Tíminn - 31.03.1995, Blaðsíða 13
Föstudagur 31. mars 1995
13
Siv Friöleifsdóttir, Framsóknarflokki:
Atvinnu- og kjaramalin eru mikilvægust
Hver er sérstaða þíns framboðs?
Framsóknarmenn á Reykja-
nesi bjóöa fram nýtt fólk til al-
þingiskosninganna sem vill tak-
ast á við þau verkefni sem fram-
undan eru í íslenskum stjórn-
málum. Framboöslistinn hefur
nokkra sérstööu aö þessu sinni.
Hann er skipaöur kraftmiklu
ungu fólki sem hefur langa
reynslu í stjórnmálum. Listann
leiðir yngsta konan sem leitt
hefur blandaðan lista beggja
kynja frá upphafi. Það hefur
einnig vakið athygli að í sjö
efstu sætunum eru fimm konur.
Hvert er helsta baráttumálið?
Atvinnu- og kjaramál eru þau
mál sem brýnast er að tekist
verði á við. Kjósendur þurfa að
spyrja sig hvort þeir vilji sókn í
atvinnulífinu og að lífskjör
verði jöfnuð. Fjöldi ungs fólks
með vinnufúsar hendur mun
koma út á vinnumarkaðinn fyr-
ir aldamót. Framsóknarmenn
stefna að því að skapa 12.000 ný
störf á vinnumarkaðnum fram
til aldamóta fáum við umboð til
þess. Það þarf að efla nýsköpun
með því að breyta Iðnþróunar-
sjóði í áhættulánasjóð. Fjárfest-
ingar hafa verið í lágmarki á
kjörtímabilinu. Við viljum örva
fjárfestingar með skattaívilnun-
um. Framsóknarmenn á Reykja-
nesi hafa sett fram nýjar áhersl-
ur í sjávarútvgsmálum. Þær eru í
aöalatriðum þannig að auka
beri fullvinnslu sjávarafuðra og
auka hlutdeild bátaflotans í
þorskveiðum. Við viljum einnig
að togaraflotinn veiði utar í lög-
sögunni, útfyrir 200 metra dýpi.
Þannig verði veiðarnar vist-
vænni.
Það þarf að halda áfram þeirri
uppbyggingarbraut sem farin
hefur verið í ferðamannaþjón-
ustunni. Á Reykjanesi eru fjöl-
mörg tækifæri í þeirri grein, s.s.
í kringum Krýsuvík, Bláa Lónið,
í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Þaö
þarf ýmsar vegabætur í kjör-
dæminu til að laða að ferða-
menn og ekki síst til að minnka
slysahættu. Við trúum því aö
okkar leiðir í atvinnumálum al-
mennt tryggi a.m.k. 3% hag-
vöxt á kjörtímabilinu. Þannig
verður fjárlagahalla eytt og
skapaö svigrúm upp á 4-5 millj-
arða til lífskjarajöfnunar, ný-
sköpunar atvinnulífs og auk-
inna útgjalda til menntamála.
Við munum beita okkur fyrir
því á seinni hluta kjörtímabils-
ins aö jafna lífskjör með þvi að
hækka skattleysismörk, vaxta-
og barnabætur. Skuldastaða
heimilanna hefur versnað mjög
upp á síðkastið, úr 70% í 140%
af ráðstöfunartekjum þeirra á
kjörtímabilinu. Staða heimil-
anna er m.a. slæm vegna vaxta-
hækkunarinnar sem ríkisstjórn-
in skellti á í upphafi kjörtíma-
bilsins. Heimilin hafa einnig átt
í erfiðleikum vegna hárrar
greiðslubyrði húsnæðislána, at-
vinnuleysis, skattahækkana og
almennra kjaraskerðinga. Viö
teljum að setja verði lög um
greiðsluaðlögun sem gefa ein-
staklingum í langvarandi og al-
varlegum greiðsluerfiðleikum
möguleika á því að ná stjórn á
fjármálum sínum.
Húsnæðislán Húsnæðisstofn-
unar ætti að lengja úr 25 árum í
40 ár og létta þannig greiðslu-
byrðina. Þaö væri einnig til bóta
að lána því unga fólki sem er aö
kaupa íbúð í fyrsta sinn hærra
hlutfall láns en nú, t.d. hækka
það úr 65% í 80%. Skattkerfiö
veröur að endurskoða vegna
óheyrilegra jaðarskatta sem
margar fjölskyldur lenda í að
greiða. Það hlutfall getur í dag
farið upp í 75%. Við viljum ekki
hækka skatta, en skipta skatt-
byröinni með réttlátari hætti.
Varðandi skólamál er brýnt að
færsla grunnskólans til sveitar-
félaganna takist vel. Sveitarfé-
lögin þurfa að fá tekjustofna
samhliða yfirtökunni sem duga
til aö geta staðið vel að grunn-
skólanum. Við viljum endur-
skoða lög um Lánasjóö íslenskra
námsmanna í þeim tilgangi að
tryggja jafnrétti til náms og aö
mánaðargreiðslur lánanna verði
aftur teknar upp eftir fyrsta
misseri.
Viö frambjóðendur finum að
okkur er vel tekið þessa dagana
á ferð okkar um kjördæmið.
Fólki finnst listinn frísklegur og
kraftmikill. Framsóknarmenn í
Reykjaneskjördæmi skora á
kjósendur aö gefa nýju fólki
tækifæri til að sýna hvaö í því
býr innan veggja Alþingis á
komandi kjörtímabili. Styðjið
kraftmikið fólk til verka með því
að kjósa B- listann.
Guömundur Örn Ragnarsson, Kristilegri stjórnmálahreyfingu:
Afnám fóstureyðinga
Hver er sérstaða þíns framboðs?
Kristnum manni kemur allt
við sem á jörðinni gerist, enda
segir Biblían að hann sé erind-
reki Guðs hér í heimi.
Kristileg stjórnmálahreyfing
er stofnuð til aö framfylgja í
stjórnmálum boðskap Biblíunn-
ar, sem er gleðiboðskapurinn
um Jesú Krist frelsara manna, og
til að koma á réttlæti guðs og
kærleikssamfélagi fyrir alla, en
Guð elskar alla menn og fer ekki
í manngreinarálit.
Með trúnni á Jesú Krist og
hjálp Guðs heilaga anda mun-
um við framfylgja orðum Guðs
til að leysa aösteðjandi vanda-
mál sem þjóðin stendur frammi
fyrir. í meginatriðum hefur
stjórnmálastefnan veriö mótuð.
Við setjum trúar og siöfræði-
leg atriði á oddinn enda stendur
allt og fellur með þeim. Við
munum kappkosta að tryggja
lýðræði um ókomna framtíð á
íslandi, þannig aö íslendingar
sjálfir geti mótaö umhverfi sitt
og geti með virðingu sameigin-
lega axlað byrðar og notið af-
raksturs af landsins gæðum.
Hvert er helsta baráttumálið?
K-listinn, listi Kristilegrar
stjórnmálahreyfingar, er kallað-
ur af Guði til að stöðva það
hryllilega framferði íslendinga
að fleiri en einn maður er tek-
inn af lífi á dag og það með fullu
leyfi löggjafans. Eg er aö tala um
fóstureyðingar.
Það er reyndar stórfurðulegt
hvernig hreyfing svokallaðra
feminista (ekíd er átt við eigin-
lega kvenréttindahreyfingu),
hefur komið því inn hjá fjölda
fólks að fóstur sé ekki maður
þótt Biblían, trúarrit kristinna
manna, margfjalli um fóstrið
sem manneskju skapaða af
Guði. Feminisminn heldur því
fram ab hér sé fyrst og fremst
um að ræða rétt konunnar yfir
eigin líkama. Allir hljóta þó að
sidlja að þegar kona veltir fyrir
sér hvort hún eigi að fara í fóst-
ureyöingu, er um líf eða dauða
ófædds barns að tefla.
Nú er svo komið aö víða er
jafnvel reynt ab koma í veg fyrir
að um þetta mál sé talað eða
skrifað á opinberum vettvangi,
svo margir finna til sektar og
sársauka vegna fóstureyöingar
sem þegar hefur farið fram.
Við öll, þjóðin, þurfum að
gera iðrun frammi fyrir Guði og
fá fyrirgefningu Hans og frelsi
gegnum frelsara okkar Jesú
Krist, um leiö og við afnemum
lög sem leyfa fóstureyðingar. ■
Aöalheiöur Einarsdóttir, Náttúrulagaflokki:
TM hugleiösla
á kvöldin og
á morgnana
Hver er sérstaða þíns framboðs?
Sérstaöan hlýtur að vera sú að
við erum aö koma með alveg ný
sjónarmið inn í stjórnmálin.
Mest áhersla er lögð á samstill-
ingarhópa sem stunda svokall-
aða TM hugleiðslu kvölds og
morgna. Fjölmargar rannsóknir
leiba í ljós að samstilling ein-
staklinga við svona hugleiðslu
fækkar glæpum, slysum fækkar
og fleira mætti nefna. Jákvæðni
í þjóöfélaginu vex mjög hratt.
Hvert er helsta baráttumálið?
Helstu baráttumálin hjóta
vitaskuld að vera efnahags- og
atvinnumálin, einsog þau blasa
við okkur í dag. Þar komum við
aftur að samstillingarhópum í
TM hugleiðslu. Þegar þeir eru
komnir á laggirnar hafa mynd-
ast tækifæri til að breyta þjóðfé-
laginu verulega til bjartsýnni og
heilbrigðari háttar. Þá hefur
myndast sköpunarafl í þjóbfé-
laginu og þá verba til ný og betri
tækifæri.
Ölafur G. Einarsson, Sjálfstœöisflokki:
Breyta þarf forgangsrööun
Hver er sérstaða þíns framboðs?
Sérstaöa framboðs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
markast af nokkrum þáttum.
Fyrst langar mig að nefna að
flokkurinn býður fram sterkan
og samhentan hóp, sem saman-
stendur af hæfu fólki með dýr-
mæta reynslu á ýmsum sviðum
þjóðlífsins.
Annað mikilvægt atriði, sem
skilur Sjálfstæöisflokkinn frá
öðrum flokkum hér á Reykja-
nesi, sem og annars stabar á
landinu, er sú staðreynd að
flokkurinn hefur átt aðild að
ríkisstjórn, sem tryggt hefur
þjóðinni bættan hagvöxt og
betri tíma framundan. Efna-
hags- og atvinnulíf þjóbarinnar
einkenndist í upphafi kjörtíma-
bilsins af stöðnun og samdrætti.
Nauðsynlegt var aö tryggja stöb-
ugleika, örva nýsköpun í at-
vinnulífinu og auka verömæta-
sköpun. Þessum markmiðum
náði ríkisstjórnin, þrátt fyrir
ýmsa óvænta erfiðleika, svo sem
nauðsynlegan niðurskurð á
þorskafla og hrun á verðlagi
helstu útflutningsvara okkar.
Vegna þess árangurs sem
Sjálfstæbisflokkurinn hefur náð
í efnahagsmálum undanfarin ár
er, undir forystu hans, hægt að
hefja sókn til bættra lífskjara.
Það er tvímælalaust brýnasta
verkefni okkar hér í Reykjanes-
kjördæmi að móta sameiginlega
framtíðarsýn í efnahags- og at-
vinnumálum og renna fleiri
stobum undir atvinnulífið. Til
forystu í þeim efnum er Sjálf-
stæðisflokkurinn hæfastur.
Hvert er helsta baráttumálið?
Meginbaráttumál mitt í þess-
um kosningum er að leggja mitt
af mörkum svo hægt verði að
halda áfram á þeirri braut sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
markað. Það er afar brýnt að
hvika ekki frá fyrri markmiðum
um að ná niður fjárlagahallan-
um og nýta til þess efnahagsbat-
ann.
Lækkun skatta er einnig mik-
ilvægt mál. Óhófleg skattla_gn-
ing dregur úr athafnalífi. Því er
brýnt að móta skýra og einfalda
skattastefnu, leita leiða til að
lækka skatthlutfall og vinna
áfram að því ab draga úr mis-
munun og fækka undanþágum
í virðisaukaskattskerfinu.
Þá tel ég brýnt ab gert verði
átak í atvinnumálum svo og
samgöngumálum í kjördæm-
inu. Fjölga þarf störfum og efla
nýsköpun, en hún er besta
vörnin gegn atvinnuleysi.
Það hefur auk þess lengi verið
kappsmál mitt sem þingmanns
að kosningalögum verði breytt
og atkvæbisréttur jafnaöur.
Síðast en ekki síst legg ég
áherslu á skólamál. Á þessu
kjörtímabili hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn lagt grunn aö alhliða
úrbótum í menntamálum en
allt opinbera skólakerfið, frá
leikskólastigi til loka framhalds-
skóla, hefur verið í endurskoð-
un. Ég vil sjá það gerast að
auknu fjárframlagi verði varið
til skólamála hér á næstu árum,
eftir ab grunnur hefur verib
lagbur ab nýrri skólastefnu.
Þetta þýðir augljóslega breytta
forgangsröðun frá því sem nú er
en að slíkum breytingum á for-
gangsröðun viðfangsefna fjár-
laga vildi ég gjarnan stuðla.