greiða leib aö borgfirskum bændahjörtum, en um þrjátíu piltar á öllum aldri koma saman á hverju fimmtudagskvöldi í Loga- landi í Borgarfirði og æfa söng. Þeir skipa karlakórinn Söngbræbur, sem sungiö hef- ur sig inn í hug og hjörtu Borgfiröinga í á annan ára- tug. Stjórnandi kórsins er Jac- ek Tosik Warszawiak, en hann er jafnframt píanó- kennari viö Tónlistarskóla Borgarfjaröar. Jacek tók við stjórn kórsins af Sigurði Guðmundssyni á Kirkjubóli sl. haust. Sigurður hefur stjórnað kórnum frá upp- hafi og var einn af stofnendum hans, en ákvað að taka sér hlé frá stjórninni í vetur. Eins og Gunnar Örn Guð- mundsson, formaður kórsins, orðaði það í samtali við Tím- ann þá byrjaði kórinn ekki meb því að menn sögðu: „Hæ, nú skulum við stofna kór," heldur hófst þetta meb því að nokkrir piltar í Hálsasveit byrjuðu að raula saman og Sigurður Guð- mundsson var þeim til aðstoð- ar. Upp úr því var kórinn stofn- aður og kallaöur Söngbræður, en nafnið er m.a. til minningar um kór sem hét Bræðurnir og var starfandi í Borgarfjarðarhér- aði á árum áður. Kórfélagar stefna að því að taka þátt í karlakóramóti, sem haldið verður á Höfn í Horna- firði í maí næstkomandi. Útlit er þó fyrir að ekki eigi allir kór- félagar heimangengt, þar sem sauðburður verður um það bil að fara á fulla ferð. Auk þess kemur kórinn til með að halda árlega vortónleika og heim- sækja nágrannakóra. Meðal annars á kórinn heimboð á Lóuþrælunum í Húnavatns- sýslu. TÞ, Borgamesi Akureyri: Gamla Sjalla- stemningin á ný Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Hugmyndir em um að endur- vekja gömlu Sjallastemninguna á Akureyri, sem vinsæl var á fyrri árum og eftirlæti Akureyr- inga og ekki síður ferðamanna. Þab er Þórhallur Arnórsson, fyrrum þjónn á Hótel KEA og eigandi Listhússins-Þings á Ak- ureyri, sem ætlar að takast á við þetta verkefni ásamt Elíasi Árnasyni, matreiðslu- og kjöt- iðnabarmanni. Elías starfaði einnig hjá Hótel KEA á árum áður, en undanfarin ár hefur hann starfab við veitingahúsið Brekku í Hrísey. Þeir Þórhallur og Elías hafa tekið Sjallann á leigu og hefja reksturinn 1. mars næstkom- andi. Þeir ætla að leggja áherslu á að endurvekja þá gömlu, góbu daga þegar Sjallinn var eitt vinsælasta skemmtihús landsins. Verður það meðal annars gert með því ab hækka aldurstakmark á laugardags- kvöldum úr 18 ámm í 20 ár og leggja þannig áherslu á skemmtun fyrir eldra fólk, en miða fremur við yngra fólk á föstudagskvöldum og hafa 18 ára aldurstakmark þar áfram. Þeir hyggjast einnig hefja rekst- urinn með sérstakri skemmti- dagskrá, sem nefnist „Norðan grín og garri". Hún er eftir Gísla Rúnar Jónsson og flutt af Þórhalli Sigurðssyni, ööru nafni Laddi, þar sem hann mun bregða sér í hin margvíslegustu gervi eins og honum einum er lagið. Ætlunin er að bjóba upp á þríréttaða máltíö, skemmtidag- skrá og dansleik á eftir. Viðbrögð við þessari ný- breytni þeirra félaga ætla að verba góð og fólk þegar fariö að bóka sig á fyrstu sýningarnar. Sjallinn er með stærri skemmti- húsum landsins, tekur um 230 manns í sæti í aðalsal, um 75 í hliðarsal og um 125 á Dátan- um, sem er krá í sama húsnæði og rekin í tengslum við Sjall- ann. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.