Tíminn - 15.03.1995, Qupperneq 10
I u
Mibvikudagur 15. mars 1995
Auöunn Bragi Sveinsson:
Orð, orð innantóm
Undanfariö hefi ég hugleitt hvert
gildi oröa sé, almennt talaö. Hver
sé máttur þeirra í daglegu lífi.
Þetta sem viö tölum daglega og
lesum í bókum, blööum, tímarit-
um og í sjónvarpi. Oröin eru til
daglegra nota. Þau miöla þekk-
ingu og upplýsingum. Þarna á ég
viö móöurmáliö, en eins og
kunnugt er tölum viö þaö öll,
sem heyrum. Reynt er aö kenna
heyrnleysingjum aö tala, og hefur
sérskóli lengi starfaö aö slíku sem
betur fer.
Skáldiö Hannes Hafstein orti
margt vei, eins og kunnugt er.
Eitt af minnisstæöustu ljóöum
hans nefnist „Vantar menn". Þaö
endar á þessum oröum:
Orð, orð
innantóm
fylla storð
fólskum róm.
Já, oröin eru oft máttlítil, eink-
um á okkar dögum. Ég get nefnt
mörg dæmi því til sönnunar. Er
þá fyrst til aö taka áprentanir á
vindlingapakka um skaösemi
reykinga, meira aö segja undirrit-
aöar af landlækni. Ekki viröist
þetta hafa haft teljandi áhrif. Fólk
reykir eins og ekkert sé, meira aö
segja er sagt aö unglingar reyki
meira nú en áöur. Ég hef séö fólk
lesa þessar áletranir, en hvað ger-
ir það meö þær? Ekkert. Og hver
er ástæöan? Þetta eru aðeins orð á
blaði, markiaus orð aö margra
dómi, vegna þess aö bak viö þau
stendur ekki sú heiftarlega þján-
ing sem lungnakrabbameinið er.
Ekki er hægt aö gefa fólki for-
smekkinn aö því með prentsvertu
á hvítu blaði. Þannig er þetta að-
eins.
Nýlega hefur veriö samið við
launþega á hinum almenna
vinnumarkaöi. Tæplega er við því
aö búast aö slíkt heföi tekist jafn
skjótlega þó, ef verkfallshótunin
hefði ekki legið í loftinu. Aðgerö-
ir, aögerðir. Þær duga svo sannar-
lega. Til er orðtak sem hljóðar
eitthvaö á þessa leið: „Aö skilja
ekki fyrr en skellur í tönnum."
Þetta orðtak heyröi ég oft í æsku
minni, þótt ég finni það ei í ritinu
VETTVANGUR
„íslensk orðtök". Málfar fólksins í
dalnum mínum var, þrátt fyrir
einangrun, býsna auöugt. Þar var
eitthvaö á bak viö oröin.
Efni þaö, sem ég hefi reifað hér
smávegis, hefur legið á mér býsna
lengi. Og loks gat ég ekki oröa
bundist, ég hlaut aö skrifa þó ekki
væri nema grein til birtingar í
dagblaði, sem margir kasta að
loknum lestri. Allir kannast við
þann létti, sem þeir finna fyrir, er
þeim loks tekst að sinna því, sem
þeir hafa lengi búið yfir.
Daglega lesum viö í blöðunum
auglýsingar um nauðungarupp-
boö á íbúöum og einbýlishúsum.
Ég segi fyrir mig, aö ég les þetta
jafnan, kannski vegna forvitni.
Hverjir skyldu nú, sem ég kann-
aöist viö vegna fyrri kynna, hafa
gleymt að greiða af lánum sín-
um? Ég segi gleymt, því að ljóst
mun þessu fólki hafa verið, þegar
það skrifaði undir lántökubréfiö,
aö greiöa þyrfti í fyllingu tímans.
Hótun um sölu eignar dugir ein
til aö hreyfa við fólki. Þarna hafa
orbin ekki veriö hátt metin, ónei.
Alveg er ótrúlegt, hvað gengi
þessara smælingja, sem viö nefn-
um orb og rabað er á pappír eöa
mælt af munni fram, er orbið lít-
iö, vægast sagt.
Þegar viö tökum að okkur opin-
ber trúnaöarstörf göngumst viö
inn á samning, sem fólginn er í
oröum, og á bak viö þau býr
kannski enn meira en í fljótu
bragði viröist. í hverju félagi eru
þrjár veigamestu trúnaðarstöð-
urnar fólgnar í því að gegna for-
manns-, gjaldkera- og ritarastörf-
um. Þarna veröur að virða orð
meö því aö gjörðir fylgi í kjölfar-
ið. Yfirleitt munu þeir, sem fram-
antöldum störfum gegna, ekki
þurfa aö gangast undir eiðtöku
ábur en við þeim er tekiö. Þarna
er það kosning félagsmanna í
flestum tilvikum sem gildir. Orð,
aðeins orö sem töluö eru á hrað-
fleygri stundu. Líklega er gjald-
kerastarfið ábyrgðarmest af fram-
antöldum trúnaöarstörfum. Þar
reynir á heiðarleika og ósér-
plægni að halda jafnvel enn betur
um fjárhag félagsins eða stofnun-
arinnar en nokkru sinni sinn eig-
in. Þetta hef ég reynt. Ég hef einn-
ig orðið vitni aö því að gjaldkeri
hefur misnotað aöstööu sína.
Upphaflega víst ætlaö að taka lán
úr þeim sjóði, sem honum var
trúað fyrir, en síöan ekki getað
staðið við skuldbindingarnar, og
um fjárdrátt var þá orðið ab ræða.
Þegar fólk gengur upp að altar-
inu méð maka sér við hlið, lofar
það meö því einu oröi, jáinu, aö
umbera og stybja hvort annaö í
mótlæti jafnt sem í meðlæti, og
vera hvort ööru trútt allt þar til
dauöinn að skilur. Þetta er fögur
athöfn, sem í raun og veru bygg-
ist á einu eins atkvæbis oröi: já.
En alltof oft fellur þetta orö í
verbi þegar fram líða stundir, ef
svo má aö orði kveða, já veröur
einskis virbi, er kastaö fyrir róba
þegar sambandinu er slitið. Hvers
viröi var þá orbið já eftir allt sam-
an? Svari hver fyrir sig.
Aö virða orð, hvort sem þau eru
abeins töluð eða skráö, hefur
hlotiö heitiö orðheldni. Sem bet-
ur fer finnast enn margir sem telj-
ast mega oröheldnir. Þjóðkunnur
athafnamabur, sem komst í álnir,
sagði eitt sinn, aö oröheldnin
Skálholtsútgáfan, útgáfufélag
kirkjunnar, hefur gefið út bókina
Sumarlandið eftir norska rithöf-
undinn Eyvind Skeie í þýðingu
Sigurðar Pálssonar.
Fyrir nokkrum árum misstu
ung hjón fimm ára dóttur sína af
slysförum. Þau leituðu til vinar
síns, prestsins og rithöfundarins
Eyvind Skeie, og bábu hann að
skrifa eitthvað sem gæti oröiö
þeim og börnum þeirra til hugg-
unar.
Um þetta segir höfundurinn í
formála bókarinnar:
„Dauöi barns er tilefni þess að
ég skrifabi þessa frásögu. Dauð-
inn veldur okkur alltaf sársauka.
Að missa barn, af slysförum eöa
heföi komið sér á legg. Orðin
voru þeim manni ekki neinn hé-
gómi. Þau voru honum helgi-
dómur.
Áöur fyrr var algengt að hand-
tak væri látið nægja þegar um
samninga var aö ræða. Væntan-
lega hafa orö fylgt slíku handsali.
Nú dugir ekki minna en undir-
skrift og vottfesta tveggja manna
undir skuldbindingu, og er þó oft
einskis virt þegar til efnda kemur.
Og mikið væri ánægjulegra sam-
félag manna, ef ekki þyrfti sífellt
að kvitta og vottfesta hlutina. En
nauösynlegt mun þaö vera, vegna
þess ab töluö orð em ekki talin
mikils virði. Eitt skemmtilegasta
og um leið lærdómsríkasta dæm-
ið um að gagnkvæmt traust, þar
sem ekki þurfti sífellt ab votta og
kvitta skriflega, er þegar Halldór
Laxness og Ragnar í Smára gerðu
með sér útgáfusamning á verkum
hins fyrrnefnda. Ekkert nema
handtak og væntanlega nokkur
orb þurfti þar. Þarna vom þau í
fullu gildi.
Skemmtileg er vísan, sem Karl
Kristjánsson alþingismaður orti
um fylgiskjalafarganið sem ég var
að minnast á hér að framan, þeg-
ar allt þarf að vera skriflegt svo aö
haldi, og þó oft ekki:
Fylgiskjalafargan enn
fyllir hverja smugu.
Votta og kvitta verða menn
vegna þeirra, er lugu.
Leitt er til þess að vita hversu
vægi oröanna fer hnignandi.
Orðsins list er þó elsta listgrein
þjóbarinnar. Hún hefur gert okk-
ur kunn sem þjóð mebal þjóða.
Orðin ættu aö vera meira virt en
oft er raunin nú á dögum. Berum
virðingu fyrir tungu okkar, talaðri
og ritaðri!
Höfundur er kennari.
Fréttir af bókum
á sóttarsæng, er meðal þess erfið-
asta sem mætir okkur. Við þurf-
um á allri von okkar og öllum
mætti okkar að halda til ab ljúka
göngunni á vegi sorgarinnar."
Frásagan um Sumarlandið get-
ur ef til vill orðið einhverjum til
hjálpar við ab hefja gönguna á
vegi sorgarinnar í von.
Myndirnar í bókinni eru gerb-
ar af föður stúlkunnar, Anders
Færevág.
Bókin er 48 blaðsíður að stærb
og var prentuð í G.Ben.-Eddu
h.f. Filmuvinnslu sá Offsetþjón-
ustan um. Bókin fæst í Kirkju-
húsinu að Laugavegi 31 og í öll-
um helstu bókaverslunum lands-
ins og kostar kr. 950. ■
Bók um von
„Sami rights! Who is that?"
Beaiwas Sámi Teáther: Þótt hundrab þurs-
ar... Höfundar: Knut Walle og Beaiwas.
Lýsing: Knut Hermansen. Höfundartón-
iistar: Ingor Ánette Áillu Caup, Egil Keski-
talo. Búningar: Ingrid Olsen. Leikmynd:
Aage Caup. Leikstjóri: Knut Walle.
Samíska þjóðleikhúsið heim-
sótti Akureyringa á norrænu
menningarhátíðinni Sólstöfum í
boði Leikfélags Akureyrar með
sýninguna „Vaiakko cuoði stálu
..." eða „Þótt hundraö þursar...".
Verkið segir frá baráttu Sama við
utanabkomandi öfl í gegnum tíb-
ina. Það er í níu stuttum þáttum,
þ.e. átta atlögur eru geröar ab
Sömum, einn þátturinn lýsir
uppreisn og refsingu, en þættirn-
ir eru allir tengdir saman og
mynda eina heild.
Fyrst þurftu Samarnir ab fást
viö Tjúðsa, sem voru austrænir
ræningjaþjóðflokkar sem flökk-
uðu um Samalönd. Þrátt fyrir að
Tjúðsarnir væru vel vopnum
búnir, tókst Sömunum ab hrekja
þá af höndum sér. Mestur þjóð-
sagnablær var yfir þessu fyrsta at-
riði, þó að sá blær væri aö sönnu
á allri sýningunni. Næstur þursa
kom trúboöinn. í lok 16. aldar
herjubu trúbobar á Sama og í
kjölfarið fylgdi ofstækisfullt trú-
boð meö galdrabrennum og of-
'sóknum á hendur seiðmönnum
Sama. Baráttan var skýr: trúboð-
inn í biskupslíki meb stóran kross
og samíski seiðmaðurinn með
svonefnda rúnatrumbu. Þriðji
þursinn var eiginlega þríhöfða.
Þetta atriði var dæmalaust fynd-
ib. Það er e.t.v. vegna þess ab
Samarnir fengu tækifæri til ab
gera dálítið grín aö nágrönnum
sínum. Á 18. og 19. öld mörkuðu
sænsku og dönsku konungsveld-
in landamæri sín þvers og kruss
yfir Samalönd. Ekki bætti úr skák
þegar rússneska keisaradæmib
kom til viðbótar. Sænski hundur-
inn var sérlega skondinn og allir
voru þursarnir mjög heimskuleg-
ir, eins og þursum sæmir. Fjórði
þursinn var ölvíman, en á 19. öld
flæddi áfengi yfir Samalönd og
Samar seldu kaupmönnum og
prestum lönd sín fyrir lítið fé
undir áhrifum vímunnar. Þótt
efnið sé alvarlegt, var atriðiö kát-
broslegt með taumlausum fyllir-
íum og tilheyrandi timburmönn-
um. Samar gera grín að eymd
sinni, rétt eins og íslendingar
hafa stundum gert.
Árið 1852 braust út mikil
óánægja meðal Sama, sem náði
hámarki þegar 30 Samar réðust á
kaupmanninn og lénsherrann í
Kautokeino, drápu þá og kag-
LEIKHUS
ÞÓRGNÝR DÝRFJÖRÐ
hýddu prestinn. Tveir Samar
voru dæmdir til dauða og margir
í lífstíðarfangelsi.
Fimmti þursinn var pólitískur.
Norðmenn, sem þröngvuðu
norskum lögum og tungu uppá
Samana. Samar voru skyldaðir í
skóla og samíska bönnuð þar.
Norskur páfagaukur sá um
kennsluna í þessu atriði. Sam-
hliða þessu reyndu Samar að
varðveita sérkenni sín, en á sama
tíma öblubust verkalýðshreyfing-
ar ítök meöal þeirra og jafnabar-
hugmyndir þeirra rúmuðu ekki
kröfur um séreinkenni. Sjötti
þursinn var þýski herinn og her-
setan. Samar tóku virkan þátt í
andspyrnuhreyfingunni. Þjóð-
verjar reyndu að eyða hreindýra-
stofninum, en Sömum tókst að
leika á þá. Þýski þursinn var afar
heimskulegur, líkastur þorski.
Sjöundi þursinn var velmegunin
í kjölfar stríðsins. Þá hófst mjög
ör uppbygging og tæknin krafðist
orku, sem Norömenn fundu í ám
og fossum. Barátta varð um virkj-
un Alta-Kautokeino-fossins, sem
lauk meb ósigri Sama, en varð til
þess að þjóðernisvitund þeirra
vaknabi.
Áttundi þursinn var nútíminn.
Helsti óvinurinn er skrifræbið og
stofnanir, sem lítinn skilning
hafa á málstað lítilla þjóða. Sýnt
var á táknrænan hátt hvernig bú-
ast má við því að sérkenni Sama
og menning týnist, ef ekki verður
spyrnt við fótum. Dregið var upp
spjald sem á stóð „1995 SAMI
RIGHTS" og ungi Saminn spurði í
forundran: „Who is that?" Und-
an því spjaldi var dregið annað
sem á stóð „1996 SAMI RIGHTS",
en stafirnir voru snjáðir og ill-
læsilegir, undan því var dregið
eitt enn og á því var sama áletr-
un. Og enn komu ný spjöld sem
táknuðu framtíðina, sífellt minni
og loks algerlega ólæsileg.
Sýningin var eins og norrænt
karnival, götuleikhús í kulda og
trekki. En lifandi var þaö og
myndrænt, hvert mannsbarn í
íþróttaskemmunni á Akureyri
skildi hvab um var ab vera. Ein-
faldar persónur urðu sprelllifandi
undir grímum, sem urbu líflausar
um leið og þær voru teknar nið-
ur.
Það er ástæba til þess að þakka
Sömum heimsóknina. Þeir lögöu
mikið á sig til þess að þetta mætti
verða. Fjórtán tonna gám fluttu
þeir meö sér til Akureyrar til að
skemmta okkur og gefa okkur
innsýn í list sína. Þab er eðli
þursa ab vera stórir og sterkir, en
lítil og kæn þjóð eins og Samar fá
rönd við reist, ef þeir gæta sín. ■