Tíminn - 31.03.1995, Blaðsíða 16
16
Föstudagur 31. mars 1995
hennar og gjörbir
Jóhanna: orb
stangast á
Jóhanna Siguröardóttir talar
óspart um jafnaöarmennsku
sína í kosningaspjalli. Tileinkar
hún sér kjöroröin um frelsi, jafn-
rétti og bræöralag. Gallinn er sá,
aö hún hefir ekki ástundaö neitt
af þessu í ráöherratíö sinni. Þvert
á móti hafa flest baráttumál
hennar gengið í öfuga átt. Þann-
ig hefir hún variö af kappi sí-
breytilega vexti af lánum skv.
verðvísitölu, sem komiö hafa
hart niður á heimilunum í land-
inu. Húsbréfin hennar hafa títt
selst meö miklum afföllum á
frjálsum markaði, þannig að
íbúöarbyggjendur hafa orðið
einskonar skattgreiöendur verö-
bréfabraskara. Kaupleiguíbúöir
hennar hafa ekki náð tilgangi
sínum, ýmist ekki af þeim borg-
aö eða þær yfirgefnar. Þá hefir
hún og hækkað vexti af félags-
legum íbúöum og jafnframt auk-
ið afskriftarprósentuna. Þeir,
sem skrifast fyrir þessum íbúö-
um, eiga æ minna í þeim. Allt
þetta eru orsakir vandamálanna
í dag. Jóhanna hefir reynt að
draga úr mistökum sínum með
ýmiss konar „sporslum" í formi
vaxta- eða húsnæðisbóta, sem
gera stolta íbúöareigendur að
styrkþegum.
Jóhanna er sem sagt, þrátt fyr-
ir góðan vilja, lítill stjórnmála-
maður. Nú mætti ætla, aö hún
hafi reynt aö fá nýta menn sér
við hliö í hinum nýja flokki, en
svo er þó ekki. Aðalhaldreipiö er
Ágúst Einarsson, sonur þekkts
útgerðarmanns fyrri tíöar. Hann
vill áfram láta aflaheimildir
ganga kaupum og sölum milli
sægreifanna — kerfi, sem þjóbin
nánast öll hefir sannfærst um,
aö fær ekki staðist lengur.
Jóhanna á þó hrós skiliö fyrir
Jóhanna Siguröardóttir.
LESENDUR
sumt, t.d. það að kljúfa Alþýöu-
flokkinn, sem hefir villst alger-
lega af leið. Hann á eftir aðeins
tvö áhugamál utan þess aö rífa
niöur velferöarkerfið. Annað er
að kollsteypa landbúnaöi, sem er
elsti atvinnuvegur landsmanna
og stofn íslenskrar menningar.
Hitt er að selja fullveldi okkar og
auölindir í hendur ESB.
Einnig má hrósa Jóhönnu fyrir
þann kjark og einurð að lýsa yfir,
aö hún muni ekki mynda stjórn
með íhaldinu. En er hún líkleg
til að standa viö það?
Viðskiptafrceðingur
A leiðum líforkunnar
Um nokkurra áratuga skeið hef
ég, ásamt allmörgum öbrum,
verið að halda því fram sem vís-
indum, að til sé náttúrlegt afl,
sem er undirstaða ýmissa fyrir-
bæra lífsins, af því tagi sem fyrir-
burðafræðin fæst við: fjarhrif,
fjarsambönd meðvitunda,
hreyfifyrirbæra og fleira. Hin
víðkunna Kirlian-myndatækni
hefur leitt í ljós nokkuö sem
virðist vera nákvæmlega þab
sama sem gerb haföi verið grein
fyrir hér á Islandi alllöngu áður.
Álkunnugt er þó, að sumir vís-
indamenn í góðri aðstöðu hafa
verið frábitnir rannsóknum á
þessum efnum, en aðrir hafa ver-
iö jákvæðari.
Vigdís Finnbogadóttir, forseti,
var að heiðra þjóðþrifastarf
nokkurt, líklega gigtlækningafé-
lagib meb raubu fjöðrina, og
heyri ég þá sagt í útvarpið (26.
mars) að nú leggi hún hendurn-
ar á bakið á einhverjum og „gefi
orku". Hún er jafnvel spurð af
spyrli á þá leið, hvort hún eigi
eitthvað við slíkt, og svarar þá að
bragði, að hafi hún umfram-
orku, þá telji hún ekki eftir sér að
gefa hana þeim sem þarfnast.
Ekki er þetta aöeins drengilega
mælt — konur hafa lengi veriö
kallaöar drengir góðir hér á landi
— heldur felst mikið í því hvað
hugsun varðar. Engin leib er að
líta á slík orö ööruvísi en að hlut-
LESENDUR
abeigandi hafi orðiö vör við slíka
orku streyma um sig. Eðlilegur
og ríkjandi skilningur orbanna
tryggir, að þarna var verið að tala
um raunveruleg fyrirbæri, en
ekki trúarlegar hugmyndir.
Ekki vil ég lengja málib, en
minni þó á nokkur orð úr þeim
fræbum, sem eru réttnefnd ís-
lensk heimspeki, heimspeki sem
er jafnframt vísindi og lúta þau
einmitt að eðli þessarar orku:
„Eins og áður er um getið, hef-
ur veriö sýnt að lífmagn geislar
frá líkamanum. Og ennfremur,
Núverandi ríkisstjórn hefir gortað af
því að hafa tryggt stöðugleika í hag-
kerfinu. Vísar hún til þess, að hún
hafi afstýrt verðbólgu. Það er að
vísu ekki nema helmingur málsins,
enda er stöðugleikastefna í því fólg-
in að hinu leytinu að koma í veg fyr-
ir lœgð og atvinnuleysi.
Ríkisstjórnin hefir hvorugt gert.
Það var þjóðarsátt 1990 sem stöðv-
aði verðbólguna. Síöan Davíð og
Jón tóku við stjómartaumunum,
ab geislan þessi leitast við aö
framleiða ástand hins geislandi
líkama. Og það má fara hér enn
lengra. Geislanin stefnir ekki
einungis að því að framleiða
ástand hins geislandi líkama,
heldur einnig alla leið áfram,
alla leibina að því að endurfram-
leiða sjálfan hinn geislandi lík-
ama, eða líkama honum líkan..."
Dr. Helgi Pjeturss: Nýall,
Stjörnulíffræöi, XIV. k.
Orkan, sem forseti vor talaði
um, stendur þannig ab fram-
haldi lífsins, og þyrfti samband
okkar vib ríki framlífsins að auk-
ast og batna sem allra fyrst.
Þorsteinn Guðjónsson
hefir atvinnuleysi verið áberandi.
Það er nú 5-6%, sem er allt að þre-
falt meira en eðlilegt getur talist, og
að óbreyttu mun það halda áfram
að vaxa. Þetta stafar af því, að
stjórnin hefir látið undir höfuð
leggjast að efla kaupgetuna í land-
inu og þar með eftirspurn vöru og
þjónustu. í stað þess aö létta skatt-
byrði lágtekjufólks, var hún bein-
línis þyngd með því að lækka skatt-
leysismörkin. Þau eru enn alltof há.
Dýr eöa
í flokki Úrvalsbóka er komin út
ný bók, Nell. Útgefandi er Frjáls
fjölmiðlun. Höfundur er Mary
Ánn Evans og byggði hún á kvik-
myndahandriti Williams Nichol-
son og Marks Handley. Sam-
nefnd kvikmynd er nú sýnd í Há-
skólabíói, og fara Jodie Foster og
Liam Neeson með aðalhlutverk-
in.
Nell er ógleymanleg saga um
konu sem er borin í leynum og
alin upp í einangrun. Allt í einu
er hún hrifin úr þessu verndaða
umhverfi og þeytt inn í hóp
ókunnugra, sem geta ekki komið
sér saman um hvort hún sé dýr
eða engill — eða hvort tveggja.
í kvikmyndinni leikur Jodie
Svo má ekki gleyma því, að stjórnin
hefir skert velferðarkerfið stórlega.
Hún hælist um af því að hafa lækk-
að skatta á fyrirtækjum, en það skil-
ar sér ekki í auknum umsvifum,
þegar kaupgeta almennings er löm-
uö.
Davíð og Jón hafa ekki staðist
prófið og þeir eiga aö gjalda þess í
næstu kosningum.
Viðskiptafrœðingur
engill?
Fréttir af bókum
Foster Nell, sem finnst í skógin-
um og hefur áhrif á líf allra sem
kynnast henni. Hún talar sitt eig-
ið tungumál, á sín eigin leyndar-
mál ... en nú er hún allt í einu
umkringd fólki, sem skoðar
hana, snertir hana, talar við
hana torskilið mál.
Sumir bera umhyggju fyrir
Nell. Sumir eru forvitnir. Sumir
em grimmir. Hún á margt ólært.
Og ekki síður þéir sem ætla að
uppfræða hana.
Fyrir leik sinn í hlutverki Nell
hefur Jodie Foster verið tilnefnd
til Óskarsverölauna. ■
Ekki stöðugleikastefna
hjá ríkisstjorninni
Þegar daggardropi fyllti mælinn
Ég hef löngum haft ánægju af
því að sitja á kaffihúsum, helst
einu sem ég nefni ekki hér.
Eini gallinn við að sitja oft á
sama kaffihúsinu er sá, að þá
kynnist maður stundum fólki
sem maður af einhverjum
ástæðum hefur ekki áhuga á ab
þekkja.
Þannig fór fyrir mér. Ég
hafði ekki stundað kaffihúsið
mitt lengi, þegar maður nokk-
ur tók upp á því að tylla sér við
borðið hjá mér. Þetta gerist
ekki þab oft að ég íhugi að.
skipta um kaffihús, en nógu
oft til þess að maðurinn fer í
taugarnar á mér.
Það, sem fer svona í taugarn-
ar á mér viðvíkjandi þessum
manni, er innræti hans. Ég sé
hann aldrei brosa, hvað þá
heldur hlæja, nema aö hann
frétti eitthvaö sem að mati
flestra er öbruvísi en það á ab
vera. Einkum á þetta við um
þjóðmálin. Berist einhverjar
þær fréttir frá þeim vígstöbv-
um, sem hlaupa í skapið á
venjulegu fólki, þá gleðst
hann.
Þannig var það á laugardag-
inn í síðustu viku. Við sátum
þarna nokkrir kaffihúsakunn-
ingjar við sama borðið og
vanalega, þegar hann kom, sá
leiðinlegi. Hann settist hjá
okkur og tók að lesa Moggann.
Af svip hans að dæma virtist
allt ganga með eðlilegum
hætti í samfélagi manna,
a.m.k. samkvæmt Mogganum.
í það minnsta brá maðurinn
ekki svip.
En Adam var ekki lengi í Par-
adís. Skyndilega ummyndaðist
andlit mannsins. Og hann rak
upp þessa líka hrottalegu hlát-
ursgusu. Hann tók bókstaflega
bakföll og ég hélt að kökubit-
inn, sem hann var einmitt að
stinga upp í sig þegar rokan
skall á, yrði honum að aldur-
tila.
„Hafib þið séð annað eins,"
stundi hann þá loksins hann
nábi andanum. Nei, enginn
viðstaddra treysti sér til að full-
yrða það, enda vissum við ekki
um hvað málið snérist.
En vib þurftum ekki lengi að
velkjast í vafa um gleðigjafa
þessa óþægilega innrætta
manns. Hann las fyrir okkur
fréttina sem svo mjög gladdi
hans sjúka geb. Hún var af
brottrekstri tryggingayfirlækn-
is. Manninum til málsbóta skal
tekið fram að þab var ekki
brottreksturinn, eba tilefni
hans, sem svo mjög kætti
hann, heldur framkvæmdin á
athöfninni eða réttara sagt
framkvæmdaraðilarnir.
í umræddri frétt kom fram,
að vegna fjarveru Sighvatar
Björgvinssonar heilbrigðisráb-
herra hafði hann séð til þess ab
Júlíus Valsson tryggingayfir-
læknir var kallaður á beinið
hjá ... já, lesendur góðir, getið
þib nú. (Skelfilegar ótuktir
mega þab nú vera sem hafa
hitt naglann á höfuðið). En
mikið rétt, Júlíus fékk reisu-
passann afhentan hjá þeim
Páli Sigurðssyni ráðuneytis-
stjóra, dóttur hans Dögg Páls-
dóttur, lögfræðingi ráðuneyt-
isins, og Guðjóni Magnússyni,
skrifstofustjóra á sama bæ.
Það, sem svo mjög gladdi
ótuktina á kaffihúsinu, er sú
stabreynd að ekki er langt um
liðið síban það komst í hámæli
ab Dögg ráðuneytisstjóradóttir
þáði laun hjá ráöuneytinu
meban hún stundabi nám er-
lendis, auk þess sem hún tók
greiðslu fyrir að þýða eigin rit-
gerö, sem hún raunar hafði
skrifað á launum hjá ráðuneyt-
inu. Pabbi skrifaði upp á.
Og þá varð það nú ekki til að
hryggja leiðindaskjóðuna á
kaffihúsinu, að um svipað leyti
og þetta var altalaö, þá barst sú
frétt að Guðjón Magnússon
hefði glaður þegið laun hjá
heilbrigðisráðuneytinu, sam-
tímis því sem hann stundaði
kennslu einhvers staðar úti í
heimi. Og enn var það Palli
daggardropi sem skrifaði upp
á.
Ég skal ekkert um það segja,
hvort Júlíus Valsson hefbi átt
ab halda stöðu sinni eður ei.
Óneitanlega verður það þó að
teljast honum til málsbóta, ab
hafa sagt tryggingaráði frá
rannsókninni á skattframtali
hans, áður en hann var ráðinn
í stöðuna. Hitt verð ég að játa,
að sá ógeðfelldi hlátur, sem
glumdi í eyrum mér þarna á
kaffihúsinu á laugardaginn,
hvorki var né er mér meb öllu
óskiljanlegur. ■