Tíminn - 30.03.1995, Side 11
11
■ ... -i _ . -:~t
Fimmtudagur 30. mars 1995
ómenguðu umhverfi og sé sér-
stök. En það þarf ansi mikiö til
að koma þessu til neytenda.
Fyrir nokkrum árum var mikil
umræða um óhollustu kindafit-
unnar í sambandi við hjarta-
sjúkdóma.
Hverttig metur þú þá um-
rceðu ttú?
Það hefur mjög slegið á þann
orðróm að kindakjöt, sérstak-
lega feitt kjöt, sé óheppilegt
meö tilliti til hjartasjúkdóma.
Það var t.d. gerð samanburðar-
rannsókn á bændum sem voru
upprunnir af Fljótsdalshéraði,
annars vegar á þeim sem
bjuggu vestur í Kanada, Vestur-
íslendingum, og hins vegar
þeim sem bjuggu áfram á Her-
aðinu. Niðurstaðan var sú að
þeir sem bjuggu heima höföu
miklu sjaldnar fengið hjarta-
sjúkdóma en hinir sem fluttu.
Ennfremur kom í ljós að kinda-
kjötið inniheldur svokallaöa
Omega-3 fitusýru, sem dregur
mjög úr hjartsjúkdómum, en
þetta er nú veriö að rannjaka
áfram og við höfum svo sem
ekki fengið fullnaðarniðurstöð-
ur sem hægt hefur verið að
nota beint í þetta. Óvissan felst
einkum í að menn vita ekki
hvernig á þessu stendur en vís-
indamenn vilja meina að þessi
Omega-3 fitusýra verði ekki til
nema í sjónum svo að væntan-
lega tengist þetta fiskimjöls- og
lýsisgjöf, sérstaklega á með-
göngutíma. Síðan er það gagn-
vart matreiðslunni að nú er
miklu meiri tilhneiging, t.d. á
veitingastööum á borð við Hót-
el Sögu, að nota vöðva af feit-
um skepnum og steikja í eigin
feiti.
Hér áður vildu mentt sem
feitast kjöt, á undanfórnum
árum magurt og nú kannski
aftur feitt kjöt. Hvernig er
brugðist við þessu í rcektun-
inni?
Það er nú þannig að þessi
lausa fita utan á skrokknum er
ekki söluvara og kannski verður
svo að vera með lægra verð á
feitu kjöti að það verður aö
vera hægt að skera svolítið utan
af vöövunum. Ný tækni gefur
aukna möguleika í ræktuninni,
það er ómsjáin, þar sem hægt
er að skoða hryggvöövann í lif-
andi kindum og mæla annars
vegar þykktina á vöðvanum og
hins vegar þykktina á fitulag-
inu utan á honum. Þetta er gert
við langflesta lambhrúta og
töluvert mikið við ásetnings-
gimbrar líka og það hefur orðið
verulegur árangur, þannig að
fitan verður í vöðvunum en
liggur ekki utan á þeim. í þessu
eru því kynbæturnar fólgnar.
Annars er margt óljóst um
þetta, t.d. af hverju fitan safn-
ast utan á skrokkinn og trúlega
er eitthvert náttúrulögmál að
verki. Þegar lömb fá trénað gras
sem farið er að falla á haustin
og þá fariö að innihalda minna
prótein, séu skilaboð náttúr-
unnar um að nú þurfi að fara
að undirbúa sig undir veturinn
og undirbúningur undir ís-
lenskan vetur er auðvitað fyrst
og fremst sá að safna fitu utan
á skrokkinn, til varnar kulda og
sem næringarforði. Margir telja
að svarið við þessu sé að hafa
fóðurkál eða áborin tún sem
beint framhald af vorgróðrin-
um, lengja einfaldlega sumarið,
þannig að lambið haldi áfram
að stækka í stað þess að safna
utan á sig fitu. Eins telja ýmsir
að flýta mætti sláturtíðinni,
bæði vegna þessa og til að
dreifa sölutímanum meir og
lengja hann þannig til sölu á
fersku kjöti.
Hvað er haegt að segja um
gcerur og ullina? Á tímabili
var mjög erfitt að selja gcerur,
ekki satt?
Jú, jú en þær hafa yfirleitt
selst, en á mjög lágu verði, en
þar varð í rauninni nokkur
breyting á haustið 1993 þegar
erlendir aðilar, aðallega Spán-
verjar, fóru að sækjast eftir gær-
um. Menn héldu fyrst í stað, að
minnsta kosti, að um yfirboð
væri að ræða til að gera út af
við íslenskan skinnaiönað sem
er í beinni samkeppni við þá
um mokkaskinnsmarkaðinn á
Ítalíu. Á síðasta ári hækkaði
verð á mokkaskinnum talsvert
þannig að siðastliöið haust
treystu verksmiðjurnar hér sér
til að greiða u.þ.b. 30% hærra
verð fyrir gærurnar, þ.e.a.s.
svipað og Spánverjarnir hafa
boðið og því var mjög lítið flutt
út af gærum nú síðast.
Þetta með ullina er nú svolít-
ið merkilegt líka, en það var nú
þegar ég fór að starfa að þessum
félagsmálum og geröist formað-
ur Landssamtaka sauðfjár-
bænda 1991, þá var fyrirtækið
Álafoss farið á hausinn og ekki
tekið á móti neinni ull í land-
inu. Upp úr þessu var stofnað
fyrirtækiö ístex, íslenskur text-
íliðnaður hf. sem er nú al-
menningshlutafélag og meðal
hluthafa eru fyrrverandi starfs-
menn Álafoss og bændur. Fyrir-
tækið tekur sem sé við ullinni
frá bændum, þvær hana í ullar-
þvottastöð í Hveragerði og
vinnur hana í band eða lopa
uppi í Mosfellsbæ. Þetta hefur
gengið vel, það hefur verið
mikil aukning á sölu, sérstak-
lega handprjónabandi, þannig
að þetta er svona dálítið í sömu
átt og með gærurnar.
Hve stórt þarf fjárbú að vera
til að geta framfleytt meðalfjöl-
skyldu? Það er náttúrlega ákaf-
lega misjafnt en segja má að
þeir bændur, sem byggðu upp
rétt áður en verðtrygging lána
komst á og eiga þá eignir sínar
skuldiausar, standi best að vígi.
Þó er miðað við að 400 kindur
gefi 1,6 ársverk.
Hvað með framtíðina,
hvernig verður staðan um
ncestu aldamót?
Nú er mikið talað um kinda-
kjötið sem vistvæna fram-
Ieiðslu í óvanalega ómenguðu
umhverfi. Með nægri kynningu
getur verið að fólk í löndum
sem eru orðin mjög mikið
menguð af allskonar efnum,
fari að sækja í þessa framleiðslu
og þá eru þarna möguleikar
sem gætu líka gefið sanngjarnt
og raunhæft verð.
Viðtal: Stefán Böövarsson
DAGBOK
|V/UV/L/U\J\JUVJVA/LAJ|
Fimmtudaqur
30
mars
X
89. daqur ársins - 276 dagar eftir.
13-vika
Sólris kl. 6.54
sólarlag kl. 20.12
Dagurinn lengist
um 7 mínútur.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í
Risinu.
Hressingarleikfimi á mánudögum
og fimmtudögum kl. 10.30 í Víkings-
heimilinu Stjömugróf.
Latvija, vináttufélag ís-
lands og Lettlands
Aðalfundur félagsins verður hald-
inn í Námsflokkum Reykjavíkur,
Miðbæjarskólanum, á morgun, föstu-
dag, kl. 17.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Mætum stundvíslega.
Félag kennara á
eftirlaunum
Félagsvist verður í Kennarahúsinu
laugardaginn 1. apríl kl. 14.
Þórdís Elín Jóelsdóttir
sýnir í Gallerí Úmbru
í dag, fimmtudag, opnar Þórdís El-
ín Jóelsdóttir sýningu í Gallerí Úm-
bru, Amtmannsstíg 1, kl. 17-19.
Þórdís stundaði myndlistarnám á
listasviði Fjölbrautaskólans í Breið-
holti 1982-'85 og útskrifaðist úr graf-
íkdeild Myndlista- og handíðaskóla
íslands vorið 1988. Hún er meðlimur
myndlistarhópsins Áfram veginn,
sem rekur grafíkverkstæði í Þing-
holtsstræti 5. Hópurinn hefur haldið
nokkrar samsýningar, síðast í Ás-
mundarsal 1990. Þetta er þriðja
einkasýning Þórdísar.
Myndirnar á sýningunni em unnar
með gouache- og vatnslitum á gler-
plötu og þrykktar á þunnan pappír.
Sýningin er opin þriðjudaga til
laugardaga kl. 13-18, sunnudaga kl.
14-18, skírdag og annan í páskum kl.
14-18. Lokað föstudaginn langa og
páskadag.
Samtök herstöðvaandstæðinga:
Fundur í Risinu í kvöld
Samtök herstöðvaandstæðinga
boða til fundar í kvöld, fimmtudag,
til að vekja athygli á baráttumálum
sínum. Fundurinn verður í Risinu,
Hverfisgötu 105, og hefst dagskráin
kl. 20.30.
Á fundinum stýrir Silja Aðalsteins-
dóttir dagskrá um ættjarðarljóð Guð-
mundar Böðvarssonar skálds á
Kirkjubóli, en eins og kunnugt er
hlaut bók hennar „Skáldið sem sólin
kyssti", sem er ævisaga Guðmundar,
íslensku bókmenntaverðlaunin 1994
í flokki fræðirita. Meöal ræðumanna
á fundinum em þau Soffía Sigurðar-
dóttir formaður Samtaka herstööva-
andstæðinga, Guðrún Halldórsdóttir
alþingiskona Kvennalista, Mörður
Árnason íslenskufræðingur (Þjóð-
vaka) og Svavar Gestsson alþingis-
maður Alþýðubandalagsins. Einar
Kristján Einarsson leikur á gítar og
loks mun Þorvaldur Örn Árnason
stýra fjöldasöng. Fundurinn er opinn
öllum og aögangur ókeypis. Eru allir
herstöðvaandstæðingar eindregið
hvattir til að koma.
Fundur hjá Þjóbvaka
í kvöld
í kvöld, fimmtudag, kl. 20 heldur
Þjóðvaki opinn fund í kosningamið-
stöðinni Hafnarstræti 7. Umræöuefn-
ið verður tímamótayfirlýsing Þjóð-
vaka um myndun félagshyggjustjórn-
ar eftir kosningar og þarafleiðandi
um að hafna stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn. Fátt hefur vakið
jafnsterk viðbrögö í kosningabarátt-
unni og þessi yfirlýsing og líklegt er
aö áhrifa hennar gæti í íslenskum
stjórnmálum langt fram yfir kosning-
ar.
Til aö ræða þessa yfirlýsingu,
ástæður hennar og áhrif á íslensk
stjórnmál, koma til fundarins þau
Ásta R. Jóhannesdóttir, 2. maður á
lista Þjóövaka í Reykjavík, og dr.
Svanur Kristjánsson, prófessor við HÍ.
Að loknum framsögum verða al-
mennar umræður. Fundarstjóri er
Páll Halldórsson. Stefnt er að fundar-
slitum fyrir kl. 22.
Fundurinn er öllum opinn og kaffi
verður á boðstólum.
Framsókn í Reykjanesi:
Morgunverðarfundur
um atvinnumál
Framsóknarmenn í Reykjaneskjör-
dæmi boða til opins fundar um at-
vinnumál á veitingastofunni Kæn-
unni, Hafnarfirði, í dag, fimmtudag,
kl. 9.30 f.h.
Frummælendur verða Halldór Ás-
grímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Kynntar verða tillögur flokksins í
atvinnumálum og menn hvattir til
skoðanaskipta um þetta mikilvæga
málefni.
Músiktilraunir
Tónabæjar 1995
Fjórða Músiktilraunakvöld Tóna-
bæjar verður í kvöld, fimmtudag, og
byrjar kl. 20.
Hljómsveitirnar, sem leika á þessu
tilraunakvöldi, eru: Border, ]elly belly,
Allt í hönk, 200.000 Naglbítar, Morð,
Three city flavours, Kuffs, Blunt,
Tartarus.
Gestahljómsveit kvöldsins er Un-
un.
Úrslitakvöld Músiktilrauna verður
annað kvöld, föstudag. Gestahljóm-
sveit á úrslitakvöldinu verður ]et
Black Joe.
SPOON á ísafiröi
Hljómsveitin SPOON mun spila í
Sjallanum á ísafirði föstudags- og
laugardagskvöld.
Hljómsveitin var útnefnd bjartasta
vonin og söngkonan sem besta söng-
konan.
Hljómsveitina skipa: Höskuldur
örn Lárusson söngur og gítar, Ingi
Skúlason bassi, Hjörtur Gunnlaugs-
son gítar, Friðrik Júlíusson G. tromm-
ur og söngkona er Emiliana Torrini.
Konukvöld á Hótel
Blönduósi
Fjölbreytt konukvöld verður haldiö
á Hótel Blönduósi annað kvöld,
föstudag.
Konur verða sóttar í glæsilegri lím-
ósínu frá Eðalvögnum (á tímabilinu
kl. 20 til 22) og ekið eins og prinses-
sum heiman frá sér og að Hótel
Blönduósi.
Tekið verður á móti konunum með
kvöldverði úr pastaréttum, á meðan
Carl Möller leikur ljúfa tóna á píanó-
ið.
Skemmtiatriði: Feröakynning meö
happdrætti frá Úrvali-Útsýn (verslun-
arferð til Skotlands í vinning). Svo
mun nektarsýningardrengurinn Tom
Cruise íslands hinn ógurlegi leika listir
sínar og á rrieöan fær enginn karl-
maður að vera í salnum, ekki einu
sinni karlkyns þjónustufólk.
Laust fyrir miðnætti verður þeim
karlmönnum, sem vilja njóta kvölds-
ins með konunum, hleypt inn í hús-
ið. Þá hefst almennur dansleikur með
Gleðigjöfunum André Bachmann og
Carli Möller.
Aðgangseyrir með akstri, fordrykk,
kvöldverði og skemmtiatriðum er að-
eins kr. 1500, en að skemmtun lok-
inni (áður en ballið byrjar) aöeins kr.
1000.
Harmonikutónlist í
Rábhúsinu
Nokkrir félagar úr Harmonikufélagi
Reykjavíkur flytja skandinavíska tón-
list og létta sveiflu í Ráðhúsi Reykja-
víkur næstkomandi sunnudag, 2.
apríl, kl. 15 síödegis. Flytjendur eru á
öllum aldri.
Meðal annarra koma fram Karl
| Jónatansson, Sveinn Rúnar Björnsson
og Léttsveit Harmonikufélags Reykja-
víkur.
Aðgangur ókeypis og allir vel-
komnir.
íslandsmót í Taekwondo
íslandsmótið í Taekwondo (Kvon-
dó), kóreskri sjálfsvarnaríþrótt, verð-
ur haldiö sunnudaginn 2. apríl í
íþróttahúsi Fjölnis, Grafarvogi. Mótiö
byrjar kl. 11 og stendur til 17.
Óvenju margir hafa skráð sig til þátt-
töku að þessu sinni, sem er merki um
síauknar vinsældir íþróttarinnar, að
S)ví er segir í frétt frá Kvondonefnd
SÍ.
Opiö vísnakvöld í
Listaklúbbnum
Vísnavinir efna til svokallaðs opins
vísnakvölds í Listaklúbbi Leikhús-
kjallarans mánudagskvöldið 10. apríl
n.k. Á opnu vísnakvöldi gefst nýlið-
um á öllum aldri tækifæri til að stíga
á svið og sýna hvað í þeim býr. Opin
vísnakvöld hafa verið haldin af og til
á vegum Vísnavina, en á þeim hafa
þó nokkrir tónlistarmenn stigið sín
fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Tón-
listarfélagið Vísnavinir hefur starfað í
nær tvo áratugi og haldið vísnakvöld
af ýmsu tagi. Félagið hefur þab meðal
annars á stefnuskrá sinni að vekja at-
hygli á efnilegu tónlistarfólki, sem
ekki býbst annar vettvangur til að
kynna sig á.
Þeir, sem hafa hug á ab koma fram
á opna vísnakvöldinu í Leikhúskjall-
aranum, geta haft samband við
stjórn félagsins í símum 565-1572
eöa 565-8384.
APÓTÉK
Kvöld-, nætur- og hðlgldagavarsla apóteka I
Reykjavfk Irá 24. tll 31. mars er I Reykjavlkur apó-
tekl og Garðs apótekl. Það apótek sem fyrr er
nefnt annast eltt vðrsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll
kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnu-
dögum. Upplýsingar um læknls- og lyfjaþjónustu
eru gefnar I sfma 18888.
Neyðar rakt Tannlæknafélags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slmsvari
681041.
Hafnarfjðróur: Hafnarljarðar apótek og Norðurbæjar apó-
tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt-
is annan hvem laugardag Id. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600.
Akureyrt: Akureyrar apótek og Stjómu apótek eru opin
virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvod að sinna kvóid-, nætur- og helgidagavörslu.
Á kvökfin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu,
61 kl. 19.00. Á helgidögumer opið frá kl. 11.00-12.00 on
20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfjafræóingur á bakvakt.
Upplýsingar eru gefnar í s'ma 22445.
Apótek Keflavfkun Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
laugard., helgidaga og almenna fridaga ki. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudógum kl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. Id. 13.00-14.00
Garóabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. .00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
HELSTU BÓTAFLOKKAR:
1. mars 1995.
Mánaóargrelóslur
Elli/örotkulifeyrir (grunnlifeyrir)......... 12.329
1/2 hjónalífeyrir............................11.096
Full tekjutrygging ellilíleyrisþega..........22.684
Full lekjutrygging örorkulífeyrisþega........23.320
Heimilisuppbót......'........................7.711
Sérstök heimilisuppbót........................5.304
Barnalífeyrir v/1 bams .................... 10.300
Meðlagv/1 bams ............................ 10.300
Mæöralaun/teðralaun v/1 bams..................1.000
Mædralaun/feðralaun v/2jabarna................5.000
Mæðralaun/feðraiaun v/3ja barna eða fleiri..10.800
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ...........11.583
Fullur ekkjulífeyrir.........................12.329
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448
Fæðingarstyrkur..............................25.090
Vasapeningar vistmanna............................10.170 »
Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170
Daggrelóslur
Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00
Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20
Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ...142.80
Slysadagpeningar einstaklings................665.70
Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri ....142.80
GENGISSKRÁNING
29. mars 1995 kl. 10,53 Opinb. Kaup Bandarfkjadollar 63,24 vlóm.gengi' Gengl Sala skr.fun r 63,42 63,33
Sterlingspund ...102,07 102,35 102,21
Kanadadollar 44,99 45,17 45,08
Dönsk króna ...11,477 11,515 11,496
Norsk króna .. 10,245 10,279 10,262
Sænsk króna 8,589 8,619 8,604
Finnskt mark ...14,539 14,587 14,563
Franskurfrankl ...12,965 13,009 12,987
Belglskur franki ...2,2262 2,2338 2,2300
Svissneskur franki. 55,68 ■ 55,86 55,77
Hollenskt gyllini 40,95 41,09 41,02
45,89 46,01 0,03728 6,531 45,95 0,03720 6,529
hölsk llra .0,03712
Austurrfskur sch ..„6,517
Portúg. escudo ...0,4338 0,4356 0,4347
Spánskur peseti ...0,4956 0,4978 0,4967
Japanskt yen ...0,7164 0,7186 0,7175
írskt pund ...102,35 102,77 98,74 102,56 98,55
Sérst. dráttarr. 98,36
ECU-Evrópumynt.... 83,61 83,89 83,75
Grfsk drakma ...0,2797 0,2807 0,2802
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVtK
91-686915
AKUREYRl
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar