Tíminn - 31.03.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 31.03.1995, Blaðsíða 18
18 ",Irlnrf Föstudagur 31. mars 1995 Rannveig Guömundsdóttir: Stöndum vörö um mannréttindi fatlaðra Á því tímabili, sem Alþýöu- flokkurinn hefur fariö meö fé- lagsmálaráöuneytiö, hafa átt sér staö stórstígar framfarir í mál- efnum fatlaöra. Þannig hafa fjárveitingar til málaflokksins aukist um meir en 500 m.kr. á föstu verölagi frá 1987, eöa um 37%. Þannig hefur tekist aö tryggja uppbyggingu þjónustu- kerfis fyrir fatlaða og komast hjá því aö niðurskurður ríkisút- gjalda sé látinn bitna á fötluð- um. Úthlutun úr Framkvæmda- sjóöi fatlaöra í ár er hærri en nokkurn tíma áöur, eöa rúmar 500 m.kr. Þáttaskil meö nýjum lögum Veigamikil breyting var gerö á lögum um málefni fatlaöra árið 1992. Þessi lög færöu fötluöum mikilvægar réttarbætur og eru þessar helstar: 1. Framkvæmd og eftirlit í málaflokknum var aöskiliö og fötluðum tryggö sérstök rétt- indagœsla, sem svæðisráðum er faliö aö annast. Fatlaðir, eða að- standendur þeirra, geta þannig snúið sér til svæöisráöa telji þeir aö réttur þeirra til þjónustu skv. lögunum hafi ekki verið virtur. Þá kveöa lögin á um trúnaðar- mann fatlaöra og hafa þeir veriö skipaöir á hverju starfssvæði. Hlutverk þeirra er aö sinna rétt- indagæslu þeirra sem búa á stofnunum. 2. Lögin boðuöu stefnubreyt- ingu, sem felst í því aö treysta fulla þátttöku þeirra í samfélag- inu og jafnrétti fatlaðra og ann- arra þegna. Þannig er nú lögö á- hersla á aö gera fötluðum kleift að öölast sjálfstaeða búsetu, og er Framkvæmdasjóði fatlaðra nú heimilt að leggja fé til uppbygg- ingar félagslegra íbúöa fyrir fatl- aöa. 3. Eitt mikilvægasta nýmæli laganna er aö nú er heimilt aö veita fötluöum frekari liðveislu, sem er fólgin í aöstoö viö at- hafnir daglegs lífs. Hér er um persónubundna þjónustu aö ræöa, sem miöar aö því aö gera fötluðum kleift aö búa utan stofnana. Árlega er nú veitt 50- 60 m.kr. til þessarar þjónustu. Almenn liöveisla er hins vegar verkefni sveitarfélaga og er til- gangur hennar aö rjúfa félags- lega einangrun hins fatlaða með því aö styöja hann til að njóta tómstunda- og menning- arlífs. 4. Lögin tryggöu aðgang geð- fatlaðra að þjónustukerfi fatl- aöra, en mál þeirra voru komin í algjört óefni. Lögin kveöa á um fimm ára átak í málefnum þeirra, þannig að sérstakri fjár- veitingu hefur árlega veriö varið til uppbyggingu hennar. Komiö hefur verið á laggirnar sambýli auk áfangastaöar fyrir geöfatl- aða. Gerður hefur veriö þjón- ustusamningur viö Geöhjálp um stuðningsþjónustu fyrir VETTVANGUR „Ofangreint yfirlit sýnir að Alþýðuflokkurinn hefur haft ótvíræða for- ystu í uppbyggingu vel- ferðarþjónustu fyrir fatl- aða. Þannig vill flokkur- inn hafa það áfram. Framtíðarsýnin er sú, að svo vel takist til um upp- byggingu þjónustu fyrir fatlaða að sérlög í mál- efnum fatlaðra verði ó- þörf." geðfatlaða, og hafa um 50 geö- fatlaðir í höfuöborginni notið þeirrar þjónustu. Segja má aö þjónusta þessi ásamt þeirri þjónustu, sem veitt hefur veriö í kjölfar laganna af svæöisskrif- stofum í málefnum fatlaöra, hafi gjörbreytt aðstæöum fjöl- margra geðfatlaðra. 5. Mikilvægt nýmæli laganna var aö nú er heimilt að veita fé úr Framkvæmdasjóði fatlaöra til aö bœta aðgengi fatlaðra. Frá gildistöku laganna hafa um 40 m.kr. verið veittar í þessu skyni. Lögin skylda sveitarfélögin til aö gera áætlanir í ferlimálum og sérstakur starfsmaöur á vegum ferlinefndar félagsmálaráðu- neytisins veitir þeim ráðgjöf í þeim efnum. Nýlegar aðgerðir Nýlega gaf ég út reglugerö um þjónustu viö fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Sú reglugerö tekur m.a. til stuðningsfjöl- skyldna fatlaðra barna. Um er að ræöa mjög dýrmæta þjónustu, sem gerir mörgum foreldmm fatlaöra barna kleift að annast börn sín, sem ella væri ekki unnt. Erfitt hefur hins vegar reynst aö fá stuðningsfjölskyld- ur til starfa, þar sem fram til þessa hafa greiðslur veriö mjög rýrar. Meö gildistöku reglugerö- arinnar hœkkuðu greiðslur um 26-122% eftir þyngd fötlunar. Vonir standa til að auðveldara veröi aö sinna þessari þjónustu sómasamlegar en veriö hefur. Félagsmálaráðuneytiö lagði nýlega til fjármagn til táknmáls- túlkunar, þannig frá 1. mars öðl- uðust heyrnarlausir og dauf- blindir rétt á táknmálstúlkun, m.a. í samskiptum sínum viö opinberar stofnanir og sérfræð- inga, sem hafa starfsleyfi frá op- inberum aöilum. Hinn tak- markaði réttur til táknmálstúlk- unar hefur veriö smánarblettur á velferðarkerfi okkar í allt of langan tíma. Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar vinnur nú aö tillögum um framtíðarskipan táknmálstúlkunar, svo loks sér fyrir endann á þessu mikla hagsmunamáli heyrnarskertra. Einhverfir einstaklingar hafa mikla sérstöðu í litrófi hinna fötluðu. Um nokkurt skeiö hafa hagsmunasamtök þeirra hvatt til aö mörkuð verði framtíðar- stefna í málefnum er þá varða sérstaklega. Nýlega skipaði ég nefnd til þess að gera tillögur um skipan þjónustu fyrir þá. Við þær tillögur veröur leitast viö að tryggja aðild aöstand- enda þeirra og sérfræöinga aö á- kvörðunum er varöa málefni einhverfra. Verkin tala Ofangreint yfirlit sýnir að Al- þýöuflokkurinn hefur haft ótví- ræða forystu í uppbyggingu vel- feröarþjónustu fyrir fatlaða. Þannig vili flokkurinn hafa það áfram. Framtíðarsýnin er sú, aö svo vel takist til um uppbygg- ingu þjónustu fyrir fatlaöa að sérlög í málefnum fatlaöra veröi óþörf. Flokkurinn hefur markaö þá stefnu, aö málefni fatlaöra veröi í framtíðinni á ábyrgö sveitarfélaganna, samofin hinni almennu félagsþjónustu þeirra. Höfundur er félagsmálarábherra. UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON íslandsmótiö í sveitakeppni hefst í dag: Síbbúin forkeppni Síbbúiö íslandsmót í sveitakeppni hefst í dag, en fresta varö mótinu fyrir hálfum mánuöi þar sem ófærö kom í veg fyrir aö sumar landsbyggöarsveitanna kæmust í mótiö. Spilamennska hefst kl. 15.10 en fyrirliðafundur hefur veriö boðaöur kl. 14.00. Tveir leikir em í dag, þrír á morgun og tveir á sunnudag. 40 sveitir munu spila í Þönglabakkanum og komast 10 sveitir áfram, tvær efstu í hverjum riðli, í lokakeppnina sem fer fram í dymbilvikunni. Riðlarnir í ár: A-ribill: Tryggingamiöstööin Roche Metró Björn Friðriksson Jón Stefánsson Hermann Tómasson Sparisjóður Mýrarsýslu Júlíus Sigurjónsson iöaj: kk4Mþj B-rib Slökk^Mþj. Austurlands Kristinn Kristjánsson Vinir og vandamenn SamVinnuferöir-Landsýn Jón St. Ingólfsson S. Ármann Magnússon Eövarð Hallgrímsson Óskar Elíasson C-riöill: Landsbankinn, Reyðarfirði Borgey Magnús E. Magnússon Málning hf. íslandsbanki, Selfossi Rúnar Einarsson Landsbréf Herðir D-riöill: Kaupfélag Skagfiröinga Samskipti Dröfn Guömundsdóttir Stefán Stefánsson VÍB Ormarr Snæbjörnsson Ólafur Lámsson Hallgrímur Rögnvaldsson E-riöill: Kristján Már Gunnarsson Kjötvinnsla Siguröar Borgfirskir bændur Auðunn Hermannsson Flugleiöir innanlands Ólína Kjartansdóttir Hjólbarðahöllin Ragnar Jónsson Iauf trompað, tígulkóngur og - ás. Þannig var staðan: Spaðaáttan Danska bridgesambandiö hefur til styrktar yngri spilur- um gefiö út bridgebók er nefn- ist „I gegnum spilastokkinn", en þar eru 52 frægir spilarar fengnir til aö segja lífsreynslu- sögur þar sem eitt spilanna gegnir lykilhlutverki í hverri sögu. Þannig er rennt í gegnun allan stokkinn. Svo gripiö sé niöur í bókina segir Svend Novrup sögu af spaðaáttunni. Hér verður stikl- aö á stóra: 4 865 ¥ Á ♦ KDT62 * ÁCT5 4 KDC2 ¥ K6 ♦ C74 * 9843 N V A s * 43 ¥ D9854 * 93 * KD76 4 ÁT97 ¥ GT732 ♦ Á85 * 2 Vestur Noröur Austur Subur - 14 pass 1¥ pass 24 pass 24 pass 34!? pass 44 dobl! allir pass Vestur spilaöi út spaöakóng og víxltrompun hófst. Spaöaás, laufás, lauf trompaö, hjartaás, lauf trompaö, hjarta trompab, * 8 ¥ - ♦ DT6 4 4 DC2 ¥ - ♦ G 4 - N V A S 4 - ¥ CT7 ♦ 8 4 - Suður var búinn ab fá níu slagi og nú var komið aö þætti spaðaáttunnar. Suður spilaöi nú hjarta og vestur þurfti aö trompa meö gosa. Nú gat hann ekki tekið trompin því þá á sóknin tígulslag þannig ab hann spilaði tígli sem austur trompaöi en þaö var ekki nóg.... Spaðaáttan reyndist óvænt stórveldi í spilinu. Öryggisspilamennska í tilefni af sveitakeppninni um helgina birtir umsjónar- mabur hér spil sem kom upp í Englandi fyrir skömmu. Þar reynir á tvö meginatriöi í sveitakeppni, öryggisspila- mennsku og góða talningu: Suöur spilar sex lauf (sjá til hægri) án þess að AV skipti sér af sögnum. Útspilið er tígul- fimma. Þaö er óbeint búið aö vara vib ólegu þannig að hér þarf aö vanda sig. Taktu viö. * Á4 ¥ K943 * ÁK73 * Á932 N S 4 DC62 ¥ ÁCT ♦ 6 4 KD864 Suður drepur með ás, tekur laufás (til aö vernda sig gegn 4- 0 legunni), vestur er renus og sagnhafi spilar laufi heim. Þá er spaöa svínað, spaöaás tekinn, og laufi spilaö í þriöja sinn. Enn er spaða spilað, trompab í bindum og austur yfirtrom- par. Hann má ekki spila hjarta þannig að sagnhafi trompar tígul og spilar síðasta tromp- inu. Vestur er í kastþröng og verður að fara niður á hjarta- drottninguna blanka. 4 K9853 ¥ D64 ♦ DT854 4 - 4 Á4 ¥ K93 ♦ ÁK73 4 Á932 N V A S 4T7 ¥ 8752 ♦ C92 4CT75 4 DC62 ¥ ÁCT ♦ 6 4 KD864 f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.