Tíminn - 31.03.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.03.1995, Blaðsíða 10
10 WfUf&mt Föstudagur 31. mars 1995 Georæn meðferö miöast um of viö vtri einkenni Sœunn Kjartansdóttir. Sæunn Kjartansdóttir, sál- greinir og hjúkrunarfræöing- ur, flutti fyrir skemmstu eitt af mörgum erindum á ráb- stefnu, sem Kvenréttindafélag íslands efndi til um heil- brigöi kvenna. Sérstaka at- hygli vakti erindi Sæunnar, en þaö var um andlega van- lí&an kvenna, orsakir hennar og lei&ir til aö vinna bug á henni. Erfitt er aö gera á rökrænan hátt grein fyrir málum sem eru tilfinningalegs eðlis. Ab sumu leyti skýrist það af samhenginu, þótt þa& sé vissulega ekki hlut- lægara en eðli málanna og af- leiðingar þeirra, eins og ráða má af því að færustu sérfræöingum hefur fram á þennan dag veist erfitt að lýsa því, sem um er að ræða, í riti og beinni ræöu. Sú viðtalsmebferð, sem Sæ- unn stundar, grundvallast á samtölum þar sem svokölluð „sál-dýnamísk" samskipti eiga sér stað milli tveggja einstak- linga, þ.e. skjólstæöings og þess sem lætur meðferðina í té. Sállækningar með sálgrein- ingaraðferð, sem Sigmund Freud var upphafsmaður ab, hafa tekib miklum framförum á þeim hundrab árum sem liðin eru síðan hann fór að fikra sig áfram á þessu sviði. Sumar af grundvallarkenningum Freuds eru enn í gildi. Aðrar ekki. Mikilvægur þáttur í nútíma- meðferð af þessum toga, og sá sem oft tekur lengstan tíma, er það traust sem naubsynlegt er að skjólstæðingur beri til sál- greinisins, ef árangur á aö nást. An þess ab gagnkvæmt trúnað- artraust sé milli þessara tveggja einstaklinga er engin von til þess að skjólstæðingur nái þeirri einlægni, sem er forsenda þess ab hann nái því upp á yfirborb- ið sem angrar hann og geti við- urkennt það fyrir sjálfum sér. Skjólstæðingurinn færir síðan þær tilfinningar, sem hann hef- ur bælt í tímans rás, yfir á sál- greininn, upplifir þær á ný og losnar þannig undan valdi þeirra. Með þeim hætti öðlast hann smám saman skilning á því sem bagar hann og nýja sýn á þab. Það er líklega öðru fremur þessi nýja sýn á eigin viðhorf, sem gerir fólki kleift ab meta stöðuna upp á nýtt, breyta sínu eigin hugarfari og haga lífi sínu á annan hátt í framhaldi af því. Hér er með öðmm oröum um ab ræða eins konar „endurupp- eldi", en því fylgir meðal annars það að smám saman losnar um sálarflækjurnar, uns úr þeim greiðist ab mestu eba jafnvel öllu leyti. Eitt grunnatriði í mebferðinni er að fá skjólstæðinginn til að finna fyrir þeim styrk sem hann býr yfir, ná tökum á honum og öðlast þannig betri stjórn á lífi sínu. Annað markmið meö slíkri meðferð er að aflétta vanlíðan, sem oft og tíöum er allt ab því óbærileg. Þegar meöferðin ber árangur, getur léttirinn orbið svo mikill ab margir líkja því- líkri reynslu við þab að losna úr fjötrum eða undan fargi. Þótt þessi formáli sé ófull- kominn, er hann óhjákvæmi- legur til aö veita lágmarksskýr- ingu á því, sem viö er aö etja og rætt er um hér á eftir. Nám sitt í sálgreiningu stund- aði Sæunn í Lundúnum, þar sem hún lauk námi hjá Arbours Association, sem er kennslu- stofnun í mebferðarfræðum. Námib tók fjögur ár og var ab verulegu leyti fólgið í því að þiggja meðferð og veita hana, en slík þjálfun er nauðsynleg þeim sem ætla ab leggja stund á sállækningar með sálgreiningar- aðferbum. Eftir heimkomuna hefur hún starfað á dagdeild Borgarspítala viö Eiríksgötu, en deildin er þáttur í starfsemi Gebdeildar Borgarspítala. Ásamt vinnunni þar vinnur hún við neyðarmót- töku vegna nauðgana, en auk þess starfar hún sjálfstætt að einstaklingsmeðferð. Þótt störf Sæunnar séu ekki bundin við þarfir kvenna ein- göngu, hefur starfsreynslan hef- ur veitt henni mikilvæga inn- sýn í þann mun, sem er á við- brögbum karla og kvenna viö tilfinningalegum áföllum og vandamálum: „Til að lýsa þessum mun í sem fæstum orðum, má segja að körlum er gjarnt ab beina reibi sinni eða öbrum sterkum til- finningum út á við, ekki síst að öðru fólki. Konur beina slíkum tilfinningum hins vegar fremur að sjálfum sér og í því liggur vandi þeirra. Meb því að beina tilfinningunum inn á vib og reyna að bæla þær skapast van- líðan sem getur birst í margvís- legum myndum, svo sem ofáti og þarafleiðandi offitu, lystar- stoli, þunglyndi eða skapofsa, svo eitthvab sé nefnt. Þær leita eðlilega ab skýringu á þessu at- ferli sínu og skella þá oft skuld- inni á einkennin eða eitthvað í umhverfinu í stað þess að leita að upptökunum, sem kunna að vera áföll eða önnur erfiö reynsla. Afleiðingin veröur síð- an þrálát og óskýranleg vanlíð- an, sem hverfandi líkur eru á að viðkomandi takist að vinna bug á hjálparlaust. Til að skýra þetta má taka dæmi af konu, sem stríðir við offitu. Undir niðri líður henni mjög illa og ofát er liöur í því að reyna að deyfa sársaukann. í fljótu bragbi finnur hún ekki skýringu á vanlíðan sinni, en í hvert skipti sem hún lítur í spegil blasir við henni mynd sem hún er ósátt við — og sjá: Skýringin er fundin: Hún er of feit. Aðeins ef henni tekst að megra sig, mun allt falla í ljúfa löb, hugsar hún með sér. Þar með hefur hún gert holdafarið, eða öllu heldur líkama sinn, ab blóraböggli. Þá þarf ekki frekar vitnanna viö, að hennar eigin mati. Þannig verbur til vítahringur sem erfitt er að komast út úr, og varla mögulegt nema með hjálp sem fáir eru færir um aö veita, nema að fenginni ítarlegri þjálf- I un." — í hverju felst sú hjálp, sem gæti komiö aö gagni í þessu tilviki? „Ég held ab hún sé fólgin í því að einhver hjálpi henni til ab skilja hvað hún er í raun og veru ab fást við, einhver sem heyrir hvab hún er að segja, þótt hún skilji það ekki sjálf." — Ertu þá aö tala um sam- talsmeöferö? „Já, en þó fyrst og fremst nokkuð sem þarf ekki að vera nein langtímameðferð hjá geð- lækni, sálfræbingi eða sálgreini. Það væri til dæmis mikil bót að því, ef læknar væru opnari fyrir því að hlusta eftir því sem er ekki svo óskaplega erfitt að heyra. Þetta álít ég að margir læknar væru færir um, en hins vegar held ég aö fæstir þeirra séu undir það búnir enn sem komið er, enda veitir hefðbund- ið læknanám takmarkaða inn- sýn í tilfinningalífið. Flestir læknar eru karlar, og körlum er eiginlegt að bregðast við á ann- an hátt en konum, en þeir gætu þjálfaö sig í að setja sig inn í þaö sem konur eru aö segja og breytt hugsunarhætti sínum dá- lítið. Þetta — ab hlusta og skilja — hljómar kannski ekki eins og einhver kraftaverkaaðferb, en ég held samt að það sé besta hjálp sem nokkur manneskja getur fengib. Það, að einhver skilur hvað hún er ab ganga í gegnum, verður til þess að hún öðlast betri skilning á því sjálf og getur þá brugðist við á ein- hvern þann hátt sem að gagni kemur, í stað þess ab hugsa til dæmis bara um að megra sig eða fegra yfirboröið, eins og konum er svo gjarnt. Þessi fegr- unar- og megrunarárátta kvenna er því miður tilgangs- laus, þegar þær em að fást við eitthvað miklu mikilvægara og mun djúpstæðara en að gera sig fallegar á yfirborðinu. Forkunn- arfagrar og tággrannar konur eiga ekki síður vib andlega van- líban að stríða en konur sem geta fundið sitthvað að útliti sínu." — Þaö er kannski erfitt aö breyta þessu viöhorfi, svo rótgróiö sem þaö er oröiö, ekki síst fyrir tilstilli aug- lýsinga og hvers konar sölumennsku. „Já, enda er ljóst að þarna eru gífurlegir peningalegir hags- munir í húfi. Fyrir þá, sem eru að selja snyrtivörur og hvers konar tískuvarning, skiptir auð- vitað öllu máli ab vibhalda blekkingunni um að vanlíðan stafi af ófullkomnu útliti og lausnin sé í því fólgin að líkja eftir þeirri upphöfnu glans- mynd, sem alstaöar er haldið að okkur." — En einkenni um and- lega vanlíöan, eöa jafnvel þaö sem oft kallast geöræn vandamál, koma fram meö ýmsum öörum hætti en svona útlitsáráttu. „Vissulega, en hún er bara svo skýrt dæmi, og algengt þegar konur eiga í hlut. Viö getum tekið annað algengt og áberandi dæmi þar sem allt of mikið er lagt upp úr þeim einkennum sem birtast á yfirborðinu, án þess að reynt sé ab komast fyrir rætur vandans. Hér á ég viö of- neyslu áfengis. Mjög margir, sem þjást af innri spennu, kvíða og annarri andlegri vanlíðan, grípa til þess að draga úr slíkri vanlíðan með því að fá sér í glas. Þeir nota áfengi með öðr- um orðum sem deyfilyf. Meb því að leggja allt kapp á a& fjarlægja einkennið, eins og víðast hvar er gert þar sem áfengismeðferö er stunduð hér á landi, er einungis verib að slétta yfirborðiö, eða fara ab eins og strúturinn og stinga hausnum í sandinn. Auðvitað eru til dæmi um fólk, sem getur komið lagi á líf sitt með því einu að hætta ab neyta áfengis. Ég held hins veg- ar ab þau dæmi séu ekki mörg. Dæmin um hið gagnstæða eru áreiðanlega í miklum meiri- hluta. Hitt er annab, að samtalsmeð- ferð þar sem grafist er fyrir um rætur meinsins er ekki hægt að koma við á meöan um ofneyslu áfengis eða annarra vímuefna er að ræða. Ef svo háttar til, er áfengismeöferb ákjósanleg sem fyrsta skref, en meb henni einni er ekki hægt ab leysa úr djúp- stæðum sálrænum vandamál- um." — Er einhver ástæöa fyrir því aö fleiri konur en karl- ar viröast búa viö andlega vanlíöan? „Ég efast um að það sé hægt að finna einhverja eina ástæðu, en vandi margra kvenna er fólg- inn í því að þær finna enga sér- staka orsök fyrir vanlíðan sinni. Fyrir konuna sjálfa er oft erfitt að greina hvort er þungbærara, vanlíðanin eða óvissan um hvab geti valdið henni." — Þú ræddir nokkuö um sektarkennd í erindi þínu á ráöstefnu Kvenréttindafé- lags íslands, og einnig um tilhneigingu sumra kvenna til aö skaöa sjálfar sig. „Já, ég fór þá leib að tengja þetta þeim andlegu hremming- um sem konur eiga við ab stríða eftir stóráföll á borð vib nauðg- anir. Sektarkennd getur valdið mikilli angist og vanlíðan, en margar konur grípa þó til henn- ar til að firra sig því ab finna til vanmáttar og varnarleysis. Þannig getur sektarkennd verið vísbending um ómeðvitaða við- leitni til að komast hjá sársauka. Mikið af andlegri vanlíban kvenna stafar af bælingu sárs- auka í kjölfar margvíslegra áfalla, en þaö skiptir máli að læknar og annab fagfólk læri að átta sig á því hvers eðlis vanda- málið er, í stab þess að slá því föstu að um ímyndunarveiki eða jafnvel hégóma sé að ræða. Andleg vanlíðan er alltof oft af- greidd með slíku." Vi&tal: Áslaug Ragnars Ljósm.: Gunnar Sverrisson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.