Tíminn - 22.03.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.03.1995, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. mars 1995 5 Sigrún Magnúsdóttir: Einkavæbing hjá Reykjavíkurborg Deilan um falin skjöl og tillög- ur um einkavæðingu hjá Reykjavíkurborg í tíð fyrri meirihluta snýst um að sjálf- stæðismenn blekktu vísvitandi í kosningabaráttunni í fyrra. Það er mjög alvarleg gjörð. Hvað var það sem þeir reyndu af öllum mætti að fela? Það var stefna Sjálfstæðis- flokksins í einkavæðingu. Árið 1991 á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var skipt um formann og mörkuð lína til einkavæðingar, m.a. orkufyrir- tækjanna. Markús Örn tekur við sem borgarstjóri um mitt sumar. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn með fjármálaráðherrann í broddi fylkingar sjá helst þá lausn á vanda ríkissjóðs að einkavæða og ákveða að vera með sérstaka deild í fjármála- ráðuneytinu, einkavæöingar- deildina. Jafnframt er skipuð nefnd, einkavæðingarnefndin. Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn vildu ekki vera minni kappar og tóku að vígbúast til einkavæðingar. Markús Örn hefst strax handa við að fram- fylgja stefnu flokksins. Júlíus Hafstein skrifar grein í Mbl. þann 17.12. um hugmyndir um einkavæðingu hjá borg- inni. Stórfelld einkavæð- ing á döfinni hjá Reykjavíkurborg 1992 13. janúar 1992 sendir Versl- unarráðið hvatningarbréf til borgarráðs um að kanna af al- vöru einkavæðingu hjá Reykjavíkurborg. 16. janúar er viðtal við Markús Örn í Mbl. þar sem hann segir að frá því um haustið hafi verið unnið hjá Reykjavíkurborg að undir- búningi mjög umfangsmikillar einkavæðingar á starfsemi borgarinnar: „Þetta eru stórar pólitískar ákvarðanir og breyt- ing í þessa átt yröi mjög í anda þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin hefur mótað og stefnuskrár Landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins." Aðspurður um hvert væri svar borgarstjóra við bréfi Verslunarráðsins sagði Markús Örn að borgin hefði verið með þessa könnun í gangi frá því um sumarið og væri hún nú langt komin. Hann tók fram að borgarfulltrúar hefðu verið samstíga í einkavæðingar- áformum og ekki þyrfti hvatn- ingu frá Verslunarráði til þess. Verslunarráðið heldur síðan morgunverðarfund 26. febrúar 1992. Yfirskrift fundarins er „Einkavæðing hjá Reykjavík- urborg, er eitthvað að gerast?" Framsögu hafði Markús Örn. Undirrituð var með stutt ávarp og í pallborði. Ég sagði þá að ef eitthvað væri að ger- ast, þá ætti það sér stað annars staðar en í stjórnkerfi borgar- innar, einhverstaðar þar sem hinir kjörnu fulltrúar minni- hlutans kæmu hvergi nærri. Þá andmælti ég kröftuglega þeirri fjarstæðu að ætla að einka- væða orkufyrirtækin, Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Hitaveituna. Borgarstjóri er hvattur af sumum fundarmönnum til að hafa pólitískt þor og hella sér út í að framkvæma þær fyrir- ætlanir um einkavæðingu, ♦ .* - Frá blabamannafundi forustumanna R- listans í Rábhúsinu, eftir ab skýrsla Ingu jónu Þórbardóttur hafbi borist borgarstjóra. „Ég sagði þá að efeitt- hvað vœri að gerast þá œtti það sér stað annars staðar en í stjómkerfi borgarinnar, einhverstað- ar þar sem hinir kjömu fulltrúar minnihlutans kœmu hvergi nœrri. Þá andmœlti ég kröftuglega þeirri fjarstceðu að ætla að einkavœða orkufyrir- tœkin, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveit- una." sem hann hafði lýst. Vísbending, rit um viðskipti og efnahagsmál, fjallar í blað- inu frá 23. janúar 1992 um einkavæðingu. Þar eru tekin fyrir einkavæðingaráform hjá ríkinu og borginni. Ernst Hemmingsen rekstrarfræðing- ur ritar þar grein um einka- væðingu orkufyrirtækja og segir frá fundi sem Verslunar- ráðið og Vinnuveitendasam- bandið héldu. David Watson frá Enskilda Corporate Finance í London var fenginn til að halda þar fyrirlestur um einka- væðingu ýmissa opinberra fyr- irtækja, og ofarlega á lista hans var Landsvirkjun. Þá tekur Ernst einnig fyrir í grein sinni hugmyndir borgarstjóra um einkavæðingu orkufyrirtækja borgarinnar og vitnar þar til Mbl. 16.1. 1992. Niðurlagsorð Ernsts eru: „Loks er hætt við því að einkavæðing orkufyrir- tækja hafi verðhækkanir í för með sér fyrir neytendur, ef þau eiga að vera áhugaverður kost- ur fyrir fjárfesta. Einkavæðing fyrirtækja eins og Landsvirkj- unar, Hitaveitu Reykjavíkur og Rafmagnsveitu Reykjavíkur er því erfiðleikum bundin." „Ráögjöf vegna einkavæöingar" Eftir áskomnarbréf Verslun- arráðsins ræður borgarstjóri sérstakan ráðgjafa um einka- væðingu, Ingu Jónu Þórðar- dóttur. Heiti vinnunnar á launaseðlum hennar er „ráð- gjöf vegna einkavæðingar". I inngangi skýrslunnar lýsir Inga Jóna markmiöum einka- væðingar og líkt og Verslunar- ráð brýnir hún fólkið sitt að missa ekki sjónar á lokamark- miðinu, þó að leiðir reynist torsóttar. Ekki þarf að hvika af leið þó að ýmsar leiðir verði sársaukafullar tímabundið. Aðalvinna hennar fór fram frá febrúar til maí 1992 og vann verktakinn þá að meðal- tali 200 tíma á mánuði og fékk 1.300 þúsund greiddar fyrir þessa fjögurra mánaða vinnu. Skýrslan margfræga er dagsett í júní. Það er vitað mál að allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vissu af þessari vinnu og að ráðgjafinn var í sam- bandi við formenn þeirra nefnda, þar sem tillögur komu um breytingar. Guðrún Zoéga upplýsti á fundi borgarstjórnar 16. mars sl. að hún hefði feng- ið skýrsluna í hendur. Hún er maður að meiri. Greinargerð Bald- urs Guölaugssonar Áður en Inga Jóna tók til starfa hafði Sjálfstæðisflokkur- inn falið sjálfum formanni fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, Baldri Guð- laugssyni, að vinna að undir- búningi að breytingu á Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Þessi greinargerð Baldurs var vel falin og kom ekki í ljós fyrr en í sl. viku, er formaður „Þá er það athyglisvert að þessi vinna Baldurs er ekki tilgreind þegar Kristín Á. Ólafsdóttir spyr 1993 um aðkeypta vinnu vegna breytinga á rekstrarformi stofnana og fyrirtœkja borgarinnar." Veitustofnana, Alfreð Þor- steinsson, gróf hana upp. Jafn- framt kom fram að borgin hafði greitt 300 þúsund kr. fyr- ir vinnu formannsins. Ég tel að hann hafi ekki síður þarna ver- ið að vinna aö stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins í heild, þ.e.a.s. að einkavæðingu orku- fyrirtækja, en hana hafbi Sjálf- VETTVANGUR „Að minnsta kosti um fimm milljónir króna vom greiddar úr borgarsjóði (almannafé) fyrir stefnu- mörkun Sjálfstœðisflokks- ins, greiðslur sem mnnu allar til flokksmanna þeirra. Rétt er að taka fram, að hluti af heildargreiðslum til Ingu fónu var leiga á skrifstofuhúsnæði (360 þús.), sem hún leigði af eiginkonu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjamamesi." stæðisflokkurinn í ríkisstjórn á oddinum. Þá er það athyglisvert að þessi vinna Baldurs er ekki til- greind þegar Kristín Á. Ólafs- dóttir spyr 1993 um aðkeypta vinnu vegna breytinga á rekstrarformi stofnana og fyr- irtækja borgarinnar. Við hljót- um því að spyrja, hvort víðar í kerfinu séu faldar greiðslur til góðra sjálfstæðismanna til undirbúnings framkvæmda á stefnumálum flokksins? Borgarfulltrúar á fundi í Borgarnesi Ég hef reynt að lýsa því hvernig unnið var markvisst að því árið 1992 að breyta rekstrarformi hjá borginni. Um mánaðamótin nóv.-des. halda svo borgarfulltrúarnir fund í Borgarnesi til að ræða sín mál. Þar voru þeir ekki ab móta ályktanir um hvernig bregðast skuli við atvinnuleysi eða að koma með tillögur um uppbyggingu skóla, leikskóla eba hjúkrunarheimila. Nei. Þeir vom að fjalla um hvernig breyta ætti SVR og öbmm borgarfyrirtækjum í hlutafé- lög. Þessi fundur er í lok vinnu- ferils ráðgjafans um einkavæö- ingu og þarna vom þau öll ab ræba þessi mál. Hvernig er hægt að bera á borb fyrir borg- arbúa, eins og Árni Sigfússon hefur reynt að gera, að þau hafi ekkert vitað um þessa vinnu né séð skýrslu ráðgjaf- ans? Þá skil ég ekki heldur hvern- ig borgarfulltrúar sjálfstæðis- manna vinna. Þeir eru þá sér- kennilega áhugasamir um borgarmálefni ef þeir taka ekki fyrir á borgarstjórnarflokks- fundum málefni sem eru í brennidepli á hverjum tíma. Ráögjafar og ráö- gjafastofur Árib 1992 og fyrri hluta árs- ins 1993 eru ráðnir margir ráð- gjafar og ráögjafastofur til að framfylgja og reikna út ákvarb- anir teknar á fundinum í Borg- arnesi í kjölfar vinnu Ingu Jónu. Þeir eru: Hreinn Loftsson hdl. hjá Lögmönnum Höfba- bakka (236 þús.), Eyjólfur Sveinsson framkvæmdastj. (Verkfræðistofa Stefáns Ólafs- sonar, 776 þús.), Eignamiðlun (81 þús.), Stjórnun og eftirlit (236 þús.), Landsbréf hf. (224 þús.), Svanbjörn Thoroddsen hagfr., Þór Sigfússon rekstrar- hagfr. (bróbir Árna Sigfússon- ar), Sveinn Andri Sveinsson (hef ekki upplýsingar um greiðslur til þeirra), Baldur Guðlaugsson (300 þús.) og Inga Jóna Þórðardóttir (2.800 þús.) Að minnsta kosti um fimm milljónir króna voru greiddar úr borgarsjóði (almannafé) fyr- ir stefnumörkun Sjálfstæðis- flokksins, greiðslur sem runnu allar til flokksmanna þeirra. Rétt er að taka fram að hluti af heildargreiðslum til Ingu Jónu var leiga á skrifstofuhús- næði (360 þús.), sem hún leigði af eiginkonu bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins á Sel- tjarnarnesi. Lokaorö Hvers vegna er ég að rifja þetta upp? Jú, vegna þess að það gengur svo fram af mér að Árni Sigfússon leyfir sér að halda því fram að hann hafi aldrei verið hlynntur einka- væðingu og ekkert hafi veriö fjallað um þessi mál hjá borg- arstjórnarflokki sjálfstæðis- manna, þegar upplýst er að all- ir borgarfulltrúar voru sam- mála um einkavæðingar- áformin. Mergur málsins er þessi: Þeg- ar sjálfstæðismenn urðu þess áskynja að einkavæðingar- áform þeirra áttu ekki upp á pallborðiö hjá Reykvíkingum, ákváðu þeir að með því að refsa Sveini Andra og Júlíusi Hafstein og fella þá í prófkjöri væri björninn unninn. Það dugði ekki til og þá var Mark- úsi Erni fórnað. Árni Sigfússon og flokkurinn kúventu og földu allar skýrslur og greinargerðir um áform sín allt kjörtímabilið og gerðu málflutning okkar félags- hyggjuflokkanna að sínum. Mér finnst slík vinnubrögð ekki traustvekjandi og hef meiri trú á mönnum sem standa og falla með stefnumál- um sínum heldur en þeim sem afneita verkum sínum til þess eins að slá ryki í augu kjósenda í nokkrar vikur. Höfundur er pólitfskur oddvlti Reykja- víkurlistans í borgarstjórn Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.