Tíminn - 31.03.1995, Blaðsíða 15
Föstudagur 31. mars 1995
WStomwU
15
Geir H. Haarde:
Amþrúöur Karls-
dóttir leiörétt
í lengstu lög hafði ég vonast til
þess að heimsmeistarakeppnin í
handknattleik fengi að standa
utan viö þá kosningabaráttu sem
nú stendur yfir. Arnþrúði Karls-
dóttur, frambjóðanda Framsókn-
arflokksins, verður það hins vegar
á í Tímanum um helgina að
blanda keppninni inn í baráttu
sína með þeim hætti að óhjá-
kvæmilegt er að gera athugasemd-
ir. Ég ætla ekki að víkja að þeim
skoðunum á Sjálfstæöisflokknum
og forystumönnum hans, sem
Arnþrúbur lætur í ljósi í grein
sinni um fjölnota íþróttahöll í
Reykjavík. En ég kemst ekki hjá
því ab leiðrétta þær rangfærslur,
sem koma fram í greininni að því
er varðar breytingarnar á Laugar-
dalshöll fyrir keppnina nú í maí.
Amþrúbur segir m.a. eftirfar-
andi í grein sinni: „Eftir að menn
höfðu gengið á milli ráðherra
þessarar ríkisstjórnar í þeirri von
ab ríkisvaldiö kæmi auga á hag-
kvæmni þessa máls [HM '95 —
innskot GHH] og þá langt út fyrir
raðir íþróttahreyfingarinnar, var
ómögulegt að fá forsætis- og fjár-
málarábherra til ab brjóta odd af
oflæti sínu. R-lista meirihluti
borgarstjórnar Reykjavíkur beitti
sér í málinu, en allt kom fyrir ekki
og svar sjálfstæöismanna í ríkis-
stjórn var áframhaldandi nei.
Borgarstjórn breytti hins vegar
Laugardalshöll, svo HM '95 yrði
að veruleika og þar með var líka
komið í veg fyrir að íslendingar
yrðu sér til skammar á alþjóðleg-
um vettvangi með því að afþakka
keppnina."
Samstarf þriggja
aðila
Hér er mjög hallað réttu máli. í
upphaflegum samningum um
HM '95 var alltaf gert ráö fyrir því
að keppt yrði í höllinni óbreyttri
„Hér er mjög hallað réttu
máli. í upphaflegum
samningum um HM '95
var alltafgert ráð fyrir
því að keppt yrði í höll-
inni óbreyttri og hafði
Alþjóða handknattleiks-
sambandið samþykkt
það, að því tilskildu að í
húsinu rúmuðust 4200
áhorfendur."
og hafði Alþjóða handknattleiks-
sambandið samþykkt það, að því
tilskildu ab í húsinu rúmuöust
4200 áhorfendur. Flestir, sem að
málinu komu, vom hins vegar
sammála um ab höllin óbreytt
væri of lítil til ab hægt væri að
halda keppnina þar með fullum
sóma. Þess vegna spannst umræð-
an á síðasta ári um nýja byggingu
eða viðbyggingu við höllina.
Borgarstjóm Reykjavíkur vildi
hvorki standa ein að byggingu
fjölnota íþróttahúss né stækkun
Laugardalshallar. Sú afstaða kom
margoft fram og var í sjálfu sér
skiljanleg. Sú lausn, sem varð ofan
á, byggðist á þríhliða samstarfi
Reykjavíkurborgar, íþróttasam-
bands íslands og ríkisvaldsins.
Borgin og ÍSÍ eiga viðbygginguna
til helminga, en ríkið veitti ÍSI rík-
isábyrgð á láni fyrir sínum hluta,
sem vitað er ab íþróttahreyfingin
mun að óbreyttu ekki hafa bol-
magn til að standa undir. Þessi rik-
isábyrgð var forsenda fram-
kvæmdarinnar, en að sjálfsögðu
hefði ekkert orðið af framkvæmd-
um, ef ekki hefði komið til áhugi
og velvilji borgarinnar og ráða-
manna hennar.
Afskipti ráöherra
Forsætisrábherra, fjármálaráb-
herra og utanríkisráðherra beittu
sér persónulega fyrir því að ríkisá-
byrgðin fékkst. Ég hygg að enginn
þekki betur til aðildar rábherr-
anna að máli þessu en ég. Mér
þykir þess vegna miður að Am-
þrúður skuli hafa fallið í þá gryfju
að skrifa um málið án þess ab
kynna sér málavöxtu, því ég efast
ekki um að hún vill unna ráðherr-
unum sannmælis, þótt þeir séu
pólitískir andstæðingar.
Þetta mál er svo í raun óskylt
því hvort og hvenær hér verður
ráðist í byggingu fjölnota íþrótta-
húss. Reyndar mun nýja viöbygg-
ingin við Laugardalshöllina geta
nýst sem tengibygging við slíkt
mannvirki, samkvæmt teikning-
um Gísla Halldórssonar. Það er ab
sjálfsögðu mikið hagsmunamál
fyrir íþróttahreyfinguna að slíkt
hús rísi, ekki síst knattspymuna,
og að því verður áreiðanlega unn-
ið á næstu ámm. Málflutningur
Amþrúbar Karlsdóttur er hins
vegar því máli lítt til framdráttar.
Höfundur er formaöur framkvæmdanefnd-
ar HM '95.
Kaupfélag Eyfiröinga:
Raunaukning á veltu í
fyrsta skipti í mörg ár
Frá Þórbi Ingimarssyni, fréttarítara Tímans á
Akureyri:
Raunaukning varð á veltu Kaup-
félags Eyfirðinga á árinu 1994, og er
það í fyrsta skipti í mörg ár sem velta
félagsins eykst ab raungildi á milli
ára. Tíu prósenta arður var greiddur
af hlutabréfum B-deildar stofnsjóðs
félagsins, en það er af áhættufjár-
magni sem fjárfestar hafa lagt í
rekstur þess samkvæmt ákvæöum
samvinnulaga, en fjögurra prósenta
arður var greiddur af stofrisjóðsinn-
eign félagsmanna. Þetta kom fram á
aðalfundi Kaupfélagsins, sem hald-
inn var síðastliðinn laugardag.
Hagnaður af rekstri Kaupfélags
Eyfirbinga og dótturfyrirtækja þess
varb 116,8 milljónir króna á árinu
1994, en hagnaður fyrir vexti og
fjármagnskostnað var alls 316,7
milljónir, sem er mun lægri upp-
hæð en árið áður, en þá greiddi
Kaupfélag Eyfirðinga alls 339 millj-
ónir króna í vexti og verðbætur.
Lækkun fjármagnskostnaðar er því
einn stærsti liðurinn í þeim vib-
snúningi, sem orbiö hefur á rekstri
Kaupfélagsins á milli ára. Á árinu
1993 nam tap félagsins og dóttur-
fyrirtækja þess tæpum 250 þús-
undum króna, sem skiptist þannig
aö tap á rekstri Kaupfélagsins sjálfs
varð 50,9 milljónir, en tap á rekstri
dótturfyrirtækja þess varð 196
milljónir. Á árinu 1994 varð hagn-
aður móðurfélagsins eftir fjár-
magnskostnað hinsvegar 95 millj-
ónir, en tap á rekstri dótturfýrir-
tækja 78,8 milljónir, sem skilaði
16,1 milljón króna hagnaði í end-
anlegu uppgjöri fýrir árið 1994,
það er hagnaður þegar skattar hafa
verið dregnir frá. Skuldir Kaupfé-
lags Eyfirðinga vom 4,7 milljarðar
króna í árslok 1994. Af því em um
1,8 milljarðar skammtímaskuldir,
sem felast fyrst og fremst í afurða-
lánum og ýmsum viöskiptakröf-
um, sem félagið hefur legið með,
þar sem slíkt var taliö hagkvæmara
en að selja þessar kröfur í banka-
stofnanir. Skuldir Kaupfélagsins
hækkubu því um 1,3% á milli ár-
anna 1993 og 1994. Kaupfélag Ey-
firbinga lagði 65,7 milljónir króna í
afskriftasjóð á árinu og er sú upp-
hæö hugsub til þess ab mæta tapi á
rekstri dótturfyrirtækja. Mesta tap
dótturfyrirtækja Kaupfélagsins
varð af rekstri ÁKVA hf., en það fýr-
irtæki annast markabssetningu og
dreifingu á ferskvatni á Bandaríkja-
markabi. Magnús Gauti Gautason
kaupfélagsstjóri sagði á aðalfund-
inum ab rekstur þess á yfirstand-
andi ári muni skera úr um hver
framtíö vatnsútflutningsins verb-
ur, þar sem Kaupfélag Eyfirðinga
muni ekki leggja fram meira fjár-
magn til þessarar starfsemi. Annað
hvort verði fyrirtækið að spjara sig
sjálft á þeim sölutekjum er það nái
að skapa, eða abrir abilar veröi að
koma að frekari fjármögnun á
þessu þróunarverkefni.
Magnús Gauti sagði í yfirlitsræðu
sinni á fundinum að horfumar fyr-
ir þetta ár væm misjafnar eftir
starfsgreinum. Nýgerðirkjarasamn-
ingar muni auka launakostnað fé-
lagsins um að minnsta kosti 50
milljónir króna á árinu, en á móti
því komi ab í kjölfar kjarasamning-
anna muni þeim stöðugleika, er
ríkt hafi, ekki verða stefrit í voða.
Magnús Gauti sagði að áffam muni
veröa þörf á fýllsta abhaldi í rekstr-
inum og stefnt sé að því ab lækka
skuldir félagsins í kjölfar þess aö
vextir hafi lækkað, þótt aðstæður
geti orðið til þess ab skuldir hækki
nokkuð tímabundið. ■
Haqyrðinaaþáttur
Prófkjörsfallistar
Út afhallast einn og tveir,
eru á skallann famir.
Einskis pallborð punta þeir
prófkjörsfallistamir.
Niðurfærður lotinn lá
lýður mœrð sem rœnti.
Fylgitærður metast má
minni stærð en vænti.
Ólafur á Neðribæ
Pólartík
Kosninga-brögðóttur bransinn
brúkar sitt loforðaplat.
Vígreifur foringjafansinn
framreiðir slagorðamat.
Langar í lárviðarkransinn
jafnt lávarð sem demókrat.
Stíga nú darraðardansinn
Davíð og Golíat.
Búi
Kratar
Að röngu mati og tæpri trú
tíðum kratar lafa.
Þeir veifiskatar virðast nú
vængjum glatað hafa.
Ópal
Stöðutákn
Ég reyni að tolla í tískunni,
-en tíðum það stranda á nískunni-.
Á allskonar fundum
ég æfi mig stundum
á enskunni, frönskunni og þýskunni.
Búi.
Sami ágæti hagyrðingur kvartar yfir slæmri meðferð
á kveðskap hans í þættinum og er ýmsu um að kenna.
Hér birtist leiðrétt vísa, sem kom brengluð þann 17.
des. s.l.
Snilli magnast, rennur raus,
raddir þagna sorgar.
Fylli-bragnar hefja haus.
Heilsan fagnað borgar.
Skýringar: Bragnar þýðir menn, Fylli-bragnar eru
því drykkjumenn.
Botnar
Fyrripartur:
Ráðherranna verk og vit
verður skráð í bækur.
Botn:
Stöðugleiki og allt strit
stígur niður í fætur.
Stefán Bjarnason
Eða
Það er alveg óþarft strit
og árangur vart marktækur.
Aðalsteinn Sigurðsson
Eða
Verður allt það yfirlit
eins og Fúlilækur.
Fönn
Sendu mér þau merkisrit
meðan ég er sprækur.
Eða
Þó að mörgum þeirra strit
þyki slæmur kækur.
Nýr fyrripartur sem þarfnast skjótra svara:
Þjóðin fagra framtíð á,
fær hún senn að kjósa.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA