Tíminn - 22.03.1995, Blaðsíða 14
14
Miövikudagur 22. mars 1995
DAGBOK
Þribjudagur
21
mars
80. dagur ársins - 285 dagur eftir.
H.vlka
Sólris kl. 7.26
sóiarlag kl. 19.45
Dagurinn lengist
ym J míniitufi .....................
Gjábakki, Fannborg 8
Einmánaðarfagna&urinn hefst í
Gjábakka kl. 14. Fjölbreytt dagskrá,
sem er opin öllum. Vöfflukaffi.
Hafnargönguhópurinn:
Gengib meb höfninni
í kvöld, miðvikudag, fer HGH í
gönguferð frá Hafnarhúsinu kl. 20.
Gengið veröur með hafnarbókkum
frá Ingólfsgarði út í Örfirisey. Á
leiðinni verður ýmislegt gert til
fróðleiks og skemmtunar, m.a. litið
inn hjá Gunnari víkingaskipasmið.
í lok göngunnar býður veitinga-
staður í Miöbænum hópnum í
kaffi og „bakkelsi". Þórður mætir
með nikkuna. Allir eru velkomnir í
ferð með Hafnargönguhópnum.
Fundur í Skólabæ:
Tilgangur sem helgar
mebulin?
Félag íslenskra fræða boðar til
fundar með Kenevu Kunz í Skóla-
bæ, Suðurgötu 26, í kvöld, miö-
vikudag, kl. 20.30. í erindi sínu
fjallar Keneva um þýðingar á bÓK-
menntaverkum og spyr hvort hægt
sé að taka vilja þýðandans fyrir
verkið. Hún mun tajra dæmi af
þýðingum á Laxdælu og Gunn-
laugs sögu ormstungu til skýringar
máli sínu, en í erindi sínu tekur
hún á vandamálum þýðandans al-
mennt.
Keneva Kunz er doktor í þýð-
ingafræöum frá Kaupmannahafn-
arháskóla, og kom doktorsritgerð
hennar út í ritröðinni Studia Is-
landica (hjá Bókmenntafræöistofn-
un Háskóla íslands) á síðastliðnu
hausti og nefnist „Retellers of Ta-
les. An Evaluation of English
Translations of Laxdæla Saga".
Eftir framsögu Kenevu gefst
mönnum kostur á léttum veiting-
um áður en almennar umræður
hefjast. Fundurinn er öllum opinn.
Sólon íslandus:
Skjálist — Tölvutónlist
Kvölddagskrá með listamönn-
um fer fram á efri hæð Sólon ís-
landus í kvöld og annað kvöld kl.
20.
í kvöld, miðvikudag, verða
sýnd skjáverk eftir: Arnfinn Ró-
bert Einarsson, Kathryn Perotti,
Serge Comte & Philippe Dorain,
Jean-Michel Wicker, Christopher
Terpent & Vidya, Isak Jónsson,
Perry Hoberman, Xristrúnu
Gunnarsdóttur, Aðalstein Stef-
ánsson og Steinu Vasulku. Ambi-
ent-tónverk verða flutt eftir Liqu-
id Number og Vindva Mei.
Fimmtudagskvöld verða sýnd
skjáverk eftir: Max Almy & Terry
Yarbrow, Serge Comte og
Philippe Dorain, Steingrím Ey-
fjörð Kristmundsson, Finnboga
Pétursson, Þór Elís Pálsson, Peter
Hardall, Kristrúnu Gunnarsdótt-
ur, Aðalstein Stefánsson, Steinu
Vasulka, Þórdísi Guðmundsdótt-
ur, Gunnar Þ. Víglundsson og
Kristján B. Þórðarson. Flutt verða
tónverk eftir Hilmar Þórðarson,
Kjartan Ólafsson og Skúla Sverr-
isson.
Dagskráin er hluti af Stafrænni
stund, dagskrá á végum Gnægt-
arbrunnsins, áhugafélags um
hugmyndatengsl lista og vísinda.
Tryggvi Ólafsson sýnir í
Galleríi Regnbogans
Á morgun, fimmtudag, verður
opnuð í Galleríi Regnbogans
málverkasýning á verkum
Tryggva Ólafssonar. Á sýning-
unni verða málverk Tryggva, auk
frummynda af myndskreytingum
hans í ljóbabók Thors Vilhjálms-
sonar, Snöggfærbum sýnum, sem
kemur einnig út á morgun. Bíó-
gestir Regnbogans eiga þess því
áfram kost aö njóta lifandi
myndlistar fyrir kvikmyndasýn-
ingar og í hléum.
Gallerí Regnbogans verður
ávallt opið þegar kvikmyndasýn-
ingar standa yfir.
Nám í Cranio-Sacral jöfnun
Námskeið í höfuðbeina- og
spjaldhryggsmeðferð verður
haldib dagana 25.-31. mars næst-
kömandi. Um er að ræða fyrsta
stig af þremur, en hægt veröur að
taka öll stigin á þessu ári.
Höfuöbeina- og spjaldhryggs-
jöfnun (Cranio-Sacral balancing)
byggist á nærfærinni meöhöndl-
un á höfuðbeina- og spjald-
hryggskerfi. Hún nemur og losar
um spennu og höft í beinakerf-
inu, sem koma í veg fyrir að lík-
aminn geti starfab eblilega. Hún
hefur reynst mjög vel í sambandi
við vandamál tengd mibtauga-
kerfi, bakverkjum, samhæfingu,
höfuðverk og bitskekkju. Einnig
hefur nábst góður árangur með
ýmis þroskavandamál, svo sem
ofvirkni og sértæk námsyanda-
mál hjá börnum.
Leiðbeinandi á námskeiðinu
verbur Heike P. Svarupo frá
Múnchen, en hún hefur sérhæft
sig í kennslu og meðferð á þessu
sviði. Heike hefur unnið sem
„body-therapisti" og „Heilprakti-
kerin" frá 1986. Hún hefur meðal
annars þjálfun í djúpvefjameö-
ferð, „refleksology", dáleiðslu og
„chiro-therapy".
Nánari upplýsingar um námið
gefa Gunnar Gunnarsson og Ein-
ar Hjörleifsson sálfræöingar.
Tölvunámskeib í Nor-
ræna skólasetrinu á
Hvalfjarbarströnd
Dagana 1. og 2. apríl n.k. verð-
ur haldiö vinnunámskeib fyrir
byrjendur á Macintoshtölvur í
Norræna skólasetrinu á Hval-
fjarbarströnd. Innifalið í nám-
skeibinu er fæði og gisting auk
aðstoðar þriggja kennara. Nor-
ræna skólasetrið er á friðsælum
stað fjarri skarkala þéttbýlisins.
Þátttakendur hafa því gott næði
til aö einbeita sér ab viðfangsefn-
inu og ná góðum tökum á sínum
eigin tölvum. Á námskeiðinu
munu nemendur vinna með fjöl-
notaforrotið Claris Works, sem
fylgir öllum Macintoshtölvum
frá Apple-umbobinu, en umboð-
ið er styrktarabili að námskeið-
inu. Nánari upplýsingar er hægt
að fá í síma (93) 1 12 05 eba 985
506 28.
íslenska óperan:
Kolbeinn Ketilsson syngur
hlutverk Alfredos
Kolbeinn Ketilsson mun syngja
hlutverk Alfredos á nokkrum
sýningum á La Traviata, sem ís-
lenska óperan sýnir um þessar
mundir.
Kolbeinn er nýkominn frá Vín,
þar sem hann er búsettur um
þessar mundir, en skömmu fyrir
heimkomuna skrifaði hann und-
ir samning við Óperuhúsið í
Hildesheim í Þýskalandi til eins
árs, þar sem hann mun meðal
annars syngja aðaltenórhlutverk-
iö í Ævintýrum Hoffmanns og
Töfraflautunni.
Kolbeinn, sem stundaði nám.
við Nýja Tónlistarskólann í Rvík
og vib skóla í Vínarborg, hefur
áður sungið hlutverk Alfredos í
La Traviata, en einnig hefur
hann m.a. sungib Florestan í Fi-
delio og Sergej í Lady Macbeth
frá Mtsensk.
Thor Vilhjálmsson.
Ný Ijóbabók frá Thor
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu ljóðabókin Snöggfærðar sýnir
eftir Thor Vilhjálmsson. Áður hafa
komið í bókum, í öskjum og á öör-
um vettvangi ljóð sem Thor orti
við myndir Arnar Þorsteinssonar
myndlistarmanns og ein ljóöabók
hefur komið út eftir hann í Banda-
ríkjunum, en þetta er fyrsta hefð-
bundna ljóðabókin sem frá honum
kemur á almennan markað hér á
landi.
í bókinni Snöggfærðar sýnir má
finna fínleg og ofurknöpp ljóð í
anda japanskrar ljóölistar, sem og
lengri bálka um hafið og ástina
sem minna á þá orðgnótt og
hljómlist sem iesendur Thors
þekkja úr hinum stóru prósaverk-
um hans.
Tryggvi Ólafsson listmálari hefur
myndskreytt bókina og gerir auk
þess kápu.
Bókin er 55 bls., unnin í Prent-
stofu G. Ben.-Eddu og kostar 2690
kr.
í tilefni af útkomu bókarinnar
verður á morgun, fimmtudag, kl.
17.30 opnuö í Galleríi Regnbog-
ans málverkasýning Tryggva Ól-
afssonar þar sem hann sýnir
frummyndir sínar úr ljóðabók-
inni, auk stærri verka.
Thor Vilhjálmsson og Tryggvi
Ólafsson verða báðir viðstaddir
opnunina.
Daaskrá útvaros oa siónvaros
Miðvikudagur 22. mars 6.45 Veburfregnir 6.50 Bæn: Úlfar Gubmunds- vr V son flytur. 7.00 Fréttir 7.30 Fréttayfirlit og veburfregnir 7.45 Heimsbyggb 8.00 Fréttir 8.10 Kosningahornib 8.31 Tíbindi úr menningarlífinu 8.40 Bókmenntarýni 9.00 Fréttir 9.03 Laufskálinn 9.45 Segbu mér sögu: „Bréfin hennar Halldísar'' 10.00 Fréttir 10.03 Morgunleikfimi 10.10 Árdegistónar 10.45 Veburfregnir 11.00 Fréttir 11.03 Samfélagib f nærmynd 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.01 Ab utan 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veburfregnir 12.50 Aublindin 12.57 Dánarfregnir og auglýsingar 13.05 Hádegisleikrit Utvarpsleikhússins, 13.20 Stefnumót 14.00 Fréttir 14.03 Útvarpssagan, „Þrjár sólir svartar" 14.30 Um matreibslu og borbsibi 15.00 Fréttir 15.03 Tónstiginn 15.50 Kosningahornib 16.00 Fréttir 16.05 Skíma - fjölfræbiþáttur. 16.30 Veburfregnir 16.40 Púlsinn - þjónustuþáttur. 17.00 Fréttir 17.03 Tónlist á sibdegi 17.52 Heimsbyggbarpistill Jóns Orms Halldórssonar 18.00 Fréttir 18.03 Þjóbarþel - Grettis saga 18.30 Kvika 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar og veburfregnir 19.35 Ef væri ég söngvari 20.00 Per Nargárd og „Sirkusinn gubdómlegi" 21.00 Hvers vegna? 21.50 íslenskt mál 22.00 Fréttir 22.15 Hér og nú 22.30 Veburfregnir 22.35 Tónlist eftir Paganini 23.10 Hjálmaklettur 24.00 Fréttir 00.10 Tónstiginn 01.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Miðvikudagur 22. mars ^ 16.45 Vibskiptahornib AL lA 17.00 Fréttaskeyti SPMgf 17.05 Leibarljós (111) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnib 18.30 Völundur (50:65) 19.00 Einn-x-tveir 19.15 Dagsljós 19.50 Víkingalottó 20.00 Fréttir 20.30 Vebur 20.40 Á tali hjá Hemma Gunn Hemmi Gunn tekur á móti góbum gestum og skemmtir landsmönnum meb tónlist, tali og alls kyns uppá- tækjum. Dagskrárgerb: Egill Eb- varbsson. 21.40 Brábavaktin (9:24) (ER) Bandarískur myndaflokkur sem segir frá læknum og læknanemum I brábamóttöku sjúkrahúss. Abalhlut- verk: Anthony Edwards, George Clooney, Sherry Stringfield, Noah Wyle og Eriq La Salle. Þýbandi: Reynir Harbarson. 22.25 Alþingiskosningarnar 1995 Flokkakynning. Framsóknarflokkur og Alþýbubandalag. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Einn-x-tveir Spáb f leiki helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Endursýndur þáttur frá því fyrr um daginn. 23.30 Dagskrárlok Miðvikudagur 22. mars 16.45 Nágrannar ^ 17.10 Glæstarvonir r*5JuuÍ 17.30 Sesam opnist þú 18.00 Skrifab í skýin 18.15 Heilbrigb sál í hraustum líkama 18.45 Sjónvarpsmarkaburinn 19.19 19:19 19.50 Víkingalottó 20.15 Eiríkur 20.40 Beverly Hills 90210 (3:32) 21.35 Stjóri (Commish II) (20:22) 22.25 Fiskur án reibhjóls Frumlegur, öbruvísi og lifandi þáttur fyrir fólk á öllum aldri sem vill fylgj- ast meb. Umsjón: Kolfinna Baldvins- dóttir og Heibar jónsson. Dagskrár- gerb: Börkur Bragi Baldvinsson. Stöb 2 1995. 22.50 Tfska 23.15 Leibin heim (The Road Home) Tim Dolin er í harbskeyttri unglingakhku og geng- ur sffellt lengra í ab skapa vandræbi uns hann fer yfir strikib og lendir f fangelsi. Seinna kynnist hann sál- fræbingnum Charles Loftis og fær hugrekki til ab horfast f augu vib sjálfan sig og finna leibina heim. Ab- alhlutverk: Adam Horovitz, Donald Sutherland og Amy Locane. Leik- stjóri: Hugh Hudson. 1989. Lokasýn- ing. 01.10 Dagskrárlok
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og hslgldagavarsla apótel Reykja-
vlk trá 17. tll 23. mars er I Vesturbæjar apótekl og
Háaleltls apótekl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt
annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl.
9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru
gelnar I slma 18888.
Neyóarvakt Tannlæknafálags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slmsvari
681041.
Hafnarfjðróur Hafnarfjaróar apótek og Noróurtiæjar apó-
tek eru opin á virkum dógum frá kl. 9.00-18.30 og bl skipt-
is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upptýsingar I slmsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin
virka daga á opnunartima búóa. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort að sinna kvökJ-, nætur- og helgidagavörslu.
Á kvöldin er opió I því apóteki sem sér um þessa vörslu,
til kl. 19.00. Á helgidögum er opió Irá kl. 11.00- 12.00 og
20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfjafræóingur á bakvakt.
Upptýsingar eru gelnar I sfma 22445.
Apótek Keflavlkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga Irá kl. 8.00-
18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opió til kl. 18.30. Opió er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30.
Á laugard. Id. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garóabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1.mars1995.
Mánaóargrelóslur
Elli/örorkulifeyrir (grunnlífeyrir)........ 12.329
1/2 hjónalífeyrir............................11.096
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........22.684
Full tekjutrygging örorkulíleyrisþega........23.320
Heimilisuppbót...............................7.711
Sérstök heimilisuppbót...................... 5.304
Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300
Meólagv/1 bams ............................ 10.300
Mæðralaun/leðralaun v/1 bams..................1.000
Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000
Mæóralaun/leðralaun v/3ja bama eða fleiri..10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða.............15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða............11.583
Fullur ekkjulífeyrir....................... 12.329
Dánarbætur 18 ár (v/slysa)...................15.448
Fæðingarstyrkur..............................25.090
Vasapeningar vistmanna.......................10.170
Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170
Daggrelðslur
Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn áframlæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hvert bam áframfæri ....142.80
GENGISSKRÁNING
21. mars 1995 kl. 10,54
Opinb. viðm.gengl Gengl
Kaup Sala akr.Iundar
Bandarfkjadollar 64,02 64,20 64,11
Sterlingspund ....101,37 101,65 101,51
Kanadadollar 45,47 45,65 45,56
Dönsk króna ....11,434 11,472 11,453
Norsk króna ... 10,249 10,283 10,266
Sænsk króna 8,655 8,885 8,870
Finnskt mark ....14,646 14,696 14,671
Franskur franki ....12,892 12,936 12,914
Belglskur franki ....2,2175 2,2251 2,2213
Svissneskur franki. 55,08 55,26 55,17
Hollenskt gyllini 40,98 41,12 41,05
Þýskt mark 45,82 45,94 45,88
ítölsk líra ..0,03695 0,03711 0,03703
Austurrfskur sch ....1.6,503 ’ 6,527 ’ 6,515
Portúg. escudo ....0,4334 0,4352 0,4343
Spánskurpeseti ....0,4971 0,4993 0,4982
Japanskt yen ....0,7201 0,7223 0,7212
Irsktpund ....101,58 102,00 101,79
Sérst. dráttarr 98,77 99,15 98,96
ECU-Evrópumynt.... 83,32 83,60 83,46
Grlsk drakma ....0,2794 0,2804 0,2799
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar