Tíminn - 22.03.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.03.1995, Blaðsíða 3
Miövikudagur 22. mars 1995 Œ—1._ wmmm 3 Vestfjaröagöngin: Halldór sprengir síðasta haftið Tímamót veröa í samgöngu- málum á noröanveröum Vestfjör&um á morgun, fimmtudaginn 23. mars, en þá mun Halldór Blöndal samgönguráöherra sprengja síöasta haftiö í Breiöadals- göngunum. Björn Haröarson, verkfræö- ingur hjá Vesturís, segir aö vegna þessara tímamóta veröi eflaust mikiö um dýröir þar vestra. Þaö sem af er hefur verkiö gengið stórslysalaust fyrir sig. Björn segir aö vinnan sé eilítiö á eftir áætlun og þá fyrst og fremst vegna þeirra tafa sem uröu þegar stóri foss- inn opnaðist í göngunum í júlí 1993. Abeins helmingur sjálfstœöismanna treystir Davíö til aö jafna lífskjörin: Sex sinnum fleiri treysta hefur löngum verið mikill far- artálmi til Önundarfjarðar og Súganda. I vestfirska berginu hafa enn- fremur fundist för og minjar eftir risafurur en þó í minna mæli en í Ólafsfjarðargöngun- um. Fundurinn fyrir vestan bendir til að fyrir 12- 15 millj- ónum ára hafi þar ríkt veburfar sem þekkt er frá suðlægum löndum. ■ Gangamunninn í Tungudal. Á morgun verbur sprengt síbasta haftib yfir í Önundarfjörb. Jóhönnu en Jóni Baldvini Vestfjarðagöngin eru lengstu jarðgöng á íslandi, eða rúm- lega 9 kílómetrar að lengd. Reiknað er með að heildar- kostnaöur verði um 4 milljarö- ar króna sem er 15% meira en upphafleg áætlun gerði ráð fyr- ir. Byrjað var á verkinu í byrjun september 1991 og í febrúar í fyrra var sprengt í gegn í Botn- dalsgöngunum á milli Súg- andafjaröar og Tungudals á ísa- firði. I vetur hafa íbúar á Suður- eyri vib Súgandafjörð getab ek- ið um göngin til Isafjarðar og í desember n.k. er gert ráð fyrir að opna öll göngin til bráða- birgða fyrir almenna umferð. Þá þurfa menn ekki lengur að keyra yfir Breiðadalsheiði sem Jafnmargir treysta Jóhönnu Siguröardóttur og Davíö Odds- syni til þess aö jafna lífskjörin á íslandi. Sex sinnum fleiri veöja á jafnari lífskjör hjá Jó- hönnu en jafnaðarflokksfor- manninum Jóni Baldvini. Þaö var Félagsvísindastofnun sem dagana 2. til 6. mars s.l. spuröi 860 manna úrtak landsmanna hverjum af foringjum stjórn- málaflokkanna þeir treystu best til aö jafna lífskjörin á ís- landi. Könnunin var gerö fyrir Þjóövaka. Tæplega 20% allra sem svör- uðu nefndu Davíð Oddsson og jafnmargir Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Sé tekið mið af flokka- fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu benda þessar nið- urstöður til þess að aðeins um helmingur stuðningsmanna Sjálfstæbisflokksins treysti Davíð til lífskjarajöfnunar (kannski spurning hvort hinir kæri sig nokkuð um jöfnun?) Þeir sem treysta Jóhönnu til lífskjarajöfnunar virðast aftur á móti um tvöfalt fleiri en þeir sem lýsa stuðningi við Þjóð- vaka. Miöað við ámóta fylgi Al- þýðuflokks og Þjóðvaka í skoð- anakönnunum er kannski enn- þá athygliverðara að sex sinn- um fleiri sögðust treysta Jóhönnu betur en Jóni Bald- vini til að jafna lífskjörin. En aðeins 3% kjósenda virðast treysta Jóni til þeirra verka. Sé hins vegar einungis litið til svara þeirra sem tóku af- stöðu til spumingarinnar, verður niðurstaðan eftirfar- andi: Jóhanna og Davíð njóta hvort um sig trausts tæplega 25% svarenda og Halldór As- grímsson tæplega 19%. Fjórði stærsti hópurinn, tæp- lega 13% (eða meira en áttundi hver) sögðust ekki treysta nein- um flokksforingjanna til aö jafna lífskjörin á Islandi. Innan við 8% sögðust treysta Ólafi Ragnari Grímssyni til þessara hluta, rúmlega 7% nefndu Kristínu Ástgeirsdótt- ur, en einungis 4% lýstu trausti ájón Baldvin Hannibalsson. Akureyri: Háskólinn og RALA efna til samstarfs Rannsóknarstofnun landbún- aöarins og Háskólinn á Akur- eyri hafa gert með sér sam- komulag um aö efla rannsóknir og þróun á afuröum frá land- búnaöi. Er þetta fjóröi starfs- amningurinn sem Háskólinn gerir viö slíkar stofnanir at- vinnuveganna en áöur hefur veriö gengiö frá sambærilegum samningum viö Iöntæknistofn- un, Rannsóknarstofnun fisk- iönaöarins og Iöntæknistofnun. Samningur Háskólans sog RALA tekur meðal annars til gæðastjórnunar og vöruþróunar búvara og mun RALA leitast við að efla starfsemi sína á Noröur- landi í tengslum vib þetta sam- starf en stofnunin rekur nú þegar Háskólinn á Akureyri tekur ab sér rannsóknir og vöruþróun í landbúnabi samkvæmt samningnum. tilraunastöð á Möðruvöllum í Hörgárdal. Áki Leifsson efnaverk- fræðingur hefur verið fenginn til ab sinna þessu þróunarstarfi. Fyrirtæki í matvælaiðnaði á Eyjafjarbarsvæbinu velta nú um 14 milljöröum kr. á ári og með öflugu rannsókna- og þróunar- starfi er ljóst ab auka má verö- mætasköpun þessara undirstöbu- atvinnugreina til muna. ----------------------------------------------------------- Tryggvi Arnason, framkvœmdastjóri Jöklaferöa á Höfn í Hornafiröi: Skrá þurfi í hvaba tilgangi út- lendingar koma til landsins Tryggvi Árnason, fram- kvæmdastjóri Jöklaferöa á Höfn í Hornafiröi, gagnrýnir hvernig skráningu farþega meö skipum og flugvélum hingaö til lands er háttaö og því sé erfitt aö skilgreina í hvaöa tilgangi feröamenn koma til landsins. Hann segir opinbera aðila ekki hafa sýnt vilja til aö taka upp nánari skráningu farþega og í hvaða erindum þeir eru og í raun sé ekki hægt að byggja tölur á fjölda feröamanna, sem dvelja hér á landi á nokkurn hátt á töl- um um flutta farþega, því svo hátt hlutfall þeirra flýgur áfram yfir hafið. Slík skráning sé hins vegar mjög auðveld í framkvæmd. „Það kom þannig út á síðasta ári, vegna þess hve tölulegum upplýsingum er áfátt, að vib átt- ubum okkur ekki á því fyrr en eft- ir á, að þeir sem keyptu flugmiða hingað til lands, voru í stærra mæli en áður á leið áfram austur eða vestur um haf. Þetta geröi þab ab verkum að þaö voru færri sæti fyrir þá sem ætluöu virkilega að stoppa hér á landi," segir Tryggvi. Tryggvi segir aö aukning í far- þegaflutningum Flugleiða hingab til lands í fyrra hafi veriö gríðar- leg, sem sé afskaplega glebilegt í sjálfu sér, en sú aukning hafi ekki skilað sér nægilega inn í landiö. T.d. hafi legið straumur feröa- manna á HM í knattspyrnu, sem haldib var í Bandaríkjunum í fyrrasumar og þeir farþegar hafi ekki stoppab neitt hér á landi. Tryggvi segir þá skráningu og greiningu sem hann vill taka upp vera einfalda í framkvæmd. „Við vitum nú hvab við erum aö fá frá hverju landi, en við vitum lítiö meira hvað þeir eru að gera, hvort þeir stoppa í eina nótt, viku eða lengur og hvort um er að ræba ferðamenn, eða viöskiptamenn o.s.frv." Tryggvi segir að vart finnist þaö land, sem er jafn ein- falt að framkvæma kannanir af þessu tagi, eins og hér á landi. „Það þyrfti ekki annað en að láta farþega fylla út lítið blað, þegar þab kemur inn í landið." Hvab sumariö varðar hjá Jökla- ferðum segir Tryggvi ab þab líti þokkalega út. Talsvert er um bók- anir, bæði erlendis frá og innan- lands. „Ég á ekki von á öðru en aö sumarið verði gott," segir Tryggvl ab lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.